Morgunblaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 13
ÞAÐ tók ekki nema sextíu sekúndur að breyta landslaginu við götu nr. 602 í Qadissiyah-hverfinu í Bagdad svo um munar. Bretar og Banda- ríkjamenn létu í fyrradag sprengj- um rigna yfir hverfið en íbúar þar segja engin hernaðarlega mikilvæg skotmörk að finna á þessum slóðum. „Þetta var skömmu fyrir síðustu bænastund dagsins,“ segir Faysal Saadi, sem býr við götuna en þar er að finna íbúðarhúsnæði, sjúkrahús og barnaskóla. „Þetta var algert helvíti. Alveg ólýsanlegt. Grjót flaug í allar áttir, brot úr gluggum, hluti af pípulögn- um,“ segir Saadi, sem er sjötugur hagfræðingur. Ekki er laust við að rödd hans titri er hann rifjar upp at- burði næturinnar. Fréttamenn skoðuðu í gær verks- ummerki í Qadissiyah-hverfinu en íraskir embættismenn skipulögðu Reuters Sum húsanna eru sem skorin í tvennt. Íbúarnir vita ekki hvað þeir eiga af sér að gera. för þeirra þangað í því skyni að skrásetja „stríðsglæpi“ Bandaríkja- manna, sem þeir kölluðu svo. „Bush er villidýr“ Saadi benti fréttamönnunum á tíu metra djúpan skurð þar sem áður var hús nágranna hans, Abdels Shamels Samarais. Neðst í skurð- inum er nú pollur af vatni. „Sex flugskeyti sprungu hérna á innan við sextíu sekúndum,“ segir Ahmed Hamid Al Saadi sem var enn klæddur náttfötum er hann svaraði spurningum blaðamanna í gær. Hann er fokillur og leynir því ekki. „Bush er villidýr, ég hef ekkert við hann að tala,“ segir hann er bandarískur blaðamaður spyr um álit hans á Bandaríkjaforseta. „Hann veit nú þegar hvað ég myndi segja við hann. Veröldin lét hann heyra það án þess að mig þyrfti til. Það var engin nauðsyn að hefja þetta stríð,“ segir Al Saadi. Íbúar í hverfinu segja að enginn hafi verið í húsi Abu Shamels Sam- arais þegar það var þurrkað af yfir- borði jarðar með einu af flugskeyt- um bandamanna. Mun Samarai hafa flúið höfuðborgina fyrir stríð og er hann nú sagður vera í borginni Sam- arra, þar sem minni líkur eru á sprengjuregni bandamanna. Þrjú húsanna í nágrenni heimilis Samarais standa einungis hálf eftir og Ahmed Amer Salman, sem býr í einu þeirra, veit ekki fyllilega hvað hann á að gera varðandi þann helm- ing hússins sem stendur enn. „Það eru engin hernaðarskotmörk í þessu hverfi,“ segir hann. Títtnefndur Samari ku að vísu vera fyrrverandi hershöfðingi í íraska hernum en ná- grannarnir segja það ekki réttlæta slíka árás á rólegt íbúðarhverfi. Djúpur skurður þar sem áður var íbúðarhús Bagdad. AFP. STRÍÐ Í ÍRAK MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. MARS 2003 13 BARDAGAR geisuðu í bænum Umm Qasr í suðurhluta Íraks í gær, fjórða daginn í röð. Virtust Írakar verjast þar af miklum móð þrátt fyrir hern- aðarlega yfirburði breskra og banda- rískra landgönguliða, sem nutu lið- sinnis árásarþyrlna og skriðdreka í bardögunum. Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, lýsti því yfir á föstudag að banda- menn hefðu náð Umm Qasr á sitt vald en ráða mátti af átökunum í gær að sú yfirlýsing hefði verið ótímabær. Umm Qasr er við landamærin að Kúveit og er hernaðarlega mikilvæg- ur bær, enda er þar að finna einu stór- skipahöfn Íraka. Reykur var yfir miðbæ Umm Qasr í gær og mátti heyra fallbyssudrunur og vélbyssur geltu einnig stöðugt. „Við mætum enn mótspyrnu á ákveðnum stöðum og ætlum okkur að klára dæmið,“ sagði yfirmaður í breska hernum. Að sögn BBC hófust bardagarnir þegar eftir- litssveit bandarískra landgönguliða gekk fram á stóran hóp íraskra her- manna, en talið er að hluti þeirra sé úr sérsveitum íraska hersins sem falist höfðu í bænum. Varaforseti Íraks, Taha Yassin Ramadan, varaði bandamenn við því í gær að þeir gætu vænst þess að mæta mikilli mótspyrnu í hverjum þeim bæ sem þeir koma til. Skiptu í borgaralegan klæðnað Heimildarmenn í hernum sögðu írösku hermennina í Umm Qasr hafa komið sér fyrir í íbúðahverfi í bænum þaðan sem þeir skutu á heri banda- manna. Sögðu kúveitskir embættis- menn á staðnum að írösku hermenn- irnir hefðu hafið gagnsókn gegn bandamönnum í gær. „Ef þessi gagn- sókn heldur áfram þá verður bundinn endi á hana með loftárásum,“ sagði annar Kúveiti sem tengsl hefur við yf- irmenn í breska og bandaríska hern- um. „Staðan er enn hættuleg,“ sagði bandarískur yfirmaður sem ráðlagði fréttamanni AFP að halda kyrru fyrir og hætta sér ekki lengra. Ben Curry, undirofursti í breska hernum, bar sig þó vel í samtali við BBC. „Við höfðum átt von á mót- spyrnu og hana fengum við, en ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá er hún ekki ýkja öflug.“ Sagði Curry að írösku hermennirn- ir skytu jafnan nokkrum skotum að herjum bandamanna en hörfuðu síð- an. Viðurkenndi hann að það hefði valdið bandamönnum erfiðleikum að Írakarnir höfðu farið úr hermanna- fötum sínum og íklæðst borgaraleg- um fötum; þannig hefði verið erfitt að greina þá frá venjulegum borgurum. Eru að festast í „kviksyndi“ Naji Sabri, utanríkisráðherra Íraks, sagði hins vegar af og frá að Bretar og Bandaríkjamenn hefðu náð á sitt vald nokkurri borg í landinu. Sagði hann m.a. að í Umm Qasr héldu íraskar hersveitir uppi öflugri mót- spyrnu. Mohammed Said al- Sahhaf, upplýsingamálaráðherra Íraks, ítrekaði þetta á blaðamanna- fundi í Bagdad og sakaði Breta og Bandaríkjamenn um lygar. Sagði hann þá stunda sálrænan hernað með slíkum lygum. Hann varaði banda- menn við því að þeir væru að festast í „kviksyndi“ með aðgerðum sínum. „Við höfum leitt þá út í fenin og þeim mun aldrei takast að komast úr þeim aftur,“ sagði hann, en blaðamanna- fundinum var sjónvarpað beint á CNN. Öflug mótspyrna Íraka í Umm Qasr Umm Qasr. AFP. Þrátt fyrir yfirlýsingar bandamanna um að þeir hafi náð Umm Qasr á sitt vald var barist þar í gær fjórða daginn í röð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.