Morgunblaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
2 MÁNUDAGUR 24. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
SADDAM SÆRÐUR?
Tæplega 80 óbreyttir borgarar
féllu og um 360 aðrir særðust í loft-
árásum Bandaríkjamanna á borgina
Basra í suðurhluta Íraks í gær. Enn
geisuðu bardagar í bænum Umm
Qasr þrátt fyrir yfirlýsingar banda-
manna um að þeir hefðu náð bænum
á sitt vald. Bærinn er hernaðarlega
mikilvægur og vörðust Írakar árás-
um af miklum krafti. Fjórir frétta-
menn hafa fallið í árásunum, þar af
eru þrír starfsmenn ITN í Bretlandi
taldir af og einn ástralskur sjón-
varpsmyndatökumaður beið bana í
bílasprengingu. Fréttir herma að
Saddam Hussein hafi særst í upphafi
átakanna.
Engin efnavopn fundin
Fréttamenn hafa spurt bandaríska
embættismenn hvers vegna engin
ummerki um efna- eða sýklavopn
hafi fundist í Írak. En gereyðing-
arvopnaeign Íraka var helsta ástæða
þess að bandamenn ákváðu að hefja
árásir á landið. Segjast embættis-
mennirnir vissir um að slík vopn sé
að finna en íraski herinn hefur enn
ekki beitt eiturgasi eða lífefnavopn-
um gegn herjum bandamanna.
Góð sala á lambakjöti
Lambakjöt hefur verið á borðum
margra Íslendinga undanfarið og er
sala á síðustu þremur mánuðum rúm-
lega 16% meiri en á sama tímabili
fyrir einu ári. Telur framkvæmda-
stjóri Landssamtaka sauðfjárbænda
að ein skýringin á þessu sé sú að
landsmenn séu búnir að borða yfir
sig af kjúklingum og svínakjöti.
Ekki heimild til viðræðna
Andrés Sigmundsson, bæj-
arfulltrúi í Vestmannaeyjum, mun
fara í meirihlutaviðræður við V-lista
undir eigin merkjum. Fulltrúaráð
Framsóknarflokks og óháðra álykt-
aði á fundi í gær að Andrés fengi ekki
heimild ráðsins til meirihluta-
viðræðna sökum trúnaðarbrests við
stjórn og fulltrúaráð flokksins.
Tryggingar hækka
Á undanförnum sex árum hafa
ábyrgðartryggingar ökutækja tvö-
faldast í verði. Húftryggingar hafa
hækkað um tæp 30% á tímabilinu
sem er svipað og hækkun vísitöl-
unnar hefur verið að meðaltali. Hús-
næðistryggingar hafa hækkað um
46,6% á sama tímabili.
2003 MONDAY 24. MARCH BLAÐ B
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
UNGT LIÐ BLIKA MEISTARAR MEISTARANNA / B12
Morgunblaðið/Sigfús Gunnar Guðmundssson
Íris Edda Heimsdóttir, úr Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar, sló
í gær 14 ára gamalt Íslandsmet Ragnheiðar Runólfsdóttur í
200 metra bringusundi á Innanhússmeistaramóti Íslands í
MAGNÚS Gylfason, þjálfari úrvals-
deildarliðs ÍBV, sagði í gær að ekk-
ert væri hæft í frétt hollenska net-
miðilsins Voetbal International þess
efnis að félagið hefði samið við hinn
23 ára gamall Hollending, Jeroen
van Wetten, til tveggja ára.
„Ég hef ekki enn séð leikmanninn
en það rétta er að hann mun koma
til landsins næsta sunnudag til
reynslu. Það er langur vegur frá því
að búið sé að semja við leikmann-
inn,“ sagði Magnús en fjölmiðlar í
Hollandi og Þýskalandi höfðu haft
samband við hann í gær vegna
fréttar hollenska netmiðilsins.
Wetten er markahæsti leikmaður
varaliðs úrvalsdeildarfélagsins Ro-
osendaal, en hefur fengið fá tæki-
færi með aðalliði félagsins og að-
eins spilað með því tvo deildaleiki í
vetur og tvo á síðasta tímabili.
ÍBV fær
Hollending
til reynslu
TRYGGVI Guðmundsson,
knattspyrnumaður hjá
norska liðinu Stabæk, segir
við Verdens Gang að hann
hafi hug á því að reyna fyrir
sér á öðrum vígstöðvum eft-
ir að samningur hans við fé-
lagið rennur út í lok ársins.
„Ef ég fæ tækifæri til
þess að leika í öðru landi þá
mun ég taka því,“ segir
Tryggvi en hann er launa-
hæsti leikmaður liðsins
ásamt fyrirliðanum Martin
Andresen. Tryggvi hefur
ekki rætt við Stabæk um
framhaldið og eru litlar lík-
ur á því að félagið geti boðið
honum sömu kjör og áður.
Gaute Larsen, þjálfari
liðsins, segir að hann eigi
von á góðu tímabili hjá
Tryggva sem skoraði sam-
tals 25 mörk á sl. leiktíð í
deild, bikar og Evr-
ópukeppni. „Gengi okkar er
háð því hvernig Tryggva
tekst til fyrir framan mark-
ið og við vonumst til þess að
hann skori þetta 10–15
mörk í deildinni og mark-
miðið er að liðið nái í 45 stig
í deildakeppninni. Það ætti
að duga til verðlauna að
þessu sinni og ég tel að
norska deildin verði mun
jafnari að þessu sinni en
undanfarin ár,“ segir Lar-
sen en telur samt sem áður
að Rosenborg muni fagna
titlinum, tólfta árið í röð.
Tryggvi vill
fara frá
Stabæk
Eftir því sem komist verður næstmeiddist Heiðmar á nára í leik
Bidasoa og Barcelona í spænsku 1.
deildinni á laugardaginn, sem Bida-
soa tapaði 31:19. Óttast er að ein-
hverjir vöðvar eða festingar hafi
slitnað, a.m.k. var útlitið ekki bjart
eftir því sem Morgunblaðið komst
næst í gærkvöldi, en þrátt fyrir
ítrekaðar tilraunir náðist ekki í
Heiðmar.
Heiðmar hefur leikið vel með
Bidasoa í vetur en liðið er rétt fyrir
neðan miðja deild og stefnir að því
að styrkja sig fyrir næstu leiktíð og
hefur m.a. gert samning við Patrek
Jóhannesson, landsliðsmann hjá Tu-
sem Essen.
Heiðmar kom á ný inn í íslenska
landsliðið í handknattleik í vetur eft-
ir að meiðsl í öxl héldu honum frá
landsliðinu tímabilið á undan þegar
hann lék hér heima og varð Íslands-
meistari með KA sl. vor. Hann lék
með landsliðinu á heimsmeistara-
mótinu í Portúgal, en fékk ekki frí til
þess að leika með því í vináttulands-
leiknum í Berlín á laugardaginn.
Heiðmar er
illa meiddur
HEIÐMAR Felixson, landsliðsmaður í handknattleik, meiddist
illa um helgina í leik með liði sínu Bidasoa á Spáni. Verður hann
frá keppni um nokkurn tíma og svo kann jafnvel að fara að hann
leiki ekki meira með Bidasoa það sem eftir er leiktíðar á Spáni
en henni lýkur síðari hlutann í maí.
Yf ir l i t
Í dag
Sigmund 8 Bréf 26
Viðskipti 11 Dagbók 28/29
Erlent 12/15 Kirkjustarf 29
Listir 16 Leikhús 30
Umræðan 17 Fólk 30/33
Forystugrein 18 Bíó 30/33
Minningar 20/24 Ljósvakar 34
Þjónusta 25 Veður 35
* * *
ÞAÐ virðist ætla að vora óvenju snemma í ár eft-
ir mikil hlýindi í nær allan vetur og voru skíða-
svæðin við höfuðborgina lokuð í gær vegna snjó-
leysis. Þessir ungu og glaðbeittu menn létu duga
að vera á peysunum einum þar sem þeir biðu eft-
ir strætisvagninum á Sundlaugaveginum.
Morgunblaðið/Jim Smart
Sem á sumri væri
ÍSLENSKUR fáni var brenndur í
mótmælaaðgerðum gegn stríðinu í
Írak í miðborg Kaupmannahafnar í
fyrrakvöld. Ríkissjónvarpið sýndi
myndir af þessu í gærkvöld. Í frétt-
inni kom fram að lögregla teldi að
fólk af arabískum uppruna hefði
verið þar að verki. Bandarískur
fáni var brenndur við sama tæki-
færi. Sendiherra Íslands í Kaup-
mannahöfn, Þorsteinn Pálsson,
sagðist ekki hafa vitneskju um
hverjir hefðu verið að verki og sam-
kvæmt upplýsingum Morgunblaðs-
ins kannast íslenskir stúdentar í
borginni ekkert við málið.
Fréttastofa Sjónvarpsins
Íslenski fáninn í ljósum logum. Birt með góðfúslegu leyfi Ríkissjónvarpsins.
Íslenski fáninn brenndur
í Kaupmannahöfn
KARLMAÐUR í Austurbæ Kópa-
vogs ógnaði þremur drengjum með
hnífi er drengirnir voru að safna fyr-
ir ABC-hjálparstofnunina en verk-
efnið er kallað „börn hjálpa börn-
um“. Lögregla var kölluð á staðinn
vegna málsins, en maðurinn neitar
að hafa ógnað börnunum með hnífi.
Hann ber að hafa verið með sleif í
hendi. Faðir tveggja drengjanna
segir aftur á móti að drengjunum
hafi borið alveg saman í frásögn af
atburðunum og enginn vafi leiki á því
að þeir geri skýran greinarmun á
brauðhnífi og sleif til að hræra með.
Hann hyggst kæra málið.
„Þetta eru níu og tíu ára börn sem
eru að safna og strákarnir mínir báð-
ir eru búnir að vera ótrúlega dugleg-
ir að safna. Þeir voru þarna þrír sam-
an við þetta og þurftu að fara inn í
garð til þess að komast að dyrunum.
Drengurinn minn kemur að hurðinni
og ætlar að fara banka en þá er hurð-
in rifin upp og út kemur maður með
hníf í hendinni og skekur hann og
æpir á strákana. Annar strákurinn
minn var svo nálægt hurðinni að
hnífurinn var bara örfáa sentimetra
frá brjóstinu á honum,“ segir faðir
bræðranna.
Hann segist strax hafa hringt í
lögregluna í Kópavogi þegar synir
hans sögðu honum af þessu enda hafi
þeir verið gersamlega skelfingu
lostnir.
„Ég var sjálfur mjög skelkaður yf-
ir þessu, vitandi það að það eru börn
um allt að ganga milli húsa og safna
fyrir góðan málstað. Lögreglan kom
síðan á staðinn og fór að húsinu og
ræddi við manninn. Hann tjáði henni
að hann hefði haldið að strákarnir
hefðu verið að stytta sér leið um
garðinn og hann hefði verið að hræra
í einhverjum graut og hefði því kom-
ið til dyra með sleif í hendinni. Kon-
an hans staðfesti þessa frásögn.
Mínum strákum bar alveg saman í
frásögn sinni af atburðunum og ég
hringdi síðan í strákinn sem var með
þeim og hann sagði nákvæmlega
sömu sögu og þeir.“
Faðirinn segir að lögreglan hafi
sagt sér að hún geti ekkert gert í
málinu fyrr en kæra komi fram. „Ég
ætla að fara í dag og kæra þetta.
Svona á auðvitað ekki að taka á móti
börnum og allra síst þeim sem eru að
vinna góðverk við að safna handa fá-
tækum börnum. Þetta er grafalvar-
legt mál.“
Söfnunarbörnum
ógnað með hnífi
Á MARKAÐ er komið lyf sem getur
dregið úr einkennum og flýtt bata
þeirra sem veikjast af inflúensu. Vil-
hjálmur Ari Arason, heilsugæslu-
læknir í Hafnarfirði og læknir á
slysabráðamóttöku, sagði að því fyrr
sem lyfið væri tekið eftir að einkenni
kæmu í ljós því fyrr gengi inflúensan
yfir. Sé lyfið til að mynda tekið innan
12 tíma frá því að inflúensan hefst
fækkar legudögum um 3,1. Sé lyfið
hins vegar tekið innan 36 tíma fækk-
ar legudögum um 1,2.
„Þeim sem hafa haft einkenni í tvo
daga eða meira er ekki gefið þetta lyf
því það myndi ekki gagnast þeim,“
segir Vilhjálmur.
Lyfið, sem heitir tamiflu, var skrá-
sett á Íslandi í nóvember og er lyf-
seðilsskylt. „Lyfið heftir fjölgunar-
möguleika vírussins í líkamanum.
Vírusinn nær ekki að fjölga sér og
verða eins áhrifamikill í líkamanum
og því vinnur ónæmiskerfið fyrr á
einkennunum. Ef slæmur faraldur
kæmi upp, sem margir segja að sé
tímaspursmál, gæti þetta lyf skipt
höfuðmáli,“ segir Vilhjálmur og bæt-
ir við að lyfið virki jafnt gegn öllum
stofnum.
Best að nota ekki lyf
gegn venjulegri flensu
Árið 1999–2000 tóku íslenskir
læknar þátt í fjölþjóðlegri rannsókn
á lyfinu sem þá var komið á markað í
Bandaríkjunum. Rannsóknin snerist
aðallega um hversu mikilvægt væri
að taka lyfið snemma inn. Rúmlega
1.400 sjúklingar tóku þátt í rann-
sókninni.
„Aukaverkanir eru mjög litlar. Í
rannsókninni kom fram að mikil-
vægt væri að taka lyfið með mat þar
sem helstu aukaverkanir eru ógleði.“
Fimm daga skammtur kostar í
kringum 3.500 krónur út úr lyfjabúð.
„Einn helsti kosturinn við lyfið er
að draga úr hugsanlegum fylgisýk-
ingum eins og eyrnabólgu og lungna-
bólgu sem oft verður vart í kjölfar
flensu. Það hefur sýnt sig að þetta lyf
dregur verulega úr notkun á sýkla-
lyfjum vegna þess að þeir sjúkdómar
eru meðhöndlaðir betur með þessum
lyfjum. Mín tilfinning er sú að það
eigi að fara varlega í að nota lyfið. Sé
um venjulega flensu að ræða og sé
fólk hraust þá er náttúrulega besta
leiðin að láta líkamann vinna á þessu
án hjálpar. En gagnvart slæmum
faröldrum er þetta lyf sem allir
myndu vilja treysta á,“ segir Vil-
hjálmur.
Haraldur Briem sóttvarnarlæknir
staðfesti að mikilvægt væri að nota
lyfið sem fyrst eftir að inflúensa
hefði verið greind. „Ég tel að þessi
veirulyf séu mjög merkileg viðbót og
geti komið að miklu gagni ef um
slæma inflúensu er að ræða,“ segir
Haraldur. Hann segir að hjá fólki
sem sé veikt fyrir dragi tamiflu úr
líkum á að það verði alvarlega veikt.
„Ef við fengjum alvarlegan al-
heimsfaraldur og ekki væri búið að
þróa bóluefni þá er mjög mikilvægt
að hafa svona lyf,“ sagði Haraldur.
Nýtt flensulyf
flýtir fyrir bata
Morgunblaðið/Kristinn
Flensulyf
Senda mót-
mælapóst
til lögreglu
ANDSTÆÐINGAR gegn stefnu ís-
lenskra stjórnvalda í Íraksdeilunni
hafa hvatt til mótmæla gegn opin-
berum starfsmönnum og dreift nöfn-
um þeirra og netföngum á Netinu.
Starfsmenn utanríkisráðuneytisins
hafa fengið persónulegan tölvupóst
með mótmælum og mun ekki allur sá
póstur hafa verið kurteislegur.
Tölvupósturinn hefur verið áfram-
sendur til ríkislögreglustjóra.
ÞYRLA Landhelgisgæslunnar flutti
slasaðan mann af Lágheiði við Ólafs-
fjörð á Fjórðungssjúkrahúsið á Ak-
ureyri á laugardaginn. Hann reyndist
rifbeinsbrotinn, meiddur á hrygg, þó
ekki alvarlega, og er auk þess nokkuð
lemstraður eftir langt fall í urð.
Maðurinn missti stjórn á vélsleða
sínum í kjölfar bilunar í vél á leið upp
brekku. Hann fór fram af urð og kast-
aðist tugi metra niður í grýttri urð áð-
ur en hann stöðvaðist. Óttast var að
hann hefði slasast alvarlega á hrygg
og því var þyrla Gæslunnar kölluð til.
Missti stjórn
á vélsleða
♦ ♦ ♦