Morgunblaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 32
ENN ein fjöðurin bættist í hatt að- standenda kvikmyndarinnar um Nóa albínóa nú um helgina þegar kvikmyndin hlaut aðalverðlaun (Grand Prix du jury) norrænu kvik- myndahátíðarinnar í Rúðuborg (Rouen) í Frakklandi, en hátíðin er opin þátttakendum frá Norður- Evrópu og Eystrasaltslöndunum. Þegar hefur myndin hlotið 6 verð- laun, þar á meðal á kvikmyndahátíð- inni í Rotterdam og sem besta nor- ræna myndin á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg. Blaðamaður spurði Þóri Snæ Sig- urjónsson, annan af aðstandendum fyrirtækisins Zik Zak sem fram- leiddi myndina, hvað ylli þessu fá- dæma góða gengi myndarinnar, sem er fyrsta kvikmynd leikstjórans Dags Kára: „Það er kannski að- allega það að myndin er svo skrambi góð,“ segir Þórir Snær. Hann segist annars ekki alveg viss hvað valdi: „Það er ef til vill hvað það er mikil einlægni í myndinni sem höfðar svona sterkt til fólks.“ Þórir segir árangurinn á kvik- myndahátíðinni í Rúðuborg ekki hvað síst sýna að Nói albínói geti augljóslega keppt við hvern sem er, en meðal annarra mynda sem sýndar voru á hátíð- inni voru hin sænska Lilja 4-ever, Hafið hans Balt- asars Kormáks, Fálkar Friðriks Þórs og hin danska Open Hearts: „Maður kvartar ekki þegar maður fær verðlaun á hverjum stað, hvað þá þegar sam- keppnin er svona hörð.“ Íslendingar mættu vera duglegri að sjá myndina Þórir Snær segir þó svekkjandi hve dræma að- sókn myndin um Nóa hafi fengið hér á Íslandi til þessa. Þegar þetta er skrifað eru aðsóknartölur lík- lega farnar að nálgast sjöunda þúsund, en Þórir segir þó aðsóknina vera stöðuga og jafna og bindur því vonir við að enn fleiri íslenskir kvikmynda- húsagestir muni hafa séð myndina þegar upp er staðið. Væntanlega verður kvikmyndahátíðin í Karlovy 32 MÁNUDAGUR 24. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 10. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.20. B. i. 16 Óskarsverðlaunaleikarnir Nicolas Cage og Meryl Streep fara á kostum í myndinni. Frá höfundum og leikstjóra „Being John Malkovich“. 1/2 H.L. Mbl.  H.K. DV  RadíóX 1/2 Kvikmyndir.com 1/2 Kvikmyndir.is SV MBL HK DV HJ MBL  SG Rás 2 Radio X Kvikmyndir.com Kvikmyndir.com ÓHT RÁS 2  Radio X  ÞÞ Frétta- blaðið Sýnd kl. 6 og 9. B.i. 14. Sýnd kl. 6, 8 og 10. 2Tilnefningar til Óskarsverðlaunabesti leikari í aukahlutverki: Christopher WalkenBesta Tónlist - John Williams Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 12. 7 Bestamyndársins BestileikstjóriRoman Planski Besti leikari íaðalhlutverki:Adrian Brody TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA Tilnefnd til Óskarsverðlauna sem BESTA ERLENDA MYNDIN Sýnd kl. 6 og 8. 1/2 H.L. Mbl. 1/2 H.K. DV  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 4, 5.50, 8 og 10.10. / Sýnd kl. 5.50, 8, 9 og 10.10. / Sýnd kl. 8 og 10. B. i. 12. EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.50, 8 OG 10.10. B. I. 16. ÁLFABAKKI / KRINGLAN / AKUREYRI Kvikmyndir.comKvikmyndir.is SV MBL Radíó X SG DV  Kvikmyndir.is  Kvikmyndir.is Mögnuð spennumynd sem sló rækilega í gegn við opnun í Bandaríkjunum í síðustu viku með óskarsverðlaunahöfunum Tommy Lee Jones og Benicio Del Toro í aðalhlutverki. Vary í Tékklandi næsta stóra hátíðin sem Nói albínói tekur þátt í, en alls er von á að myndin verði sýnd á hálfum fjórða tug kvikmyndahátíða um all- an heim. Það má því eiga von á að myndin bæti við sig fleiri verðlaunum, en gagnrýnendur hafa meðal annars hrósað myndinni fyrir hvað hún virðist höfða jafnt til Íslendinga og annarra, þó hún sé leikin á íslensku og kvikmynduð á Íslandi. Zik Zak, framleiðendur kvikmyndarinnar hyggja á næstunni á samstarf við Friðrik Þór Frið- riksson, sem mun leikstýra kvikmyndinni Niceland eftir handriti Huldars Breiðfjörð. Tökur á þeirri mynd hefjast væntanlega með vorinu og ætti hún að rata í kvikmyndahús hér á landi næstu jól, gangi allt að óskum. Dagur Kári, leikstjóri Nóa albínóa, sem er búsettur í Danmörku, vinnur nú að dogma- kvikmynd sem gerð verður í samstarfi við danska fyrirtækið Nimbus Film. Þorpsfíflið á þorpskránni: Tómas Lemarquis í hlutverki sínu sem Nói albínói í samnefndri kvikmynd. N ó i albínó ie ftir D ag K ára hlýtu r að alve rð lau n kvikm yndahátíð arinnar í R ú ð u bo rg Albínóinn óstöðvandi LIÐIN eru þrjátíu ár frá því lista- safnið Kjarvalsstaðir var formlega vígt. Af því tilefni bauð Listasafn Reykjavíkur borgarbúum upp á veislu í safninu á sunnudag. Boðið var upp á veitingar í anda Jóhann- esar S. Kjarval sem safnið heitir eft- ir, en hann ku hafa verið sérlega hrif- inn af að snæða heimabakaðar jóla- kökur með rúsínum. Haldin var fjölbreytt dagskrá þar sem allir gátu fundið eitthvað við sitt hæfi. Meðal þess sem fram fór var skemmtun Gunna og Felix fyrir börnin, söngur unglingakórs Grafar- vogskirkju auk þess sem Gunnar Eyjólfsson leikari og Davíð Þór Jónsson píanóleikari skemmtu gest- um, en Gunnar flutti leikþáttinn „Einn þáttur“ eftir Jóhannes Kjar- val. Gestum var veitt leiðsögn um safnið, og til að mynda fylgdi Pétur H. Ármansson arkitekt þeim sem vildu um húsið og sagði þeim frá safninu og höfundum þess. Einnig var boðin leiðsögn um yfirstandandi sýningu Helga Þorgils. Morgunblaðið/Árni Sæberg Barna- og unglingakór Grafarvogskirkju, undir stjórn Oddnýjar Þor- steinsdóttur, söng falleg lög fyrir afmælisgesti innan um málverkin. skemmtidagskrá á 30 ára afmæli safnsins Kjarvalsstaðir buðu upp á jólakökur og Afmælishátíð á Kjarvalsstöðum Góð blanda: Á milli þess sem gestir hlýddu á fagran söng og gæddu sér á jólakökum með rúsínum gátu þeir meðal annars virt fyrir sér sýninguna „Sveitungar á Kjarvalsstofu“ í miðrými safnsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.