Morgunblaðið - 24.03.2003, Síða 19

Morgunblaðið - 24.03.2003, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. MARS 2003 19 MORGUNBLAÐIÐ spyr í leiðara fimmtu- daginn 20. mars hvers vegna Íslendingar eigi að veita Bandaríkjamönnum stuðning í árás- um þeirra á Írak. Í leiðaranum, sem er óvenju fyrirferðarmikill, er reynt að svara þessu. Í fáum orðum er röksemdafærslan á þessa leið: Bandaríkjamenn hafi verið okkur góðir í gegnum tíðina. Nú sé svo komið að þeir „telja að stuðningur þessarar fámennu þjóðar hér skipti þá máli. Með því end- urgjöldum við mikilvægan stuðning þeirra við okkur á undanförnum áratugum. Í þeim yfirlýsingum, sem íslenzk stjórnvöld hafa gefið vegna Íraksdeilunnar, felst að við vilj- um halda áfram því nána samstarfi, sem við höfum átt við þennan volduga bandamann okkar í vestri. Það mun koma að því í fram- tíðinni að við Íslendingar þurfum á ný á stuðningi Bandaríkjamanna að halda. Það myndi koma okkur á óvart, ef hann væri þá ekki til staðar.“ Með öðrum orðum: Kaup kaups. Ekki er það rishá afstaða. Í rauninni er verið að segja að það sem kemur mér vel sé gott, og þeir sem gera mér gott eigi allan minn stuðning skilið. Þetta kallast eigingirni. Reyndar finnst mér það hugtak ekki fyllilega ná yfir þessa afstöðu því hún er verri en svo. Mér þykir það beinlínis vera siðlaust að leggja málin þannig upp að afstaða okkar til málefna eigi fyrst og fremst að ráðast af okkar eigin hagsmunum en ekki mati okkar á því hvað er rétt og sanngjarnt. Þetta stríðir gegn öllum siðalögmálum sem siðfræði og trúarbrögð hafa boðað um aldir. Niðurstaðan samkvæmt þessari formúlu er sú að íslenska þjóðin sé til sölu. Í Morgunblaðsleiðaranum er þetta þó ekki alveg svona slæmt. Þar er spurt: „Verðskuldar sá málstaður, sem Bandaríkjamenn og Bretar berjast fyrir í Írak, stuðning okkar? Og einhverjir munu segja sem svo: Þrátt fyrir þau sögulegu rök, sem hér hafa verið nefnd, getum við Ís- lendingar ekki fylgt Bandaríkjamönnum í hverju sem er. Og það er rétt.“ Síðan veltir Morgunblaðið vöngum yfir málstaðnum, hversu góður hann sé og kemst að þeirri niðurstöðu að það kunni að hafa ver- ið rangt af hálfu Bandaríkjamanna að veita Saddam Hussein þann stuðning sem honum var veittur fyrr á tíð og má skilja á leið- arahöfundi að hann sakni þess að þetta skuli ekki hafa verið viðurkennt sem mistök. „Í umræðum nú er hins vegar hvergi minnzt á að þar hafi verið gerð mistök og að af þeim megi læra í umgengni við aðra einræðisherra með harðstjórnartilburði. Má ganga út frá því að aðförin gegn harðstjóranum í Írak sé til marks um að framvegis verði brugðist með sama hætti við fólskuverkum annarra ein- ræðisherra?“ Þessari spurningu er ekki svar- að í leiðaranum. Tvennt hef ég við málflutning Morgun- blaðsins að athuga. Í fyrsta lagi hefði verið nær að snúa leiðaranum við. Spyrja fyrst um málstaðinn og ef hann væri metinn verðugur þá væri að sjálfsögðu rétt að styðja banda- manninn sem heldur hinum góða málstað á lofti. Í leiðaranum eru áherslurnar hins vegar gagnstæðar. Í öðru lagi held ég að það sé rangt hjá Morgunblaðinu að Bandaríkjamenn hafi að eigin mati gert nokkur mistök varðandi stuðning við Saddam Hussein fyrr á tíð. Þeir studdu hann til valda að vel yfirveguðu ráði. Þegar Bandaríkjamenn síðan misstu ítök í grannríkinu Íran við fall keisarastjórn- arinnar þar árið 1979 hvöttu þeir einræðis- herrann Saddam Hussein til stríðsátaka við Írana og studdu stjórn hans með ráðum og dáð, sendu henni vopn og peninga fékk hún ómælda frá Kúveit. Henry Kissinger, fyrr- verandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, talaði um Saddam Hussein sem „góða skúrk- inn“ (he is a good crook) þar sem hann væri Bandaríkjamönnum þóknanlegur og vel nýti- legur í valdataflinu í Austurlöndum. Og þá að efnahagsforsendunum. Í Írak er vitað um 112,5 milljarða tunna af olíu í jörðu og talið að í landinu kunni að finnast helmingi meira eða 250 milljarðar tunna, eins mikið og í Sádi-Arabíu, mesta olíuframleiðsluríki heimsins. Olíuna þjóðnýttu Írakar á fyrri hluta áttunda áratugarins. Áður hafði hún að mestu leyti verið í höndum bandarískra og breskra fyrirtækja. Í fréttum erlendrar út- varpsstöðvar eftir að innrásin hófst heyrði ég bandaríska olíumenn tala af ákafa um einka- væðingu olíunnar í Írak, nú væri stundin að renna upp og mikið yrði það gott fyrir írösku þjóðina töldu þeir þegar olíulindirnar hefðu verið einkavæddar! Mitt mat er að í Íraksmálinu sé sannleik- urinn sá að valdapóltískir og efnahagslegir hagsmunir ráði gerðum Bandaríkjastjórnar, fremur en „hinn góði málstaður“. Það er góðra gjalda vert að styðja vini sína. En það eiga menn því aðeins að gera að málstaður þeirra sé góður. Það er málstaður Banda- ríkjamanna í þessu máli hins vegar ekki. Þess vegna eigum við ekki að styðja árásirnar á Írak. Í tilefni Morgunblaðsleiðara Eftir Ögmund Jónasson „Það er góðra gjalda vert að styðja vini sína. En það eiga menn því aðeins að gera að málstaður þeirra sé góður. Það er málstaður Bandaríkjamanna í þessu máli hins vegar ekki. “ Höfundur er alþingismaður. AÐ greinast með krabbamein er þungt áfall fyrir alla. Þó sjúkdómsgreining og meðferð krabbameins hafi tekið stórstígum fram- förum síðustu áratugina þá gildir enn sú meginregla að því fyrr sem sjúkdómurinn greinist, því líklegra er að einstaklingurinn nái fullum bata. Krabbamein eru eins ólík og þær frumur, sem meinsemdin á upptök sín í og láta misvel undan meðferð, sum vaxa hægt en önnur eru einkennalítil eða vaxa hratt. Mikil óvissa um góðan bata er því hjá öllum sem greinast með krabbamein. Heildstæð meðferð Eftir því sem þekking á krabbameini hefur aukist á öllum sviðum og meðferðin hefur orðið markvissari, fjölgar þeim stöðugt sem fá fullan bata. Enn aðrir geta lifað með krabbamein eða óvirkan sjúkdóm í mörg ár. Óttinn við að sjúkdómurinn taki sig upp aftur blundar eða er til staðar hjá öllum, bæði sjúklingnum og aðstandendum hans. Við þessar aðstæður er mikilvægt að veita heild- stæða líkamlega og andlega meðferð, þ.e. greiningu, lækningu, hjúkrun og endurhæf- ingu. Það tekur tíma að breyta viðhorfi fólks og það á ekki síður við um heilbriðisstarfsmenn en aðra. Æ fleiri gera sér nú ljósa grein fyrir nauðsyn þess að sjúklingar, sem hafa fengið jafn erfiða sjúkdómsgreiningu og krabba- mein, þurfi á sérhæfðri endurhæfingu að halda. Endurhæfingu sem ekki er hægt að veita inni á bráðasjúkrahúsunum, en sem tæki við af krabbameinsmeðferðinni eins fljótt og sjúklingurinn treystir sér til. Krabbameinslæknar hafa tekið þjónustunni vel og nýjar beiðnir berast nú í hverri viku. Endurhæfing Þörfin fyrir andlega og líkamlega end- urhæfingu hefur alltaf verið til staðar hjá þeim sem greinst hafa með krabbamein. Stuðningur að lokinni læknismeðferð hefur oft verið tilviljanakenndur, en margir hafa leitað stuðnings innan Krabbameinsfélags- ins. Það var unga fólkið sem sætti sig ekki við að fá eingöngu hefðbundna læknis- meðferð, það var og er óþreyjufullt að kom- ast aftur út í lífið. Þegar fólki hefur verið hrint út í djúpu laugina er ekki nóg að henda björgunarhringnum út í, það verður að toga í spottann og draga að landi. Líkams- og sjálfsímynd raskast oft mikið í kjölfar krabbameinsmeðferðar. Á meðan verið er að venjast og læra að lifa við breytt- ar aðstæður er mikilvægt að vera í öruggu umhverfi þar sem skilningur er á aðstæðum. Endurhæfingin felst í andlegum stuðningi, fræðslu og iðjuþjálfun og að efla styrk ein- staklingsins sem óhjákvæmilega hefur rask- ast af völdum krabbameins og meðferðar. Göngudeildin í Kópavogi Göngudeild Endurhæfingar í Kópavogi býður upp á einstaklingsmiðaða endurhæf- ingu sem nær til líkamlegra, sálrænna og fé- lagslegra þátta. Á göngudeildinni starfa sjúkraþjálfarar og iðjuþjálfi auk þess sem annað fagfólk m.a. sálfræðingur tengist starfseminni eftir þörfum. Göngudeildin er samtengd endurhæfingu fatlaðra í einu af mörgum húsum gamla Kópavogshælisins sem nú hefur fengið nýtt hlutverk. Húsið er vel staðsett með tilliti til rólegs umhverfis og göngustígakerfis, sem hentar vel til göngu- túra og að byggja upp þol einstaklingsins á ný. Sundlaug er í húsinu og nýtist hún vel til sjúkraþjálfunar beggja hópanna enda virðist samnýting á húsnæði vera mikil. Eftir að hafa tekist á við erfiðan sjúkdóm innan veggja bráðasjúkrahúss, er nauðsynlegt að komast í annað andrúmsloft og umhverfi, sem líkist sem minnst sjúkrastofnun. Þetta hefur hvoru tveggja tekist með rekstri göngudeildarinnar. Dagdeild og samfelld uppbygging Í nærliggjandi húsi er rekin líknardeild LSH og eru krabbameinssjúklingar þar í miklum meirihluta. Mikil þörf er á rekstri dagdeildar fyrir þá sem geta dvalið heima en þurfa meira en göngudeildarstuðning. Áður en göngudeildin tók til starfa stóð til að opna dagdeild í nærliggjandi húsi. Það hús var m.a.s. innréttað í þeim tilgangi en hætt var við allt á síðustu stundu og nú er verið að innrétta allt upp á nýtt til að koma húð- sjúkdómadeild fyrir í húsinu. Skipulagning deilda og starfsemi LSH eft- ir sameiningu er því enn ólokið og á meðan er fjölmörgum starfsmönnum og sjúklingahóp- um haldið í mikilli óvissu. Göngudeildin hefur ekki enn verið form- lega opnuð því óvissa hefur verið með til- verurétt hennar og staðsetningu. Heildstæð þjónusta Rólegt umhverfi og nauðsyn þess að kom- ast út fyrir spítalaveggina gerir aðstöðuna í Kópavogi svo eftirsóknarverða fyrir þennan sjúklingahóp. Því ber að horfa til heildar- uppbyggingar á þjónustu fyrir sjúklinga á mismunandi sjúkdómsstigum. Með því að efla göngudeildina er verið að fara inn á nýj- ar brautir og vinna brautryðjendastarf sem samræmist vel háskólasjúkrahúsi, hvort heldur við LSH eða samsvarandi göngudeild við FSA. Sú vinna sem nú hefur verið unnin er þeg- ar farin að hafa áhrif á skjólstæðingana með bættri líðan og aukinni orku til að takast á við lífið á nýjan leik. Endurhæfing Grensásdeildarinnar sinnir allt öðrum sjúklingahópum með aðrar þarfir og það væri því slys í skipulagi og starfsemi LSH að flytja starfsemina á Grensásdeildina. Nauðsyn endurhæfingar krabbameinssjúklinga Eftir Þuríði Backman „Æ fleiri gera sér nú ljósa grein fyrir nauðsyn þess að sjúklingar, sem hafa fengið jafn erfiða sjúkdóms- greiningu og krabbamein, þurfi á sérhæfðri endurhæfingu að halda.“ Höfundur er alþingismaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. ent innritaður í hina nýstofnuðu heimspekideild. Nú eru þeir um 1.600 og fræðigreinarnar orðnar tuttugu og fimm. Meðal hlutverka heimspekideild- ar er að efla íslensk fræði, hinn forna grundvöll þjóðernisins og stöðu okkar sem sjálfstæðrar þjóð- ar í heiminum. En hugsjónir stórhuga aldamóta- manna eru á hröðu undanhaldi. Til dæmis má nefna að þrír prófessorar í íslenskum bókmenntum hafa látið af störfum síðastliðin ár en einungis einn lekt- or var ráðinn í þeirra stað. Eftir nokkra mánuði mun prófessor í íslensku máli láta af störfum. Eng- inn verður ráðinn í hans stað. Heimspekideild hefur neyðst til að fara þessa leið vegna fjárskorts. Í sagnfræði er ástandið svipað. Þegar prófesssorar munu hætta vegna aldurs verða embætti þeirra að öllum líkindum lögð niður. Yngstu kennararnir í sagnfræði eru nú á fimmtugsaldri, þannig að nýlið- un er lítil sem engin í íslenskum fræðum og margir hámenntaðir ungir fræðimenn bíða vonlitlir eftir að fá störf við háskólann. Með því að vanrækja þetta hlutverk er sjálfs- mynd þjóðarinnar í hættu einmitt nú á tímum al- þjóðlegrar hnattvæðingar. Um leið og Háskóli Ís- lands festir sig enn betur í sessi og heldur áfram að rækta sitt hlutverk sem háskóli á alþjóðamæli- kvarða þá verður hann einnig að sinna vel sínu upp- haflega hlutverki – að efla rannsóknir á íslenskri menningu. Að öðrum fræðigreinum ólöstuðum þá er það fyrst og fremst í íslenskum fræðum sem Háskóli Ís- lands getur talið sig vera á heimsmælikvarða. Um það verður ekki deilt. Enn erum við þar í forystu í heiminum og vonandi eigum við eftir að vera það áfram. Áhugi útlendinga á menningu okkar er mik- ill. Á hverju ári innritast á annað hundruð nem- endur alls staðar að úr heiminum í íslensku fyrir út- lendinga (baccalaureas philiologiae Islandicae). Til að halda í forystuhlutverk okkar stefnir heimspeki- deild að því að bjóða erlendum námsmönnum upp á menningu okkar. Í undirbúningi er framhaldsnám í íslenskum fræðum þar sem kennt verður á ensku. Í boði verður M.A.-próf í málvísindum („Icelandic Linguistics“), fornleifafræði (Archaeology of Ice- land and the North Atlantic) og miðaldafræðum (Icelandic Medieval Studies). Nú viljum við, eins og Hannes Þorsteinsson forðum, að erlendir mennta- menn sæki til heimspekideildar Háskóla Íslands „og viti, að hvergi sé betri kennslu að fá í norrænum fræðum en við íslenska háskólann…“ En nú þarf fé til að hrinda þessum áformum í framkvæmd. Þetta gerist ekki nema auknir fjármunir komi frá ríkinu til þjóðskólans. Vilja stjórnvöld efla íslenska menn- ingu? lfstæði menning Höfundur er forseti heimspekideildar. að af einstökum ríkjum heldur sé það stofnanir ESB sem skorti vilja til að þess að halda fram- kvæmd samningsins áfram. Hugsanlega muni ESB þannig ekki einu sinni sætta sig við efnislega óbreyttan EES-samning, heldur muni það einmitt nota þetta tækifæri til að losa sig við samninginn með því að hafna því alfarið að hin nýju ríki gerist aðilar eða gera óviðunandi fjárkröfur í því sam- bandi. Ef þetta verður raunin er komin upp sú staða að ESB hyggst vanefna bindandi samning sem það hefur gert við EFTA-ríkin Ísland, Licht- enstein og Noreg. Flestir gera sér grein fyrir því að úrræði íslenska ríkisins að þjóðarétti við þess- ar aðstæður eru ekki veigamikil. Ef ESB hefur hins vegar í hyggju að losna við EES-samn- ingnum með einhverjum viðlíka hætti þarf það ekki að nota stækkun ESB sem ástæðu í því skyni. Hægt er að grafa undan EES-samningnum með ýmsum hætti eða þá beita EFTA-ríkin ólög- mætum þrýstingi með hótun um að aðgerðir í þá átt. Auk þess getur ESB einfaldlega sagt samn- ingnum upp, ef vilji þess og aðildarríkja þess stendur til þess. Það getur vel verið að framtíð EES sé í hættu af ýmsum ástæðum sem ræða mætti í löngu máli. Fjölgun aðildarríkja ESB ræður hins vegar ekki úrslitum um örlög EES-samningsins nema ein- hver vilji nota þetta tækifæri sérstaklega til þess að koma samningnum fyrir kattarnef. EES- samningurinn er því ekki „laus“ og Íslendingar eru ekki um það bil að verða samningslausir í við- skiptum sínum við ESB, eins og gefið hefur verið í skyn. Engin ástæða er því fyrir Íslendinga að ótt- ast endalok EES þótt ekki takist semja um breyt- ingar á EES-samningnum fyrir 16. apríl nk. þeg- ar hin nýju aðildarríki ESB munu ganga formlega frá aðildarsamningi sínum. mtíð EES Höfundur er lögfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.