Morgunblaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MÁNUDAGUR 24. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Svona, láttu nú helvítin hafa það. Málþing um lífsgleði Með skilaboð til fýlupokanna FRÆÐSLUNEFNDNáttúrulækninga-félags Íslands held- ur málþing á Hótel KEA, þriðjudaginn 25. mars, sem sagt á morgun, klukk- an 20. Málþingið ber yf- irskriftina „Lífsgleði“. í frétt frá NLFÍ segir að viðfangsefnið snerti alla og muni frummælendur fjalla um það sem felst í lífsgleði, hvernig má finna hana og halda henni. Mál- þingið er í kjölfar annars sem haldið var á Hótel Loftleiðum í síðasta mán- uði. Það tókst svo vel að mati þeirra sem héldu það að rétt þótti að bjóða norð- anmönnum upp á viðlíka dagskrá. Einn fyrirlesara er Að- alsteinn Bergdal, leikari og leik- ritaskáld, og mun hann fjalla um „húmor“ eins og hann kemst að orði. Morgunblaðið spjallaði við Aðalstein um málþingið og erind- ið hans. – Af hverju ert þú þarna að tala? „Ég bara veit það ekki. Það var hringt í mig og ég beðinn að koma og tala um húmor. Ég býst við að mér sé ætlað að tengja saman húmor og hlátur. Ég ætla að reyna að gera þetta, það er afar gott fyrir sál og líkama að hlæja og mér þykir afskaplega gaman að geta skemmt fólki og fengið það til að hlæja smávegis. Þegar lundin léttist tekst fólki betur að sjá björtu hliðarnar á málum og þá kemur í ljós að björtu hlið- arnar eru á öllum hliðum. Það er ekki ofsögum sagt að þar sem húmorinn er nærri þá er hlátur- inn ekki allfjarri.“ – Hvernig ætlarðu að taka á málinu? „Ég ætla að skoða hvernig ég lít á húmor í dag. Að mínu viti þarf húmor að vera grátbrosleg- ur. Það er trúðurinn í mér sem segir það. Ég á mér hliðarper- sónu sem er trúðurinn Skralli og 4. ágúst verður hann þrjátíu ára. Trúðar eru aldrei fyndnir nema þeir séu grátbroslegir og sá húm- or er áreynslulaus, ekki þessi ítroðsluhúmor sem allt of mikið er af nú um stundir. Það þarf að hafa þessa skelfingu samhliða fyndn- inni, þetta jákvæða og neikvæða. Að geta hlegið að brandara um konuna sem er á herbalife og ef hún sest ofan á hundraðkall þá sjáir þú alltaf a.m.k. fimmtíukall og ef hún geispar þá dettur kjóll- inn niður á gólf. Að geta hlegið þegar einhver dettur á hausinn þó svo að vissulega kvíði maður því að viðkomandi hafi meitt sig og að maður finni til með konunni þó að maður hlæi að brandaranum.“ – Þú ert væntanlega þeirrar skoðunar að hlátur og húmor skipti miklu máli? „Það er búið að rannsaka sam- spil hláturs og skapferlis manna. Hlátur veit á léttari lund og það eykur lífsþróttinn og það er ávís- un á lengra líf. Á sama hátt brjóta þeir sig niður sem eru alltaf reiðir og í geðshrær- ingu. Ég er þess vegna með skilaboð til fýlu- pokanna og þau eru: Þið eigið að hætta að vera í fýlu. Þeir sem eru fæddir þungir þurfa ekki endilega að vera þungir alla ævi.“ – Er þetta nú ekki heldur stórt tekið upp í sig? „Nei. Ég er sannfærður um að það er hægt að þjálfa þyngslin burt. Menn gera sér far um að hlæja nokkrum sinnum á dag og þá smátt og smátt síast létta lund- in inn. Áður en varir eru menn farnir að leita að fyndnu hliðinni á málum áður en þeir byrja að blóta og ragna og hafa allt á hornum sér. Lífsgæðakapphlaupið er að vísu til trafala, margir tapa sér í því og verða allt of stressaðir, en þeim mun meiri ástæða til að reyna að létta á lundinni.“ – En sumir virðast gersamlega gjörsneyddir öllum húmor? „Já, það er rétt, sumir virðast varla eiga sér viðreisnar von, en alvarleiki þess fólks og stirð við- brögð þeirra við hinum ýmsu hlutum eru oft það langfyndnasta sem maður sér. Það er hægt að þjálfa og kenna svo ótalmargt. Hundurinn minn er t.d. farinn að fara í rennibraut og á hringekju. Það eru líklega engin takmörk fyrir því hvernig hægt er að vinna með þá gríðarlegu tölvu sem mannsheilinn er. Það ætti ekki að afskrifa fýlupokana.“ – Segðu okkur eitthvað frá ráð- stefnunni að öðru leyti … „Anna Valdemarsdóttir sál- fræðingur ríður á vaðið og mér skilst að erindi hennar fjalli um lífsgleði og þar komi ástin eitt- hvað við sögu. Anna hefur vit á þeim málum, ég held að hún hafi skrifað bók um ástina fyrir síð- ustu jól. Á eftir henni flyt ég mína tölu um húmor. Síðan stígur fram Bridget Ýr McEvoy, sem er verk- efnisstjóri í hjúkrun hjá NLFÍ í Hveragerði. Bridget er jógakenn- ari með meiru og mögnuð kona. Ég heyrði að á einhverju málþingi fyrir sunnan hefði hún verið með slökunarstund fyrir 400 manns og það mátti heyra saumnál detta og 800 augu voru lokuð samtímis. Að erindunum loknum eru umræður og fyrir- spurnum verður svarað eftir bestu getu.“ – Hverjum er málþingið ætlað? „Það eru allir velkomnir og frítt inn fyrir félagsmenn. Aðrir þurfa að greiða 600 krónur í aðgangs- eyri.“ Aðalsteinn Bergdal  Aðalsteinn Bergdal er fæddur á Akureyri 1. desember 1949. Hann er lærður rafvirki, en hef- ur síðustu 35 árin starfað sem leikari víða, m.a. hjá LA, LR og hjá Þjóðleikhúsinu, og allra síð- ustu árin í vaxandi mæli sem leikritaskáld. Hann nam og óp- erusöng í hálft áttunda ár, held- ur námskeið í djúpöndun og gaf nýverið út eigin flutning á Mark- úsarguðspjalli, sem hann flutti á sviði í tilefni af 30 ára leikaf- mæli. Maki er Hafdís Pálsdóttir og eiga þau saman 6 ára dóttur. Aðalsteinn er auk þess fóstur- faðir barna Hafdísar af fyrra sambandi. …sumir virðast varla eiga sér viðreisnar von

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.