Morgunblaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 33
Svöl í svörtu og komin til að bjarga mannkyninu: Trinity (Carrie-Anne Moss), Neo (Keanu Reeves) og Morpheus (Laurence Fishburne). ÓLMIR aðdáendur kvikmyndar- innar „The Matrix“ hafa heldur betur ástæðu til að gleðjast, því smiðir myndarinnar, og tveggja annarra mynda í sömu röð sem væntanlegar eru seinna á árinu, hafa látið frá sér 9 mínútna stutt- mynd sem sýnd verður samhliða myndinni um „Draumfangarann“ (Dreamcatcher), en stuttmyndin ber heitið „Lokaflug Osiris“ (The Final flight of Osiris) og er teiknuð mynd, í sama dúr og myndin „Final Fantasy“. Lokaflug Osiris er nokk- urs konar forleikur að „The Matrix Reloaded“ og er ekki að spurja að því að þeir sem séð hafa halda varla vatni yfir mikilfenglegri um- gjörð og spennandi söguþræði. Annars stefnir allt í sannkallað Matrix-æði á þessu ári í aðdrag- anda framhaldsmynda „The Matrix“: „The Matrix Reloaded“ sem frumsýnd verður í lok maí og „Matrix – Revolutions“ sem von er á næstu jól. Þannig hafa verið framleiddar 9 stuttar teiknimyndir sem ganga undir samheitinu „The Animatrix“ og er von á þeim á DVD diski seinna á árinu. Nú þeg- ar er hægt að nálgast tvo þætti á Netinu: „The Second Renaissance Part 1“ sem segir frá baráttu vél- mennanna fyrir eigin tilvist, og „Program“ sem sýnir æsispenn- andi slagsmál og sálarstríð hetj- anna úr kvikmyndinni. Von er á tveimur þáttum til viðbótar á Netið innan skamms, og má nálgast þá á slóðinni intothematrix.com. Einnig er von á tölvuleik, „Enter the Matrix“, sem kemur vænt- anlega út með sumrinu, þar sem spilendum gefst kostur á að lifa sig inn í hlutverk söguhetjanna og berjast við útsendara illra afla í hinum ólýsanlega sýndarheimi sem mannkynið býr í. Þar fá leik- menn að munda byssur og branda auk þess að hlaupa upp veggi og svífa í lausu lofti í ótrúlegum bar- dagabrögðum. Hætt er við að mörg ungmenni muni ekki verða sérlega útitekin að loknu sumri, enda má reikna með að allt æv- intýrið í kringum Neo og félaga muni vera aðalmálið. Það er jú einu sinni þannig að eftir að maður gleypir rauðu pilluna er ekki aftur snúið. Lokaflug Osiris verður sýnt á undan Draumfangaranum sem frumsýndur verður í apríl Stuttmynd í Matrix-röðinni væntanleg í kvikmyndahús Sýnd kl. 4 og 6. Ísl. tal. / Sýnd kl. 4. Ísl. tal. ÁLFABAKKI / KRINGLAN Sýnd kl. 4 og 6. / Sýnd kl. 4 og 5. / Sýnd kl. 6. Áður en þú deyrð, færðu að sjá ÁLFABAKKI / KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10.10. / Sýnd kl.10. B.i. 16. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 6 og 8. SV MBL RADIO X KVIKMYNDIR.IS Sýnd kl. 8 og 10.10. / Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.30 ÁLFABAKKI / KRINGLAN KRINGLAN / KEFLAVÍK Sýnd kl. 7. / Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 8. Ögrandi mynd sem hefur fengið lof gagn- rýnenda um allan heim með þeim Edward Norton (Fight Club, American HistoryX), BarryPepper (Saving Private Ryan, Green- Mile) og Philip Seym- our Hoffman (Red Dragon, Boogie Nights) Ef þú ættir 1 dag eftir sem frjáls maður.. gætir þú gjörbreytt lífi þínu? Sýnd kl. 5.45 og 8. Sýnd kl. 10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4. Ísl. tal. Kvikmyndir.comKvikmyndir.is SV MBL Radíó X KEFLAVÍK KEFLAVÍK Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16. / Sýnd kl. 10.10. B.i. 16. ÁLFABAKKI / AKUREYRI SG DV Þetta var hinn fullkomni glæpur þar til hún neitaði að vera hið fullkomna fórnarlamb.  Kvikmyndir.is ÁLFABAKKI / KRINGLAN / AKUREYRI KEVIN BACON CHARLISE THERON  Kvikmyndir.is Sýnd kl. 4. ÁLFABAKKI AKUREYRI Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. r r t fyrir ll fj l yl . MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. MARS 2003 33 ÁRITAÐ eintak af fimmtu bók- inni um galdrastrákinn Harry Potter verður boðið til sölu á E-bay-netuppboðssíðunni, en bók- in er ekki væntanleg í bókaversl- anir fyrr en 21. júní. Uppboðið er til söfnunar fyrir góðgerðarfélagið Sense sem vinn- ur í þágu blindra og heyrnar- lausra. Vænta má að vel og mikið verði boðið í bókina, en nú þegar eru margir búnir að skrá sig á forkaupslista hjá bókabúðum víða um heim, til að tryggja sér eintak af „Harry Potter og Fönixregl- unni“, en til þessa hafa selst alls 195 milljónir bóka um Potter knáa og myndirnar tvær við fyrstu bækurnar slógu báðar í gegn. Sá sem býður hæst í bókina á uppboðinu þarf hins vegar að þola að bíða fram í júní áður en hann getur fengið söguna af- henta því þess verður að gæta að ljóstra ekki of miklu upp um söguþráðinn of snemma. Fimmta Harry Pott- er-bókin á uppboð J. K. Rowling, höfundur bók- anna um Harry Potter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.