Morgunblaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MÁNUDAGUR 24. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMENNI fagnaði þrjátíu ára afmæli Samhjálpar á hátíð- arsamkomu í Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu í gær. Mikið líf og fjör var á samkomunni þar sem m.a. voru viðstaddir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Geir H. Haarde fjármálaráðherra. Starfsemi Samhjálpar hófst fyrir þrjátíu árum með rekstri meðferð- arheimilis fyrir áfengis- og vímu- efnaneytendur í Hlaðgerðarkoti í Mosfellsbæ. Í dag láta samtökin sig ýmis málefni varða. Reka þau auk Hlaðgerðarkots m.a. áfangaheimili að Hverfisgötu, kaffistofu þar sem utangarðsfólk fær fæði án endur- gjalds, stuðningsbýli fyrir heim- ilislausa Reykvíkinga og fé- lagsmiðstöð á Hverfisgötu. Þá stendur Samhjálp fyrir forvarn- arstarfi í grunnskólum á öllu land- inu undir nafninu Maríta, í sam- vinnu við lögreglu og félags- þjónustu, rekur ungliðahreyfingu og starfar einnig sérstakt félag fyr- ir konur, Dorkas, innan vébanda Samhjálpar. Morgunblaðið/Sverrir Fjölmenni fagnaði þrjátíu ára afmæli Samhjálpar Fluttur úr landi í handjárnum SÍÐASTI Pólverjinn og sá sem væg- asta dóminn hlaut af fjórmenningun- um sem dæmdir voru fyrir stuld á bifreiðum og innbrot var vísað úr landi af Útlendingaeftirlitinu fyrir helgi. Maðurinn var ekki fús til að yf- irgefa landið og var hann því hand- tekinn og fluttur í handjárnum af landi brott. Fóru lögreglumenn með honum alla leið til Póllands og tók pólska lögreglan í Varsjá við honum á laugardagskvöldið. Maðurinn sat í gæsluvarðhaldi og var síðan dæmdur í 30 daga skilorðs- bundið fangelsi og var að lokum vís- að úr landi af Útlendingaeftirlitinu eins og hinum mönnunum þremur. Maðurinn átti yfir höfði sér kærur í Póllandi, m.a. vegna nauðgunar. Seinni kálfurinn kominn í hús SAGT var frá því nýlega að kálfur hefði heimst frá bænum Stað í Reyk- hólahrepp eftir vetrarlanga útivist og að annar kálfur væri enn ófund- inn. Seinni kálfurinn er nú einnig kominn í leitirnar. Vegna góðs tíð- arfars hafa þeir komist þokkalega af, líta ekki illa út en hafa þroskast lítið við útivistina. Eftir að fyrri kálfurinn fannst var hafin leit að hinum. Leitað var á nokkuð stóru svæði en ekkert sást til hans í fyrstu. Leit var þó haldið áfram og svo fór að til hans sást skammt frá bænum Berufirði. Náð- ist kálfurinn eftir nokkurn eltingar- leik. Gripinn með skiptimynt í efnalaug LÖGREGLAN í Reykjavík handtók karlmann síðla aðfaranætur sunnu- dagsins en hann hafði brotist inn í efnalaug í Lóuhólum í Breiðholti. Tilkynnt var að maður hefði brotist inn í efnalaugina og náði lögregla honum meðan hann var enn inni. Þá var hann með skiptimynt efnalaug- arinnar í vasanum. Mikill erill var hjá lögreglunni aðfaranótt sunnu- dags, m.a. vegna pústra í miðbæn- um, og gistu tveir menn fanga- geymslur lögreglunnar auk inn- brotsþjófsins úr Breiðholti. Fékk 20 millj- ónir í lottói EINN var með fimm tölur réttar í lottóinu á laugardag og fær hann rúmar 20,6 milljónir að launum. Sex voru með fjórar tölur réttar auk bón- ustölu og fá 108 þúsund krónur. Lottótölurnar voru 3, 24, 26, 29 og 33 og bónustalan var 5. ÞEGAR Aage Steinsson stóð á sjötugu og var hættur kennslu við Tækniskóla Íslands stóð hann frammi fyrir vali og spurði sjálfan sig: „Hvað á ég að taka mér fyrir hendur og dunda við?“ Hann hafði gegnt deildarstjórastöðu rekstrardeildar Tækniskólans til ársins 1995 og kennt hundruð- um ungmenna allt sem tengdist fyrirtækjarekstri og hvernig eigi að hagnýta þekkinguna. „Ég var búinn að segja nemendunum hvernig eigi að standa að hlutunum en ákvað að gera eitt- hvað sem var allt öðruvísi og á skjön við það sem ég hafði áður sagt. Ég hugsaði með mér að best væri að skoða hvaða atvinnugrein væri alltaf á hausnum. Því næst hugsaði ég með mér hvar væri vitlausasti staðurinn til að stunda þennan atvinnurekstur. Að lokum endaði ég hér,“ segir Aage, sem keypti úrelta fiskeldisstöð í Vatnsfirð- inum á Barðaströnd. „Ég fékk það svo í kaupbæti hvað það er falleg náttúra í kringum mig.“ Eftir að Aage komst að því að fiskeldið var verðugt viðfangsefni fór hann á stúfana og gat valið um þrjár til fjórar stöðvar. „Ég valdi þessa því hún er á svo vitlausum stað. Flytja þarf allt fóður frá Reykjavík og allar afurðir til Keflavík- urflugvallar. Þetta er ekki beinlínis glæsilegur staður fyrir reksturinn,“ segir hann kíminn. „Ég hugsaði með mér að gaman væri að glíma við þetta og gera þetta arðvænlegt eða þannig að ég gæti lifað af því. Þá er ég búinn að vinna leikinn,“ segir hann sigurviss enda ekki að skapi að tapa. „Það er fyrst og fremst mikil ánægja að vinna við þetta en ég verð ekki ríkur af þessu,“ segir hann aðspurður hvað hafi dregið hann út í þetta. Þetta sé eins og hvert annað tómstundagaman sem fólk velur sér á efri árum. Af hverju ekki fiskeldi eins og golf eða jeppaakstur á fjöllum? Yfir daginn dundar hann sér við að fóðra bleikj- una í kerunum, huga að seiðunum og undirbúa slátrun. „Maður tekur þátt í öllum þessum grein- um.“ Sigurinn í höfn Frá því að Aage tók við þessari úreltu fiskeld- isstöð hefur mikil vinna verið innt af hendi til að koma henni í starfhæft form. Sonur hans býr í nágrenninu og hefur aðstoðað hann við upp- bygginguna. „Það var mikið í niðurníðslu. Ég gaf mér fjögur eða fimm ár til að byggja þetta og eitthvað tap var á rekstrinum þessi ár en svo dró úr því,“ segir Aage. „Forsendan hjá mér var ekki að búa til arðbært fyrirtæki heldur búa til þetta sem var eiginlega í andstöðu við allt sem ég var búinn að kenna. Ég mundi nú ekki ráðleggja mönnum að gera það sama.“ Hann segir heimsmarkað fyrir bleikju lítinn og litlu slátrað í einu. „Hér verðum við að láta duga að slátra hálfu tonni í hvert skipti. Við flökum minni fiskinn, setjum um borð í Baldur og síðan keyra flutningabílarnir á Snæfellsnesi þetta á Keflavíkurflugvöll þar sem flogið er með flökin fersk á markaði í Evrópu. Stóri fiskurinn, sem er hátt í þrjú kíló, fer til Ameríku. Við flökum hann ekki heldur hreinsum hann að innan og sendum heilan til Ameríku.“ Nú er Aage á 77. aldursári og bjartsýnn á framtíðina. „Þetta er stöð sem er langt frá því að eiga á hættu að fara á uppboð eins og aðrar fisk- eldisstöðvar,“ segir stöðvarstjórinn hæðinn sem hugsaði fyrst og fremst um ánægjuna af starfinu og að vinna leikinn sem hann setti upp. Sigurinn er í höfn og fyrir vikið stendur Aage með sölu- væna fiskeldisstöð þvert á það sem spáð var. Keypti úrelta fiskeldisstöð á Barðaströnd Vitlausasti staðurinn fyrir bleikjueldi Morgunblaðið/áij Aage Steinsson valdi frekar á efri árum að ala bleikju í eldiskerum til slátrunar á Barðaströnd en að stunda golf eða jeppaferðir á fjöllum. BENEDIKT Ásgeirsson, skrif- stofustjóri hjá utanríkisráðuneyt- inu, segir að með byggingu sendi- herrabústaðar Íslands í Berlín sé verið að ljúka við flutning sendi- ráðsins frá Bonn. Heildarkostnaður við byggingu sendiherrabústaðarins er áætlaður tæplega 241 milljón króna. „Árið 1998 var keypt lóð nálægt miðbænum í Berlín sem fékkst á mjög hagstæðu verði. Því var ákveðið að byggja frekar sendi- herrabústað en að kaupa. Sjónar- mið sem liggja til grundvallar stærð bústaðarins eru þau sömu og hafa verið uppi þegar aðrir bústaðir hafa verið keyptir.“ Benedikt segir sendiherrabústaði í öllum sendiráðum Íslands enda séu þeir hluti af þeim. Oftast séu sendiherrar í húsnæði í eigu ríkisins þó það þekkist að bústaðirnir séu leigðir. „Þetta helgast af aðstæðum á hverjum stað; hvað er hagkvæmt að gera.“ Málið hafi verið skoðað á sínum tíma í Berlín og þar sem lóðin fékkst á niðursettu verði var talið hagkvæmast að byggja frekar en að kaupa bústað eða leigja. Samkvæmt upplýsingum frá ut- anríkisráðuneytinu og Fram- kvæmdasýslu ríkisins er svæðið, sem hugsað er til móttöku gesta í sendiherrabústaðnum, 160 fermetr- ar. Aðspurður hvort móttökusalur, sem íslenska sendiráðið í Berlín hef- ur aðgang að á sameiginlegu sendi- ráðasvæði Norðurlandanna, hafi ekki nægt til að taka á móti gestum segir Benedikt þá aðstöðu ekki vera eingöngu fyrir Ísland heldur til- heyra öllum fimm sendiráðunum. „Þetta er salur sem hentar fyrir myndlistarsýningar, tónleika og mjög stórar móttökur. Hins vegar hentar þessi aðstaða ekki fyrir kvöld- eða hádegisverðarboð og annað þess háttar.“ Notkunin á sameiginlegum sal sé líka töluvert mikil og hann því ekki alltaf laus. „Þótt salurinn sé mjög góður þá kemur hann ekki í staðinn fyrir sal- inn í sendiherrabústaðnum,“ segir Benedikt. Fyrstu verðlaun í hönnunarsam- keppni um sendiherrabústaðinn í Berlín hlutu Hjördís Sigurgísladótt- ur og Dennis Davíð Jóhannesson, arkitektar, og Sigurður Ingi Ólafs- son, tæknifræðingur, sem sá um verkfræðilega ráðgjöf. Alls bárust 45 tillögur í keppnina. Sigurtillagan gerir ráð fyrir að stærð hússins sé alls 640 fermetrar. Kostnaður á fermetra er 238.500 krónur og byggingarkostnaður hússins yrði því um 153 milljónir króna. Núvirði lóðarinnar, sem keypt var árið 1998, er 88 milljónir króna. Heildarkostnaður þessara framkvæmda er því tæp 241 milljón króna. Talið hagkvæmast að byggja sendiherrabústað ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.