Morgunblaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. MARS 2003 9 Úrval af stökum jökkum Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00. Kringlunni, sími 588 1680. iðunn tískuverslun Nýtt frá Hallveigarstíg 1 (Iðnaðarmannahúsið) • sími 588 4848 Opið mán.-fös. kl. 11-18, laugard. kl. 11-16 Full búð af nýjum vörum Verið velkomin sérverslun. Sérhönnun st. 42-56 í mörgum litum og góðum stærðum. Einnig leðurtöskur Álfheimum 74, Glæsibæ, Reykjavík, s. 553 2347 Glæsilegur rúskinns- og leðurfatnaður Fataprýði Verið velkomnar TVÖ umferðaróhöpp urðu á Skeiða- og Hrunamannavegi um hádegisbilið í gær. Jeppabifreið valt á veginum við Brautarholt á Skeiðum og kona, sem var ein í bílnum, var flutt á heilsugæslu- stöðina á Selfossi og þaðan á Land- spítalann í Fossvogi en að sögn vakthafandi læknis reyndust meiðsl hennar minni en í fyrstu var talið og var hún útskrifuð í gær. Þá fór bílaleigubíll nokkrar velt- ur við bæinn Galtafell í Hruna- mannahreppi. Tveir erlendir ferða- menn voru í bifreiðinni og slösuðust þeir minniháttar. Hálku- blettir voru á veginum í gærdag þegar slysin urðu. Óhöpp á Skeiða- og Hrunamannavegi EINGÖNGU eitt svonefnt ferða- mannafjós er starfrækt í landinu, í Vogum í Mývatnssveit, en Vega- gerðin hefur gert tillögu um þjón- ustumerki sem á að vísa vegfarend- um á ferðamannafjós. Um tíma voru ferðamannafjós einnig á Þórisstöð- um í Eyjafirði, sem hætt hefur að taka á móti ferðamönnum, og Laug- arbakka undir Ingólfsfjalli, en þar hefur búskap verið hætt. Sævar Skaftason, framkvæmda- stjóri Ferðaþjónustu bænda, segir eftirspurn vera klárlega fyrir því að fylgjast með bændum að störfum. Mikill áhugi hafi verið sýndur á þeim bæjum sem opnuðu fjósin fyrir ferðamönnum. Sævar segir Vega- gerðina hins vegar ekki hafa haft samráð við Ferðaþjónustu bænda um þetta þjónustumerki. Hann telur ekki síður vera þörf á merki sem vísi á býli þar sem stundaður er búskap- ur, þeim hafi fækkað verulega á und- anförnum árum. „Við hjá Ferðaþjónustu bænda finnum mikinn áhuga erlendra ferðamanna á að gista á þeim bæjum þar sem stundaður er búskapur. Því höfum við brugðið á það ráð að sér- merkja þá ferðaþjónustubæi í okkar bæklingum. Víða eru ábúendur á lögbýlum án þess að stunda þar hefðbundinn búskap,“ segir Sævar. Viktor Ingólfsson hjá Vegagerð- inni segir að ósk hafi komið fram um að þjónustumerki fyrir ferðamanna- fjós yrði búið til. Hann segir erindinu hafa verið tekið jákvætt og merkið orðið til á skömmum tíma. Það sé samsett úr þremur öðr- um merkjum og hönn- unin því einföld. Megin- tilgangur þjónustu- merkja sé að samræma vegmerkingar því víða sé komið upp heimatil- búnum merkjum og auglýsingum við vegi landsins. Vogafjósið opið allt árið Aðspurður hvort þörf sé fyrir svona merki í ljósi þess að aðeins eitt ferðamannafjós sé starfandi í dag, svarar Viktor því játandi. Þeim geti átt eftir að fjölga á ný, auk þess sem fjölmörg merki séu í gildi fyrir þjón- ustu sem ekki sé ýkja algeng. Nefnir hann sem dæmi merki yfir húsdýra- garð, sædýrasafn og gúmmíbáta- ferðir. Þess má geta að þjónustu- merki, sem alls eru á níunda tuginn, má skoða aftast í síma- skránni. Ferðamannafjósið í Vogum í Mývatnssveit er opið allt árið. Á jörð- inni er rekið blandað bú með kýr og kindur. Fjósbyggingin er ný, 16 bása með mjaltabás og lítilli kaffistofu, Voga- fjós-Café, þar sem hægt er að fylgjast með Voga- bændum að störfum í gegnum gler. Á mjaltatíma er t.d. hægt að fá mjólkina beint í glas, spenvolga, og fjölmargar aðrar veitingar. Ólöf Hallgrímsdóttir í Vogum fagnar nýja þjónustumerkinu og vonast til að fleiri bæir geti nýtt sér það, t.d. bæir sem taki á móti skólakrökkum. Hún segir áform vera uppi um að auka þjónustuna í Vogum og bjóða t.d. upp á svonefnda „hlöðugleði“ næsta sumar. Þjónustumerki fyrir eina ferðamannafjósið Ferðaþjónusta bænda telur mikla þörf á merki sem vísar á býli með búskap Ólöf Hallgrímsdóttir bóndi á Vogabúi, Vogum í Mývatnssveit, hefur ásamt fjölskyldu sinni opnað svokallað ferðamannafjós. Úr kaffistofu hafa gestir útsýni inn í fjósið, yfir mjaltabásinn og sjá mjólkina fossa í rörin sem liggja í gegnum kaffistofuna inn í mjólkurhúsið. Margir hafa skoðað Vogafjósið. ÚLFAR Eysteinsson, matreiðslu- maður og eigandi veitingastaðarins Þrír Frakkar, framleiðir nasl úr saltfiskroði sem kunnugir segja vera alveg einstaklega gott á bragðið. „Ég djúpsteiki saltfiskroðið og við það þenst það út og verður stökkt. Þetta hefur verið fullburða hugmynd í nokkur ár en það þyrfti að koma vörunni inn á erlenda markaði því innanlandsmarkaður- inn er of lítill fyrir framleiðslu. En að hasla sér völl með snakk á er- lendum mörkuðum er hægara sagt en gert. Til þess þarf bæði töluvert fjármagn og fjárfesta sem tilbúnir eru að gera þetta af alvöru. Þekk- ingin er fyrir hendi og afurðin sjálf er alveg klár. Þannig að þetta er fullbúið „barn“ en það vantar bara aðila til þess að styðja við þetta og koma að markaðssókn erlendis. Þorsteinn Aðalsteinsson í fyrirtæk- inu Norðurströnd á Dalvík hefur að komið að þróun vörunnar á síðustu skrefunum og okkur hefur tekist að stytta vinnsluferilinn um 40–50% sem þýðir að það væri vel hægt að fara að framleiða af einhverju viti núna.“ Úlfar segir bragðið af snakkinu alveg svínvirka, hvort sem það sé Spánverji eða Norðmaður eða Möltubúi sem fái sér af því. „Til þess að setja upp verksmiðju verður að vera hægt að selja erlendis líka því það þyrfti ekki að vinna nema tvo þrjá daga í viku til þess að anna inn- anlandseftirspurninni. Þess vegna væri æskilegt að ná a.m.k. inn í eitt- hvert hérað eða borg erlendis.“ Morgunblaðið/Kristinn „Ég djúpsteiki saltfiskroðið og við það þenst það út og verður stökkt,“ seg- ir Úlfar Eysteinsson matreiðslumaður. Snakk úr saltfiskroði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.