Morgunblaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 22
MINNINGAR
22 MÁNUDAGUR 24. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Haraldur Árna-son fæddist í
München í Þýska-
landi 7. febrúar
1923. Hann lést á
hjartadeild Land-
spítalans 10. mars
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Árni Björn Björns-
son, gullsmiður í
Reykjavík, og kona
hans, Hróðný Svan-
björg Einarsdóttir.
Systkini Haraldar
eru Kristín, f. 1925,
Einar f. 1926, d.
1992, og Björn, f. 1928.
Fyrri kona Haraldar var Her-
dís Jónsdóttir kennari, f. 1924.
Börn þeirra eru Árni Björn,
landbúnaðarverkfræðingur, bú-
settur í Noregi, kvæntur Lenu
Haraldsson náttúrufræðingi; Jón
Ingi, tæknifræðingur, kvæntur
Sigrúnu Erlendsdóttur hjúkrun-
arfræðingi; Svanbjörg Helga,
jarðeðlisfræðingur; og Hildi-
gunnur arkitekt, gift Ásgeiri
Sverrissyni flugstjóra. Herdís og
Haraldur skildu.
Síðari kona Haraldar er Erna
Erlendsdóttir, framkvæmda-
stjóri, f. 1935. Börn þeirra eru:
Auður Ingibjörg fulltrúi, gift
Ólafi Valssyni kortagerðar-
manni, og Gunnlaugur Brjánn
verkfræðingur, kvæntur Arndísi
Eir Kristjánsdóttur
hjúkrunarfræði-
nema. Barnabörn
Haraldar eru þrett-
án.
Haraldur varð
stúdent frá MR 1942
og stundaði frá 1944
háskólanám í land-
búnaðarverkfræði
við Cornell-háskóla
í Íþöku í NY. Hann
lauk B.S.-prófi 1947
og M.S.-prófi þaðan
1949, með landbún-
aðarvélar sem aðal-
grein. Hann sótti
nokkur námskeið í hagræðingu
og stjórnun og var eitt námsár í
Hollandi og lagði þar stund á
framræslu- og vatnsveitugerð.
Árin 1949 til 1954 starfaði hann
hjá Vélsmiðjunni Keili og víðar
en 1954 réðst hann til Búnaðar-
félags Íslands, sem verkfæra-
ráðunautur þess, og starfaði þar
til starfsloka 1993. Jafnframt sat
hann í ýmsum nefndum tengdum
starfinu og var framkvæmda-
stjóri Vélasjóðs meðan hann
starfaði. Eftir það var hann
vatnsvirkjaráðunautur jafnframt
aðalstarfinu og ferðaðist þá víða
um land og mældi fyrir og hann-
aði vatnsveitur í dreifbýli.
Útför Haraldar verður gerð
frá Langholtskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Nú er elskulegur afi minn látinn.
Ég sakna hans mjög mikið og hefði
viljað hafa hann lengur hjá mér, en
hans vegna sætti ég mig við að
hann fékk að deyja, vegna mikilla
veikinda síðasta mánuðinn. Allt sem
ég man frá afa mínum er mjög gott.
Ég er strax farin að kvíða jól-
unum, því án þess að fara í árlegan
pakkaleiðangur með afa eru engin
jól. Ég mun alltaf geyma þær minn-
ingar um hve gleðileg jólin afi
gerði.
Það er svo mikið sem við afi
gerðum saman á meðan ég bjó með
mömmu heima hjá afa og ömmu.
Afi kenndi mér að lesa og skrifa,
með hjálp frá ömmu, hann kenndi
mér feluleik og að búa til kofa úr
púðum undir skrifborðinu hans, al-
gebru kenndi hann mér og rúm-
fræði. Einnig var svo mikið hægt að
læra af sögunum sem hann sagði
mér, sögum frá því hann var smá-
strákur. Þó að ég heyrði þær allar
að minnsta kosti 92 sinnum var allt-
af jafn gaman að þeim. Að heyra
hvernig lífið var þegar hann var
smástrákur. Það var gaman að vera
uppi á þeim tíma þegar lífið var ein-
faldara og minni hlutir glöddu
börnin.
Ég á svo margar góðar og fal-
legar minningar í huga mínum að í
raun er afi alltaf hjá mér og alltaf
mun afi lifa svo lengi sem minning
hans lifir, sem mun alltaf vera. Ég
veit ekki um neinn sem er jafn ná-
inn afa sínum og ég er. Það að ég
ólst upp í mikilli návist við afa minn
hefur gefið mér mikla dýpt í lífið.
Met ég það mjög mikils og þakka
afa fyrir allt sem hann gaf mér.
Erna litla.
Það er merkilegt þetta líf. Ferða-
lag í tíma og rúmi. Allt í einu fæð-
umst við í þessa veröld. Hvaðan?
Siglum þar í misjöfnum veðrum,
nokkrir í hring, sumir með landi,
aðrir beint af augum, yfir úthöf.
Óorðið og ógert fyrir stafni. Minn-
ingar og unnin verk að baki. Löng
röð af augnablikum. Hvert á fætur
öðru koma þessi augnablik, óstöðv-
andi, hrannast upp, sum lenda í
kös, önnur glatast, eitt og eitt
magnast, verður meira, stendur
uppúr. Allt í einu er siglingunni lok-
ið, jafn skyndilega og við komum,
hverfum við aftur. Hvert? Skiljum
við eigin verk og minningar. Skilj-
um eftir okkur minningar, minn-
ingar í hugum fólks. Sameiginleg
augnablik. Lifum í verkum okkar, í
minningu þeirra sem lifa. Er það ei-
líft líf? Er það eilíft líf, að skila í
genum okkar lífi til barna og af-
komenda í órofa keðju? Hvað er ei-
líft líf, skiptir það máli? Við komum
hingað ósjálfbjarga og nakin, yf-
irgefum síðan staðinn að mismörg-
um augnablikum loknum. Á þeirri
stund skiptir máli að vera sáttur,
fara sáttur, með góðar minningar
og góða samvisku. Haraldur gat
farið og fór sáttur. Hann átti að
vísu dálitlu ólokið og vildi fresta
förinni. Að því var ekki spurt.
Ungt fólk getur lifað á ástinni
einni saman. Það hljómar einkenni-
lega að gamalt fólk geti gert það
líka og það í eiginlegri merkingu
Það eru nokkur ár síðan undirrit-
uðum varð ljóst, að það var ást
Haraldar á Ernu, sem hélt honum á
lífi. Hann hefði fyrir löngu verið
farinn, hefði hún ekki verið. Það
reyndi oft á, að standa undir og í
þeim „eignarhaldsböndum“ sem
þessi væntumþykja setti. „Hylki“,
eins og Þórbergur sagði svo vel,
Haraldar stóð brauðfótum síðari ár
og betri helmingur hans varð oft
standa undir báðum. Erna sýndi
mikinn styrk, styrk sem væntum-
þykjan ein, ástin, gat gefið. Meiri
styrk en hægt var að ætlast til,
styrk sem samt var sjálfsagður.
Einhvers staðar stendur skorið í
tré „Haddi og Erna, að eilífu“.
Hvað er svo eilífð? Ætli ævi hvers
manns sé ekki hans eilífð. Það vildi
Haraldur að minnsta kosti meina.
Svo eru aðrar eilífðir, sumar lengri.
Óskilyrt væntumþykja er eðlis-
ávísun af bestu gerð. Haraldur
hafði þann eiginleika, til að bera, að
nokkru meðvitað. Eins og orðanna
hljóðan er slík væntumþykja án fyr-
irvara, fyrirvara um þetta eða hitt,
fyrirvara um, að vera eða vera ekki,
svona eða hinsegin. Slík væntum-
þykja er efnislaus fjársjóður, ávaxt-
ast. Þyngdarlaus og engum byrði,
veitir styrk og kraft, gerir þann
sem hennar nýtur ósigrandi.
Það var ánægjulegt að vera í
samfloti með Haraldi í þessu lífi,
samskipa á köflum. Hann lenti í
sínum brotsjóum. Auðvitað gerði
hann ekki allt rétt frekar en aðrir
menn. Hann var þó samkvæmur
sjálfum sér, í orðum og athöfnum
augnabliksins fannst honum alltaf
allt rétt gert. Stundum, þegar frá
leið, síður. Hann kenndi þeim sem
þetta ritar eitt og annað í þeim
fræðum.
Haddi frændi skilur eftir margar
kærar minningar. Sögur, margar
margar sögur, athugasemdir, til-
svör, gerðir og síðast en ekki síst
og það sem mest er um vert, hlýju,
bros og væntumþykju. Nokkuð sem
aldrei verður frá manni tekið. Fyrir
það þökkum við Gunnhildur á skiln-
aðarstund.
Árni B. Stefánsson.
Frændi minn Haraldur Árnason
verkfræðingur er látinn. Lengi var
hann verkfræðingur hjá samtökum
bænda og átti á þeim tíma margar
ferðir um landið. Oft kom hann þá
að Kalmanstungu til gistingar. Var
þá margt spjallað saman um dæg-
urmálin og einnig gamla tíma, allt
til þess er hann dvaldi að sumrinu í
Reykholti hjá afa okkar og ömmu,
þeim Einari Pálssyni presti þar og
konu hans, Jóhönnu Eggertsdóttur
Briem, á árunum fyrir 1930. Þar
voru félagar hans, Einar og Jóhann
Eyfells, frændur hans. Haraldur
gekk menntaveginn eins og þeir
bræður hans, Einar lögfræðingur
og Björn verkfræðingur. Þeir ólust
upp á Túngötu 33, á miklu menn-
ingarheimili hjá foreldrum sínum,
þeim Árna Haraldssyni gullsmiði og
konu hans, Svanbjörgu Einarsdótt-
ur. Á því heimili átti frændfólkið frá
Kalmanstungu oft athvarf, sem og á
heimilum þeirra Páls Einarssonar
og konu hans Gyðu Sigurðardóttur
og í Baldursbrá við Skólavörðustíg
4, hjá þeim Ingibjörgu Eyfells og
Eyjólfi listmálara manni hennar.
Öll voru systkinin frá Reykholti frá-
bærlega gestrisið og gott fólk. Vil-
hjálmur Hjálmarsson, fyrrum ráð-
herra, hefur lýst í sínum merku
skrifum, hversu frábærlega þau
Ingibjörg og Eyjólfur tóku á móti
honum, er hann kom til þeirra í
sinni fyrstu ferð til Reykjavíkur.
Haraldur skar sig ekki úr sinni ætt,
alltaf hlýr og glaður, sótti hann það
einnig til föður síns, sem var hverj-
um manni glaðari og skemmtilegri,
en varð því miður skammlífur. Fer-
ill Haraldar hjá Búnaðarfélagi Ís-
lands varð bæði langur og merkur.
Eftir að hann lét af störfum, hafði
hann mikinn áhuga á skógrækt og
keyptu þeir bræður, hann og Björn,
jörð austur í Rangárvallasýslu, þar
sem þeir hafa stundað umsvifamikla
skógrækt. Við Bryndís sendum eft-
irlifandi konu Haraldar, Ernu,
börnum hans og allri fjölskyldunni
einlægar samúðarkveðjur.
Kalman Stefánsson.
Haraldur föðurbróðir minn kysi
sér eflaust önnur eftirmæli en bar-
lóm og harmagrát. En veröldin er
óneitanlega dauflegri vist nú eftir
að Haddi frændi er farinn.
Af mörgum mannkostum Harald-
ar má tíunda að hann var höfðingi
heim að sækja. Hann og Erna
kunnu öðrum betur að laða það
besta – eða eftir atvikum það
skásta – fram í hverjum gesti. Ein-
hvern veginn tókst frænda að um-
breyta þurrlegum og daufum durt-
um í alúðlega spaugara því
Haraldur var viðræðugóður og
framtaldi fremur kosti manna en
ágalla. Lofsyrðin gátu samt orðið
eilítið tvíræð. Minnist ég þess er
hann og Erna buðu í kvöldkaffi,
Haddi fagnaði gesti því „aðrir
kynnu ekki að drekka viskí“. Mér
þótti lofið gott, man ég ekki betur
frá því kvöldi að segja en Haddi léti
sér annt um að þeirri þekkingu og
þjálfun skyldi viðhaldið. Deginum
seinna innti veitandinn eftir heilsu-
farinu, sem ekki var gott. „Góður
smekkur kostar sitt,“ svaraði Haddi
samúðarfullur.
Haraldur var rólyndur maður og
mannasættir og reyndist þeirra
hæfileika stundum þörf því margt
hans ættmenna var og er „ákveðið
og fylgið sér í besta lagi“. Haraldur
hins vegar var maður umburðar-
lyndur og dró heldur úr þegar
ávirðingar annarra voru fyrir hon-
um raktar. Ég heyrði hann ekki
viðhafa sterkari lastmæli um nokk-
urn en hann væri „skemmtilega
leiðinlegur“.
Um Hadda frænda verður að
segja að hann var aldrei leiðinlegur.
Páll Lúðvík Einarsson.
Það var í Íþöku í New York, sem
ég fyrst hitti þau Harald Árnason
og þáverandi konu hans Herdísi
Jónsdóttur. Þetta mun hafa verið
nálægt áramótum 1946–47. Harald-
ur var við nám í landbúnaðarvéla-
verkfræði við Cornell-háskólann, en
þangað var ég að koma í viðtal
vegna umsóknar minnar um skóla-
vist. Þau hjón tóku mér ákaflega
vel og voru búin að útvega mér her-
bergi á mjög góðum stað þegar ég
kom til þess að hefja nám í febrúar.
Um þetta leyti voru ekki aðrir Ís-
lendingar við nám í Cornell. Það
var ekki mikill samgangur milli
okkar fyrst um sinn, enda nóg að
gera við námið og við ekki í sömu
deild. Stundum buðu þau mér heim
í mat og það kom fyrir að ég pass-
aði Árna Björn, fyrsta barn þeirra,
þegar þau þurftu bæði að skreppa
út.
Þegar faðir Haralds lést áttum
við tveir einir saman kvöldstund. Á
þessum tíma var erfitt um sam-
göngur, ekkert áætlunarflug. Har-
aldur tjáði mér að faðir hans hefði
áreiðanlega ekki viljað að hann
myndi rjúfa nám sitt til þess að
koma heim og vera við útför hans.
Þarna fann ég glöggt hve samband
þeirra feðga var sterkt.
Þau hjón voru svaramenn okkar
Margrétar Gunnlaugsdóttur þegar
við giftumst í byrjun árs 1949. Við
vorum aðeins fjögur, auk prestsins,
í litlu Lútersku kirkjunni í Portland
og borðuðum síðan saman í
Syracuse um kvöldið. Í framhaldi af
þessu jókst samgangur fjölskyldn-
anna þar til Haraldur lauk námi og
þau fluttu heim.
Eftir heimkomu okkar Margrétar
í ársbyrjun 1952 héldu áfram sam-
skipti fjölskyldna okkar. Þau Haddi
og Dísa eignuðust sín fjögur börn
og við Margrét okkar fjögur og vin-
skapur barna okkar hefur haldið
áfram.
Loks kom að því að Haraldur
ætlaði að skilja við Herdísi. Það
fannst mér alveg fráleitt, eins og
reyndar flestum. Ég var svo ras-
andi að ég kallaði Harald á „teppið“
á vinnustofu minni. Honum fannst
sjálfsagt að koma og ég komst að
niðurstöðu um hversu fráleitt það
væri að skipta sér af svona máli.
Nokkrum árum síðar ætlaði ég að
skilja við mína konu, eftir mjög gott
hjónaband eins og ég taldi að hann
hefði átt. Þá leitaði ég til Haraldar
um ráð. Hér má e.t.v. varpa fram
þeirri spurningu: Af hverju skilja
menn, sem hafa átt góðar konur,
búið í góðu hjónabandi í allt að
þrjátíu ár og fagnað barnaláni?
Seinni árin hafa ekki verið mikil
samskipti milli okkar Haralds. Við
höfum þó hist öðru hvoru í Sund-
höllinni og þegar ég var að vinna
við garð handan götunnar í Sævið-
arsundinu þar sem hann og fjöl-
skylda hans hafa búið. Þar halaði
hann mig inn í kaffi til sín og við
áttum yndislega stund saman, það
var líka í síðasta sinn sem ég sá
Harald. Ernu, konu Hadda, kynnt-
ist ég mjög lítið og börnum þeirra
ekki. Ég veit að Erna hefur reynst
Haraldi hin besta kona og vil ég
hér með færa henni og fjölskyldu
hennar mínar innilegustu samúðar-
kveðjur. Sömu ósk vil ég færa börn-
um Haralds af fyrra hjónabandi,
þeim Árna Birni, Jóni Inga, Svan-
björgu og Hildigunni.
Haraldur var einstaklega kurteis
og prúður maður. Hann var traust-
ur vinur sem maður á eftir að
sakna.
Jón H. Björnsson.
Hniginn er til feðra sinna ljúf-
lingurinn Haraldur Árnason ráðu-
nautur. Ég varð þeirrar gæfu að-
njótandi að kynnast Haraldi fyrir
nærri fimmtíu árum, en hann var
þá framkvæmdastjóri Vélasjóðs. Þá
var ræktunarbyltingin í sveitum ný-
hafin, ekki síst með tilkomu skurð-
grafanna, sem Vélasjóður rak. Þar
kynntist ég þeirri lipurð og háttvísi
og einstöku góðmennsku sem ein-
kenndi manninn.
Er Vélasjóður var lagður niður
hóf Haraldur störf sem véla- og
verkfæraráðunautur hjá Búnaðar-
félagi Íslands. Einnig annaðist hann
vatnsveitumælingar og úttektir hjá
BÍ fram á síðasta áratug.
Ég minnist með hlýhug ógleym-
anlegra ánægjustunda á heimili
Haraldar og Ernu, sem við hjónin
nutum um langt árabil. Þar var oft
gestkvæmt, enda mannkostir þeirra
hjóna til þess fallnir að laða kunn-
ingjana að. Ekki var hjá því komist
að Haraldur eignaðist þá marga
víðsvegar um landið í starfi sínu
fyrir landbúnaðinn.
Fyrir fjórtán árum leitaði ég til
hans með stóra bón, sem hann upp-
fyllti fúslega. Gamalt spakmæli seg-
ir „Sá er vinur sem í raun reynist“.
Ég þurfti að fara til Lundúna að
láta gera við flókinn hjartagalla
sem angraði mig í auknum mæli, en
lítt sigldur sveitamaðurinn vanbú-
inn að fara fylgdarlaus til heims-
borgarinnar. Haraldur var þaulvan-
ur ferðamaður og vel ensku-
mælandi; hann hafði reyndar þurft
þangað sér til lækninga nokkrum
árum fyrr.
Ferðin og aðgerðin á mér tókst
einkar vel og sýndi Haraldur þar
sína kunnu þolinmæði og fylgdist
með mér þann tíma sem til þurfti
en á tólfta degi vorum við heim
komnir á ný. „Enginn veit hver
annan grefur.“ Ég fékk þarna góða
aðgerð sem dugað hefur mér vel en
við stöndum nú yfir moldum
öðlingsmanns og söknum vinar í
stað.
Erna mín (en svona ávarpaði
Haraldur konu sína ævinlega). Við
hjónin vottum þér og börnum ykkar
okkar dýpstu samúð og biðjum Guð
að blessa ykkur minninguna um
góðan dreng.
Sigurjón Friðriksson.
Ég minnist góðra daga hjá Bún-
aðarfélagi Íslands þegar bjartsýni
og framkvæmdahugur ríkti í land-
búnaði og meðal bænda. Harðsnúið
lið ráðunauta hafði hendur fullar af
verkefnum við að veita lið og ráð
bændum sem stóðu í stórfelldum
ræktunarframkvæmdum. Þeirra
framkvæmda var fyllilega þörf,
framleiðslan var of lítil og búin of
smá. Tækni með stórvirkum vélum
til framræslu, landbrots og nýrækt-
ar hafði rutt sér til rúms. Heim-
ilisdráttarvélar með fjölbreyttum
tækjum voru að leysa handaflið af
hólmi á hverju býli. Ótætis mýrar
og rýrðar móar breyttust í iðja-
græn tún. Sveitirnar urðu grænar
yfir að líta og nýjar byggingar
prýddu býlin.
Einn af þeim vöskustu í dugmikl-
um hópi landsráðunauta á þessum
árum var Haraldur Árnason, sem
nú hefur kvatt.
Þáttur hans í búnaðarframförun-
um var ekki smár. Hann var ráðu-
nautur um allt sem við kom hinni
nýju tækni, leiðbeindi um kaup og
notkun véla og verkfæra og þar á
meðal um allt varðandi súgþurrkun
í hlöðum. Hann var framkvæmda-
stjóri Vélasjóðs, þess mikla fram-
farafyrirtækis sem rak skurðgröfur
um allt land hvar sem þeirra var
þörf. Þær skiptu mörgum tugum
þegar mest var umleikis. Hann sat
og í þeim nefndum og stjórnum,
sem um þessi mál véluðu. Síðar var
Haraldi falið að leiðbeina um vatns-
veitur fyrir sveitabæi og mældi
hann fyrir og hannaði margar
fyrstu samveiturnar, fyrir heilar
sveitir og hluta héraða.
Öll sín störf vann Haraldur af
dugnaði og röskleika. Sem yfirmað-
ur umfangsmikils rekstrar með
miklu mannahaldi naut hann góðra
skipulagshæfileika sinna, nákvæmni
og prúðmennsku í allri framkomu.
Á sama hátt var Haraldur ein-
staklega geðþekkur vinnufélagi,
ætíð ljúfur í samstarfi og fús til að
vinna í samstarfshópum ráðunauta.
Hann naut og mikils trausts bænda
sem hann vann með og fyrir og var
vinsæll þar sem annars staðar.
Verk hans öll voru vel metin og
þökkuð. Með Haraldi var ætíð gott
að vera. Hann og kona hans Erna
kunnu vel að gleðjast með glöðum.
Ég hef verið beðinn að flytja
Ernu og öllum aðstandendum Har-
alds kveðjur frá samstarfsfólki
þeirra hjá Búnaðarfélagi Íslands
því sem enn starfar fyrir Bænda-
samtök Íslands, og þakkir fyrir þau
góðu kynni sem aldrei bar skugga
á.
Jónas Jónsson.
HARALDUR
ÁRNASON