Morgunblaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 23
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. MARS 2003 23 ✝ Eyja Pálína Þor-leifsdóttir fædd- ist í Reykjavík 27. ágúst 1925. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 16. mars síðastlið- inn. Foreldrar Pál- ínu voru hjónin Elín Sigurðardóttir hús- móðir, f. 24. júní 1891, d. 4. mars 1985, og Þorleifur Þorleifsson ljós- myndari, f. 11. júlí 1882, d. 3. apríl 1941. Systkini Pál- ínu eru Amalía, f. 21. sept. 1911, d. 11. feb. 1993, Þorleifur, f. 17. feb. 1917, d. 22. júlí 1974, Odd- ur, f. 19 nóv. 1921, d. 28. janúar 2002, Sigurður, f. 22 mars 1927, Guðjón, f. 1 maí 1928, Guðbjart- ur, f. 24. apríl 1931, og Kristín, f. 29. júlí 1937. Hinn 24. júní 1951 giftist Eyja Pálína Jóni Trygga Valentínus- syni. Börn þeirra eru: 1) Guð- laug, f. 22. júlí 1947, sonur hennar er Jón Tryggvi Þórsson, f. 1963, börn hans og Guðmundu Vilhjálmsdóttur eru Ísak, Guð- laug og Ingibjörg Birta. Af fyrra hjónabandi Guðlaugar og Hrafnkels Guðjónssonar eru Helga Eyja, f. 1969, og Guð- mundur, f. 1970, börn hans og Ragnhildar Óladóttur eru Guð- mundur Ragnar, Vigdís Lilja og Guð- jón. Maki Guðlaugar nú er Arnór V. Valdimarsson. Hann þrjá syni frá fyrra hjónabandi, Árna, f. 1971, Frið- rik, f. 1981 og Frey, f. 1984. 2) Elísabet, f. 20. september 1952, maki Grétar Árnason. Börn þeirra eru Katrín, f. 1973, og Árni, f. 1980. 3) Auðunn, f. 29 ágúst 1959, maki María Níels- dóttir. Synir þeirra eru Birgir Páll, f. 1980, og Arnar, f. 1990. Leiðir Eyju Pálínu og Jóns Tryggva skildi árið 1966. Pálína vann hinn ýmsu störf, var m.a. þerna á Gullfossi, vann á hótelum í Kaupmannahöfn í nokkur sumur og síðan hjá Strætisvögnum Reykjavíkur. Nokkur sumur þar á eftir fór Pálína í fjallaferðir sem mat- ráðskona með Úlfari Jacobsen. Síðustu sautján starfsár sín vann Pálína á skrifstofu Lögreglu- stjóra og hætti þar störfum 67 ára. Útför Eyju Pálínu verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku besta mamma okkar og vinur, nú er komið að kveðjustund sem við erum búin að kvíða fyrir alla tíð. Þegar við vorum lítil trúðum við því ekki að mömmur myndu deyja, en auðvitað kom þroskinn og stað- reyndir lífsins með árunum. Við eigum svo margar minningar um þig elsku mamma, en þær ætl- um við að geyma í hjarta okkar og ylja okkur við um ókomna framtíð. Við erum afar stolt af þér, hvern- ig þú hefur tekið þessum síðustu mánuðum í veikindum þínum með æðruleysi. Hugsaðir fyrst og fremst um okkur systkinin og barnabörnin, vildir ekki að við vær- um að eyða of miklum tíma í að vera hjá þér, hvort við þyrftum ekki að fara í vinnuna eða heim og elda matinn, því þér liði svo vel og vel væri hugsað um þig hjá englunum á líknardeildinni í Kópavogi, því þú kallaðir starfsfólkið á líknardeild- inni englana þína. Þar er valið fólk í hverju rúmi, hvort heldur hugað er að sjúklingi eða aðstandanda. Já, þar er starfs- fólk sem gefur mikið af sér svo ekki sé meira sagt. Okkar sterkasta minning um þig nú er hvernig þú tókst vitneskjunni um veikindi þín og vildir að allir fengju sínar jólagjafir og þú og Gulla fóruð margar ferðirnar á Laugaveginn, því þú vildir styrkja kaupmennina á Laugaveginum, ekkert Kringlu- eða Smáraráp. Þau voru nokkur skiptin sem þið mæðg- urnar fóruð í jólaverslun, því þrekið entist ekki lengi hvern daginn, enda þurftir þú að klára 24 gjafir, og það gerðirðu með stolti og sóma. Það gat nú tekið þig nokkurn tíma að búa þig upp til að fara út að versla eftir að þú varst orðin veik, því frá fyrstu tíð hefurðu verið vel tilhöfð og allt í stíl; hanskar, trefill og jafnvel eyrnalokkarnir. Þótt þú værir orðin veik fórstu ekki út úr húsi nema vel tilhöfð. Húmorinn hjá þér var aldrei langt undan og þegar á hinn síðasta dag var komið fundum við að neist- inn þinn var að slokkna þegar þú hættir með kímnina þína. Við systkinin viljum þakka hinu frábæra fólki hjá Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins og líknar- deildarinnar í Kópavogi fyrir frá- bæra og óeigingjarna umönnun mömmu okkar. Já, við erum sam- mála mömmu, þið eruð englar! Elsku mamma, Guð geymi þig. Þín Guðlaug, Elísabet og Auðunn. Þá er elsku amma mín farin, en eftir standa ljúfar minningar sem gott er að minnast og eiga í hjarta sínu. Ég hef aldrei gleymt þeim stund- um sem ég átti með ömmu sem lítill drengur í Stórholti, þá ást og hlýju sem hún sýndi mér og er ég þakk- látur að hafa fengið að slíta barns- skónum í hennar húsum. Í gegnum lífið mitt hefur amma alltaf verið mér og minni fjölskyldu mikil stoð kærleiksheilla og er hægt að minn- ast margra gleðistunda sem við átt- um saman. Alltaf var gott að koma til ömmu í kaffi og spjalla um heima og geima en amma var alltaf með skoðanir á öllum hlutum og fannst mér amma vera með sterka réttlætiskend sem einkenndi hennar skoðanir, amma var hrein og bein, maður vissi alltaf hvar maður hafði hana. Ég kveð með söknuði amma mín en er þakklátur að hafa átt með þér ljúfar stundir, þær síðustu vikur sem þú varst með okkur, að hafa getað þakkað fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig, konu mína og börn. Nú er stórt skarð komið sem erf- itt verður að fylla upp í. Munu minningarnar kannski hjálpa til. Ég veit að þú ert komin á góðan stað, svo þér líður vel núna, það er mér huggun, hvíldu í friði. Jón Tryggvi Þórsson. Elsku amma mín, nú ertu farin frá okkur eftir erfið veikindi en við eigum minningarnar um þig. Þú varst meira en amma mín, líka vin- ur minn og félagi. Oft kom ég við á Háteigsveginum og var alltaf kaffi á könnunni. Mikið var spjallað enda hafðir þú áhuga á svo mörgu, ber þá helst að nefna pólitík, skáldskap og Ráðhúsið. Þú kenndir mér að horfa á lífið út frá mörgum sjón- arhornum. Þú varst mikil fé- lagsvera, hafðir gaman af því að fara í leikhús og á tónleika og margar bíóferðirnar fórum við saman. Einkum er mér minnis- stæðir tónleikarnir í höllinni sem við fórum saman á að hlusta á Rich- ard Clayderman. Alltaf þegar ég heyri í Richard Clayderman minn- ist ég þín. Oft elduðum við hvor fyr- ir aðra og fannst þér gaman að vera tilraunadýr í eldhúsinu hjá mér. Þú fylgdist vel með okkur öllum, tal- aðir við okkur sem jafningja og hafðir áhuga á öllu sem við tókum okkur fyrir hendur. Ógleymanleg eru jólaboðin hjá þér en alltaf var farið til ömmu Pöllu á jóladag í „ekta“ súkkulaði, best að hafa það á hreinu. Það var gaman að vera með þér enda hafðir þú létta lund. Með söknuði kveð ég þig. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þitt barnabarn, Helga Eyja. Elsku amma. Það er alltaf sárt að kveðja ein- hvern sem manni þykir vænt um, en svona er því miður víst lífið. Við erum glöð yfir að þú skulir ekki þurfa að þjást lengur, því þótt það sé sárt að kveðja er ennþá sárara að sjá einhvern sem manni þykir vænt um þjást. Þú varst nú líka orðin ansi þreytt og vildir ekki þurfa að þjást meira. Þú barst þig svo tignarlega í veikindum þínum, vildir síst af öllu ónáða nokkurn, vildir ekki að þínir nánustu hefðu áhyggjur af þér og hefðu of mikið fyrir þér. Það sýnir hvernig þú varst amma, hugsaðir ávallt um aðra fyrst. Þú varst svo glæsileg kona og lagðir mikinn metnað í að vera allt- af smart og smekkleg í tauinu, enda var þér mikið hrósað fyrir smekk- vísi þína. Það var líka alveg ynd- islegt hvernig þú komst alltaf hreint fram og sagðir það sem þér var í huga. Þú varst svo hreinskilin. Það má líka segja að þú hafir verið alveg einstaklega góður mann- þekkjari, sást hvaða mann fólk hafði að geyma. Það heilluðust líka allir af persónuleika þínum, á mannamótum varst þú hressust allra og dróst aðra með þér í lífs- gleði þinni. Fólk hafði orð á því sem hitti þig í fyrsta skipti hvað við ætt- um nú glæsilega og skemmtilega ömmu. Ég var ætíð afar stolt af því amma mín að eiga þig sem ömmu og sagði ég ósjaldan frá því þegar ég bjó erlendis, hvað ég ætti nú hressa, sérstaka og unglega ömmu. Mér finnst svo sárt að ófædda barnið mitt, sem kemur í heiminn með hækkandi sól, fái því miður ekki að kynnast langömmu sinni. En ég verð í staðinn dugleg að segja barninu frá ömmu Pöllu sem hafði þennan einstaka persónuleika að geyma og mun ávallt, sama hvað, búa í hjarta mínu. Ég veit að þú munt fylgja litla ófædda. Það er svo margt sem við gætum sagt um þig en okkur er minnis- stæðast hve einstaklega góðhjört- uð, gefandi og skemmtileg þú varst. Ávallt tilbúin til þess að rétta hönd ef á þurfti að halda og gleymdir aldrei þínum nánustu. Við erum þakklát og stolt yfir að hafa átt þig að og minningin um þig, elsku amma, mun fylgja okkur um ókomna tíð og án efa lýsa okkur leið. Guð geymi þig. Þín barnabörn Katrín og Árni. Elsku Palla mín! Þá ert þú farin frá okkur og mikið á ég eftir að sakna þín, minnar kæru frænku og vinkonu. Fáir reyndust mér jafnvel og þú þegar ég missti manninn minn, alltaf gat ég hringt í þig þeg- ar mér leið illa og alltaf varst þú reiðubúin að hlusta og gefa góð ráð, og minnisstæð verður mér alla tíð ferðin okkar í fyrra til Þýskalands, siglingin um Mósel og Rín, hvað við skemmtun okkur vel og betri ferða- félaga hefði ég ekki getað hugað mér en þig, þú varst alla tíð svo ungleg og skemmtileg, það var aldrei aldursmunur á okkur. Alla tíð hefur verið mikill samgangur á milli okkar, þú varst systir móður minnar og voruð þið alla tíð mikið nánar systur og þín börn ætíð mikl- ir vinir okkar systra, því er með miklum söknuði að ég kveð þig elsku Palla mín, ég bið guð að blessa Gullu, Veru, Auðun og þeirra fjölskyldur sem sjá nú á eftir elskandi móður og vini sem hún var börnum sínum alla tíð. Þið voruð alla tíð svo samrýmd, þegar þú fékkst þinn úrskurð að ekkert væri hægt að gera fyrir þig stóðu börnin þín eins og hetjur, þú gekkst frá þínum málum, huggaðir aðra, því bið ég guð að blessa og vaka yfir börnum þínum og þeirra fjölskyld- um og þér elsku Palla mín bið ég guðs blessunar því ég veit að guð tekur vel á móti svona góðri konu. Hafðu þökk fyrir allt og allt, elsku hjartans Palla mín, hvíl í friði. Inga frænka. Hve leitt er til þess að vita, að mín góða vinkona, Eyja Pálína, Palla eins og hún var oftast kölluð, skuli vera horfin héðan úr heimi. Hún var að vísu komin á efri hluta áttræðisaldurs og hafði átt við nokkra vanheilsu að stríða alllengi, en lundin var létt og hélt henni alla tíð uppi. Liðin eru 50-60 ár síðan ég kynntist þessari góðu konu. Það gerðist nokkuð jafnsnemma fyrstu kynnum af konu minni, en þær tvær voru jafnaldra og höfðu alizt upp í sambyggðum húsum við Kirkjutorg. Þær voru því leiksyst- ur frá blautu barnsbeini að kalla má og líkastar eiginlegum systrum; svo einlæg var vináttan þeirra í millum. Þær áttu að vísu báðar hjartkærar alsystur, en þar kom aldursmunur- inn í veg fyrir sameiginleg sjónar- mið til umhverfis og viðburða á bernsku- og æskuárum. Og þær héldu áfram að rækta vináttuna með tíðum heimsóknum, þótt þær giftust og stofnuðu heim- ili. Því miður fór svo, að hjónaband Pöllu varaði skemur en vænta mátti, en þeim hjónum höfðu þá gefizt þrjú börn, tvær dætur og einn sonur, sem öll hafa þroskast vel, enda ágætlega gefin. Svo fór, að ég missti konu mína fyrir hartnær 13 árum en Palla mín góð lét ekki ræktarsemina þar með niður falla, hlúði margoft að graf- reit vinkonu sinnar með blómum og öðrum skreytingum. Hefur það hlýjað mér um hjartarætur. Með söknuði og innilegri þökk kveð ég nú vinkonu mína og veit að hennar bíður góð framtíð á eilífð- arlandinu. Ég vona af alhug að börnum hennar og barnabörnum vegni alla tíð vel. Ég sendi þeim og einnig systkinum Eyju Pálínu heit- innar einlægar samúðarkveðjur. Baldur Pálmason. Við minnumst ástkærrar vin- konu okkar, Eyju Pálínu Þorleifs- dóttur. Hún var ævinlega kölluð Palla af öllum vinum og vanda- mönnum. Við kynntumst á unglingsárum, og hefur sú vinátta haldist óslitin fram á þennan dag. Sautján ára gamlar stofnuðu þrjár okkar saumaklúbb í herbergiskytru vestur í bæ. Veitingarnar voru napoleons-rjómakökur, tekex og ítalskt salat. Það fjölgaði fljótlega í klúbbnum okkar, en veitingarnar breyttust lítið, þar til við eignuð- umst eigin eldhús, og lærðum að gera hnallþórur og kræsilega brauðrétti. Ein aðalperlan í hópnum var hún Palla. Hún var sérstök á svo marg- an hátt, enda hvers manns hugljúfi, sem kynntust henni. Hún var æv- inlega hrein og bein, traust og trygglynd, mikill gleðigjafi. Henni var gefin létt lund, sem hjálpaði henni gegnum lífsins erfiðleika, sem hún sannarlega fór ekki var- hluta af. En Palla var líka mikil gæfumanneskja, því hún átti miklu barnaláni að fagna, og unun hefur verið að fylgjast með, hve vel börn- in og tengdabörnin hafa stutt móð- ur sína. Ein af annarri hafa svo vinkon- urnar kvatt hópinn, og nú síðast okkar hjartfólgna Palla. Guð blessi minningu hennar, fjöl- skyldu og ástvini. Helga, Guðrún (Dúdda), Gunnhildur (Adda) og Birna. EYJA PÁLÍNA ÞORLEIFSDÓTTIR Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, HÓLMFRÍÐUR ÞORVALDSDÓTTIR aðalbókari, Arnartanga 17, Mosfellsbæ, sem andaðist á Landspítalanum þriðjudaginn 18. mars, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju þriðjudaginn 25. mars kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Sigvaldi Friðgeirsson, Þorvaldur Flemming Jensen, Solveig Barbro Asmussen, Ríkharður Flemming Jensen, Elva Björk Sigurðardóttir, Aðalsteinn Þór Guðmundsson, Hrönn Þorsteinsdóttir, Áróra Kristín Guðmundsdóttir og ömmubörn. Faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON, lést á heimili sínu í Hátúni 10 þann 16. mars. Útför hans verður gerð frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 26. mars kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Sam- hjálp. Fyrir hönd aðstandenda, Kristín Þorsteinsdóttir Guðmundur Þorsteinsson, tengdabörn og barnabörn. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.