Morgunblaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MÁNUDAGUR 24. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ w w w .ic el an da ir .is MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá stjórn Sparisjóðs Reykjavíkur og ná- grennis: „Nýstofnað félag nokkurra stofnfjáreigenda fullyrðir að stjórn SPRON hafi ekki unnið nægilega vel að því að finna leiðir til þess að þeir geti selt stofnfé í SPRON á markaðsvirði. Þetta fær ekki stað- ist. Stjórnin hefur leitað hagkvæm- ustu kosta bæði fyrir sparisjóðinn og stofnfjáreigendur. Reynslan hef- ur sýnt að nauðsynlegt er að ganga fyrirfram úr skugga um að það sem gert er standist lög og reglur á fjár- málamarkaði og hljóti samþykki Fjármálaeftirlitsins. Stjórn SPRON hefur látið kanna leiðir til þess að tryggja þeim stofnfjáreig- endum, sem vilja selja, hærra verð fyrir stofnfé sitt, enda þótt það hafi ekki komið fram í fjölmiðlum. Stjórnin telur að eigi það markmið að nást verði það hvorki gert í fjöl- miðlum né með skyndilausnum sem ekki standast lög og reglur. Jafn- framt skal því haldið til haga að raunarðsemi af stofnfjárbréfum er 23% vegna ársins 2002, samkvæmt tillögu sem liggur fyrir aðalfundi. Vegna ósanngjarnar gagnrýni skal hér upplýst um atriði sem ekki hefur verið greint frá áður: Eftir að Fjármálaeftirlitið hafði bæði hafnað yfirtökutilboði Búnaðarbanka Ís- lands og málaleitan Starfsmanna- sjóðs SPRON um að fara með virk- an eignarhlut í SPRON, ákvað stjórn Sparisjóðsins 24. október 2002 að kanna ítarlega þann mögu- leika, að verðbréfaþjónusta SPRON tæki að sér að vera milli- gönguaðili um sölu á stofnfjárskír- teinum. Fyrir lágu bréf frá 37 stofnfjáreigendum, sem voru reiðu- búnir að kaupa allt stofnfé á geng- inu 5,5. Enginn einn aðili færi með virkan eignarhlut í sparisjóðnum – það er enginn myndi eiga yfir 5% stofnfjár. Jafnframt lá fyrir yfirlýs- ing um að enginn samningur, sam- komulag eða annað samráð um ráð- stöfun, nýtingu eða meðferð á atkvæðisrétti væri með væntanleg- um kaupendum. Stjórnin sam- þykkti þessa aðila sem væntanlega eigendur stofnfjár að fengnu áliti Fjármáleftirlitsins um það, hvort þessi áform rækjust á við sýn eft- irlitsins á málið. Á fundi stjórnarformanns, spari- sjóðsstjóra og lögmanns SPRON með fyrirsvarsmönnum Fjármála- eftirlitsins 24. október kom í ljós að eftirlitið leit á væntanlega kaupend- ur sem sameiginlega eigendur að virkum eignarhlut. Yrði ekki sótt um leyfi til slíks eignarhalds gæti það varðað sviptingu atkvæðisrétt- ar. Síðar þennan dag hafði stjórn SPRON boðað blaðamenn til fund- ar þar sem tilkynna átti um tilboðið og útborgun samkvæmt því. Í ljósi afdráttarlausrar afstöðu Fjármála- eftirlitsins var hætt við áformin, enda sýnt að eftirlitið myndi hafna þeim með sömu rökum og það hafði gert gagnvart bæði Búnaðarbank- anum og Starfsmannasjóðnum. Á boðuðum blaðamannafundi var í staðinn rætt um afstöðu Fjármála- eftirlitsins til tilboðs Starfsmanna- sjóðs SPRON. Rétt þykir að þetta komi fram þegar stjórnin stendur frammi fyrir fullyrðingum um að hafa ekki reynt að gæta hagsmuna stofnfjáreigenda. Eins og ofan- greint dæmi sýnir má segja að stjórnin hafi þvert á móti gengið eins langt og framast var unnt í við- leitni sinni til þess að gæta hags- muna þeirra stofnfjáreigenda sem vilja selja stofnfé á hærra verði,“ segir í yfirlýsingu stjórnar SPRON. Yfirlýsing frá stjórn Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis Svipting at- kvæðisréttar vofði yfir ÞRIGGJA ára áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál Reykjavík- urborgar árin 2004–2006 var sam- þykkt í borgarstjórn Reykjavíkur á fimmtudagskvöld með átta atkvæð- um meirihlutans. Minnihlutinn sat hjá, sagði oddviti sjálfstæðismanna að forsendur fyrir áætluninni væru að mörgu leyti mjög veikar. Í máli Þórólfs Árnasonar borg- arstjóra kom fram að vegna flýti- framkvæmda á vegum borgarinnar á þessu og næsta ári, fyrir um 3,7 milljarða króna, verði stofnað til allt að 5,1 milljarðs króna halla á fyrri hluta tímabilsins. Hann verði jafn- aður út með afgangi á síðari hluta tímabilsins, þ.e. 2005–2006. Í umræðunum 6. mars sagði Björn að miðað við áætlunina myndu hreinar skuldir borgarsjóðs og fyrirtækja í eigu borgarinnar hækka um 1.500% á tímabilinu 1993–2006. Þórólfur sagði að eðli- legra væri að miða við árið 1994 þegar R-listinn tók við völdum. Sagði hann tölur Björns ekki hafa verið á sambærilegu verðlagi. „Hið rétta er að áætluð aukning hreinna skulda samstæðunnar [þ.e. án lífeyrisskuldbindinga] frá 1994– 2006 er um 584%,“ sagði borgar- stjóri. Ef miðað væri við árið 1993, eins og sjálfstæðismenn vildu gera, hækki hreinar skuldir borgarsjóðs um 21% á tímabilinu 1993–2006, en sömu skuldir lækki hins vegar um 25% á tímabilinu 1994–2006. Heild- arskuldir borgarsjóðs, þ.e. með líf- eyrisskuldbindingum, lækki um 4% frá 1994–2006 miðað við áætlunina. Þá hækki heildarskuldir samstæð- unnar um 277%, að mestu vegna fjárfestinga Orkuveitu Reykjavíkur. Á sama tíma séu fjárfestingar borg- arsjóðs 46,6 milljarðar króna frá 1995–2006 og heildarfjárfestingar samstæðunnar 131 milljarður króna. Þórólfur sagði rekstrartekjur aukast frá 2003 til 2006 um 6 millj- arða. Eignaaukning á tímabilinu væri 10 milljarðar króna, borgar- sjóður væri rekinn með hagnaði og góður afgangur væri til fjárfestinga á hverju ári. Rekstrartekjur sam- stæðunnar aukist frá árinu í ár úr 51 milljarði í 61 milljarð árið 2006 og eignir samstæðunnar aukist úr 177 milljörðum upp í um 199 millj- arða. Mikil óvissa um margar forsendur Björn Bjarnason, oddviti sjálf- stæðismanna, sagði mikla óvissu vera um marga grunnþætti í áætl- uninni. „Varðandi skuldamálin og þróun skuldanna þá ætla ég ekki frekar að fara að ræða þessi reikn- ingsskil. Það liggur alveg ljóst fyrir að við höfum lagt fram með skýrum rökum hvernig við komumst að þeirri niðurstöðu sem við bendum á og það hefur ekkert haggað henni.“ Björn sagði frávikin svo mikil að til lítils væri að ræða einstaka tölur í áætluninni. Mikil óvissa væri um fjölgun íbúa á svæðinu, fjölda hús- bygginga og hvað varðar 30% við- bótarframlag, sem gert sé ráð fyrir úr framkvæmdasjóði aldraðra vegna uppbyggingar hjúkrunar- rýma. „Þegar ég les þetta plagg og fer yfir það eru ýmsar meginfor- sendur enn óljósar og þess vegna kannski ekki ástæða til að ræða þetta mjög ítarlega hér,“ sagði Björn. Þórólfur sagði að alltaf væri ákveðin óvissa á ferðinni þegar litið sé fjögur ár fram í tímann. Hann telji að varlega sé stigið til jarðar í áætluninni. Það sé varlega áætlað að fólksfjölgun verði 1% á tíma- bilinu og eins væri fjöldi íbúða á ári varfærnislega áætlaður. Hrein skuldaaukning 1994–2006 584% Sjálfstæðisflokk- ur segir forsend- ur fyrir þriggja ára áætlun veikar Morgunblaðið/Kristinn Þórólfur Árnason borgarstjóri (t.v.) gerði grein fyrir fjárhagsáætlun til næstu þriggja ára. Með á myndinni er Árni Þór Sigurðsson borgarfulltrúi. BIRGIR Sigurðsson, skipstjóri á Mörtu Ágústsdóttur GK 31, var í janúar síðastliðnum dæmdur í Hér- aðsdómi Reykjaness til greiðslu á 400 þúsund króna sekt ellegar sæta varðhaldi í 44 daga fyrir veið- ar umfram aflaheimildir. Hann er ósáttur við dóminn og segist vera fórnarlamb óréttláts kvótakerfis. Marta og Eldhamar GK 13 eru í eigu útgerðarfélagsins Eldhamars ehf. í Grindavík en skipstjóri síð- arnefnda skipsins og Birgir voru dæmdir fyrir að veiða umfram afla- heimildir í maí í fyrra. Útgerð- armaður og skipstjóri Eldhamars var þá veikur og féllst Birgir á að fara á túr í hans stað. Í dómnum var Birgi gefið að sök að hafa land- að 5.356 kílóum af þorski umfram aflaheimildir. Erfitt var að fá kvóta og búið var að leggja Mörtu sökum verk- efnaskorts. Eldhamar ehf. hafði fengið vilyrði fyrir 50 tonna leigu- kvóta frá kvótaeigendum á Horna- firði en ekki hafði verið gengið formlega frá kaupunum. Skipið Eldhamar hafði veitt um 30 tonn af kvótanum á þessum tíma og í skeyti sem Fiskistofa sendi útgerð- inni var henni gefinn frestur til 15. maí til að útvega veiðiheimildir. Fimmtándi maí rann upp en það var ekki fyrr en í júní sem gengið var frá leigu á 50 tonna þorsk- kvóta. Um haustið var Birgi birt ákæra frá ákæruvaldinu þar sem honum og útgerðarmanninum er m.a. gefið að sök að hafa brotið á umgengni við nytjastofna sjávar. Birgir segir þetta vera algera svívirðu, hann hafi aldrei hent fiski frá borði né landað fram hjá heldur hafi hann verið tímabundið kvótalaus og dæmdur til að greiða sekt í stað- inn. Útgerðarmaðurinn var líka dæmdur til greiðslu á 400 þúsund króna sekt og sömuleiðs var út- gerðarfélagið dæmt til að greiða 400 þúsund kr. sekt. Sér ekki fram á að geta greitt sektina Birgir segist hafa lækkað í tekjum um 50% frá því honum var sagt upp störfum í kjölfar samein- ingar útgerðarfélaganna Þorbjörns Fiskaness og Valdimars í Vogum árið 2000. Þar hafði hann verið skipstjóri á Ágústi Guðmundssyni í 18 ár með 9 manna áhöfn sem öll missti vinnuna. Hann segist ekki sjá fram á að geta greitt sektina sem honum er gert að greiða. „Mesta svívirðan er að þegar kvótinn var settur á voru allir sjó- mennirnir skildir eftir,“ segir Birg- ir. Hann segir fjölmarga sjómenn vera í sömu sporum og hann og mikið atvinnuleysi í stéttinni. „Þetta er það eina sem býðst, að vera á kvótalausu skipi, og ofan á allt er maður hundeltur af Fiski- stofu sem er endalaust að reyna að nappa okkur fyrir eitthvað svindl. Þetta er alveg ótrúlega óréttlátt, ef það hefði verið einhver brotavilji í þessu þá væri þetta skiljanlegt, en það var enginn brotavilji, heldur var þetta yfirsjón. Mér finnst ótrú- legt að það sé ekki litið fram hjá því að þetta var allt greitt tilbaka, það tapaði enginn neinu, ríkið tap- aði ekki,“ segir hann. Hann segir framtíðarástand í at- vinnumálum velta algerlega á kvótaeigendum. „Við erum svo gjörsamlega háðir þessum mönnum að það er engu lagi líkt. Maður ímyndaði sér ekki að ástandið yrði svona árið 2000. Að fiskurinn í sjónum yrði eyrna- merktur einhverjum greifum,“ seg- ir hann. Skipstjóri dæmdur fyrir veiðar umfram aflaheimildir „Þetta er alveg ótrúlega óréttlátt“ Morgunblaðið/RAX Birgir Sigurðsson skipstjóri. www.nowfoods.com

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.