Morgunblaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 11
LAUN hvors bankastjóra Búnaðarbankans um sig á síðasta ári námu 15,7
milljónum króna eða 1,3 milljónum króna á mánuði. Inni í þeirri tölu er
kaupauki upp á 75 þúsund krónur líkt og aðrir starfsmenn bankans fengu á
síðasta ári.
Til viðbótar fengu bankastjórarnir bifreiðahlunnindi upp á 74 þúsund
krónur á mánuði eða 882 þúsund á árinu og lífeyrisgreiðslur sem eru 5,94%
umfram almenna bankamenn.
Árlegur kaupréttur bankastjóra til að kaupa hlutabréf í bankanum er 3
milljónir króna að nafnverði og er miðað við grunngengið 4,25. Bankastjór-
arnir geta hins vegar ekki nýtt þennan kauprétt fyrr en eftir fimm ár og því
í fyrsta lagi 1. desember 2006 og þá að hámarki 60% af uppsöfnuðum
rétti.
Laun bankastjóra 15,7 milljónir
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. MARS 2003 11
Vagnhöfði 21 • 110 Reykjavík
Sími: 577 4500 • www.velaland
velaland@velaland.is
VÉLA-
VIÐGERÐIR
d
es
ig
n.
is
2
00
3
EF ekki myndast ný þjóðarsátt milli
stjórnvalda, forsvarsmanna atvinnu-
lífsins og verkalýðshreyfingarinnar
um aðgerðir til að mæta stóriðjufram-
kvæmdum er hætta á að enn ein koll-
steypa í efnahagsmálum ríði yfir þjóð-
ina, að því er fram kom í máli
formanns bankaráðs Búnaðarbank-
ans, Magnúsar Gunnarssonar, á aðal-
fundi bankans á laugardag.
Fundurinn markaði tímamót í sögu
Búnaðarbankans þar sem íslenska
ríkið hefur selt eftirstöðvar sínar af
eignarhlut sínum í bankanum og er
því alfarið komið út úr eignarhaldi á
viðskiptabönkum.
Magnús sagði í ræðu sinni að fram-
undan væruu stórfelldar stóriðju-
framkvæmdir sem hleypa mundu
miklu lífi í íslenskt atvinnulíf á næstu
árum. „Engum blandast hugur um að
þær framkvæmdir munu hafa jákvæð
áhrif á efnahagslífið á næstunni, en
hafa ber í huga að hér er um að ræða
einhverjar mestu framkvæmdir Ís-
landssögunnar. Þegar horft er til ár-
anna 2000-2005 bendir því allt til að
þetta fimm ára tímabil geti einkennst
af gríðarlegum sveiflum í efnahagslíf-
inu þar sem skiptast á veruleg verð-
bólga og verðhjöðnun, samdráttur og
mikill hagvöxtur, mikill viðskiptahalli
og jákvæður viðskiptajöfnuður og
hágengi og lággengi. Sveiflur af þessu
tagi eru alltaf varhugaverðar. Þessi
staða veldur því að upphaf fyrirhug-
aðra stórframkvæmda við tiltölulega
hátt raungengi reynir mjög á innviði
efnahagslífsins og hagstjórnina í
landinu. Sérstaklega er mikilvægt að
sá uppgangur sem fylgir stóriðju-
framkvæmdunum verði ekki til þess
að valda útflutnings- og samkeppnis-
greinum búsifjum vegna of hás raun-
gengis. Til þess að leysa þetta verk-
efni farsællega skiptir að mínu viti
sköpum að þegar í upphafi skapist ný
þjóðarsátt milli stjórnvalda, forsvars-
manna atvinnulífsins og verkalýðs-
hreyfingarinnar um aðgerðir til að
mæta stóriðjuframkvæmdunum með
þeim hætti að til sem mestra heilla
horfi fyrir þjóðarbúið allt. Annars er
veruleg hætta á að við upplifum enn
eina kollsteypuna í efnahagsmálum
þegar líður að lokum stóriðjufram-
kvæmdanna,“ sagði Magnús.
Stefnt að 14%
arðsemi á eigið fé
Hann sagði í ræðu sinni að starf-
semi dótturfyrirtækis bankans í Lúx-
emborg hefði gengið mjög vel og skil-
að hagnaði strax á fyrsta heila
starfsári félagsins. „Þessi góði árang-
ur hefur leitt til þess að farið er að
huga að næstu skrefum í útrás bank-
ans,“ að sögn Magnúsar.
Í samtali við Morgunblaðið segir
Árni Tómasson, bankastjóri Búnað-
arbankans, að bankinn hafi í fram-
haldi af því að reksturinn í Lúxem-
borg gekk jafn vel og raun ber vitni
farið að huga að frekari útrás. Hann
segir að bankinn sé þegar byrjaður að
fikra sig inn á Bretlandsmarkað. Eins
er farið að skoða samstarf á verð-
bréfasviðinu við fyrirtæki á Norður-
löndum. Jafnframt er verið að skoða
möguleika á öðrum sviðum.
Í ræðu Árna á fundinum kom fram
að markmið bankans um lágmarks-
arðsemi á eigið fé eftir reiknaða
skatta væri 6% álag ofan á áhættu-
lausa ávöxtun. Óverðtryggðir vextir á
skuldabréfum ríkisins eru nú á milli 7
og 8% og að viðbættu 6% álagi er
stefnt að 14% arðsemi á eigið fé.
Rekstraráætlun bankans fyrir 2003
miðar að því að ná þessu marki. Jafn-
framt er gert ráð fyrir því að efna-
hagur bankans aukist um 10–12% á
árinu og verði í því í árslok um 270–
275 milljarðar króna.
Þegar djarft er siglt
gefur oft á bátinn
Magnús vék að umræðu um Bún-
aðarbankann og verklag í ræðu sinni.
„Umfangsmikil sala bankans á
óskráðum eignarhlutum í félögum,
frumkvæði starfsmanna verðbréfa-
sviðs við sameiningar og umbreyting-
ar á fjármálamarkaði og tilraunir
bankans til að vaxa með sameiningu
og samstarfi við önnur félög ollu því
að bankinn varð í fararbroddi í fjár-
málalífinu í landinu. Því fylgdi líka á
stundum mikil umræða um bankann
og verklag hans. Af hálfu bankaráðs
hefur verið lögð áhersla á það á und-
anförnum árum að bæta verklag,
skýra verkferla og tryggja að ávallt
sé farið að settum reglum. Mikill ár-
angur hefur verið af því starfi. Þá hef-
ur bankaráð markvisst sóst eftir
stækkun bankans við samruna við
önnur fjármálafyrirtæki og sú stefna
hefur skilað hluthöfum miklum ávinn-
ingi. Þegar djarft er siglt gefur oft á
bátinn. Það er hægur vandi að gera
engin mistök – besta leiðin til þess er
sú að gera ekkert. Þegar mistök hafa
komið í ljós hefur bankinn fúslega
leiðrétt þau og lagt sig fram um að
bæta verklag. Eftir stendur að Bún-
aðarbankinn hefur verið í fararbroddi
í fjármálalífinu á síðasta ári, sýnt góða
afkomu og nýtur trausts viðskipta-
manna og hluthafa. Það er það próf
sem mestu skiptir að standast,“ að
sögn Magnúsar.
Mikil aukning í
hlutabréfaviðskiptum
Að sögn Sólons R. Sigurðssonar,
bankastjóra Búnaðarbankans, nam
hlutdeild Búnaðarbankans í viðskipt-
um með hlutabréf 61 milljarði króna
að markaðsvirði eða sem svarar til
19,1% af heildarviðskiptum á Íslandi
með hlutabréf í fyrra. Er þetta um
280% aukning frá fyrra ári þegar
hlutdeild bankans nam 16 milljörðum
króna eða 11,4% af heildarviðskiptum
með hlutabréf árið 2001.
Samþykkt var á fundinum að
greiða hluthöfum 15% arð af nafn-
verði hlutafjár fyrir árið 2002. Verður
arðurinn greiddur út þann 5. maí nk.
Jafnframt var samþykkt að sam-
eina Landbúnaðarsjóð og Menning-
ar- og styrktarsjóð Búnaðarbankans.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Árni Tómasson og Sólon R. Sigurðsson, bankastjórar Búnaðarbankans, ásamt Gesti Jónssyni fundarstjóra, hlýða á
Magnús Gunnarsson, formann bankaráðs, flytja ávarp á aðalfundi bankans.
Búnaðarbankinn hyggur á frekari útrás
Þörf á nýrri
þjóðarsátt
Á AÐALFUNDI Bún-
aðarbankans voru Elín
Sigfúsdóttir, fram-
kvæmdastjóri fyrir-
tækjasviðs Búnaðar-
bankans, Finnur
Ingólfsson, forstjóri
VÍS, Hjörleifur Jak-
obsson, forstjóri Olíu-
félagsins ehf., Jón
Helgi Guðmundsson,
forstjóri BYKO og dr.
Michael Sautter, fram-
kvæmdastjóri hjá
Société Générale í
Þýskalandi og Austur-
ríki, kjörin í bankaráð
bankans.
Varamenn í bankaráði eru: Guð-
mundur Kristjánsson, Margeir
Daníelsson, Jón Þór Hjaltason,
Þórður Magnússon og Guðmundur
Hjaltason. Fulltrúar ríkisins,
Magnús Gunnarsson, Þorsteinn
Ólafsson og Árni Páll Árnason,
gáfu ekki kost á sér til endurkjörs.
Á fundi nýskipaðs bankaráðs að
loknum aðalfundi var Hjörleifur
skipaður formaður og Finnur
varaformaður bankaráðs.
Í samtali við Morgunblaðið sagði
Hjörleifur að seta í bankaráði
Búnaðarbankans legðist vel í hann.
Hann segir bankann vel rekinn og
ekki séu fyrirhugaðar breytingar á
stjórnun bankans. „Bankinn er
traustur og vel rekinn og getur vel
stækkað og þróast á eigin for-
sendum og við munum skoða það
vel. Á sama tíma er ljóst að það er
áhugi hjá mörgum fyrirtækjum á
íslenskum fjármálamarkaði að
hagræða og stækka með samruna.
Við munum taka þátt í því og
skoða alla þá möguleika sem eru
fyrir hendi,“ segir Hjörleifur.
Hann neitar því að þegar sé
byrjað að ræða slíkar sameiningar.
„Nú kemur nýtt bankaráð saman.
Skoðar kosti og galla og mótar
sína stefnu. Það er auðvitað búið
að leggja heilmikla vinnu í þetta
hjá bankanum og við munum yf-
irfara hana og halda svo áfram í
framhaldi af því,“ að sögn Hjör-
leifs.
Hjörleifur Jakobsson
Hjörleifur Jakobsson
formaður bankaráðs