Morgunblaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 16
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 16 LAUGARDAGUR 15. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ VUR V I ÐS K IP TAÞJÓNUSTA U TA N R Í K I S R Á Ð U N E Y T I S I N S í verki með íslenskri útrás www.vur.is „Viðskiptaþjónusta VUR er einhver mikilvægasta aðstoð sem ég hef fengið við markaðssetningu á Penzími erlendis. Viðskiptafulltrúarnir í Frakklandi og Þýskalandi hafa veitt djúpa sýn á heimamarkaði sína með skýrslum og opnað þar mikilvæg sambönd. Ef misskilnings hefur gætt í samskiptum við milliliði eða tækniörðugleikar orðið, hef ég getað reitt mig á stuðning viðskiptafulltrúanna og leiðsögn. Jafnframt veit ég að VUR hefur opin augu fyrir viðskiptatækifærum og upplýsingum sem gagnleg hafa reynst Ensímtækni á ókunnum og fjarlægum slóðum.“ Jón Bragi Bjarnason, prófessor, framkv.stjóri Ensímtækni E F L IR / H N O T S K Ó G U R V U R 6 0 0 -0 3 Dýpri sýn á markaði fyrir Pensím þyngri Förum með sendingar Öflug flutningaþjónusta Póstsins nær yfir stórar vörusendingar jafnt sem smáar. Fáðu heildarlausn fyrir vörusendingar fyrirtækisins hjá þungavigtarliði Póstsins. Þægileg og örugg þjónusta sem sparar þér tíma og fyrirhöfn. Öryggi alla leið létt Nánari upplýsingar eru veittar hjá sölu- og þjónustudeild Póstsins í síma 580 1030. Netfang: postur@postur.is Veffang: www.postur.is N O N N I O G M A N N I I Y D D A / s ia .i s / N M 0 8 4 6 4 Sjávarútvegsráðuneytið íhugar að grípa til ráðstafana til að koma í veg fyrir eða draga úr meðafla botnfisks í uppsjávar- veiðum með flottrolli. T.d. er rætt um að setja á sérstakan kvóta fyrir uppsjávarveiðiskip sem gerir skipunum kleift að koma með meðaflann að landi. Veiðieftirlitsmenn Fiskistofu hafa orðið varir við töluverðan meðafla í flottroll togskipa á uppsjávarfiskveiðum að undan- förnu, einkum ufsa og grá- sleppu en einnig þorski og karfa. Landssamband ís- lenskra útvegsmanna hefur farið þess á leit við sjávarút- vegsráðuneytið að kannað verði hvernig megi koma í veg fyrir eða draga úr meðafla í flottrollsveiðum og jafnframt hvernig nýta megi meðaflann. Fiskistofa hefur tekið saman greinargerð um málið, sem nú er til umfjöllunar hjá umhverf- isnefnd sjávarútvegsráðuneyt- isins. Árni M. Mathiesen, sjávarút- vegsráðherra, segir að nefndin sé sérstaklega að kanna hvern- ig skilja megi meðafla frá upp- sjávaraflanum áður en hann lendir ofan í lestum skipanna, til dæmis með sérstökum skilj- um. Hann segir að einnig sé til umræðu að koma á sérstökum kvóta fyrir uppsjávarveiðiskip- in, í líkingu við Hafró-kvótann svokallaða, sem heimilar fiski- skipum að koma með að landi 5% af heildarafla í botnfiski sem ekki reiknast til aflamarks skipsins og renna 80% af sölu- virði aflans á markaði til Haf- rannsóknastofnunarinnar. Heimild uppsjávarveiðiskipanna yrði þó ekki nema 0,5% af heild- arafla í botnfiski, enda þau flest með lítinn botnfiskkvóta auk þess sem sá meðafli sem kemur í veiðarfæri þeirra er í flestum til- fellum fremur lélegt og verðlítið hráefni eftir volkið í trollinu. Árni segir að ekki hafi borið á meðafla í uppsjávarfiskveiðum fyrr en með vaxandi notkun flot- vörpu við veiðarnar. Síldin hafi til að mynda ekki haldið sig í torfum í sama mæli og oft áður, heldur verið dreifðari og því hafi veiðarnar einkum verið stundað- ar í flottroll. Erfitt sé hinsvegar að meta hversu mikill meðaflinn geti verið, enda hann misjafn eftir veiðisvæðum. „Eftirlit með veiðunum, þar sem líklegra er að botnfiskur slæðist í veiðarfærin, hefur verið aukið og gripið til til svæðalokana þar sem meðafli hefur verið meiri en góðu hófi gegnir. Við höfum engu að síður talið að grípa þurfi til frekari ráðstafana til að draga úr með- afla í þessum veiðum og sú vinna er nú í farvatninu,“ segir Árni. Rætt um Hafró- kvóta fyrir upp- sjávarskipin Morgunblaðið/Snorri Aðalsteinsson Töluvert bar á ufsa í síldarafla flottrollsskipa sl. haust. Aðgerðir til að draga úr meðafla botnfisks í flottrollsveiðum HAGNAÐUR SÍF hf. eftir skatta á árinu 2002 nam 393 milljónum króna, eða 4,6 milljónum evra. SÍF gerir upp í evrum. Rekstrarhagn- aður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 20,1 milljón evra (1.728 m.kr.) á árinu 2002 en hagn- aður fyrir afskriftir og fjármagnsliði árið á undan var 20,9 milljónir evra. Hagnaður SÍF hf. fyrir skatta nam 5,5 milljónum evra (473 m.kr.) á árinu 2002, en var 4,4 milljónir evra á árinu 2001. Rekstrartekjur samstæðunnar á tímabilinu námu 714,1 milljón evra (61,4 milljörðum kr.), en voru 693,7 milljónir evra á sama tímabili í fyrra. Þá skilaði rekstur samstæð- unnar jákvæðu veltufé frá rekstri að upphæð 7,1 milljón evra (609 m.kr.) samanborið við 11,2 milljónir evra fyrir sama tímabil árið á undan. Handbært fé frá rekstri var 10,3 milljónir evra (885 milljónir króna) árið 2002, en var neikvætt upp á 13,7 milljónir evra árið á undan. Í tilkynningu frá SÍF segir að þó svo að ýmis ytri skilyrði hafi verið félaginu óhagstæð á árinu 2002, sé ljóst að upptaka evrunnar hafi haft almennt meiri áhrif á viðskipti, efnahagslíf og neyslumynstur al- mennings í Evrópu en reiknað hafi verið með. „Veruleg hækkun á þjón- ustu og smávörum leiddi til lægri ráðstöfunartekna þannig að almenn tilfærsla varð á neyslu fólks yfir í ódýrari vörur. Þá höfðu erfiðleikar í sölu á ferskum fiski í Evrópu nei- kvæð áhrif á rekstur samstæðunn- ar. Í saltfiskviðskiptum var árið 2002 það erfiðasta frá stofnun SÍF sem hlutafélags, þrátt fyrir að hlutdeild SÍF í heildarútflutningi á saltfisk- afurðum hafi verið meiri en mörg undanfarin ár, eða rúm 53%. Eftir stöðugar verðhækkanir á síðastliðn- um árum virðist sem verð á saltfisk- afurðum hafi náð ákveðnu hámarki og byrjuðu verð því að lækka vegna mun minni eftirspurnar í lok ársins 2001 og héldu síðan áfram að lækka á árinu 2002.“  $      %                          !      " #          $ % & $ '% (%' )* '%$   +$ ')   +, (*) ((,   +$$ + &)   - .    /    -        $ &,, '0*1 0 % &0&1 ' ( ' & ) ' $& $) ,%$    +, ,%)   +$ & *'  ! $*, + *&  , '0'1 0 & 0 1 &"' (&   " #   )        Hagnaður SÍF tæplega 400 m.kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.