Morgunblaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.03.2003, Blaðsíða 23
sagt mótað marga krakkanna sem þar áttu heima. „Ég held kannski að þeir hafi orðið duglegri við að rífa sig upp og koma sér áfram, þeir urðu svolítið metnaðarfullir,“ segir Sigríð- ur en María segist finna fyrir því á annan hátt hjá sjálfri sér. „Ég finn svolítið fyrir því að ég vil láta allt líta vel út heima hjá mér,“ segir hún. Þær eru sammála um að líklega hafi það farið misjafnlega í börnin að búa við slíkar aðstæður. „Ég man t.d. eftir því að ég fór ekki alltaf alla leið heim í strætó heldur fór úr á stoppi- stöðinni fyrir neðan og labbaði þaðan. Sérstaklega ef ég var ein í vagn- inum,“ útskýrir María. „Mér var al- veg sama,“ segir Sigríður. „Ég fór bara úr heima hjá mér.“ Eins og að flytja í höll Það voru því eðlilega talsverð við- brigði fyrir vinkonurnar þrjár úr Laugarnescampinum þegar nýtt líf á öðrum stað tók við en þá var María 17 ára, Þorgerður 14 og Sigríður 15 ára. „Fólk byrjaði að flytja í burtu um 1958 og margir fluttu í Smáíbúða- hverfið og þar í kring,“ segir Þor- gerður. Meðal þeirra voru fjölskyldur hennar og Sigríðar sem báðar eign- uðust nýtt húsnæði við Tunguveginn, önnur í einbýlishúsi og hin í raðhúsi. „Þú getur rétt ímyndað þér – glænýtt hús!“ segja þær með áherslu. „Þetta var eins og að flytja í höll og þarna var bæði bað og þvottahús. Maður fékk hreinlega víðáttubrjálæði.“ Það eru greinilega sterk tengsl sem hafa myndast á milli kvennanna þriggja í gegn um sameiginlega æsku þeirra í braggahverfinu. Þrátt fyrir að þær búi hver í sínu sveitarfélaginu og ein þeirra í Vestmannaeyjum, láta þær það ekki hindra sig í að hittast reglulega enn þann dag í dag. Þeim er líka mikið í mun að ná saman gömlu félögunum sínum úr Laug- arnesinu. „Það er ofsalega gaman þegar maður hittir þessa krakka á förnum vegi. Þér finnst þú eiginlega vera að hitta uppeldissystkini þitt, eða einhvern sem er skyldur manni. En það er svo margir af þessum krökkum sem við höfum aldrei séð frá því að við vorum unglingar, eða við vitum ekki af.“ Þær segjast vonast til að það komi a.m.k. 50 manns þegar hittast á í vor og þegar hafa hátt í 30 braggabörn haft samband við þær. „Það er þó ekki nema einn þriðji eða einn fjórði hlutinn af þeim krökkum sem voru þarna. Svo hafa krakkar úr Múla- kamp og Kamp Knox haft samband við okkur og vilja fá að vera með en það gengur ekki því þetta er bara fyr- ir krakkana sem bjuggu í Laugarnes- inu á þessum árum, 1948–1958,“ segja þær harðákveðnar í að sam- koman eigi ekki að vera einhvers kon- ar uppreisnarhátíð fyrir alla þá sem einhvern tímann hafa búið í bragga. Af og til eiga þær stöllur leið framhjá svæðinu við Sæbrautina þar sem kampurinn þeirra stóð og Eyja- konan Sigríður segist oft gera sér sérstaka ferð út á tangann þegar hún er í bænum. Og þótt braggarnir séu löngu horfnir segja þær gamla svæð- ið niðri við sjóinn eiga sér ákveðinn stað í huga þeirra. HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. MARS 2003 23 * Flugvallarskattur og tryggingagjald (333 kr.) er ekki innifalinn. Börnin verða að vera í fylgd með fullorðnum. Sjá nánari upplýsingar á flugfelag.is. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S -F LU 2 05 18 03 /2 00 3 flugfelag.is Flugfarið kostar alltaf aðeins 1500 kr.* aðra leiðina fyrir börn yngri en 12 ára ef þú bókar á netinu. Njóttu dagsins - taktu flugið með alla fjölskylduna. „HORFUM til framtíðar – Mótum hreppinn okkar saman“ eru kjörorð íbúaþings sem haldið verður í Bessa- staðahreppi í dag. Á þinginu fá íbúar hreppsins tækifæri til að taka þátt í stefnumótun um ýmis málefni í sveit- arfélaginu. Í frétt frá Bessastaðahrepp segir að þátttakendum verði skipt upp í vinnuhópa, sem fjalla munu um skólamál, fjölskyldu- og félagsmál, æskulýðsmál, málefni aldraðra, um- hverfismál og útivist og loks menn- ingu og listir. Þingið hefst með morgunverði kl. 9 í Álftanesskóla en barnagæsla verður í boði í leikskólanum Krakka- koti meðan á þinghaldi stendur. Op- inn kynningarfundur um niðurstöð- ur íbúaþingsins verður síðan haldinn þriðjudaginn 25. mars nk. Íbúaþing í Álftanesskóla Bessastaðahreppur REYKJAVÍKURHÖFN tók mestu fram- förum sem viðkomuhöfn fyrir skemmti- ferðaskip árið 2002 að mati tímaritsins Dream World Cruise Destinations. Tímarit- ið veitti höfninni viðurkenningu vegna þessa á dögunum en hún þykir hafa tekið miklum framförum í markaðssetningu, upplýsinga- gjöf og vel útfærðri móttöku skemmtiferða- skipa þegar þau eru í höfn. Í frétt frá Reykjavíkurhöfn segir að val á höfnum til viðurkenninga nái til allra hafna í heiminum þar sem skemmtiferðaskip hafi viðkomu. „Þetta er í fimmta skiptið sem Dream World Cruise Destinations efnir til samkeppni um hvaða hafnir standi sig best í því að þjóna skemmtiferðaskipum og er við- urkenningum skipt í nokkra flokka svo sem aðstöðu fyrir farþega, bestu hafnarmann- virki og hafnir sem sýnt hafa mestar fram- farir.“ Þá segir í fréttinni að von sé á 58 skemmti- ferðaskipum til Reykjavíkur í sumar. „Er það 8 skipum fleira en í fyrra en þá komu 50 skip með þrjátíu þúsund farþega.“ Tók mestu framförum sem viðkomuhöfn fyrir skemmtiferðaskip Ágúst Ágústsson, markaðsstjóri Reykjavíkurhafnar, tekur við viðurkenningunni úr hendi ritstjóra Dream World Cruise Destinations, Chris Ashcroft. Viðurkenningin var af- hent á ráðstefnu í Miami, Florída, í byrjun mánaðarins. Reykjavíkurhöfn ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.