Morgunblaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 27
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. MARS 2003 27
MÁNUDAGUR 24. MARS
Bifröst kl. 12:30 – Málstofa
Magnús Stefánsson, Halldór Ásgrímsson, Dagný Jónsdóttir,
Kristinn H. Gunnarsson, Herdís Á. Sæmundardóttir,
Eydís Líndal Finnbogadóttir.
Akureyri kl. 20:30 – Hótel KEA
Jón Kristjánsson, Valgerður Sverrisdóttir, Dagný Jónsdóttir.
Fundarstjóri: Sigfús Karlsson.
Selfoss kl. 20:30 – Hótel Selfoss
Guðni Ágústsson, Hjálmar Árnason, Helga Sigrún Harðardóttir.
Fundarstjóri: Árni Magnússon.
Hvolsvöllur kl. 20:30 – Hlíðarendi
Ísólfur Gylfi Pálmason, Eygló Þóra Harðardóttir,
Björn Ingi Hrafnsson.
Fundarstjóri: Bergur Pálsson.
vinna - vöxtur - velferð
Fundaferð Framsóknarflokksins 2003
til aukinnar velferðar
Leggjum áfram leiðina
FRAMSÓKNARFLOKKURINN
STJÓRN Íslensku menntasamtak-
anna (ÍMS) hefur sent frá sér yfirlýs-
ingu vegna umfjöllunar fjölmiðla um
málefni leikskólans Tjarnaráss í
Hafnarfirði, en ÍMS annast rekstur
skólans.
„Undangengið fjölmiðlafár hefur
valdið ÍMS miklum vonbrigðum og
ekki síst að stjórn ÍMS, starfsmenn
og foreldrar heyrðu fyrst um fram-
vindu mála í fjölmiðlum.
1. Ólíkt því sem haldið hefur verið
fram af fræðslustjóra Hafnarfjarðar,
er samningur ÍMS við bæjaryfirvöld
til 23 ára, þar af eru fyrstu þrjú árin
tilraunatímabil. Þrjú ár eru því ekki
endalok samningsins, heldur sá tími
þar sem fjögur sjálfkrafa 5 ára tíma-
bil ættu að hefjast, í júní 2004.
2. Allir þessir atburðir hafa byggst
á því að leikskólastjóri og aðstoð-
arleikskólastjóri hafa sagt upp störf-
um. Okkur grunar að áhætta upp-
sagnaraðila sé engin, líkt og var í
tilfelli Áslandsskóla.
3. Bæjaryfirvöld virðast hafa haft
uppi hugmyndir um yfirtöku, en virð-
ast að þessu sinni vilja að við biðjum
um hana. Þess vegna hafa bæjaryf-
irvöld reynt allt til að gera okkur erf-
itt fyrir starfslega og fjárhagslega að
við neyðumst kannski til að hætta að
eigin frumkvæði. Svo virðist sem
hluti af aðferðum bæjaryfirvalda sé
að koma slæmu orðspori á ÍMS.
Annars hefðu þau ekki blandað fjöl-
miðlum í málið að svo stöddu.
4. Til dæmis skulda bæjaryfirvöld
ÍMS í heildina 50 milljónir króna sem
að mestu tengist yfirtökunni á Ás-
landsskóla. Á svipuðum tíma og við
fengum uppsagnir stjórnenda í hend-
ur fengu ÍMS einnig bréf frá bæj-
aryfirvöldum þess efnis að ákvæðum
um útreikninga á þjónustufé sem
bæjaryfirvöld hafa borgað síðan í
ágúst 2001 hefði verið breytt. Þrátt
fyrir að þeir hafi athugað hvern ein-
asta reikning mánaðarlega og sam-
þykkt og sýnt okkur í byrjun samn-
ingstíma hvernig útreikningarnir
færu fram, segjast bæjaryfirvöld nú
hafa borgað okkur töluvert of mikið.
5. Bæjaryfirvöld hafa enn og aftur
látið afstöðu foreldra afskiptalausa.
Sjónarmið foreldra voru ekki lykilat-
riði þá og virðast ekki heldur ætla að
verða það nú. Til dæmis hefur hvorki
verið gerð könnun á afstöðu foreldra
eða starfsfólks, til að fá fram sjón-
armið allra áður en svo mikilvæg
ákvörðun er tekin, fremur en að láta
þar skoðanir nokkurra einstaklinga
ráða úrslitum. ÍMS hefur heldur ekki
fengið í hendur neinar kvartanir frá
trúnaðarmanni í eitt og hálft ár, svo
að það kemur okkur mjög á óvart að
heyra um skýrslu hennar í fjölmiðl-
um, án afrits til ÍMS, sem réð starfs-
fólkið.
6. Þegar framkvæmdastjóri ÍMS
hitti starfsmenn einslega eftir upp-
sagnirnar tvær, komst hún að því að
sumir starfsmanna vildu að bærinn
tæki yfir rekstur leikskólans, en aðr-
ir ekki, en langflestir vildu einfald-
lega starfsfrið svo hægt væri að
halda starfinu áfram. Ef bæjaryfir-
völd tækju yfir rekstur leikskólans er
lítil von til að stefna leikskólans
myndi halda áfram.
7. ÍMS hefur setið fundi með
áhugasömum aðilum til að fá stað-
gengil í starf leikskólastjóra og ætla
að auki að auglýsa í lok marsmán-
aðar. ÍMS hefur borgað sínum
starfsmönnum að meðaltali hærri
laun fyrir sama vinnuframlag hvort
sem var í Áslandsskóla eða Tjarn-
arási en starfsmenn ÍMS eru félagar
í KÍ.
8. Tjarnarás er væntanlega best
búni leikskóli landsins með vönduð-
um kennslugögnum. Samtökin hafa
lagt mikið fé í áhöld, stofnkostnað og
þjálfun. ÍMS hefur fengið hámennt-
aða sérfræðinga erlendis frá til þjálf-
unar starfsfólks s.s. prófessor í fjöl-
greindarkennslu ásamt því að
þjálfari í Montessori-fræðum kom og
starfaði í 6 mánuði. ÍMS eru nú í við-
ræðum við tvo Montessori kennara.
Annan sem flytur erlendis frá og
myndi styðja við kennslu- og upp-
byggingu skólastarfsins. Reiknað er
með að eins og undanfarin tvo ár
muni allt starfsfólk ÍMS (Tjarnaráss)
sækja ráðstefnu á þeirra vegum, þar
sem heimsþekktur fyrirlesari og
frumkvöðull fjölgreindarkenningar-
innar dr. Howard Gardner verður
aðalfyrirlesari eins og fram kemur á
heimasíðu samtakanna.
9. Stjórn ÍMS harmar árásir á
framkvæmdastjóra ÍMS, sem hefur
mætt gagnrýni með hugrekki og án
ásakana og heldur áfram að einblína
á framtíðarsýn sína á möguleika í
menntun barna sem hún hefur unnið
að á Íslandi síðan 1997. Hún flutti til
Íslands fyrir einu og hálfu ári, með
það að markmiði að skapa fordæmi
með Áslandsskóla og Tjarnarási og
hefur tekið bæði fjárhagslegar og
persónulegar áhættur sem sjálfboða-
liði, vegna þess hve staðfastlega hún
trúir á möguleika þessarar stefnu.
Frumkvöðulsstarf hennar hefur
truflast og tafist vegna skammsýnna
stefnumótenda í bæjarfélaginu sem
hafa ekki áhuga á slíkri tilraunastarf-
semi. Það er okkur ljóst að bæjaryf-
irvöld vilja ekki að ÍMS eða skólum
samtakanna gangi vel. Til dæmis
voru 96% foreldra ánægðir með
grunnskólastarfið á miðju fyrsta ári.
ÍMS fengu einnig verðlaun frá for-
eldrafélagi Hafnarfjarðar fyrir tóm-
stundastarf á sínu fyrsta starfsári.
Okkar afstaða er að ÍMS hafi skapað
frábæran leikskóla, eins og yfirmað-
ur foreldraráðs hefur einnig nefnt,
hún sagði að undangengið ár hafi
verið „ótrúlegt“. Þetta ár var fyrsta
starfsár ÍMS. Hún sagði einnig: „þú
munt líka sjá að við höfum verið
mjög ánægðar með marga hluti sem
ÍMS hefur gert (á þessu ári) en stöð-
ugleiki er markmið okkar vegna
barnanna og það er aðalástæða þess
að við höfum komist að þessari nið-
urstöðu.“
Það sem kemur stjórn ÍMS á óvart
er að á meðan ekkert kemur fram í
uppsögnunum tveimur né í bréfi full-
trúa stjórnar foreldrafélagsins um
samstarfsörðugleika við fram-
kvæmdastjóra, hefur fræðslustjóri
látið hafa eftir sér í fjölmiðlum að
það sé ástæða erfiðleikanna og upp-
sagnanna. ÍMS krefst þess að
fræðslustjóri sanni þessar ærumeið-
ingar gagnvart framkvæmdastjóra.
Það er vægast sagt óheppilegt
þegar einstaklingar sem eru við völd
fylgja ekki eftir grundvallarreglum
svo sem meðalhófsreglu og rann-
sóknarreglu. Sérstaklega hefði þó átt
að gæta þess að ræða við þá sem eiga
mestra hagsmuna að gæta þ.e.a.s.
foreldra barnanna sem um ræðir áð-
ur en gripið er til svo stórra aðgerða
aðgerða.
ÍMS stjórnast ekki af pólitískum
markmiðum. Við erum þó viss um að
hefði Hafnarfjarðarbæ verið stjórnað
af bæjaryfirvöldum sem væru fylgj-
andi þessu rekstrarformi, sem er al-
gengt meðal annarra þjóða, væri
hvorki Áslandsskóli né Tjarnarás í
þeirri stöðu sem þeir eru í í dag.
ÍMS munu ekki gefa verkefnið
upp á bátinn að ástæðulausu. Það
sem skiptir ÍMS mestu er álit for-
eldranna. Líkt og ÍMS létu gera
Gallup-könnun á síðasta ári sem
sýndi fram á að meirihluti foreldra
vildi halda verkefninu gangandi þrátt
fyrir yfirlýsingar bæjarstjóra og
uppsagnirnar í Áslandsskóla, höfum
við skipulagt könnun fyrir foreldra
leikskólabarna nú.
Vegna þessa hafa ÍMS lagt til að
þau sjónarmið sem fram koma úr
könnun til foreldra verði höfð að leið-
arljósi á fundi fræðsluráðs á miðviku-
dag jafnvel þótt þau sjónarmið verði
önnur en í Gallup-könnuninni á síð-
asta ári. Nú fer ÍMS fram á það að
bæjaryfirvöld gefi foreldrum, starfs-
fólki og ÍMS staðfestingu á því að
þau hyggist ekki taka yfir rekstur
skólans núna eða að ári liðnu og muni
standa við langtímaákvæði samn-
ingsins. Þetta er nauðsynlegt fyrir
velferð barnanna og skólans. Þetta
yrði án vafa betri leið til að tryggja
leikskólanum stöðugleikann, sem for-
eldrar og allir aðrir vilja, frekar en
yfirtaka. Með þessu móti yrði unnt
að halda áfram með þá stefnu sem
leikskólinn hefur tekið hingað til, en
breytt stefna og breytt fram-
kvæmdastjórn reksturs myndi hins
vegar valda mun meiri truflun fyrir
börnin.
Stjórn Íslensku menntasamtakanna telur að unnið sé gegn starfi samtakanna
Bæjaryfirvöld með hugmynd-
ir um að yfirtaka skólann
AÐALFUNDUR Félags íslenskra
nuddara samþykkti ályktun þar sem
gagnrýnt er afskiptaleysi stjórn-
valda af rekstri erótískra nuddstofa.
„Félagsmönnum í FÍN er annt um
starfsheiti sitt, nuddari, og telja það
vanvirðingu að blanda því við rekst-
ur fyrrgreindra stofa. Að gefnu til-
efni fordæmir fundurinn yfirvöld
fyrir að láta viðgangast rekstur svo-
kallaðra erótískra nuddstofa,“ segir í
ályktun fundarins. Vísað er í þessu
sambandi til fréttar í DV 20. mars.
„Samkvæmt íslenskum lögum er
sala á kynlífi ólögleg. Eftir lýsingu
DV er ekki um annað að ræða en sölu
á kynlífi. Fundurinn skorar á yfir-
völd að kynna sér þá starfsemi sem
fram fer á þessum stofum. Mikil
óánægja ríkir hjá félagsmönnum
FÍN vegna auglýsinga á erótísku
nuddi undir yfirskriftinni „nudd“ og
er það eindregin ósk félagsins að að-
hafst verði í þessum málum.“
Vanvirðing
að kalla
„erótískt
nudd“ nudd
Ályktun frá Félagi
íslenskra nuddara
APALFUNDUR Skógræktarfélags
Hafnarfjarðar verður haldinn annað
kvöld, þriðjudaginn 25. mars, í
Sverrissal í Hafnarborg, menningar-
og listastofnun Hafnarfjarðar. Hefst
hann klukkan 20. Fundurinn hefst
með venjulegum aðalfundarstörfum
en að lokinni afgreiðslu þeirra verða
tekin fyrir önnur mál.
Að loknu fundar- og kaffihléi mun
Brynjólfur Jónsson, framkvæmda-
stjóri Skógræktarfélags Íslands,
flytja erindi, sem hann nefnir Ávext-
ir Kamtsjatka. Í því mun hann fjalla í
máli og myndum um árangur söfn-
unarferðar, sem farin var til þessara
fjarlægu slóða árið 1998.
Félagar í Skógræktarfélagi Hafn-
arfjarðar og aðrir áhugamenn um
skógrækt og uppgræðslu lands eru
hvattir til að mæta á fundinn.
Aðalfundur Skógrækt-
arfélags Hafnarfjarðar
Erindi um
Kamtsjatka
RÚMLEGA þrjár milljónir króna
söfnuðust í landssöfnun sem
Zontaklúbbarnir á Íslandi efndu
til dagana 7. til 8. mars til styrkt-
ar Stígamótum og systursam-
tökum þeirra, Aflinu á Akureyri.
Zonta-konur seldu barmnælur á
vinnustöðum og í stórmörkuðum.
Söfnunarfénu verður varið til
stuðnings konum sem leiðst hafa
út í vændi, og til fræðslu- og for-
varnarstarfs sem lýtur að vændi
og mansali.
Söfnunarféð var afhent á laug-
ardag á landsfundi Zonta-
klúbbanna sjö á Íslandi, í
safnaðarheimili Seltjarnarnes-
kirkju.
Zonta er heimshreyfing kvenna
í stjórnunarstörfum, stofnuð í
Bandaríkjunum 1919. Zonta-
klúbbar eru í 69 löndum í öllum
heimshlutum, en alls eru um
33.000 konur meðlimir í samtök-
unum, þar af rúmlega 200 á Ís-
landi. Zonta hefur það að mark-
miði að bæta hag kvenna um
allan heim og sinna réttinda-
málum þeirra.
Á Íslandi starfa Zonta-klúbbar
í Reykjavík, Hafnarfirði, Ísafirði,
Akureyri og Selfossi.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sigríður Dagbjartsdóttir, svæðisstjóri Zontasambandsins á Íslandi, afhend-
ir forsvarsmönnum Stígamóta og Aflsins söfnunarféð að viðstöddum for-
mönnum Zontaklúbba af landinu öllu.
Zontaklúbbarnir
afhenda söfnunarfé