Morgunblaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 24. MARS 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Smáralind - Glæsibæ STJÓRN Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis kannaði þann möguleika að verðbréfaþjónusta bankans tæki að sér að vera milligönguaðili um sölu á stofn- fjárskírteinum, eftir að Fjármálaeftir- litið hafði hafnað yfirtökutilboði bæði frá Búnaðarbanka Íslands og málaleit- an Starfsmannasjóðs SPRON um að fara með virkan eignarhlut í bankanum. Ekkert varð þó úr þessum áformum þegar í ljós kom að Fjármálaeftirlitið liti á væntanlega kaupendur sem sam- eiginlega eigendur að virkum eignar- hlut. Yrði ekki sótt um leyfi til slíks eignarhalds gæti það varðað sviptingu atkvæðisréttar. Voru tilbúnir að kaupa stofnféð á genginu 5,5 Í yfirlýsingu sem stjórn SPRON hef- ur sent frá sér og birt er í Morgun- blaðinu í dag kemur fram að búið var að boða til blaðamannafundar til að kynna tilboðið og útborgun samkvæmt því, þegar afstaða Fjármálaeftirlitsins varð ljós. Bréf frá 37 stofnfjáreigendum sem voru reiðubúnir að kaupa allt stofnfé á genginu 5,5 hafi legið fyrir. Enginn hefði farið með virkan eignarhlut, þar sem enginn ætti yfir 5% stofnfjár. Segir að fullyrðingar nýstofnaðs fé- lags nokkurra stofnfjáreigenda um að stjórn SPRON hafi ekki unnið nægi- lega vel að því að finna leiðir fyrir stofn- fjáreigendur til að selja stofnfé á mark- aðsvirði fái ekki staðist. Stjórnin hafi þvert á móti gengið eins langt og framast var unnt í viðleitni sinni til að gæta hagsmuna þeirra stofnfjáreig- enda sem vilja selja stofnfé á hærra verði. „Reynslan hefur sýnt að nauðsynlegt er að ganga fyrirfram úr skugga um að það sem gert er standist lög og reglur á fjármálamarkaði og hljóti samþykki Fjármálaeftirlitsins. Stjórn SPRON hefur látið kanna leiðir til þess að tryggja þeim stofnfjáreigendum, sem vilja selja, hærra verð fyrir stofnfé sitt, enda þótt það hafi ekki komið fram í fjölmiðlum,“ segir í yfirlýsingunni. SPRON leitaði leiða fyrir stofnfjáreigendur sem vilja selja stofnfé Sala hefði leitt til sviptingar atkvæðis- réttar  Svipting atkvæðisréttar/10 Ábyrgðartryggingar ökutækja hafa nákvæmlega tvöfaldast í verði á undanförnum sex árum ef marka má útreikning vísitölu neysluverðs, sem Hagstofa Ís- lands reiknar út. Vísitalan var sett á 100 í marsmánuði árið 1997 og í marsmánuði í ár sex árum síðar er vísitala ábyrgðartrygginga ná- kvæmlega 200 stig eða tvöfalt hærri. Á sama tíma hefur vísitala neysluverðs hækkað að meðaltali um 27%. Þegar verðþróun á öðrum tryggingum er skoðuð kemur í ljós að húftryggingar hafa hækkað um 29,1% á tímabilinu sem er svipað og hækkun vísitölunnar hefur ver- ið að meðaltali. Húsnæðistrygg- ingar, en þeirra á meðal má nefna brunatryggingar, fasteignatrygg- ingar og slíkt hafa hins vegar hækkað um 46,6% á ofangreindu sex ára tímabili. Þegar verðþróun á ábyrgðar- tryggingum er skoðuð kemur í ljós að þær hækkuðu einkum mikið sumarið 2000. Í fyrrahaust var vísitala trygginganna komin hærra en nú. Hún lækkaði síðan lítilsháttar fram að áramótum en hefur síðustu mánuði síðan hækk- að lítilsháttar aftur. Öllum bifreiðaeigendum er skylt að vera með ábyrgðartrygg- ingu á bifreið sinni, en húftrygg- ingar eru hins vegar valfrjálsar. Ef báðar þessar tryggingar eru teknar saman nemur hækkun þeirra síðustu sex árin 75,7%. Skyldutryggingar öku- tækja tvöfaldast í verði "   ;                       <, ! & )%+5                      ! $ & 0"  ' =& "+, !0%" !") & , "  3 SALA á lambakjöti hefur verið mjög góð að undanförnu. Sala á síðustu þremur mánuðum er 16,3% meiri en á sama tímabili fyrir einu ári. Salan á síðustu 12 mánuðum er aðeins meiri en á 12 mánaða tíma- bilinu þar á undan. Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, segir þessa sölu- aukningu nokkuð óvænta, en telur að ein skýring á þessu sé að fólk sé búið að borða yfir sig af kjúkling- um og svínakjöti. Þessi söluaukning á lambakjöti kemur nokkuð á óvart í ljósi þess að mikið framboð hefur verið á svínum og kjúklingum og verð hef- ur lækkað mjög mikið. Verulegur samdráttur hefur verið á sölu lambakjöts á síðustu árum. Sam- drátturinn var 5,7% árið 2001 og 5,1% í fyrra. Fólk búið að éta yfir sig af svínum og kjúklingum „Síðustu tvö ár hafa ekki verið hagstæð sauðfjárbændum. Kjöt- umboðið (Goði) fór á hausinn, en fyrirtækið var með yfir helming af markaðnum og hafði mikið með markaðs- og þróunarmál að gera. Það tók enginn upp hanskann fyrir fyrirtækið fyrr en löngu seinna þannig að það ríkti stöðnun í markaðsmálum. Í kjölfarið kemur síðan gríðarlegt offramboð á svín- um og síðar á kjúklingum og verð- ið lækkaði niður úr öllu valdi. Það varð gríðarleg aukning í sölu svína- og kjúklingakjöts á tímabili og segja má að fólk sé kannski bú- ið að éta yfir sig af þessari vöru. Þetta er skýring sem ég hef heyrt frá verslunarmönnum,“ sagði Öz- ur. Özur sagði að önnur skýring á söluaukningunni væri bætt mark- aðssetning og aukið vöruframboð. Þá væri greinilegt að mikil tryggð væri við lambakjötið á Íslandi enda um hágæðavöru að ræða. Özur sagðist vonast eftir að salan yrði góð í vor og sumar. Verið væri að hrinda af stað nýju söluátaki. Hann sagði að verð á lambakjöti hefði lækkað samhliða almennri verðlækkun á kjötmarkaði. Verð- lækkunin væri þó ekki eins mikil og á svínum og kjúklingum. Özur sagði að þrátt fyrir góða sölu á lambakjöti væru birgðir af lambakjöti í landinu of miklar m.a. vegna þess að ákveðið hefði verið að flytja minna á erlenda markaði en Bændasamtökin hefðu talið þörf fyrir. Þar munaði um 180 tonnum. Birgðir hafa verið að safnast fyr- ir í öðrum kjötgreinum. Á síðustu þremur mánuðum hafa birgðir af kjúklingum aukist um 356 tonn og birgðir af svínakjöti hafa aukist um 52 tonn. Mikil söluaukning á lambakjöti Sala á síðustu 12 mánuðum er meiri en á 12 mánuðum þar á undan FRESTUR til að skila skattframtali rennur út í dag. Hins vegar hefur frestur til að skila rafrænu skatt- framtali verið framlengdur til mið- vikudags. Þetta gildir um alla ein- staklinga, bæði launamenn og menn með rekstur. Ef skilað er á Netinu er hægt að sækja um lengri frest en þó ber öll- um að skila fyrir 8. apríl nk. Misjafnt er hve langan frest fólk fær og fer það eftir handahófskenndri ákvörð- un tölvu. Ekki er hægt að fá viðbót- arfrest vegna pappírsskila. Í gærkvöldi höfðu rúm 36.000 skattframtöl borist ríkisskattstjóra rafrænt. Alls fengu 184.000 einstak- lingar sent skattframtal í ár á papp- ír. 35.000 einstaklingar óskuðu eftir að fá einungis sent bréf með veflykli vegna vefskila. Framtalseyðublað var ekki sent til þeirra. Á síðasta ári töldu 74% einstak- linga fram á Netinu og rúmlega 90% lögaðila. Síðustu forvöð að skila skattframtali 36 þúsund framtöl hafa borist á Netinu CHELSEA Clinton, dóttir Bills Clintons, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, kom við á Hverfisbarnum í Reykjavík á föstudagskvöldið var. „Hún hélt að það væri ekkert mál að koma til Íslands því enginn myndi þekkja hana. Allt í einu komst upp hver þetta var og þá fór fólk að tala við hana,“ segir Lára Jón- asdóttir sem tók hana tali og spurði um ferðir henn- ar. Sagðist Chelsea vera að heimsækja vin vinkonu sinnar sem dvelur hér við nám. „Hún var voða fín en örugglega svolítið stressuð,“ segir Lára. „Henni var hleypt inn eftir að hafa beðið í röð eins og allir aðrir. Síðan fréttum við að þetta hefði verið Chelsea Clinton,“ segir Haukur Sigmarsson, dyra- vörður á Hverfisbarnum, sem var að vinna þetta kvöld. Hann segir hana hafa verið í slagtogi með fimm dæmigerðum bandarískum háskólastúdentum og látið lítið á sér bera. Enginn lífvörður hafi verið með í för og hún yfirgefið staðinn eftir um tvo tíma. Áður lét Lára smella af sér mynd með henni á góðri stund sl. föstudagskvöld. Chelsea Clinton á Hverfisbarnum FULLTRÚARÁÐ Framsóknar- flokks og óháðra í Vestmannaeyjum veitir Andrési Sigmundssyni ekki heimild til meirihlutaviðræðna við Vestmannaeyjalistann vegna trún- aðarbrests við stjórn og fulltrúaráð flokksins. Þetta kemur fram í álykt- un sem var samþykkt á fundi full- trúaráðsins sem haldinn var í gær- kvöldi. Andrés segist harma þessa niðurstöðu og segir engan trúnaðar- brest hafa átt sér stað. Hann mun halda áfram viðræðum við V-listann. Víkingur Smárason, formaður Framsóknarfélagsins í Vestmanna- eyjum, segir fjórtán menn hafa setið fundinn og var Andrés meðal fund- armanna. „Hann fer í fyrramálið [í dag] í áframhaldandi viðræður við V-listann undir eigin merkjum,“ sagði Víkingur í samtali við Morg- unblaðið eftir fundinn í gær. „Við munum starfa áfram sem flokkur og beitum okkur í bæjarmálum eins og við getum,“ sagði Víkingur um fram- tíð Framsóknarflokksins í Eyjum. „Hann [Andrés] fer fram sem bæj- arfulltrúi á eigin vegum, en við erum ekki lengur í bæjarstjórn.“ Andrés sagðist harma niðurstöðu fundarins. „Það hefur enginn trún- aðarbrestur átt sér stað af minni hálfu. Atkvæðagreiðsla fór þannig að níu atkvæði voru á móti fimm. Ég þekki Eyjamenn og skora á þá að koma til liðs við mig þannig að við getum komið hlutunum til betri veg- ar í Vestmannaeyjum þrátt fyrir að fámennur hópur framsóknarmanna vilji ekki gera það. Ég stefni á að ljúka viðræðum við V-listann og við vonum að það geti gengið hratt fyrir sig.“ Andrés fær ekki heimild til viðræðna Mun fara í viðræður við V-listann undir eigin merkjum ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.