Morgunblaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MARS 2003 41 Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. ✝ Málfríður Þórð-ardóttir fæddist á Hvítsstöðum í Álftaneshreppi, Mýrasýslu, 23. nóv- ember 1933. Hún lést á sjúkrahúsinu á Akranesi 7. mars síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Þórður Jóns- son, f. 17. nóvember 1893, d. 23. apríl 1985, og Kolfinna Jó- hannesdóttir, f. 20. júní 1905, d. 25. des- ember 1991, bændur á Hvítsstöðum og síðar í Kross- nesi í sömu sveit. Systkini Málfríð- ar eru: Jóhanna Erla, f. 6.10. 1926, d. 17.3. 1975 (hálfsystir sammæðra), Jón f. 22.2. 1935, Jó- hannes Magnús, f. 3.3. 1938, Guð- rún f. 5.10. 1943 og Svanlaug Ísa- bella, f. 20. 11. 1948. Eftirlifandi sambýlismaður Málfríðar er Ingólf- ur Hauksson, f. 4. 11. 1933. Foreldrar hans voru Haukur Eyjólfsson, fyrrver- andi bóndi á Horni í Skorradal, og Stef- anía S. Steinsdóttir. Dóttir þeirra er Inga Kolfinna f. 14.4. 1960. Maki hennar er Vilhjálmur Sum- arliðason frá Ferju- bakka í borgar- hreppi, f. 10.9. 1954. Þau eiga fjögur börn: Ingólf Hauk, f. 3.4. 1981, í sambúð með Önnu Jakobínu Arngrímsdóttur, Evu Láru f. 2.2. 1983, í sambúð með Sigurði Inga Þorsteinssyni, Jón Örn, f. 20.2 1987, og Adam Orra f. 17. 4. 1989. Útför Málfríðar fer fram frá Borgarneskirkju í dag, laugar- dag, og hefst athöfnin klukkan 14. Margs er að minnast, sárt er að sakna. Mig langar að minnast fáein- um orðum mágkonu minnar. Hún flutti með foreldrum frá Hvítsstöð- um að Krossnesi árið 1940, þá er Fríða á sjöunda árinu og þar ólst hún upp og átti heimili til ársins 1967 að hún flutti í Borgarnes ásamt for- eldrum sínum. Ung fór hún að sækja vinnu að heiman. Á þeim árum var algengt að stúlkur réðu sig í vist. Fríða réð sig í vist til Reykjavíkur. Var t.d. hjá Thorólf Smith, rithöf- undi og fréttamanni, og einnig hjá Þórarni Þórarinssyni, ritstjóra Tím- ans. Ég efa ekki að störf sín vann Fríða af dugnaði, trúmennsku og ná- kvæmni, það var hennar stíll. Já, hún tók til hendi við ýmis störf, fór til Vestmannaeyja á vertíð, í 17 ár starfaði hún á Hótel Borgarnesi og síðan 21 ár á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi. En þar hætti hún störfum fyrir um þremur árum, en þá kenndi hún sér þess sjúkdóms sem síðar varð hennar banamein. Fríða kynntist fyrstu ástinni og það var sú ást sem hún var síðan trú alla tíð, og þannig var Fríða mágkona í mínum augum, trygg, trú og traust. Hún hitti Ingólf og eignuðust þau dótturina Ingu Finnu. Það var Fríðu mesta hamingjustund í lífinu. Þá var hún 26 ára. Inga Finna ólst alfarið upp hjá móður sinni því ekki varð af frekari sambandi þeirra Ingólfs þá, en hugur hennar stóð til að það gæti orðið síðar. Sem svo varð þrem ára- tugum seinna eða árið 1992 að leiðir þeirra náðu saman og hafa þau búið í sambúð síðan. Ég kynntist Fríðu fyrst er ég kom í Krossnes haustið 1966, og fannst mér þá strax hún hafa góða nærveru og alla tíð, hún var létt í lund, glettin og jafnframt ákveðin, stóð á sínu. Ekkert raf- magn var í Krossnesi er ég kom þar, en kolaofn til kyndingar, kolaeldavél og olíulampar til lýsingar. Fríða var afskaplega vel verki far- in og alls ekki sátt ef eitthvað fór úr- skeiðis, t.d. við bakstur, en þar var hún lík móður sinni með hversu allt var gott hjá þeim í mat og köku- bakstri. Mér er minnisstætt þegar Fríða var að baka í kolaeldavélinni sem þurfti nú satt að segja mikla ná- kvæmni við, ekki mátti kynda um of eða van. Í þetta sinn brást vélin henni og kakan var ei sem skyldi, er hún sá það tók hún skörunginn og sló aðeins í vélina með honum og nokkrum vel völdum orðum. Þetta gerði hún hæjandi og hafði ég gam- an af. Seinna um veturinn var sett upp kokseldavél sem mun auðveld- ara var að baka í og þegar Fríða var búin að baka fyrstu kökuna í henni með góðum árangri strauk hún höndum yfir vélina, blessaði og kjassaði hana sem hún væri lifandi vera. Þetta fannst mér fyndið, svona var Fríða, svo kát og glettin. Mér kemur einnig í huga er til stóð að rífa gamla húsið hér í Kross- nesi fyrir fáum árum. Þá komu þau hér (gömlu) Krossnessystkinin til þess að minnast við og kveðja bæinn sinn. Þó með trega væru í huga var margt rifjað upp með hlátrasköllum og flissi. Fríða stóð upp í stigaprik- inu sem var sett upp svo hægt væri að kíkja upp á háaloftið, stóð þar skríkjandi og flissandi, „sjáið þetta, og þarna eru gömlu skólabækurnar mínar, varla snertanlegar fyrir ryki og viðurstyggð“. En samt með tveimur fingrum og smáflissi mátti reyna. Já, það var glatt á hjalla og góð sú stund sem við öll nutum svo vel. Það var kapp í Fríðu þegar hún ákvað að kaupa sér íbúðina á Kveld- úlfsgötu 22. Þá þurfti að spara og vinna meira. Hún sat þegar færi gafst við að prjóna af kappi, allt lagt undir til að standa sig og það tókst líka. Seinna keypti hún svo húsið á Borgarbraut 50a, þar sem þau Ing- ólfur hafa búið þar til Fríða lést. Ég hefi hér brugðið upp smábroti úr lífi Fríðu mágkonu minnar sem í huga mér kom, svona rétt til að minnast. Já, margs er að minnast og sárt er að sakna, ég sakna hennar Fríðu og vil nú að lokum senda Ing- ólfi, Ingu Finnu og hennar fjöl- skyldu innilegar samúðarkveðjur frá okkur hjónunum í Krossnesi. Hún lagði augun aftur. Hún flaug til feðra sinna. Það var náðar kraftur, svo þrautum mætti linna. Hún var svo þreytt. Já, þessu varð að linna. Hún hafði öðru að sinna Og því fær enginn breytt. Í dag við hana kveðjum, með votum augnahvörmum. Guð vefur hana örmum. Hún er ei lengur þreytt. Guðný Grendal Magnúsdóttir. Það var áfall fyrir þremur árum að heyra að Fríða frænka væri kom- in með krabbamein. Hún sem kenndi sér einskis meins alla sína ævi fram að því. Fríða tók á þessu eins og hún væri að baka kökur sem var henni leikur í höndum og hafði hún betur. Allt leit þetta vel út en tveimur árum síðar voru fréttirnar ekki góðar, krabbameinið hafði tekið sig upp aftur. Var sú barátta erfiðari og varð Fríða að láta í minni pokann. Það var einn góðviðrisdaginn fyrir nokkrum árum að við Fríða, mamma, Magga, ég og krakkarnir fórum yfir í Þursstaðaeyju og nátt- urlega berfætt á stuttfötum beint út á leirana en hún Fríða frænka var nú ekki að fara berfætt út á leirana heldur tók hún með sér þessa fínu hvítu strigaskó og fór í þá. Þetta er ein sú besta lýsing sem ég hef á henni Fríðu frænku minni. Núna ertu komin til ömmu og afa, elsku Fríða mín, í hlýja faðminn þeirra og stóra. Ég man það þegar ég var lítil stelpa og kom í heimsókn til ömmu og afa og fór upp á loft til þín, það var alltaf svo skemmtilegt. Þó svo að herbergið þitt væri ekki stórt fyrir allt dótið þitt þá þótti mér það stórt og það var svo gaman að sitja í fallega ruggustólnum þínum. Svo fluttir þú í blokkina og þá var nóg pláss fyrir fallega dótið þitt. Ég man það hvað mér þótti það skrítið en gaman að þú vildir fá græjurnar mínar þegar ég endur- nýjaði og fékk mér stærri græjur þegar ég var unglingur, ég var mjög ánægð og montin að þú vildir fá græjurnar mínar og þú gast spilað gömlu plöturnar þínar á nýjan leik og ég er viss um að þú naust þess vel. Þau voru ófá árin sem við systk- inin fengum jólagjafir frá þér og var alltaf mikil spenna að opna þær og enn lifir margt af því dóti sem í pökkunum var. Þegar amma kvaddi þennan jarð- neska heim og ekki var hægt að leita til hennar með að prjóna sokka og vettlinga stóð ekki á þér að taka við að prjóna. Þegar við komum í heimsókn til þín var alltaf það fyrsta sem þú gerðir að tína fram allar þær kökur og bakkelsi sem þú hafðir verið að baka og man ég að ekki gast þú látið kökur á borðið sem voru ekki full- komnar, þær voru bara ekki boðleg- ar neinum og fóru því beint í ruslið. Allt sem þú gerðir var fullkomið, hráefnið í kökurnar var allt upp á gramm og strokið yfir skeiðina til að hún væri sléttfull, það var ekkert nógu gott nema það væri fullkomið. Þessar minningar og óteljandi fleiri geymi ég í huga og hjarta mínu, elsku Fríða frænka, eins og ég kall- aði þig alltaf og mun gera um ókomna tíð. Megi guð gefa aðstand- endum þínum frið og ró í hjarta á þessum sorgartímum. Ég kveð þig með söknuði, Fríða mín. Hvíl þú í friði, elsku frænka. Þín frænka, Jóh. Erla Jónsdóttir. Lítil Reykjavíkurstelpa fór með ömmu sinni í sveitina vestur á Mýr- um laust fyrir miðja síðustu öld. Þar hitti ég Finnu, systur hans pabba, Þórð manninn hennar og hóp af kát- um krökkum. Í minningunni var samfellt sólskin allt sumarið og tóm gleði. Þarna var hún Fríða, granna, spengilega frænka mín sem var allt- af að búa um rúm og vaska upp og hló góðlátlega að okkur Gunnu, litlu systur hennar, sem vorum að basla með búskap úti í „Grænahól“ og vor- um í sífelldu hallæri með dollur og snæri því við þurftum að kæla „mjólkina“ í næstu mógröf. Lífið var tómur leikur hjá smáfólkinu nema þegar amma kallaði til að láta mann lesa og ólukkans bandprjónninn pot- aði í stafina. Eldri systkinin bjuggu sig á ball, tilhlökkunin titraði í loftinu og ég góndi á Fríðu sem var svo sæt í svörtum buxum, hvítri blússu og með blik í fallegu dökkbláu augun- um sínum. Rollingarnir sátu heima, þeir áttu ekkert erindi á ball. Svo kom ungur maður á skurðgröfu í sveitina og heillaði ungu stúlkuna. Hún var hans frá þeirri stundu. Lít- ill glókollur, Inga Finna, fæddist þeim 1960, sannkallaður sólargeisli. Þær mæðgur áttu skjól hjá afa og ömmu. Fyrst í Krossnesi og síðar í Borgarnesi eða þangað til Fríða keypti sér þar íbúð í fjölbýlishúsi. Frænka mín var einstaklega hreinlát og snyrtimennskan andaði á móti manni úr hverju horni. Rétt eins og hjá Finnu móður hennar var manni tekið af mikilli rausn eins og langþráðum gesti. Síðustu árin hélt hún heimili í húsi sínu á Borgarbraut 50a með ástvini sínum Ingólfi. Mein- ið sem nú hefur lagt hana að velli fannst fyrir fáum árum. Hún fór í uppskurð og átti góðan tíma um sinn. Sl. sumar fór aftur að halla undan fæti og hún fór á sjúkrahús, fyrst í Reykjavík, síðan á Akranesi. Hún gat þó verið heima hjá sér um jól og áramót. Þá var þrekið búið. Ég er þakklát þeirri stund sem við áttum saman á sjúkrahúsinu 19. febrúar sl. Við vissum báðar að við myndum ekki sjást framar í þessu lífi. Ég veit að hin kyrrláta, hógværa frænka mín á góða heimkomu hjá honum og að „þar bíða vinir í varpa sem von er á gesti“. Inga Finna ann- aðist móður sína af blíðu og ást. Henni, öðrum ástvinum og ættingj- um sendi ég kæra kveðju með djúpri samúð. Guðrún Halla Guðmundsdóttir. Elsku Fríða frænka, það eru margar minningar sem fljúga í gegnum hugann núna. Sú sem stendur upp úr er frá öskudögunum í gamla daga. Ég og systkini mín klæddum okkur í öskubúninga nán- ast einungis til að heimsækja þig á hótelið vegna þess að við vissum að Fríða frænka tæki vel á móti okkur og ætti gott í gogginn í þvottahúsinu á hótelinu. Þetta var einn af föstu liðunum í lífinu sem við áttum með þér og voru alltaf jafn skemmtilegir og við þökkum fyrir þá. Það eru svo margir svona atburðir sem ég gæti nefnt og þeir atburðir rifjast upp á góðra vina fundum með ættingjum þínum og vinum í framtíðinni, elsku Fríða frænka. Megir þú hvíla í friði og sátt. Guð blessi þína fjölskyldu. Baldrún Kolfinna Jónsdóttir (Baddý). MÁLFRÍÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR ✝ Hólmfríður Þórð-ardóttir fæddist á Tannastöðum í Ölfusi 15. júní 1922. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Ljósheim- um á Selfossi 6. mars 2003. Foreldrar hennar voru hjónin Jensína Ingveldur Snorradóttir frá Þórustöðum í Ölfusi og Þórður, bóndi og fræðimaður, Sigurðs- son á Tannastöðum. Bræður hennar voru Hávarður vinnuvéla- stjóri og Sigurður bóndi á Tanna- stöðum. Hólmfríður giftist hinn 15. júní 1948 Sigurði bónda Hannessyni í Stóru-Sandvík í Flóa, f. 4. apríl 1916, d. 11. desember 1981. Börn þeirra voru: 1) Þórður, f. 16. apríl okt. 1978, tónlistarnemi, og Sigrún, f. 10. júní 1984, nemi við Fjöl- brautaskóla Suðurlands. 4) Árún Kristín, f. 10. febrúar 1957, hjúkr- unarfræðingur og lektor við Há- skólann á Akureyri, gift Steingrími Jónssyni, haffræðingi og prófessor á Akureyri. Börn þeirra eru Jón Árni, f. 20. ágúst 1985, mennta- skólanemi, og María Magnea, f. 5. mars 1990. 5) Óskírður piltur, f. 10. febrúar 1957, dó í frumbernsku. 6) Margrét, f. 4. október 1958, hjúkr- unarfræðingur á Landspítalanum við Hringbraut. Dóttir hennar og Páls Stefánssonar dýralæknis er Hólmfríður Ásta, f. 19. apríl 1981, nemur læknisfræði í Danmörku. Hólmfríður og Sigurður bjuggu í Stóru-Sandvík frá 1948 til 1981 er Sigurður lést en Hólmfríður bjó síð- an með tilstyrk Jens sonar síns til 1984. Hélt hún heimili í Stóru-Sand- vík með Margréti dóttur sinni í nokkur ár en fór að Ljósheimum á Selfossi árið 1999 og dvaldist þar til dauðadags. Útför Hólmfríðar verður gerð frá Stokkseyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. 1949, bifreiðastjóri á Selfossi, var kvæntur Ástu Grétu Sam- úelsdóttur. Börn þeirra: Sigurður, f. 27. mars 1968, mjólkur- fræðingur, og Samúel, f. 30. júní 1970, búsett- ur á Írlandi. 2) Hannes, f. 6. maí 1950, útvegs- bóndi á Hrauni II í Ölf- usi, kvæntur Þórhildi Ólafsdóttur frá Hrauni. Börn þeirra eru Katrín Ósk, f. 11. júlí 1980, háskólanemi, og Ólafur, f. 23. júlí 1985, nemi við Fjölbrautaskóla Suðurlands. 3) Jens, f. 2. mars 1954, húsasmiður og starfsmaður Sel- fossveitna, kvæntur Sigríði Ólafs- dóttur úr Reykjavík. Dætur þeirra eru Hólmfríður, f. 13. okt. 1978, nemi í meinatækni, Hrefna, f. 13. Ég man Hólmfríði, eða Fríðu eins og hún var oftast kölluð, er hún var nýkomin að Stóru-Sandvík. Hún var ung, svarthærð og nett í andliti og bauð af sér góðan þokka. Hún vék góðum veitingum að mér, strák um fermingu, og kunni að tala við mig á réttum nótum. Mikið var þá umleikis í Stóru-Sandvík. Þar var eitt stærsta bú í héraðinu, byggt upp af þeim fjórum bræðrum, Ara Páli, Jóhanni, Sigurði og Ögmundi. Er þeir voru allir kvæntir menn og hver kominn í sína íbúð í fjórbýlishúsinu, var þar oft glatt á hjalla. Þeir voru barn- margir og þar að auki voru í húsinu Sigríður, móðir þeirra, Katrín, svil- kona hennar, og systur bræðranna, Magnea Katrín og Kristín. Þau Sigurður og Hólmfríður höfðu félagsbúskap um heyskap, garðrækt og peningshús með bræðrum Sig- urðar, en hver þeirra átti sinn bú- pening og tók þá arð eftir því. Vel búnaðist þeim hjónum og ég hygg að Sigurður hafi eignast marga afurða- gripi í fjósi en best féll honum sauð- fjárræktin. Lagði hann ásamt Kiddu, systur sinni, undirstöðuna í þeirri grein sem lagðist svo af í Stóru- Sandvík við fráfall bræðranna. Hólmfríður var veik árum saman og bar eiginlega ekki sitt barr á því tímabili sem við viljum kalla bestu ár ævinnar. Þegar ég minnist nú þessa stendur eftir það þrek sem hún sýndi – og þau hjón bæði – að halda saman sínum myndarlega barnahópi og koma honum vel til manns. Öll skil- uðu þau sínu vel af sér í skólanum og síðan við störfin út á við; reyndust harðdugleg og komust vel áfram eins og hér að ofan sést. Og launin sem móðir þeirra fékk voru eftir því. Öll stóðu börnin vörð um hana í heilsuleysi hennar og kom sá eiginleiki snemma fram. Þau tóku að sér að halda búskapnum áfram með henni, halda henni heimili, veita henni umhyggju á hjúkrunarheimili til síðasta dags. Sigurlaun eru oftast ekki opinberlega veitt fyrir þetta né höfð orð um svo „sjálfsagða hluti“. En samt er það svo að þegar upp er staðið eru lönd og peningaeignir sem fólk skilur eftir sig lítils virði miðað við barnalán og þá mannrækt sem fólk skilur eftir í vel heppnuðum niðjum. Hólmfríður Þórðardóttir var greind kona og svo sagði mér Valdi- mar Pálsson á Selfossi sem kenndi henni í barnaskóla, að hún hefði ver- ið óvenju næmur nemandi sem hann batt miklar vonir við. Lífsbaráttan bíður samt við næsta hornið og getur oft verið hörð – að því er við höldum, en þannig þarf það ekki að vera, þeg- ar nánar er að gáð. Sá fjölskylduhóp- ur sem nú fylgir Hólmfríði Þórðar- dóttur síðasta spölinn veit að gegnum allt kom hún út öldruð kona sem sigurvegarinn í lífsstríðinu. Ég votta nú systkinunum öllum bæði hluttekningu mína og aðdáun við leiðarlok Hólmfríðar Þórðardótt- ur. Blessuð sé minning hennar. Páll Lýðsson. HÓLMFRÍÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.