Morgunblaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 14
ERLENT 14 MÁNUDAGUR 24. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ BANDARÍSKIR embættismenn staðfestu í gær að ein þota breska flughersins hefði verið skotin niður með bandarískri Patriot-varnar- flaug á Persaflóasvæðinu aðfaranótt sunnudags, eða seint á laugardags- kvöldið að íslenskum tíma. Talsmað- ur breska utanríkisráðuneytisins sagði að þotan sem grandað var hefði verið af gerðinni Tornado, með tveggja manna áhöfn. Talsmaður breska flughersins, Jon Fynes, sagði að vélin hefði verið á leið úr sprengjuleiðangri yfir Írak. Verið væri að rannsaka málið, leita að flaki vélarinnar og áhöfninni. „Mönnum geta orðið á mistök,“ sagði Fynes. „Það virðist sem eitt- hvað kunni að hafa farið úrskeiðis.“ Hann sagði að þótt í ljós kæmi að Tornado-þotunni hefði í raun verið grandað með Patriot-flaug myndi það engu breyta um samstarf Breta og Bandaríkjamanna í herförinni til Íraks. Patriot-kerfið var fyrst notað að marki í Persaflóastríðinu 1991 og var mikið látið með það, þótt árang- urinn af því hafi verið takmarkaður. Hugmyndin er að það gagnist til varnar gegn óvinaeldflaugum, en takmörk þess komu í ljós er Írakar skutu Scud-flaugum sínum á Ísrael og Sádi-Arabíu 1991. Fyrstu kyn- slóð Patriot-flauganna, sem notuð var 1991, hefur síðan verið skipt út fyrir háþróaðri Patriot PAC-2-flaug- ar, og verið er að hanna enn full- komnari gerð, Patriot PAC-3. Varnarmálasérfræðingur í Lond- on sagði að „enginn vandi“ hefði átt að vera að koma í veg fyrir að vélin væri skotin niður. „Maður þarf bara að spyrja sig hvaða ógn bandamönn- um stafi af íraska flugflotanum. Engin,“ sagði sérfræðingurinn, sem ekki vildi láta nafns síns getið. Sagði hann að atvikið mætti rekja til mis- taka stjórnenda flauganna, og kenndi um „skotglöðum Bandaríkja- manni“.                            !  " #  $% & $'%                  (  ) (*+, - % ! %              .   % / )       )      !" # $%& #  # "!'( " $) " *+, $! "   & " %--. &" !  !'/"&!0#+" !'/"&!0# &   *","  && '( % (+ #%" +# $%% %  ! # 1% & " 0!%# ( %--. &%   &&  ! # .  0) ), 1)  ! ) %   % 2 / !      !3  %4  ! / "       !  % /  /% / 5 2!" !3$%"&" "% 4!#" !  # '/! & #%" ! $"( ($ )% $%% !  ($ )"5 6 !& +" #   7" ("("$0" "  && +" "&#5 1)! "  # $ "# $%" &&"  4! " # !."  && 2!" !3$%"&" "% *&&  7" "#  "#" # *4" -" & , " && + #  !" # & 2 83 $%"&" $'7 (  !" # (*067#0,#809*6:*;<687= Breskri þotu grand- að með Patriot-flaug Washington. AFP. BANDARÍKJAMENN og Bretar hafa þegar orðið fyrir mannfalli vegna skothríðar frá samherjum, mistaka sem á ensku nefnast „friendly fire“, þótt hernaðurinn hafi aðeins staðið síðan á fimmtu- dagsmorgun. Bresk Tornado-þota mun hafa verið skotin niður með Patriot-flugskeyti á sunnudags- morgun yfir Írak og er beggja flugmannanna saknað. En mistök eru óhjákvæmilegur hluti stríðs. Ekki er ljóst hve margir hafa alls fallið í liði bandamanna en lík- legt að talan nálgist tvo tugi ef slys eru talin með. Tæknin verður stöð- ugt flóknari, vopnin mannskæðari og hraðinn meiri. Hættan á því að þreyttir og skelfdir hermenn af holdi og blóði geri mistök fer vax- andi. „Engu skiptir hvernig bún- aðurinn er, menn verða þreyttir og slys verða,“ segir Ronnie McCourt, ofursti í breska hernum í aðalstöðv- unum í Katar. 39% mannfalls af völdum samherja í Víetnam Tíðni mannfalls vegna skothríðar samherja var mikil í seinni heims- styrjöld, þá er talið að um 21% af mannfalli og öðru líkamstjóni í herjum bandamanna hafi orðið vegna slíkra atvika. Samsvarandi tíðni í bandaríska hernum var 18% í Kóreustríðinu en hefur hækkað síðan, var 39% í Víetnamstríðinu og 49% í Flóastríðinu 1991. Þess ber þó að gæta að mannfall í átökum við Íraka var afar lítið 1991 ef haft er í huga að um hálf milljón banda- rískra hermanna var á svæðinu. Er talið að um 150 hermenn banda- manna hafi þá fallið í átökum við fjandmanninn, að sögn CNN- sjónvarpsstöðvarinnar. Bandarískar herþotur vörpuðu vegna mistaka sprengju á kan- adíska hermenn í Afganistan í fyrra og féllu fjórir. Atburðurinn varð á æfingu. Flugmennirnir tveir hafa verið ákærðir fyrir manndráp en talið er að líklegt að þeir verði ekki dregnir fyrir herrétt vegna málsins heldur refsað með öðrum og mildari hætti. Margir hermenn falla vegna mistaka samherjanna As-Saliyah í Katar. AFP. Flóknari tækni og aukinn hraði auka hættuna TOMMY Franks hershöfðingi, yfirmaður banda- ríska heraflans við Persaflóa, lýsti á laugardag ánægju sinni með framgang mála í stríðinu við Írak en hann ræddi þá við blaðamenn í fyrsta sinn síðan átökin hófust. Fór fréttamannafundur hans fram í höfuðstöðvum hans nærri Doha í Katar. Franks sagði allt ganga nokkurn veginn sam- kvæmt áætlun og lét þess getið að hersveitir Breta og Bandaríkjamanna hefðu þegar tekið á milli eitt og tvö þúsund íraska stríðsfanga. Þús- undir til viðbótar hefðu lagt niður vopn. Þá sagði Franks að hersveitir sem nú stefna til Bagdad hefðu sveigt hjá borginni Basra í suðurhluta landsins til að komast hjá átökum þar, en Basra er næststærsta borg Íraks. Reuters Segir allt ganga samkvæmt áætlun Scud- flaugum ekki skotið Washington. AFP. BANDARÍKJAMENN hafa ekki orðið þess varir að Scud- eldflaugum Íraka hafi verið beitt í átökunum til þessa. Þetta kom fram á frétta- mannafundi í Washington í gær. „Við höfum ekki greint það að Írakar hafi skotið Scud- flaugum á loft,“ sagði Stanley McChrystal, herforingi og næstráðandi í herstjórn Banda- ríkjamanna. McChrystal sagðist hafa tek- ið þátt í leit að Scud-eldflaugum Íraka í Persaflóastríðinu 1991. Sagði hann öðrum aðferðum beitt nú. Á föstudag var haft eftir embættismanni í varnarmála- ráðuneyti Kúveits að tvær af þeim sex eldflaugum sem Írak- ar skutu á landið hefðu verið af Scud-gerð. Þá hermdu fréttir að minnst einni slíkri hefði ver- ið eytt á flugi. Scud-eldflaugar eru sovésk smíð, ónákvæm vopn en með afbrigðum hraðfleyg. Þeim beittu Írakar í stríðinu 1991 og gerðu þá m.a. árásir á Ísrael og Sádi-Arabíu. Þeim var gert að eyða flaugum þessum sam- kvæmt vopnahlésskilmálum Sameinuðu þjóðanna. Það kváðust þeir hafa gert en bandamenn hafa haldið því fram að þeir hafi hugsanlega haldið slíkum flaugum eftir og þar með brotið gegn þeim skil- málum sem settir voru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.