Morgunblaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 24. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞEGAR þessi grein birtist hafa Bandaríkjamenn hugsanlega þegar ráðist inn í Írak án samþykkis Sam- einuðu þjóðanna. Bandaríkjamenn hafa lengi fengið að leika lausum hala á alþjóðavettvangi án aðhalds. Ástæðan er auðvitað sú að yfirleitt hafa þeir verið að berjast fyrir mál- um sem flestar frjálsar þjóðir hafa talið „réttan málstað“. Bandaríkja- menn hafa aldrei þurft að heyja stríð sem þeir hafa átt á hættu að tapa. Þetta átti við í seinni heimsstyrjöld, þar sem þeir komu að stríðinu þegar taflið var þegar farið að snúast gegn Hitler. Síðan þá hafa Bandaríkja- menn ávallt valið sér andstæðinga þar sem þeir hafa haft margfaldan herstyrk og þetta hefur valdið því að smám saman hafa þeir náð að sann- færa sjálfa sig um að þeir séu ósigr- andi og eigi þar af leiðandi sjálfkrafa rétt á að ákveða heimsskipan eftir sínu höfði og hagsmunum. Bandaríkjamenn hafa verið kall- aðir verndarar hins frjálsa heims. Allt frá því að George Bush yngri var settur í embætti hefur þetta smám saman snúist upp í andstæðu sína þar sem Bandaríkjamenn eru í dag helsta ógn við heimsfrið. Þeir hafa borið Írak saman við Þýskaland eins og það var árið 1938–39. Staðreyndin er raunar sú að eina ríkið í heiminum sem líkist Þýskalandi þess tíma að einhverju leyti eru Bandaríkin sjálf. Hitler náði að telja Þjóðverjum trú um að þeim bæri að skipa æðsta sess í heiminum og að Germanir væru herraþjóðin sem ætti að drottna yfir öðrum þjóðum. Bandaríkjamenn vilja það sama og ástæðan nú er sú að Bandaríkja- menn einir viti hvað hinum sé fyrir bestu. Einkennin eru þau sömu og afleiðingarnar munu verða þær sömu. Stórveldi sem þetta hafa reynt hafa öll liðið undir lok þar eð frjálsar þjóðir hafa ávallt myndað breiðfylk- ingu sem tekist hefur að brjóta stór- veldið á bak aftur. En á sama hátt og ég er sannfærð- ur um að Hitler afvegaleiddi þýsku þjóðina og fyllti hana af lygum um að hann væri eina von þýsku þjóðarinn- ar um að unnt væri að endurbyggja Þýskaland úr rústum fyrri heims- styrjaldar þá veit ég að núverandi stjórn í Bandaríkjunum hefur tekist að afvegaleiða sína þjóð og telja henni trú um að árásarstríð gegn bjargarlausri þjóð sé leiðin til að verja Bandaríkin gegn hryðjuverk- um. Auðvitað sér hver hugsandi maður að þetta er fullkomin firra. Árásin mun þvert á móti efla hryðju- verkamenn í þeirri trú að Banda- ríkjamenn séu útsendarar hins illa. Bandaríkin munu mála sig út í horn ásamt Ísraelsmönnum og þeir sem munu verða verst úti þegar upp er staðið eru þessar tvær þjóðir. Frakkar, Þjóðverjar og Rússar þekkja raunverulegar afleiðingar stríðs á meðan Bandaríkjamenn haga sér eins og fílsungi í postulíns- verslun. Vonandi tekst með sameiginlegu átaki að koma vitinu fyrir þá áður en það verður um seinan. INGI KARLSSON, framkvæmdastjóri, Garðarsbraut 73, Húsavík. Verndarar hins frjálsa heims? Frá Inga Karlssyni Í TILEFNI mikils samdráttar í sölu málverka og annarra listmuna er hér með lögð fram athyglisverð hug- mynd til að bæta úr ástandinu. Hugmynd þessi er fengin frá Hol- landi en þar hefur hún verið fram- kvæmd í rúmlega 4 ár. Árangurinn er ótrúlegur. Vaxtalaust lán Í Hollandi hef- ur tiltekinn menningarsjóður það hlutverk að auka verslun með list- muni. Þessi sjóður greiðir niður vexti af láni vegna listmunakaupa. Hollenska leiðin, ef svo má kalla, hef- ur virkað sem vítamínsprauta á kaupendur og þar með verslun með listmuni. Hvernig virkar kerfið? Hafi kaupandi áhuga á málverki fer hann til viðurkennds málverka- sala og skoðar sig um. Ef kaupanda líst vel á tiltekið málverk staðgreiðir hann 20% af kaupverði og fyllir út eyðublað, sem málverkasalinn út- vegar, þar sem kaupandinn fer fram á lán fyrir afgangi kaupverðs. Láns- umsóknin er svo send til viðkomandi banka. Ef bankinn samþykkir láns- umsóknina er umrædd upphæð (80% kaupverðs) greidd inn á reikning málverkasalans. Þá er aðeins eftir að afhenda hið keypta málverk. Kaupandinn greiðir því næst eft- irstöðvar lánsins á allt að þremur ár- um. Hitt er, að meirihluti kaupenda í Hollandi greiðir lán sitt á 4–6 mán- uðum. Vitanlega gilda nánari reglur um kerfið í Hollandi. Þannig er hámark láns um kr. 550.000. Lágmark upp- hæðar er um kr. 35.000. Ennfremur gildir kerfið aðeins um núlifandi listamenn, fædda eftir 1945. Kaup- endur verða og að hafa búið í Hol- landi í a.m.k. 1½ ár. Stórsnjöll hugmynd Margir álíta að hinn íslenski lista- verkamarkaður sé nánast að hruni kominn. Ástæðurnar eru margar en eftirtektarvert er hversu fáir leggja til úrbætur. Spyrja má hvort rödd listamanna sé ekki heldur dauf mið- að við aðstæður? Ofangreind hugmynd er hins veg- ar ódýr og einföld og hefur valdið fjörkipp í sölu listmuna í Hollandi. ÓLAFUR REYNIR GUÐMUNDSSON, lögfræðingur. Listagóð hugmynd Frá Ólafi Reyni Guðmundssyni Ólafur Reynir Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.