Morgunblaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 20
MINNINGAR 20 MÁNUDAGUR 24. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigríður Hans-dóttir fæddist 6. júlí 1916 á Suður- eyri við Súganda- fjörð. Hún lést í Seljahlíð í Reykjavík 17. mars síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Hans Krist- jánsson frá Suðureyri, f. 22.5. 1891, d. 1.8. 1952, framkvæmdastjóri, stofnandi Sjóklæða- gerðarinnar hf. og Gólfteppagerðarinn- ar hf., sonur Krist- jáns Albertssonar og Guðrúnar Þórðardóttur frá Suðureyri og María Helga Guðmundsdóttir frá Gelti við Súgandafjörð, f. 19.4. 1889, d. 12.12. 1937, dóttir Guð- mundar Ásgrímssonar og Guð- rúnar Ólafsdóttur. Fjölskyldan flutti til Reykjavíkur árið 1925. Systkini Sigríðar voru Guðmund- ur, f. 1914, d. 1914, Kristjana Guðrún, f. 1915, d. 1922, Guð- mundur, f. 1920, d. 1989, Þórdís Jóhanna, f. 1918, d. 1984, Krist- ján Ragnar, f. 1926, d. 1958, og Hans Helgi, f. 1928, d. 1962. Sig- ríður vann við ýmis skrifstofu- og verslunarstörf um árabil. Sigríður giftist Siggeiri Vil- hjálmssyni, stórkaupmanni í Reykjavík, 30.4. 1949, og bjuggu þau lengst af á Austurbrún 39 í Reykjavík. Börn Siggeirs og Sigríðar eru: 1) Hanna María, lyfsali í Vest- mannaeyjum, f. 6.8. 1950, gift Erlendi Jónssyni prófessor. Börn þeirra eru Jón Helgi nemi, f. 28.2. 1982, og Guðbergur Geir nemi, f. 22.3. 1986. 2) Vilhjálmur Geir viðskiptafræð- ingur, f. 8.9. 1951, kvæntur Kristínu Guðmundsdóttur, tölvukennara. Börn þeirra eru Siggeir tölvun- arfræðingur, f. 4.12. 1975, unn- usta Arna Guðrún Jónsdóttir, Sesselja Guðmunda nemi, f. 30.6. 1985, og Melkorka Þöll, f. 17.12. 1990. 3) Jóna hjúkrunarfræðing- ur, f. 10.6. 1953, gift Þórólfi Þór- lindssyni prófessor. Börn þeirra eru Þórlindur Rúnar nemi, f. 24.2. 1982, og Sigríður Þóra, f. 2.5. 1989. 4) Siggeir rafeinda- virki, f. 30.9. 1959, kvæntur Auði Þórhallsdóttur kennara. Börn þeirra eru Sigríður Rún nemi, f. 15.9. 1985, Þórhallur, f. 4.3. 1987, og Vilhjálmur, f. 4.5. 1991. Útför Sigríðar verður gerð frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Úti gnauðar vindurinn og í fjöl- miðlum glymja fréttir af stríðsátök- um úti í heimi. Í rökkvuðu herbergi dvalarheimilis úti í bæ heyr öldruð kona sitt hinsta stríð, þögul, án sjá- anlegs hugboðs um það sem er að gerast í kringum hana, hvort sem það er í næsta umhverfi eða í fjar- lægum löndum. Yfir svip hennar hvílir ró og friður, hún er held ég nokkuð sátt við hlutskipti sitt í líf- inu og ævikvöld. Mig minnir að hún hafi á einhverju stórafmæli sagt að hún hafi átt góða ævi, ég held að það sé rétt, enda er hver sinnar gæfu smiður. Ég hitti Sigríði Hansdóttur, síðar tengdamóður mína, í fyrsta skipti í sumarbústað þeirra hjóna við Elliðavatn, einhvern tímann síð- sumars í upphafi níunda áratugar síðustu aldar. Hún birtist í dyra- gættinni klædd útivistarfötum sinn- ar kynslóðar, gúmmístígvélum, ljósri kápu sem fór henni vel og slæðu, með kartöflufötu í annarri hendi, heilsaði prúðmannlega, setti eldivið á arininn og tók að bera fram kaffi í rósóttu bollastelli og nýbak- aðar pönnukökur með strásykri. Seinna átti ég eftir að kynnast mannkostum Sigríðar enn betur við yfir tuttugu ára samskipti. Hún lagði sig fram við að annast heimili sitt af stökum myndarskap, án þess þó að maður fyndi fyrir því að hún hefði sérstaklega fyrir því, svo yf- irlætislaus og látlaus var hún í öllu fasi. Þótt hún hafi misst móður sína ung að árum bar hún með sér að hafa komið frá stóru vel efnuðu heimili, þar sem gamlar hefðir voru hafðar í heiðri um verklag og fram- komu. Heimili þeirra hjóna bar vitni um góðan smekk en samt hóf- semi og nýtni, og Sigríður lagði mikið upp úr því að vera alltaf smekkleg til fara. Það var eins og öll föt færu henni vel, svo glæsilega bar hún sig og tignarlega. Aldrei heyrði maður Sigríði tala illa um annað fólk né skeyta skapi sínu á öðrum. Sigríður hafði yndi af börnum og mikið lag á þeim. Það var í ófá skipti sem hún tók umyrðalaust að sér að passa strákana okkar, þótt fyrir- ferðarmiklir væru, eina kvöldstund, eða jafnvel dögum eða vikum sam- an, kenndi þeim að spila eða las fyr- ir þá. Hún tók á móti okkur opnum örmum, með heimabökuðu meðlæti og hún eldaði besta te sem ég hef nokkru sinni fengið, sterkt og ilm- andi. Alltaf stóð gamla barnaher- bergi dætranna opið þegar við kom- um úr Hólminum og þurftum að sinna erindum í bænum. Einnig var það sérstök ánægja að njóta sam- vista við þau hjónin á heimilum okk- ar í Stykkishólmi og Vestmannaeyj- um. Sigríður var mjög ættrækin og þekkti ætt sína vel. Hún gekkst fyr- ir einu minnisstæðu stóru ættar- móti fjölskyldu sinnar frá Súganda- firði, og öðrum minni síðar. Þannig hélt hún fjölskyldu sinni saman og stuðlaði að sjálfsímynd yngra fólks- ins og virðingu fyrir gömlum og góðum siðum. Hún hafði alltaf náin samskipti við og fylgdist vel með velferð sinna nánustu ættingja, einkum systkina og systkinabarna. Sigríður lifði alla sína hjúskapar- tíð í hamingjusömu hjónabandi, á milli þeirra hjóna ríkti mikill sam- hljómur og gagnkvæm virðing. Hún var elst þeirra systkina sinna sem komust á legg, en kveður þennan heim síðust. Síðustu árin hafði hún oft orð á því hversu mjög hún sakn- aði nánustu vina sinna og ætt- menna. Hún er áreiðanlega fegin því að vera aftur komin í faðm eig- inmanns síns og í hóp systkina sinna. Við fjölskyldan kveðjum hana með söknuði og virðingu. Megi hún hvíla í friði. Erlendur. Mig langar með örfáum orðum að minnast tengdamóður minnar, Sig- ríðar Hansdóttur, sem lést 17. mars sl., 86 ára að aldri. Á þessari stundu reikar hugur minn til baka til þess tíma þegar ég hitti í fyrsta sinn Siggu Hans, eins og hún var stundum nefnd. Það var haustið 1974 sem við sáum hvor aðra fyrst, en ég og Vilhjálmur, son- ur Siggu, höfðum þekkst um tíma. Ég var boðin fyrirvaralaust í há- degismat á sunnudegi heim til til- vonandi tengdaforelda minna. Sigga tók á móti mér brosandi. Handtak hennar var hlýlegt og hún kom mér fyrir sjónir sem elskuleg og þægileg kona. Hún var vel til fara, klædd í fjólubláan kjól, sem ég frétti seinna að væri uppáhalds lit- urinn hennar. Maturinn var góður eins og ávallt hjá þeim Siggu og Siggeiri og framreiddur með falleg- um borðbúnaði, sem þau notuðu ávallt þegar matarboð voru hjá þeim. Það sem vakti athygli mína á heimilinu voru hin fallegu málverk eftir íslensku meistarana og út- saumaðar myndir eftir Siggu. Hún hafði yndi af allskonar saumaskap og hannyrðum og útsaumaðar myndir skreyttu fallega heimilið þeirra Siggeirs. Hún átti síðar eftir að sauma ýmiss konar fatnað á barnabörnin af miklum myndar- skap. Hið milda skap hennar kom sér vel, þegar hin ærslafullu barna- börn hennar dvöldu á Austurbrún- inni. Sigga gaf sér gjarnan tíma til að sinna barnabörnunum og spilaði við þau á spil og kenndi þeim að leggja tveggja spila kapla sem hún hafði lært ung að árum. Ég minnist líka þeirra orða hennar, að fólk væri varla selskapshæft sem ekki kynni að grípa í spil. Til fjölda ára spilaði hún í „bridgeklúbb“ við vinkonur sínar. Hún var félagslynd og hafði gaman af að hitta ættingja sína og vini. Á slíkum stundum hafði hún ánægju af því að rifja upp minn- ingar frá því að hún var stelpa á Súgandafirði og frá ferðalögum þeirra Siggeirs til útlanda. Oft var farið í sumarbústaðinn við Elliðavatn, þar sem fjölskyldan dvaldi á sumrin á árum áður, en þess sem ég minnist þaðan er m.a. að þar sýndi hún mikla natni við ræktun jarðarberja. Á haustin tíndi hún rifsber og var árlegur viðburð- ur að fá sultukrukku frá Siggu. Mér er minnisstætt atvik frá því í sum- arbústaðnum, þegar stórfjölskyld- an var komin þar saman á sólríkum degi og ég hafði orðið viðskila við fólkið, að Sigga sagði mér að allir væru úti í Portofino. Ég hafði ekki hugmynd um hvað hún var að tala um, en komst svo fljótlega að því að Portofino var sérbyggð sólbaðsað- staða í sumarbústaðarlandinu, sem fékk nafn af einum af þeim stöðum sem þau Sigga og Siggeir ferðuðust til á Ítalíu. Í gegnum árin átti ég eftir að kynnast fleiri slíkum skemmtilegum nafngiftum á hlutum og atburðum. Börnin okkar þakka henni ljúfar og góðar minningar. Með þessum orðum kveð ég tengdamóður mína. Kristín Guðmundsdóttir. Sigríður Hansdóttir var heil- steypt og stefnuföst kona sem byggði lífsviðhorf sitt og framgöngu á nokkrum grundvallarhugmyndum sem hún vék ógjarnan frá. Viðhorf hennar minntu meira á speki fyrri tíma en rótleysi nútímans. Við fyrstu kynni var það einkum jafnlyndi Sigríðar og rósemi sem vakti athygli. Hún var ekki mikið fyrir það að æsa sig út af smáat- riðum. Hún sagði mér að hún furð- aði sig alltaf jafn mikið á því hvað fólk gæti æst sig yfir hlutum sem engu máli skiptu. Hún taldi sjálf að þessu vandasama lífi væri betur lif- að ef menn temdu sér að hafa stjórn á skapi sínu og gera greinarmun á aðalatriðum og aukaatriðum. Þegar henni þóttu hinsvegar málefnin af- skiptaverð tók hún afstöðu á afger- andi hátt og gat þá oft verið afar föst fyrir ef því var að skipta. Mannleg reisn var eitt þeirra grundvallarverðmæta sem Sigríður taldi að bæri að virða. Henni fannst jafn mikilvægt að bera sig vel og það að sýna öðrum virðingu hvað sem á gekk. Hún sá ekki mikinn til- gang í því að kvarta þó eitthvað bjátaði á. Í hennar augum skipti það einmitt mestu máli að bera sig vel þegar erfiðleikar steðjuðu að. Sigríður hafði gaman af því ræða við fólk sem hafði aðrar skoðanir á mönnum og málefnum en hún sjálf. Hún virti skoðanir annarra þó þær færu ekki saman við hennar eigin. Hún reyndi aldrei að þvinga eigin skoðunum uppá neinn, predikaði ekki né dæmdi. Ég minnist þessi ekki að hafa heyrt hana hallmæla nokkrum manni. Annars var Sigríður ekki mikið fyrir það að útlista lífsviðhorf sín. Hún var meira fyrir að láta verk- in tala. Í þeim birtist innrætið best að hennar dómi. Verk þín og vinnu- brögð eru órjúfanlegur hluti af þér sjálfum. Vel unnið verk eflir sjálfið á sama hátt og illa unnið verk veikir sjálfið og grefur undan sjálfvirð- ingu. Sjálf lét Sigríður lítið yfir sér en hafði öruggt vald á þeim við- fangsefnum sem hún lét sig varða. Hún var fjölhæf kona og það var eins og allt léki í höndum hennar. Ég undraðist oft mikil afköst þess- arar hæglátu konu sem aldrei lá neitt á að því er virtist. Hún gaf sér jafnan góðan tíma til að hugsa og skipuleggja allt sem hún tók sér fyrir hendur. Öll þau verk sem hún tókst á hendur stundaði hún af skyldurækni og vandvirkni sem aldrei skeikaði. Það gilti einu hvort verkin voru stór eða smá, öll voru þau unnin af sömu fagmennskunni. Hún gerði hvert starf virðulegt sem hún tók sér fyrir hendur. Sigríður var alla tíð mikill lestr- arhestur og las heil ósköp af bókum. Sjálf sagðist hún vera alæta á bækur og hafa jafngaman af því að lesa góðar glæpasögur og bók- menntaverk. Hún hafði líka mikinn áhuga á kvikmyndum og setti sig aldrei úr færi að horfa á góða kvik- mynd. Þá fannst henni afar gaman að spila einkum brids. Mér er sagt að þeim sem best þekktu til að hún hafi verið góður bridspilari. Sigríður tilheyrði kynslóð sem hefur lifað miklar breytingar á þjóðfélagsháttum og hugsunar- hætti. Hún tók nýjungum með opn- um huga og átti auðvelt með að að- lagast breyttum aðstæðum. En hún gerði það alltaf á eigin forsendum. Aðlögunarhæfni hennar byggðist alla tíð á óhagganlegri stefnufestu sem gerði henni fært að takast á við ný verkefni, nýjar lífsskoðanir og breyttan hugsunarhátt án þess að glata þeim viðhorfum og því verð- mætamati sem hún hafði ung tamið sér. Hún var alltaf sjálfri sér sam- kvæm, grandvör og hreinlynd. Hún bjó yfir fjölþættri reynslu og djúpri skoðun á lífinu sem hún var ekkert að flíka hversdagslega. Mér fannst hún vera vitur kona sem átti alltaf nóg af hreinni hugsun, æðruleysi og þeirri sálarró sem hlotnast aðeins góðu fólki. Þórólfur Þórlindsson. Í sorg og söknuði en jafnframt með miklu þakklæti langar mig að minnast elskulegrar tengdamóður minnar. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Sigga tók ung við heimili föður síns þegar móðir hennar dó á besta aldri. Þá átti hún fjögur yngri systkini á lífi sem þurfti að annast og faðir hennar var mikill athafna- maður svo í ýmsu hefur verið að snúast. Ég er viss um að hugur hennar stefndi til frekara náms en aðstæður voru þannig að ekki var til að tala um. Hún rifjaði ósjaldan upp þá dýrmætu tíma sem hún átti í pí- anó- og tungumálanámi. Þegar hún giftist Siggeiri sínum varð heimilið og börnin líf hennar og yndi. Henni fannst það vera for- réttindi sín að fá að fara með eig- inmanninum í viðskiptaferðir og þær ferðir voru henni ógleymanleg- ar. Þar var hún heimskona og kom öllum á óvart með góðri enskukunn- áttu sem ekki var svo algeng á þess- um árum. Sigga var mikil hannyrðakona og var saumaskapur aðaláhugamálið. Útsaumur var í uppáhaldi og ekki bara að sauma myndir, heldur fór mikill tími hjá henni í að velja sam- an réttu litina. Einnig saumaði hún glæsilega samkvæmiskjóla sem hún notaði á Borginni í gamla daga og handbragðið var eins og gerist hjá fínustu kjólameisturum. Við vorum svo heppnar að vera báðar frá Súgandafirði og áttum þar okkar æskuár. Við gátum spjallað saman um fjörðinn okkar og fólkið þaðan. Við Siggeir gleym- um aldrei þegar hún heimsótti okk- ur í sumarbústaðinn í Selárdal en þá hafði hún ekki komið í fjörðinn sinn í áratugi. Hún þekkti hvern blett og hvert hús með nafni og rifj- aði upp æskuárin með blik í auga. Hún var alla tíð afar stolt af upp- runa sínum og sjaldan hef ég hitt meiri Súgfirðing. Fjögur ár eru síðan tengdapabbi lést og samrýndari hjónum hef ég aldrei kynnst. Þessi ár voru Siggu erfið og fannst henni ósanngjarnt að hjón fengju ekki að fara saman. Söknuður hennar var mikill og nú veit ég að hamingjudagar ríkja hjá þeim í himnaríki. Elsku tengdamamma, þakka þér samfylgdina og allan þann stuðning sem þú hefur veitt okkur Siggeiri og börnunum. Blessuð sé minning þín. Þín tengdadóttir, Auður Þórhallsdóttir. Elsku amma mín, þá er komið að kveðjustund. Þú varst orðin þreytt en alltaf barðist hjartað þitt og hvíldin hefur verið þér kærkomin. Það er erfitt að kveðja ástvin en á þeim tímamótum rifjar maður upp ótal minningar. Ég er þakklát fyrir minningar um góða ömmu sem ég get yljað mér á. Þú varst alltaf dugleg að segja okkur barnabörnunum sögur frá því þegar þú varst yngri. Sögur af hjólaferðum á malarveginum til Þingvalla, sundferðum í sjónum í Skerjafirðinum og ferðum þínum um víða veröld með afa og fleirum. En oftast sagðir þú mér söguna frá því þegar þú kynntist afa. Þegar vinkona þín hringdi í þig á jóladag og sagði í símann „komdu og borð- aðu rjúpu hjá mér, ég er búin að finna rétta manninn handa þér“. Það gekk eftir og hálfu ári seinna voruð þið hamingjusamlega gift. Þegar þið afi áttuð heima á Aust- urbrúninni vissi maður að þú ættir kóngabrjóstsykur uppi í skáp í her- berginu þínu, þar voru veggir þakt- ir útsaumuðum myndum eftir þig. Þú geymdir molana í gamalli Mach- intosh’s-dós og sagðir að maður ætti að sjúga molann, ekki bryðja. Oft þurfti ekki mikið til að gleðja þig og skemmtilegast var að koma með ís til þín í heimsókn. Þér fannst hann svo góður og sagðir alltaf „ég er eins og börnin, mér finnst ísinn alltaf góður“. Þú kenndir mér að spila Gamla Nóa á fallega píanóið þitt sem var í stofunni á Austurbrúninni. Það stendur nú virðulega í stofunni heima, ekki bara sem minning um foreldra þína heldur líka sem minn- ing um þig. Elsku amma mín, núna ertu loks- ins aftur með afa, það þráðir þú síð- ustu ár. Hann er búinn að bíða eftir þér, gera allt tilbúið og ég held að hann hafi tekið á móti þér með upp- dekkað borð, sunnudagssteikina og hann í jakkafötum með hatt og staf í hendi. Nú eruð þið tvö saman á himnum, með systkinum ykkar, for- eldrum og samferðafólki. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. (Vilhjálmur Vilhjálmsson.) Elsku fjölskylda, megi góður Guð styrkja okkur í sorginni, eftir lifir minningin um Siggu ömmu, ömmu með sterkt og gott hjarta. Elsku amma, blessuð sé minning þín. Þín nafna og barnabarn, Sigríður Rún Siggeirsdóttir. Brids, lax, SÍBS-kubbar, rjómaís og gamlir fimmeyringar. Æ, amma ég er eiginlega ekki bú- inn að ná því að þú sért farin. Mig langar ekkert að vera eftir hérna. Ég vil vera hjá mömmu. Nú fer ég að gráta. Mamma farin í út- réttingar og ég skilinn eftir hjá ömmu og afa. Bíddu við, hvað er nú þetta? Fimmeyringar. Hvað á ég eiginlega að gera við dós fulla af fimmeyringum? Bíddu, þetta er nú svolítið skemmtilegt, svona mikið af einhverju. Þetta er svolítið skemmtilegur leikur. Já, já… Kem- ur mamma nokkuð í bráð? Þegar ég var orðinn nokkrum árum eldri fórstu að kenna mér brids. Fyrst lærði ég tveggja manna sem við tvö spiluðum alltaf saman og alltaf vild- irðu spila. Svo færðum við okkur að- eins lengra, í þriggja manna brids, og þá var afi kominn í spilið. Og þegar einhver kom í heimsókn til okkar var stundum gripið í fjögurra manna brids. Þá var líf í tuskunum. Svo fluttuð þið upp í Seljahlíð og ég reyndi að koma eins oft og ég SIGRÍÐUR HANSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.