Morgunblaðið - 24.03.2003, Side 12
TÍMARITIÐ Newsweek sagði frá því í gær að
háttsettur Íraki hefði greint bandarísku leyni-
þjónustunni, CIA, frá því hvar Saddam Huss-
ein Íraksforseti hygðist dvelja næturlangt við
upphaf átakanna í Írak. Reuters-fréttastofan
sagðist í gær hafa heimildir fyrir því Saddam
Hussein hefði verið fluttur með sjúkrabíl eftir
fyrstu flugskeytaárásina á Bagdad aðfaranótt
fimmtudags, en þá hófust árásirnar. Banda-
ríkjamenn hafa staðfest að reynt hafi verið að
drepa Saddam og aðra helstu leiðtoga Íraks
aðfaranótt fimmtudagsins.
Newsweek greindi frá því að Bandaríkja-
mönnum hefði tekist að hlera símalínur þær
sem Saddam nýtti í Bagdad. Hins vegar hefði
vegið þyngra að Bandaríkjamönnum hefði
tekist að komast í samband við háttsettan
íraskan embættismann sem hefði vitneskju
um það hvar Saddam
svæfi á hverri nóttu. For-
setinn væri jafnan á ferð-
inni og svæfi sjaldnast
meira en eina nótt á hverj-
um stað. Þessi maður hefði
veitt CIA upplýsingar um
verustað Saddams fyrstu
árásarnóttina.
Írakar staðhæfðu hins
vegar í gær að Saddam
Hussein væri enn með tögl og hagldir á borg-
inni. Voru myndir af honum sýndar í íraska
ríkissjónvarpinu en ógerlegt var hins vegar
með öllu að staðfesta að þær hefðu verið tekn-
ar í gær.
Í fréttum Fox-sjónvarpsstöðvarinnar sagði
að gervihnattamyndir hefðu sýnt mann bor-
Saddam sagður hafa særst
Hermt er að háttsettur Íraki hafi greint bandarísku leyniþjónust-
unni, CIA, frá dvalarstað Saddams Husseins fyrstu árásarnóttina
Lundúnum, AFP.
inn út úr byrgi í forsetahöllinni þar sem talið
var að Saddam hefði dvalist þegar árásirnar
hófust. Richard Myers, ofursti í bandaríska
hernum, sagði í samtali við Fox að hann hefði
enga vitneskju um hvort Saddam réði enn yfir
allri borginni eða íraska hernum.
Féll Uday?
Breska blaðið The Sunday Telegraph
greindi frá því í gær að Tony Blair, forsætis-
ráðherra Bretlands, hefði verið skýrt frá því
að Saddam hefði að líkindum særst. Breskir
leyniþjónustumenn teldu Saddam enn á lífi og
hann hefði aðeins særst lítillega. Frétt blaðs-
ins var höfð eftir ónefndum embættismanni
og kom þar fram að talið væri að Uday, sonur
Saddams, hefði fallið eða særst alvarlega í
þessari fyrstu árás.
Saddam Hussein
12 MÁNUDAGUR 24. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
STRÍÐ Í ÍRAK
„Við höfðum átt von á mótspyrnu og hana fengum við“
UNDIROFURSTI Í BRESKA HERNUM
Tommy Franks hershöfðingi, yf-
irmaður bandaríska heraflans við
Persaflóa, sagði á laugardaginn að
hann hefði engin áform um að
senda her inn í borgina, en vildi
heldur fá íbúa hennar í lið með
sér, enda hefðu þeir tekið her-
mönnum vel.
Breskir hermenn mættu harðri
mótspyrnu við Basra í gær, en
fréttamenn sögðu að er kvöldaði
hefði herinn verið búinn að tryggja
stöðu sína í útjöðrum borgarinnar.
Sjöunda herdeild breska hersins,
svonefndar Eyðimerkurrottur,
varð fyrir sprengikúlum, fallbyssu-
skotum og skothríð úr vélbyssum,
er hún nálgaðist borgina.
Bandarískir landgönguliðar, sem
farið höfðu fyrir atlögunni þar til í
gærmorgun, hafa dregið sig í hlé
og haldið til norðurs í átt að Bagd-
ad, og látið Eyðimerkurrottunum
eftir að taka Basra. Joe Carnegie
majór, talsmaður breska hersins í
Írak, sagði að ekki væri ætlunin
„að halda inn í Basra sem sig-
ursæll her. Við ætlum okkur að
fara inn í Basra sem hjálparlið“.
Fundu mikið
vopnabúr Íraka
En vísbendingar voru um að her
bandamanna mætti búast við
kröftugri mótspyrnu. Við flugvöll
borgarinnar urðu þeir fyrir skot-
árás frá Írökum, og annars staðar
frá litlum hópi Íraka sem voru
vopnaðir léttum vélbyssum og
einni sprengjuvörpu. Yfirmaður
bresku herdeildarinnar sem í hlut
átti sagði að svæðið væri „mor-
andi“ í íröskum hermönnum í
borgarlegum klæðum. „Við þurfum
að fá liðsauka frá fótgönguliðinu,“
sagði hann.
Bresku hermennirnir sem sótt
hafa að Basra hafa fundið stýri-
flaugar og sprengjuodda falda í
víggirtum byrgjum og virðist vera
um að ræða mikið vopnabúr sem
íraski herinn í suðurhluta landsins
hefur yfirgefið er hann hefur hörf-
að undan herjum bandamanna.
Vakti þetta nýjar spurningar um
umfang vígbúnaðar Íraka. „Fyrst
urðum við furðu lostnir og vorum
að reyna að átta okkur á því hvað
þetta væri,“ sagði Steven Airzee,
undirforingi í breska hernum.
„Maður fer að velta því fyrir sér
hvort vopnaeftirlitsmennirnir [frá
Sameinuðu þjóðunum] hafi verið
hérna á ferðinni því að þetta leit út
fyrir að vera stórt og mikið.“
; 6 8 $.
2 8,**
:9 %
/%/
-/
8+ /%,7E /9..#%
2.*( /%%, /+6 .3.*3% F7+ :/9 '' '8,**
E*+*2+!
+..7#8
;
G ;
?;
H 8
-
- ;
)%/
7+** 2+!
7#( /)++..
+7!,+ %&&
I
7 8*5 "
8+ / 7+ 2+! +..7 I
;9//)++..2.*..
)#9,J+/.)>.*%
('>/%7#; 6
;!
@K
@
%,7+(7+ +6#>/..'7*
8.*(/!..
"/.. >#7%#
7+2F.%(7# 7+%**
8.*( /)+ 7+ /9..9#%6
Óbreyttir
borgarar
falla í Basra
Bandamenn mæta harðri
andspyrnu við borgina
Bagdad, nágrenni Basra. AFP.
SJÖTÍU og sjö óbreyttir borgarar féllu og 366 aðrir særðust loft-
árásum Bandaríkjamanna á borgina Basra í suðurhluta Íraks, að því
er upplýsingamálaráðherra Íraka, Mohammad Said al-Sahaf,
greindi frá á fréttamannafundi í Bagdad í gær. Sagði hann fólkið
hafa orðið fórnarlömb klasasprengna. Bandarískar og breskar flug-
vélar hófu að varpa sprengjum á Basra, sem er næst stærsta borg
Íraks með um 1,2 milljónir íbúa, á laugardagsmorgun, og féllu fyrstu
sprengjurnar á úthverfi en síðan var þeim beint að skotmörkum inni
í borginni, að því er arabíska sjónvarpsstöðin Al-Jazeera greindi frá.
ÁSTRALSKA ríkisútvarpið
(ABC) staðfesti í gær að ástr-
alskur sjónvarpsmyndatöku-
maður, Paul Moran, hefði
beðið bana þegar bílsprengja
sprakk í Norður-Írak á laug-
ardag. Þá eru þrír starfs-
menn ITN í Bretlandi taldir
af eftir að skotið var á þá ná-
lægt borginni Basra.
Breski fréttamaðurinn Terry Lloyd var við
störf í Írak fyrir ITN, en ITN framleiðir fréttir
við sjónvarpsstöðvarnar ITV, Five og Channel
4. Er talið víst að Lloyd, myndatökumaður
hans, Fred Nerac, og túlkurinn Hussein
Othman, hafi fallið er bandarískir hermenn
skutu í átt að þeim í nágrenni borgarinnar
Basra í suðausturhluta Íraks. Annar mynda-
tökumaður, Daniel Demoustier, slapp lifandi
og var honum bjargað í öruggt skjól af blaða-
manni breska helgarblaðsins Mail on Sunday.
Lloyd var reyndur fréttamaður, hafði komið
víða við; m.a. flutt fréttir af átökum í Líbanon,
Kosovo, Bosníu og Kambódíu. Hann hafði unn-
ið fyrir ITN síðan 1983.
Fjórir frétta-
menn féllu
Sydney, London. AFP.
Terry Lloyd
ALÞJÓÐANEFND Rauða krossins greindi
frá því í gær að hún hefði farið fram á það við
stríðandi aðila í Írak að þeir gæfu kost á að
gert yrði við vatnsveituna í borginni Basra í
suðurhluta landsins í kjölfar loftárása banda-
manna á borgina í fyrradag.
„Ástandið er alvarlegt þar sem bráða-
birgðavatnsdreifikerfið annar einungis þörf-
um hluta íbúa borgarinnar,“ sagði í tilkynn-
ingu frá Rauða krossinum. Íbúar Basra eru
um 1,2 milljónir. Írakar greindu frá því í gær
að sjötíu og sjö óbreyttir borgarar hefðu fall-
ið í loftárásunum á borgina og á fjórða
hundrað særst.
Vatnsveitan í
Basra óvirk
Genf. AFP.
HUNDRUÐ íraskra hermanna leituðu í gær að flugmanni her-
þotu bandamanna sem orðrómur var á kreiki um að hefði farist
yfir Bagdad. Átti flugmaðurinn að hafa náð að skjóta sér út úr
vélinni og svifið til jarðar í fallhlíf. Fjöldi fólks flykktist að til að
fylgjast með aðgerðum hermanna en þeir skutu m.a. af byssum í
Tígris-ána og leituðu jafnframt á bátum að flugmanninum.
Bretar og Bandaríkjamenn neituðu því hins vegar alfarið að
nokkur flugvéla þeirra hefði farist á þessum slóðum og sögðu að
því gæti ekki verið um það að ræða að einn flugmanna þeirra
hefði skotið sér út yfir Bagdad. Nokkrar arabískar sjónvarps-
stöðvar sögðu flugmanninn reyndar hafa fundist og að annars
væri leitað, en engar sjónvarpsmyndir voru sýndar þessu til sönn-
unar.Reuters
Leituðu flug-
manns í Bagdad