Morgunblaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 21
gat. Það var alltaf gaman að koma
með þýskubókina og við afi lásum
hana yfir, kafla eftir kafla. Og svo
fengum við okkur saman ís. Okkur
þótti hann ansi góður. Þú sagðir
alltaf að það væri sama hvað maður
væri saddur eftir góða máltíð, alltaf
gæti maður bætt á sig ísnum.
Vonandi tökum við í spilin aftur
einhvern daginn, hver veit.
Bið að heilsa afa.
Jón Helgi.
Þótt ég hafi ekki kynnst þér eins
mikið og ég hefði viljað þekkti ég
þig nóg til að finna hlýjuna þína og
umhyggjuna. Ég kom stundum í
pössun til þín á Austurbrún, og það-
an á ég margar góðar minningar,
hvernig uppþvottavélin var full af
krukkum undir rifsberjasultu, um
brjóstsykurinn inni í fataskáp og ég
gleymi þér aldrei sitjandi á kollin-
um við endann á eldhúsborðinu. Þú
hefur kennt mér margt, og lagðir
þung lóð á vogarskálarnar við að
gera mig að almennilegum manni,
þótt verkinu sé ekki enn alveg lokið.
Það varst þú sem kenndir mér að
spila, og þökk sé þér að ég get núna
verið fjórði maðurinn í brids. Þú
kenndir mér líka að fara með bæn-
irnar sem hafa hjálpað mér í mörg-
um tilvikum. Á seinustu árum hefur
svo verið ótrúlega gott að heim-
sækja þig, sjá brosið þitt og halda í
höndina þína.
Drottinn veiti þeim hina eilífu
hvíld og hið eilífa ljós lýsi þeim. All-
ar sálir trúaðra framliðinna hvíli í
friði sakir miskunnar Guðs.
Amen.
Guðbergur Geir.
Oss héðan klukkur kalla,
svo kallar Guð oss alla
til sín úr heimi hér.
Þá söfnuð hans vér sjáum
og saman vera fáum
í húsi því, sem eilíft er.
(V. Briem.)
Látin er í Seljahlíð kær frænka
mín, Sigríður Hansdóttir. Það fór
ekki fram hjá okkur að hún þráði þá
stund að komast sem fyrst til fund-
ar við sinn góða vin og eiginmann.
Við erum sannfærð um að henni líð-
ur vel, Siggeir hennar hefur tekið á
móti henni fagnandi.
Faðir Sigríðar, Hans Kristjáns-
son, var mikill Súgfirðingur og þeg-
ar Suðureyrarkirkja var vígð árið
1937 var hann einn af þremur sem
gáfu skírnarfont í kirkjuna. Hann
stóð líka fyrir söfnun meðal burt-
fluttra Súgfirðinga sem gáfu tvær
kirkjuklukkur, allan ljósabúnað,
tvær ljósakrónur og vegglampa.
Hans stofnaði fyrstu sjóklæðagerð-
ina sem starfrækt var á Íslandi árið
1924 og var hún fyrst í Súganda-
firði. Árið 1928 stofnaði hann Sjó-
klæðagerð Íslands í Reykjavík
ásamt fleirum en fáir vita að 66°N
tengjast heimabyggðinni hans.
Sigríður var fædd í Súgandafirði
og hélt alla tíð sambandi við sína
fæðingasveit. Hún var meðal þeirra
sem stofnuðu Súgfirðingafélagið í
Reykjavík og fylgdist vel með því
starfi. Ég man hvað mér fannst hún
alltaf vera vel klædd og eiga fallegt
heimili.
Seinna varð hún svo tengdamóðir
Auðar dóttur minnar svo sam-
bandið milli okkar varð meira eftir
að við vorum orðnar ömmur sömu
barnanna. Sigríður var alltaf glöð
og kát, ekta dama. Hún naut þess
spila bridds með góðum félögum.
Þau hjónin ferðuðust mikið og hún
kunni að segja frá mörgu skemmti-
legu sem þau kynntust erlendis.
Árið 1981 bauð hún okkur nokkr-
um frænkum sínum heim til að
ræða um ættarmót Suðureyrarætt-
arinnar, en það eru afkomendur afa
hennar Kristjáns Albertssonar út-
vegsbónda frá Suðureyri. Þetta fjöl-
menna ættarmót var svo haldið á
Hótel Sögu og var mjög ánægju-
legt. Svona var hún framtakssöm,
vildi að ættingjarnir hittust og
lærðu að þekkja uppruna sinn.
Elsku Sigga, við munum ávallt
minnast þín með virðingu og þökk
fyrir allt það góða sem þú gafst okk-
ur.
Sigrún Sturludóttir.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. MARS 2003 21
✝ Þorgeir Jónssonlæknir fæddist á
Húsavík 24. mars
1916. Hann lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 16. mars
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Jón
Baldvinsson frá
Garði í Aðaldal og
kona hans Aðalbjörg
Benediktsdóttir frá
Auðnum í Laxárdal.
Þeim varð 9 barna
auðið en 7 komust á
legg. Þau eru: Bene-
dikt, Guðný María,
Baldvin, Unnur, Eðvarð, Ásmund-
ur og Egill, sem öll eru látin.
Þorgeir kvæntist Ester Þor-
steinsdóttur frá Blikalóni á Mel-
rakkasléttu 1942. Hún lést 1996.
Börn þeirra eru: María Aðal-
björg, maki Jón Atli Kristjánsson,
börn þeirra Kristján og Kolbrún
Vala; Guðrún, maki Erlingur
Hjálmarsson, börn Guðrúnar,
Ester og Þóra Gerður; Jón Aðal-
steinn, maki Lára Thors, þeirra
börn Gylfi og Freyr, önnur börn
Jóns Aðalsteins, Hedí, og Þorgeir.
Þorgeir varð stúdent frá
Menntaskólanum á Akureyri
1938. Lauk læknisprófi frá Há-
skóla Íslands 1947. Nám í spænsk-
um málvísindum og
bókmenntum við
Háskóla Íslands
1978-1981 og próf
þaðan 1981. Héraðs-
læknir í Kópaskers-
héraði 1947-1948.
Héraðslæknir í
Þingeyrarhéraði
1949-1965. Heimilis-
læknir með stofu í
Domus Medica, jafn-
framt því að vera
læknir á geðdeild
Borgarspítalans
1965-1993. Í stjórn
læknafélags Vestur-
lands nokkrum sinnum á árunum
1950-1965. Í hreppsnefnd Þing-
eyrarhrepps 1958-1962. Formað-
ur Leikfélags Þingeyrar frá
stofnun þess. Meðstofnandi
Ítalsk-íslenska félagsins í Reykja-
vík.
Eftir að Þorgeir hætti læknis-
störfum hellti hann sér út í fé-
lagsstarf eldri borgara í Gjá-
bakka í Kópavogi. Hann var mjög
virkur í Hananú hópnum, og for-
maður Nafnlausa leikhópsins.
Virkur þátttakandi í leiklist bæði
á sviði og í sjónvarpi.
Útför Þorgeirs verður gerð frá
Kópavogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Tengdafaðir minn Þorgeir Jóns-
son er látinn. Ég kynntist honum
fyrst 1965 er ég fór að slá mér upp
með elstu dóttur hans, Maríu,
konu minni. Mér var strax tekið
eins og einum af fjölskyldunni og
þannig var það alla tíð. Fjölskyld-
an hafði á þeim árum, er ég kynnt-
ist henni, flutt frá Þingeyri til
Reykjavíkur, en Þorgeir var hér-
aðslæknir í Þingeyrarhéraði frá
1949 til 1965 eða í 15 ár.
Í minningu hans var tíminn á
Þingeyri toppurinn á hans starfs-
og athafnasemi. Hann fluttist til
Þingeyrar 1949, þá nýútskrifaður
læknir, með tengdamóður minni
Ester Þorsteinsdóttur og dætrun-
um Maríu og Guðrúnu. Starf hér-
aðslæknisins á þessum árum
reyndi svo sannarlega á þolrif hins
unga læknis og konu hans. Hann
þurfti að annast víðfeðmt hérað,
með heiðum og ófærum, héraðs-
skólann á Núpi, breska togara sem
oft komu á Þingeyri og Auðkúlu-
hrepp í Arnarfirði, ásamt Þingeyr-
arkaupstað. Auk þess að vitja fólks
um allt héraðið, rak hann sjúkra-
skýli á Þingeyri, þar sem hann
skar upp fólk, tók á móti börnum
og læknaði. Þegar ég spurði hann
um þennan tíma varð hann hugsi
og svaraði: „Ég var farsæll í mín-
um lækningum á Þingeyri.“ Miðað
við lækningar nútímans gerðu
menn á borð við Þorgeir krafta-
verk á hverjum degi.
Þorgeir unni listum og fegurð.
Hann var það sem kalla má „lífs-
kúnstner“. Hann var vel hagmælt-
ur og samdi mikið af ljóðum, hann
var músíkunnandi, hafði einlægan
áhuga á leiklist og þannig mætti
telja áfram. Á Þingeyri fékk hann
útrás fyrir þessa sköpunargleði
sína. Þar setti hann upp leikrit,
stóð fyrir tónleikum og marghátt-
aðri menningu. Hann var ákaflega
stoltur af því að hafa stækkað svið-
ið í samkomuhúsinu til að þar
mætti hafa alvöru leiksýningar.
Þorgeir talaði oft um hina fjöl-
mörgu vini sína fyrir vestan og
sinn fagra Dýrafjörð.
Þegar fjölskyldan flutti til
Reykjavíkur vorið 1965 hófst nýtt
tímabil athafnasemi. Tengdapabbi
byggði sitt draumahús á Sunnu-
braut 29 í Kópavogi. Hann fór að
læra og vinna við geðlækningar og
vann um árabil á geðdeild Borg-
arspítalans, auk þess að vera heim-
ilislæknir með aðstöðu í Domus
Medica. Hann hellti sér út í mála-
nám, tók háskólapróf í spænsku og
lærði ítölsku. Músíkin var ekki
langt undan frekar en fyrri daginn
og var alltaf stór þáttur í hans lífi.
Þorgeir var máttarstólpi sinnar
fjölskyldu, hann var læknirinn, til
hans leituðu allir með sína krank-
leika. Mér var oft spurn hvernig
hann gæti risið undir þessu öllu.
Hann var í mínum huga stórmenni,
maður sem vildi öllum gott gera.
Eftir að tengdamamma dó,
kynntist Þorgeir annarri konu,
Margréti Sigurðardóttur, mikilli
kjarnorkukonu. Þau áttu saman
góð og skemmtileg ár og voru pott-
urinn og pannan í starfi eldriborg-
ara í Gjábakka í Kópavogi. Mar-
grét og fjölskylda hennar reyndust
Þorgeiri, sannir vinir og gleðigjaf-
ar.
Ég minnist Þorgeirs sem góðs
vinar, sem trúði á tengdason sinn
og treysti honum, þrátt fyrir að við
værum ákaflega ólíkir menn. Það
rifjast upp fyrir mér margvísleg
atvik. Fljótlega eftir að við kynnt-
umst var mér boðið í sunndags-
bíltúr með fjölskyldunni. Bíllinn
var tveggja dyra Volvo af bestu
gerð, en tengdapabbi hafði mjög
gaman af bílum. Í lok bíltúrsins
steig Þorgeir út, ég sat afturí og
ætlaði á eftir honum og lét höfuðið
ganga á undan. Hann tók ekki eftir
mér, var vanur að skella aftur
hurðinni, sem hann gerði af mikl-
um krafti, beint á höfuðið á mér.
Þetta var algert óviljaverk en hefði
mátt túlka sem skilaboð til verð-
andi tengdasonar.
Lífsgleði Þorgeirs og atorka er
okkur öllum sem honum kynntust
fyrirmynd. Hann vildi lifa sínu lífi
lifandi og halda á lofti því sem var
fallegt og innihaldsríkt.
Þórbergur Þórðarson tengdist
fjölskyldunni og tengdapabbi
blandaði einu sinni fyrir hann Þor-
láksdropa. Hver veit nema þessir
tveir „lífskúnstnerar“ hafi nú hist
aftur á „astralplaninu“ og drekki
saman sína Þorláksdropa.
Ég vil koma á framfæri bestu
þökkum fjölskyldunnar til þeirra
sem önnuðust Þorgeir í veikindum
hans á lungnadeild Landspítalans í
Fossvogi.
Jón Atli Kristjánsson.
Fyrir u.þ.b. sjö árum hitti ég
dansfélaga ömmu minnar, hann
Þorgeir. Þau höfðu bæði misst
maka sína og deildu þau svipuðum
áhugamálum. Samband þeirra þró-
aðist í mikla vináttu og gerðu þau
alveg ótrúlega margt saman á
þessum árum. Auðvitað héldu þau
áfram að dansa og þau léku saman
í tveimur leikritum. Þau voru dug-
leg að ferðast, innanlands sem ut-
an. Það leið varla sá dagur sem
þau tvö höfðu ekki eitthvað
skemmtilegt á prjónunum. Þegar
ég kemst á þeirra aldur ætla ég að
vona að ég geti haft það jafn gott
og þau.
Í haust byrjaði amma að passa
dóttur mína, hana Sóleyju Mar-
gréti, fyrir mig nokkrum sinnum í
viku. Alltaf tók hann Þorgeir vel á
móti okkur og í hvert skipti sem
við komum lét hann falleg og vel
valin orð falla um hana.
Við fjallavötnin fagurblá
er friður, tign og ró.
Í flötinn mæna fjöllin há
með fannir, klappir, skóg.
Þar líða álftir langt í geim
með ljúfum söngva klið,
og lindir ótal ljóða glatt
í ljósrar nætur frið.
(Hulda.)
Ég er þakklát fyrir það að hún
amma mín hefur haft góðan vin til
þess að vera með síðastliðin ár og
er ég viss um að hann Þorgeir er
nú þegar farinn að sprella á leik-
sviðum skýjanna.
Sæunn Svanhvít.
„Að þeim sem ekki hafa tök á að
áorka neinu sér til farsældar í líf-
inu verði sérhvert aldursskeið
þungbært! Þeim sem á hinn bóginn
leita lífsins gæða hið innra með sér
verður ekkert það vandmeðfarið
sem lögmál lífsins hefur í för með
sér.
Á það einkum við um ellina sem
allir vilja höndla en fárast svo yfir
þegar hennar verður vart.“
Það er ekki undarlegt að þetta
setningarbrot skuli koma upp í
hugann þegar ég skrifa örstutta
minningargrein um vin minn Þor-
geir Jónsson lækni.
Og það er ekki undarlegt að
vitnað sé í stjórnmálamann í þess-
um línum núna þegar margir þing-
menn leita endurkjörs, en setn-
ingarbrotið er eftir erlendan
stjórnmálamann sem einmitt var
að leita endurkjörs og skrifaði þá
„Bókina um ellina“. Þessi litla bók
er eftir stjórnmálamanninn og
heimspekinginn Marcús Túleníus
Ciceró.
Það var þessi gríski stjórnmála-
maður og heimspekingur eða hug-
myndafræði hans sem leiddi okkur
Þorgeir saman í hópi fólks í Kópa-
vogi sem hafði þá sannfæringu að
jarðvegurinn væri tilbúinn undir
plæginguna.
En hér á ekki að predika heldur
minnast Þorgeirs læknis og hennar
Margrétar. Ævintýri þeirra var
ótrúlegt bæði í starfi og ekki síður
í gleðinni. Þegar farið var um allt
landið og andi „Hana nú“ sveif yfir
landinu.
Hrafn Sæmundsson.
Í huganum hljómar þessi hlátur
sem er glettinn og ljúfur í senn og
ég sé glaðlegan mann sem pírir
augun af svo miklu afli að engu er
líkara en andlitið ætli að hverfa
inní eigin ímynd og týnast í tilveru
sinni. Úti er sólskin, við sitjum í
borðstofunni, það er síðdegiskaffi
við Sunnubrautina. Ég hnoða sam-
an vísu, Þorgeir hlær, einhver seg-
ir frá einu af atvikum dagsins, Þor-
geir skellir uppúr og segir: – Jæja
gæskur, þurfti hann að nota log-
andi eldspýtu til að gæta að því
hvort bensínið væri búið? Og hvar
er dúnkurinn núna, hvar er báta-
skýlið og hvar er drengurinn?
Hann hlær óskaplega, tekur bak-
föll og slær sér á lær.
Í huganum hljómar hægur róm-
ur, Þorgeir ræðir við okkur strák-
ana um Sókrates og Plató; Sat-
úrnus og Plútó. Umræðuefnin eru
óþrjótandi – Egla eða Andrómetra,
Suðursveit eða Síríus, allt er hægt
að ræða. Þorgeir situr við endann
á borðstofuborðinu, sólin lýsir sjó-
inn og milli heimspekilegra vanga-
veltna hljómar hlátur og í andliti
eru augun pírð af innlifun og ein-
lægni.
Að syrgja það að þessir dagar
séu farnir og horfnir virðist í fljótu
bragði sjálfsagt. En þegar heims-
mynd sú sem Þorgeir leyfði mér að
gægjast í er skoðuð verður mér
ljóst að án tilurðar sæludaganna
væri tilveran tóm, og í hjartanu
verð ég að gleðjast yfir því að hafa
orði vitni að því þegar þeir ljúfu
dagar liðu hjá. Eins er það með
þetta guðdómlega fólk sem maður
hittir á lífsleiðinni, þegar það deyr
þá sækir sorgin í hjartað, en um
leið og maður áttar sig á því að
hláturinn fær áfram að hljóma um
óendanlegar víddir alheimsins, þá
verður manni ljóst að einlæg gleði
er það eina sem hjartað skal fylla.
Stundum eru augnablikin svo
dýrmæt að það er hreinasta
græðgi að sakna þeirra.
Í huganum hljómar þessi glað-
legi hlátur, Þorgeir pírir augun af
svo miklum gáska að andlitið
hverfur, hláturinn hljómar og þeir
sem við borðstofuborðið sitja trúa
því í barnslegri einlægni að gleði-
stundirnar komi alltaf aftur.
Vertu sæll, Þorgeir minn.
Láttu nú augun þín ljóma
og lýsa veginn
og láttu nú hláturinn hljóma
hinu megin.
Kristján Hreinsson, skáld.
Góður vinur og félagi, Þorgeir
Jónsson læknir, er genginn.
Það var fyrir tveimur árum að
stofnaður var vinnuhópur að Gjá-
bakka í Kópavogi.
Þessi hópur nefnist Skapandi
skrif, og er ætlaður þeim, sem hafa
gaman af ljóðum og vilja sjálfir
reyna að tileinka sér ljóðlistina.
Þorgeir var með í hópnum frá
byrjun. Þrátt fyrir nokkuð háan
aldur og heilsubrest, sem hann átti
við að stríða, þá lét hann ekki sitt
eftir liggja í félagsskapnum.
Hann las okkur ljóðin sín á sinn
einstaka hátt, og enginn orti róm-
antískari ljóð en Þorgeir. Hann var
ótrúlega harður af sér, glaðvær og
góður félagi, sem við munum
sakna.
Er ferðast þú núna um framandi vegi
mót framréttri kærleikans hönd,
ég trúi þú siglir á silfurfleyi
að sólríkri draumaströnd.
Við sendum fjölskyldu og vinum
innilegar samúðarkveðjur.
Fyrir hönd félaga í Skapandi
skrif, Gjábakka, Kópavogi.
Sigurlaug Ó. Guðmundsdóttir.
Lærðu á kláp þinn
og lát ei allt
þér fyrir brjósti brenna.
Flest bál er kalt
þeim, sem þora og nenna.
(Þorsteinn Valdemarsson.)
Þessar ljóðlínur okkar ástsæla
skálds komu upp í hugann þegar
mér var tjáð að Þorgeiri Jónssyni,
lækni hefði orðið að ósk sinni og
fengið hljótt andlát.
Þorgeiri kynntist ég í fé-
lagsstarfinu í Gjábakka. Þorgeir
var þá gamall maður, bráðskarpur
og áræðinn eldhugi. Hann hafði
strax mikinn áhuga fyrir því opna
félagsstarfi sem fram fer í Gjá-
bakka og ræddum við oft um hvað
þetta fyrirkomulag gæfi fólki mörg
tækifæri til að njóta lífsins.
Þorgeir var fæddur foringi og
fljótlega eftir að hann varð einn af
„fastagestunum“ tók hann forystu
í mörgum þáttum starfsins. Hann,
ásamt Margréti, var frumkvöðull á
miklum mótunartímum í fé-
lagsstarfi aldraðra í Kópavogi.
Þorgeir var mikill unnandi lista
hvort sem var myndlist, sönglist
eða ritlist og var vel skáldmæltur.
Hann var mikill söng- og dans-
maður, víðlesinn og tilfinningarík-
ur. Hann lærði á sinn kláp og með
súrefniskútinn í eftirdragi eða á
bakinu tók hann þátt í öllu sem
hann vildi njóta og njóta var hægt.
Hann þorði og vildi og var nær til
hinstu stundar virkur þátttakandi í
daglegri starfsemi Gjábakka.
Því sakna nú margir vinar í stað.
Elsku Margrét og aðrir syrgj-
endur. Guð blessi ykkur og gefi
ykkur styrk til að lifa lífinu áfram
lifandi því við trúum að það hafi
verið hans ósk.
Blessuð sé minning Þorgeirs
Jónssonar.
F.h. starfsmanna Gjábakka
Sigurbjörg Björgvinsdóttir.
ÞORGEIR
JÓNSSON