Morgunblaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 28
DAGBÓK 28 MÁNUDAGUR 24. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Sveanord kemur í dag. Árni Friðriksson og Brúarfoss fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Þór kemur í dag. Obsha og Þór koma í dag. Brúarfoss kemur til Straumsvíkur í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Vinnu- stofa og leikfimi kl. 9, boccia kl. 10, vinustofa kl. 13, söngstund á morgun kl. 14. Árskógar 4. Kl. 9–12 opin handavinnustofa, kl. 11 boccia, kl. 13– 16.30 opin smíðastofa/ útskurður, opin handa- vinnustofa, kl. 13.30 fé- lagsvist, kl. 16 mynd- list. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9–16 handavinna, kl. 9– 12 bútasaumur, kl. 9– 17 fótaaðgerð, kl. 10– 11 samverustund, kl. 13.30–14.30 söngur við píanóið, kl. 13–16 búta- saumur. Félagsstarf eldri borg- ara í Mosfellsbæ, Kjal- arnesi og Kjós. Fé- lagsstarfið opið mánu- og fimmtudaga. Mánu- dagur. Kl. 16 leikfimi. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 kl. 20.30. Fótaaðgerð frá kl. 10. Skrifstofan Gullsmára 9 er opin kl. 16.30–18, s. 554 1226. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9 fótaaðgerð, og mynd- list, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 10, leikfimi, kl. 13 brids. Félagsstarfið, Dal- braut 27. Kl. 9–16 opin handavinnustofan, kl. 9–12 myndlist, kl. 13– 16 körfugerð, kl. 11– 11.30 leikfimi, kl. 13–16 spilað, kl. 10–13 versl- unin opin. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Bað kl. 9– 12, handavinna kl. 9– 16.30, félagsvist kl. 14, kl. 9–14 hárgreiðsla. Félag eldri borgara, Garðabæ. Æfing hjá Garðakórnum mánu- daga kl 17.30.í safn- aðarheimilinu Kirkju- hvoli. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Pútt kl. 10, kóræfingar kl. 10.30, tréskurður kl 13, félagsvist kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Brids kl. 13. Línudanskennsla fyrir byrjendur kl. 18. Dans- kennsla í samkvæm- isdönsum, framh. kl. 19 og byrjendur kl. 20.30. Kennari Sigvaldi, s. 588 2111. Gerðuberg, félags- starf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 9.30 sund og leik- fimiæfingar í Breið- holtslaug, frá hádegi spilasalur opinn, kl.15.15 dans. S. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan op- in, kl. 9.30 gler- og postulínsmálun, kl. 10.50, leikfimi, kl. 13 skák og lomber, kl. 20 skapandi skrif. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 9.05 leikfimi, kl. 9.55 stólaleikfimi, kl. 10 ganga, kl. 13 brids, kl. 20.30 félagsvist. Hraunbær 105. Kl. 9 perlusaumur og fótaað- gerðir, kl. 10 bæna- stund, kl. 13.30 sögu- stund og spjall, kl. 13 postulínsmálun og hár- greiðsla. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 föndur, kl. 9 og kl. 10 jóga, kl. 13 spilað, kl. 14.15 spænska. fótaað- gerðir. Norðurbrún 1. Kl. 10– 11 ganga, kl. 9–15 fóta- aðgerðir, kl. 9–12 myndlist, kl. 13–16.45 opin handavinnustofa. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–12 postulínsmálun. kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 9.30–10.30 boccia, kl. 11–12 leikfimi, kl. 12.15–13.15 dans- kennsla, kl. 13–16 kór- æfing. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 bókband, búta- saumur og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og boccia, kl. 13 handmennt, gler- bræðsla og spilað, kl. 15.30 jóga. Hana-nú, Kópavogi. Fundur verður í Hlát- urklúbbi Hana-nú í kvöld mánudagskvöld 24. mars kl. 20 í Gjá- bakka, Fannborg 8. Valgerður Snæland Jónsdóttir skólastjóri er gestur kvöldsins. Allir velkomnir Félag eldri borgara, Suðurnesjum. Bingó í Selinu, Vallarbraut 4, Njarðvík, öll mánudag- kvöld kl. 20. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborg- arsvæðinu, félagsheim- ilið, Hátúni 12. Kl. 19 brids. Í dag er mánudagur 24. mars, 83. dagur ársins 2003. Góuþræll. Orð dagsins: Þess vegna, mínir elskuðu, þér sem ætíð hafið verið hlýðnir, vinnið nú að sáluhjálp yð- ar með ugg og ótta eins og þegar ég var hjá yður, því fremur nú, þegar ég er fjarri. (Fl. 1, 12.) Vefþjóðviljinn, á and-riki.is, vitnar í drög að starfsleyfisskilyrðum umhverfis- og heilbrigð- isstofu Reykjavíkur fyrir gistiskála:     Rúm sem ætlað er ein-um gesti skal vera a.m.k. 2 x 0,9 m og tveimur gestum 2 x 1,4 m. Þar sem boðið er upp á eldunaraðstöðu skal vera eldavél, ísskápur, uppþvottavaskur og full- nægjandi borðbúnaður.“     Þjóðviljamenn efastum réttmæti reglna af þessu tagi. „Nú eru kannski ekki svo margir gistiskálar í Reykjavík að það kalli á mikla reglugerðabálka. En lík- lega er rétt að taka enga sénsa í þessum efn- um. Ef hægt er að setja flóknar reglur um ein- falda hluti þykir sjálf- sagt, nútímalegt og fag- legt að gera það. Eða vilja menn eiga á hættu að göngugarpar í borginni, til dæmis á hinni vinsælu leið um Laugaveginn, komi í gistiskála og lendi í rúmum sem eru kannski ekki nema 0,85 m breið? Eða þurfi að tvímenna á 1,3 metra? Og þegar menn ætla að elda sér í „eldunaraðstöðunni“ þá væri ekki eldavél til staðar?“     Áfram halda þeir: „Þaðgleymist stundum þegar menn setja reglur sem þessar þar sem það er gert að skyldu að hafa þjónustu svona og svona að menn eiga allt- af á hættu að einfald- lega verði hætt að bjóða upp á þjónustuna. Flóknar og strangar reglur hafa ekki síður letjandi áhrif á fram- takssemi manna en háir skattar. Menn geta þannig velt því fyrir sér hvort þeir vilji fremur geta fleygt sér í rúm sem er 1,9 metrar að lengd, eftir erfiða göngu upp Bankastrætið, en ekkert rúm.“     Reglur af þessum togaeru oftast settar af velvild einni. Þeim er ætlað að vernda neyt- endur, tryggja öryggi þeirra og hagsmuni. Hins vegar er ekki alltaf augljóst að þær nái til- ætluðum árangri.     Of strangar og flóknarreglur geta bitnað á þeim sem þær eiga að vera í hag. Þær auka kostnað við að bjóða upp á vöruna eða þjónustuna sem um ræðir. Þannig þurfa neytendur stund- um að borga hærra verð en ella.     Í versta falli geta regl-urnar verið svo íþyngjandi, að hætt er við að bjóða upp á vör- una. Það er sjaldnast al- menningi í vil og sann- arlega ekki í samræmi við ætlun þeirra sem reglurnar setja. STAKSTEINAR Vernda flóknar reglur alltaf hagsmuni neytenda? Föndur eða handa- vinna óskast Í HÁTÚNI 10 eru 3 blokkir allar tengdar saman á jarð- hæð þar sem er ein stór setustofa fyrir öll húsin. Við erum hér nokkrir íbúar í Hátúni 10 sem höfum áhuga á að nýta þessa setustofu til samveru og við einhvers konar föndur eða handa- vinnu. Vorum við að velta því fyrir okkur hvort ekki séu einhverjir, sem séu af- lögufærir með einhvers konar föndurvörur eða handavinnu, sem gætu styrkt okkur. Þeir sem gætu liðsinnt okkur eru beðnir að hafa samband við Ingu Ósk í síma 551 8727 eða 891 8727. Óánægð með Stöð 2 ÉG kaupi áskrift að Stöð 2 eingöngu vegna þáttarins Glæstra vona sem sýndur er kl. 9 á morgnana og stendur yfir í 20 mínútur. Nú er búið að fella þennan þátt út vegna stríðsfrétta. Er ég mjög óánægð með þetta. Mér finnst allt í lagi að það sé eitthvað létt haft á milli stríðsfréttanna. Eins vil ég nota tækifærið og benda barnaverndar- nefnd á hvort ekki þyrfti að hafa meira eftirlit með fjár- málum í einkareknum skól- um og leikskólum. Ingibjörg. Leiður siður MIKIÐ ættu nú Íslending- ar, margir hverjir, að venja grein fyrir því að með yfir- lýsingum þessara háttvirtu manna urðum við þátttak- endur í stríði. Er það vilji okkar? Kjósandi. Tapað/fundið Jakki tekinn í misgripum SVARTUR kvenmanns- jakki var tekinn í misgripum í fatahengi skemmti- staðarins Nasa laugardag- inn 15. mars. Hann er hné- síður, úr fínu flaueli og með tölum. Skilvís manneskja hafi samband í síma 867 9554. Sími í óskilum SÍMI fannst við bílastæðin við Rauðavatn sl. fimmtu- dag, síðdegis. Upplýsingar í síma 869 1230. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is gera upp hug minn fyrir komandi kosningar. Það er deginum ljósara að ég legg ekki atkvæði mitt til manna sem styðja óréttmæta hern- aðaríhlutun sem andmælt hefur verið um allan heim og fordæmd af páfa. Ég fæ það ekki skilið að þessir menn skuli upp á sitt eins- dæmi voga sér að leggja nafn þjóðar okkar við ein- hliða, ólöglegar aðgerðir Bandaríkjamanna og Breta meðan þeir njóta ekki full- tingis Sameinuðu þjóðanna. Því fer mitt atkvæði að þessu sinni til Vinstri grænna en ég er fylgjandi skoðunum þeirra á þessum stríðsrekstri. Ég er ekki ein um þessa skoðun og hvet aðra til að skrifa og mót- mæla þessari skynlausu stuðningsyfirlýsingu. Ég veit ekki hvort fólk gerir sér sig af þessu handapati sem þeir viðhafa í viðtalsþáttum og telja sig vera að leggja áherslu á orð sín eða spurn- ingar, sveiflandi höndunum út í loftið eins og væng- brotnir fuglar eða bréfarusl sem fýkur til í roki. Þetta pat er svo auðsýnilega lært, en fáum gefið. Við erum ekki Ítalir eða Frakkar sem tjá sig í tali með eðlislægum handa- og líkamshreyfingum. Það væri kærkomið að þátttak- endur gætu vanið sig af þessum leiða sið, sem er fáum gefið. Áhorfandi. Varðandi stuðnings- yfirlýsingu ÉG vil þakka Sjálfstæðis- flokknum og Framsókn fyr- ir að hjálpa mér, fyrrum gallhörðum hægrisinna, að Morgunblaðið/Jim Smart LÁRÉTT 1 þverneita, 4 kornstrás, 7 horskur, 8 slitin, 9 spök, 11 elgur, 13 vegur, 14 svardagar, 15 vatna- gangur, 17 margur, 20 sterk löngun, 22 víkka, 23 hárskúfs, 24 gabbi, 25 lagvopn. LÓÐRÉTT 1 viðburður, 2 sjúga, 3 stöð, 4 ástand, 5 geta lyft, 6 sól, 10 leikinn, 12 smá- vaxinn maður, 13 tímg- unarfruma, 15 hrum, 16 stór, 18 truflar, 19 sker, 20 sjávargróður, 21 áflog. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 handfesta, 8 labbi, 9 fögur, 10 tíu, 11 síðla, 13 rósum, 15 hress, 18 smána, 21 kæn, 22 fatla, 23 afrit, 24 blóðskömm. Lóðrétt: 2 aðbúð, 3 drita, 4 elfur, 5 tagls, 6 flas, 7 hrum, 12 les, 14 ólm, 15 hofs, 16 eitil, 17 skarð, 18 snakk, 19 áfram, 20 atti. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Víkverji skrifar... NÚ FER að styttast í páska; efVíkverja skjátlast ekki verða þeir þriðju helgina í apríl. Um það bil tvær vikur eru hins vegar liðn- ar síðan Víkverji varð var við að Hagkaup í Kringlunni – Víkverji veit ekki hvort það sama átti við um aðrar verslanir í höfuðborginni – hafði hafið sölu á páskaeggjum. Páskaegg á ekki að borða fyrr en á páskum; hvers vegna skyldi Hagkaup telja að menn hafi áhuga á að eiga páskaegg inni í skáp hjá sér í meira en mánuð? x x x KUNNINGI Víkverja sýndi hon-um bréf sem borist hafði frá Orkuveitu Reykjavíkur. Fyrir- sögnin var „Internet í innstung- unum þínum“ og síðan var við- skiptavinurinn ávarpaður svona: „Um leið og við hjá Orkuveitunni viljum kynna ykkur sem enn hafa ekki tengt sig internetinu um raf- lagnir heimilisins með FJÖL- TENGI tæknina, viljum við benda núverandi notendum á nýja þjón- ustu, þar sem mögulegt er að nálgast internetnotkun ykkar á auðveldan og þægilegan hátt.“ Hvers konar íslenska er þetta eiginlega? Gott og vel að ekki allir tali fullkomið mál og þekki ekki fyllilega reglur um greinarmerkja- setningu, en er forsvaranlegt að opinber aðili sendi frá sér svona texta? Víkverji veltir því fyrir sér hvort forráðamenn Orkuveitu Reykjavíkur telji í alvöru líklegt að þeir glæði viðskiptin með því að sýna svo ljóslega að þeir kunna ekki að skrifa góðan (að ekki sé talað um skiljanlegan!) texta. x x x VÍKVERJI hefur af og til kvart-að yfir þeim leiða sið, sem er tíðkaður í íslenskum kvikmynda- húsum, að gert sé hlé í miðjum kvikmyndasýningum. Nú sér hann sig tilneyddan til að leggja enn á ný orð í belg. Víkverji fór semsé að sjá kvik- myndina The Hours (Stundirnar) í vikunni. Nú er ljóst að sumar myndir þola verr en aðrar að gert sé hlé á sýningu þeirra og þetta á sann- arlega við um The Hours. Myndin er hæggeng en í henni er stígandi. Víkverji var rétt í þann mund að „detta inn í“ myndina, þ.e. gleyma bæði stund og stað, þegar sýning myndarinnar var rofin allharka- lega og öll hughrifin þar með eyði- lögð. Ótrúlegt að bíóhúsamenn skuli ekki að minnsta kosti geta sleppt hléinu í myndum sem þess- ari, þar sem stigmagnandi stemmning er mál málanna. Hefði ekki mátt sleppa hléinu?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.