Morgunblaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MÁNUDAGUR 24. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞÓTT ef til vill hafi ekki allir íbúar suðvesturhornsins fagnað kuldakastinu og snjókomu síðustu daga var að- standendum fagnámskeiðs í snjóflóðaleit, sem lauk með stórri snjóflóðaæfingu í gær, létt þegar byrjaði að snjóa rétt fyrir helgina. Alls sóttu átta björgunarsveitarmenn og konur námskeiðið en það veitir réttindi til að kenna á námskeiði í snjóflóðaleit, skipuleggja æfingar og stjórna aðgerðum í snjóflóðaleit. Leifur Örn Svavarsson, verkefnisstjóri í snjóflóðum hjá Björgunarskóla Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að lokaæfing, sem haldin var í Bláfjöllum í gær hafi tekist með eindæmum vel. Félögum allra björg- unarsveita á höfuðborgarsvæðinu var boðið að taka þátt auk þess sem fjórir snjóflóðaleitarhundar voru notaðir. Undirbúningur hófst í birtingu í gærmorgun, frekar stórt flóð var búið til með snjótroðara og voru síðan sex manns grafnir í flóðið auk þess sem nokkrum brúðum var komið þar fyrir. Nemendur fagnámskeiðsins stjórn- uðu aðgerðum á æfingunni. „Björgunarhundarnir sem tóku þátt í æfingunni voru nýkomnir af vikulöngu námskeiði sjálfir. Þeir fundu fimm af sex lifandi mönnum á örskömmum tíma. Sá sjötti fannst í stangarleit þar sem björgunarsveit- armenn leituðu líklegasta leitarsvæðið. Menn áætluðu út frá vísbendingu sem þeir fundu í flóðinu hvar hann gæti verið og tókst að finna hann þannig,“ segir Leifur Örn. Grafnir í snjóinn og bíða björgunar Aðspurður segir hann misjafnt hvernig leggist í menn að láta grafa sig niður í snjóinn og bíða þar björgunar. „Það er gert lítið snjóhús þannig að menn hafa lítinn helli. Þar liggja þeir á dýnu, eru með talstöð og fleiri ör- yggistæki með sér. Það varð engum meint af, þó menn væru þarna svolítinn tíma þá var þetta allt í lagi,“ segir Leifur. Hann segir að veðurútlit ekki hafa verið gott við upp- haf námskeiðsins á fimmtudag en síðan hefði heldur ræst úr. „Þessi snjókoma síðustu daga gerði gæfumun- inn til að við kæmumst í gegnum það efni sem við þurft- um. Bæði til að geta farið um fjalllendi og spáð í hvaða leiðir eru öruggar og hvar gæti leynst hætta á snjóflóð- um fyrir ferðafólk. Einnig til að halda snjóflóðaæf- ingar,“ segir Leifur. Hann segir að skafið hafi í hlíðina þar sem æfingin var haldin, þar hafi verið tæpur metri af nýföllnum snjó en undirliggjandi hafi verið um einn og hálfur metri af hjarni. Snjóflóðaleit æfð í Bláfjöllum Ljósmynd/Guðjón Einar Guðmundsson Björgunarmenn á námskeiðinu finna hér einn þeirra sem grafinn var í snjóinn í Bláfjöllum í gær. Þátttakendur á æfingunni fögnuðu snjókomunni mannaður gömlum og nýjum kór- félögum, söng undir stjórn Jóns Stefánssonar við hátíðarmessuna, auk þess sem tónleikar voru haldnir síðar um daginn til að ÞAÐ var mikið um dýrðir þegar hátíðarmessa var sungin í Lang- holtskirkju í tilefni af fimmtíu ára afmæli kórs kirkjunnar. Hvorki meira né minna en 200 manna kór, fagna afmælinu. Sr. Sigurður Haukur Guðjónsson predikaði og þjónuðu prestar sem tengst hafa starfi kórsins fyrir altari. Kórinn var stofnaður 23. mars 1952. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjölmenni á hátíðarmessu á 50 ára afmæli kórs Langholtskirkju „ÉG var bara búin … þetta er bara svo ofboðsleg orka og maður hefur ekkert fyrir sjálfan sig, maður fær enga áfyllingu á sig svona persónu- lega. Það eina sem ég hef gert fyrir sjálfa mig í rauninni öll þessi ár er að ég fer í bíó einstöku sinnum.“ Þannig lýsti einstæð móðir tveggja ofvirkra drengja því álagi sem getur falist í að ala upp ofvirk börn í rannsókn- arviðtali við Jónínu Sæ- mundsdóttur, lektor við Kennaraháskóla Ís- lands. Jónína hugðist í fyrstu beina rannsókn- inni að börnunum en segist fljótlega hafa komist að því að for- eldrarnir höfðu hálf- partinn gleymst í um- ræðunni um ofvirkni. Rannsóknin hófst með undirbúningsviðtölum við fjóra foreldra of- virkra barna og hafði Jónína hliðsjón af viðtölunum við gerð spurningalista sem voru sendir til 207 foreldra í ársbyrjun 2001. Svör bárust frá 112 foreldrum. Markmið rannsóknarinnar var að leggja mat á líðan foreldra ofvirkra barna, þörf þeirra fyrir upplýsingar og stuðning, og hvernig þessum þörfum er mætt. Jónína segir ljóst af svörunum að mikið álag og streita geti fylgt því að ala upp ofvirkt barn. Það reyni á alla fjölskylduna og þar með talið á sam- band foreldranna. Í könnuninni lýsti yfirgnæfandi meirihluti því að upp- eldið væri erfitt og krefjandi, þau hafi stundum verið við það að gefast upp. Í um 60% tilvika hafi annað foreldrið dregið úr vinnu. Meirihlutinn taldi ennfremur að álagið hefði haft neikvæð áhrif á sam- band sitt við maka, sérstaklega í fyrstu, þó talsvert væri um að of- virkni barnsins hefði styrkt samstöðu foreldra. Þá telur meirihluti foreldra að þau hafi dregið úr félagslegum samskiptum eftir að þau eignuðust ofvirkt barn. Foreldrarnir hafa einn- ig talsverðar áhyggjur af framtíð barnanna. Jónína segir áhyggjurnar m.a. stafa af því að ofvirk börn eru í meiri áhættu en önnur á að lenda á grýttri braut í lífinu. Athyglisvert sé að foreldrarnir hafi meiri áhyggjur af félagslegum þáttum, s.s. um hvernig barninu gangi að eignast vini og hættuna á að þau verði fyrir einelti, frekar en hvernig þeim vegni í skóla. Líka jákvæð áhrif Uppeldið er þó ekki eintóm þrauta- ganga. Jónína segir að foreldrar lýsi því að börnin eigi sínar skemmtilegu hliðar, geti verið uppátækjasöm og skemmtileg. Foreldrar og börn vinni sína litlu sigra og foreldrar lýsi mik- illi ánægju þegar þau finna að upp- eldisaðferðir virka. Meðal helstu niðurstaðna rann- sóknarinnar er að greining á ofvirkni skiptir gríðarlega miklu máli. Þar til barnið er greint ofvirkt líti foreldrar gjarnan á sig sem misheppnaða upp- alendur, „óþekkt“ barnsins sé þeim að kenna og þau finni fyrir sama við- horfi frá skólum, ættingjum og öðr- um í samfélaginu. Um leið og ljóst sé að börnin séu ofvirk breytist viðhorf- ið. Foreldrar fá trú á sjálfum sér og á því að uppeldi geti skilað árangri. Viðhorf ættingja til barnsins breytist til batnaðar auk þess sem greining gerbreyti þeirri þjónustu sem börnin fá í skólakerfinu. En greiningin léttir ekki aðeins sektarkennd af foreldrunum. Jónína bendir á að ofvirkni sé að verulegu leyti arfgeng og þegar barn greinist ofvirkt geti það leitt til þess faðir eða móðir átti sig á því að þau sjálf eru of- virk. Þau fái alveg nýja sýn á æsku sína og hegðun og þetta valdi því líka að þau skilja barnið bet- ur. „Við erum perluvin- ir …ég skil hann, ég þekki allar hreyfing- arnar, alla hvatvísina og allt þetta. Ég þekki þetta af eigin reynslu,“ sagði einn faðir ofvirks barns í viðtali við Jón- ínu. Greining ásamt þekkingu á ofvirkni geti jafnvel líka hjálpað ömmunum sem hafi fram til þessa talið sig hafa brugðist í uppeldi síns eigin barns. Jónína segir að það hafi komið sér á óvart hversu mikið foreldrar fatlaðra og ofvirkra barna eigi sam- eiginlegt. Í báðum tilfellum séu for- eldrar undir viðbótarálagi og þurfi frekar að berjast fyrir barninu í skólakerfinu, leita sér upplýsinga og aðstoðar. Greiningin hefur líka mikil áhrif en á ólíkan hátt. Það sé yfirleitt áfall fyrir foreldra að vera sagt að barnið þeirra sé fatlað en á hinn bóg- inn sé flestum foreldrum létt þegar barn þeirra er greint ofvirkt. Óvissu um hvað sé að barninu sé þar með eytt. Mikill meirihluti foreldra sagði að það hefði verið erfið ákvörðun að gefa barninu lyf við ofvirkni. Þeir sem völdu að gefa þeim lyf voru á hinn bóginn næstum allir á því að lyfja- gjöfin hefði haft mikil áhrif á barnið og jákvæð áhrif á líðan sína sem for- eldra. Svör foreldra um hvernig skóla- kerfið sinnir ofvirkum börnum voru afar misjöfn. Fleiri voru þó jákvæðir en Jónína segir að þennan þátt þurfi að rannsaka betur. Í fljótu bragði virðist mega draga þá ályktun að það fari eftir einstaklingum og skólum hvernig tekið sé á þessum málum. Al- menn ánægja var með þekkingu sérkennara á ofvirkni en deildari meiningar voru um þekkingu bekkja- kennara. Jónína segir að af könnun- inni megi ráða að efla þurfi fræðslu í skólakerfinu um ofvirkni og hvernig komið skuli til móts við börnin. Þá kom berlega í ljós að Foreldra- félag misþroska barna er mikilvæg uppspretta þekkingar um ofvirkni. Yfirgnæfandi meirihluti foreldra telji einnig námskeið um ofvirkni, bæði á vegum foreldrafélagsins og barna- og unglingageðdeildar, afskaplega gagnleg. Námskeiðin styrktu sjálfs- mat foreldra, þar lærðu foreldrar að- ferðir sem virkuðu á barnið og hjálp- uðu þeim við að skilja það. Meirihluti foreldranna taldi þá gildi þeirra ekki síður felast í því aðhitta aðra foreldra í svipaðri stöðu. Jónína tekur fram að ofvirk börn séu afar misjöfn og sömuleiðis að- stæður foreldranna. Uppeldi ofvirkra barna geti þó valdið miklu álagi og nauðsynlegt að styðja eins og kostur er við bakið á foreldrum, m.a. hljóti að koma til greina að efla möguleika þeirra á fríi frá börnum sínum. Sumir foreldrar, sérstaklega ef uppeldið hvílir á einstæðum foreldrum, verði hreinlega uppgefnir á sál og líkama. „Ef foreldrunum líður vel skilar það sér beint til barnanna,“ segir hún. Foreldrar ofvirkra barna þurfa fræðslu og stuðning við uppeldið Jónína Sæmundsdóttir „Þetta er bara svo ofboðsleg orka“ Með því að styðja við bakið á foreldrum of- virkra barna er um leið verið að stuðla að bættri líðan barnanna. Þetta segir Jónína Sæmundsdóttir sem hefur lokið við rann- sókn á líðan foreldra ofvirkra barna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.