Morgunblaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 24. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. HEIMSPEKIDEILD Háskóla Íslands er í slíkum fjárhagskröggum að íslensk menning er í hættu! Menning er forsenda sjálfstæðis og sjálfsmyndar þjóðar eins og stofnendur Háskóla Íslands gerðu sér fyllilega grein fyrir í upphafi 20. aldar. En til þess að rækta menninguna þarf fé og stjórnvöld hafa ekki reynst fús til að leggja fram nægilegt fjármagn til háskólans. Þar sem ég er sagnfræð- ingur kýs ég að skoða þetta alvarlega mál í sögu- legu ljósi. Áhugi Íslendinga á að stofna háskóla Á meðan Ísland var hjálenda Danakonungs sóttu synir íslensku yfirstéttarinnar nám sitt fyrst og fremst til háskólans í Kaupmannahöfn, sem stofn- aður var 1479. Hér á landi kom orðið háskóli fyrst fyrir á prenti á fyrri hluta 17. aldar í þýðingu Þor- láks biskups Skúlasonar á þýsku riti og var þá not- að í sömu merkingu og á miðöldum universitas – samfélag lærðra manna. Í fyrsta árgangi Fjölnis ár- ið 1835 nefndi Tómas Sæmundsson háskóla meðal þeirra húsa, sem hann hugsaði sér í framtíðinni að stæðu við Austurvöll og mynduðu hjarta Reykja- víkur. Árið 1845 þegar hið endurreista alþingi kom fyrst saman lagði Jón Sigurðsson fram bænarskrá um þjóðskóla eða háskóla á Íslandi og í framhaldi af því voru íslenskir þingmenn iðnir við að leggja fram frumvörp um þetta mikilvæga mál. Má t.d. nefna að Benedikt Sveinsson bar fram frumvarp til laga um stofnun háskóla á Íslandi árið 1881 og hafði hann áhuga á að „heimspeki og önnur vísindi“ yrðu kennd þar. Konur lögðu sitt af mörkum og stofnuðu Háskólasjóð Hins íslenska kvenfélags árið 1894. Háskólinn og sjálfstæði Árið 1904 fengu Íslendingar heimastjórn, sem var mikilvægur áfangi í sjálfstæðisbaráttunni, en þá fyrst urðu miklar framfarir á mörgum sviðum þjóðfélagsins, m.a. í menntamálum. Árið 1909 varð háskólafrumvarpið að lögum, tveimur árum síðar var fyrst veitt fé af fjárlögum til skólans og sam- þykkt á alþingi að Háskóli Íslands yrði settur á stofn á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar hinn 17. júní 1911. Friðrik VIII sendi þegnum sínum símskeyti þar sem hann óskaði þess að háskólinn mætti vera til sóma fyrir vísindin og til gagns fyrir land og lýð. „Með stofnun Háskóla Íslands var snar þáttur í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar leiddur til lykta- …Með tilkomu háskólans voru í fyrsta sinn sköpuð skilyrði til íslenzkrar vísindastarfsemi hér á landi…“ skrifaði Guðni Jónsson prófessor í sagn- fræði. Öll sjálfstæð ríki leggja metnað sinn í að stofna háskóla, flest eiga þau að minnsta kosti einn. Til dæmis má nefna að evrópsku dvergríkin Andorra, Mónakó og San Marino eiga hvert sinn háskóla. Háskólinn og íslensk menning Ekki var talið nóg að vera sjálfstæð þjóð, heldur var nauðsynlegt að verða menningarþjóð. Stofnun Háskóla Íslands markaði tímamót í menningarlífi þjóðarinnar. Í hinum nýstofnaða háskóla var talið brýnast að leggja áherslu á rannsóknir á íslenskri menningu, enda var það íslensk tunga, bókmenntir og saga sem veittu Íslendingum sérstöðu sína gagn- vart Dönum og öðrum þjóðum. Gömlu embættis- mannaskólarnir þrír voru sameinaðir en aðeins ein ný deild var stofnuð, heimspekideild. Hannes Þor- steinsson hafði sagt á alþingi árið 1909: „Vér verð- um að útbúa þá deild svo að menntamenn úr öðrum löndum sæki þangað og viti, að hvergi sé betri kennslu að fá í norrænum fræðum en við íslenska háskólann…“ Þrjár nýjar kennarastöður voru stofnaðar: í heimspeki, í sögu Íslands og í íslenskri tungu og menningarsögu. Nú skyldi leggja alla áherslu á rannsóknir á íslenskri menningu til að efla þjóðina til sjálfstæðis. Háskóli Íslands er öflugt tákn um sjálfstæði landsins. Það kemur m.a. skýrt fram í þeirri stað- reynd að hátíðisdagur háskólans er 1. desember, en Ísland varð loks fullvalda ríki þann dag árið 1918. Björn M. Ólsen, fyrsti rektor Háskóla Íslands, hélt merka ræða við stofnun skólans. Hann benti á að háskóli væri í senn vísindaleg rannsóknar- og fræðslustofnun og það sem skiptir ekki minna máli, háskólinn væri í senn þjóðleg og alþjóðleg stofnun. Með stofnun háskólans hafði Ísland nú öðlast sess í hinum alþjóðlega vísindaheimi. Brostnar vonir Það er auðvelt að taka undir orð Björns M. Ólsen þegar hann sagði í sömu ræðu, að landsstjórnin ætti ekki að hafa afskipti af háskólanum að öðru leyti en því að gæta þess að hann skorti ekki fé til nauðsyn- legra útgjalda. Þetta hefur því miður brugðist hin síðustu ár. Á tæpri öld hefur nemendum fjölgað úr 45 árið 1911 í yfir 8.000. Árið 1911 var enginn stúd- Háskóli Íslands, sjál Íslands og íslensk m Eftir Önnu Agnarsdóttur ’ Menning er forsendasjálfstæðis og sjálfsmyndar þjóðar eins og stofnendur Háskóla Íslands gerðu sér fyllilega grein fyrir í upp- hafi 20. aldar. ‘ Í GREIN í Fréttablaðinu 18. mars sl. heldur Ei- ríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur fram þeirri skoðun að brýna nauðsyn beri til þess að gengið sé frá EES-aðild hinna 10 nýju að- ildaríkja ESB áður en skrifað sé undir aðild- arsamning þeirra að sambandinu 16. apríl nk. Að öðrum kosti sé voðinn vís, enda þurfi þá að bera EES-aðild ríkjanna undir þjóðþing allra aðild- arríkja ESB með tilheyrandi hættu á því að gömul deilumál tengd EES verði rifjuð upp og nýr og endurbættur EES-samningurinn verði e.t.v. felld- ur. Til grundvallar skoðun Eiríks virðist helst liggja sá skilningur að við fjölgun aðildarríkja ESB sé EES-samningurinn fallinn niður, nema sérstaklega semjist um áframhald hans og rýmk- un til nýrra ríkja. Þannig er gefið í skyn að Íslend- ingar og aðrar EFTA-þjóðir EES eigi þess einn kost að ganga þegar í stað til samninga við Fram- kvæmdastjórn ESB um breytingar á EES- samningnum eða standa uppi samningslausir. Þótt hér sé ekki ætlunin að gera lítið úr ýmsum vandkvæðum EES-samningsins er óhjá- kvæmilegt að leiðrétta nokkuð þessa mynd af stöðu samningsins. Það er ekkert einsdæmi að ESB (nánar tiltekið Evrópubandalagshluti ESB) sé aðili að milliríkja- samningum og heldur ekki að ESB sé aðili að milliríkjasamningi í samlagi með aðildarríkjum sínum, eins og á við um EES-samninginn. Þegar ný ríki ganga í ESB þurfa þau ekki aðeins að taka yfir stofnsáttmála sambandsins og allar afleiddar reglur sem settar hafa verið á vettvangi stofnana þess. Þau þurfa einnig að gerast aðilar að þeim milliríkjasamningum sem ESB er aðili að. Þessi meginregla er raunar lögfest sérstaklega að því er varðar EES-samninginn með 128. gr. hans, en þar kemur skýrlega fram að ríki sem gerist að aðili að ESB (nánar tiltekið Evrópubandalagshluta ESB) sé skylt að sækja um að gerast aðili að samn- ingnum. Það er því ljóst að hin nýju aðildarríki ESB og þjóðþing þeirra hafa ekki frjálst val um hvort þau gerast aðilar að EES-samningnum eða ekki, þeim ber einfaldlega skylda til þess. Hvert er þá vandamálið? Hvers vegna er því haldið fram að stækkun ESB hafi svona af- drifaríkar afleiðingar fyrir EES-samninginn? Jú, af hálfu EFTA-ríkjanna hefur verið farið fram á efnislega endurskoðun EES-samningsins í tilefni af því að fríverslunarsamningar við hin tilvonandi ESB-ríki munu falla niður. ESB hefur svarað kröfum EFTA-ríkjanna m.a. með kröfu um stór- auknar greiðslur í þróunarsjóði sína. Hér er ekki ætlunin að fjalla um pólitísk réttmæti krafna EFTA-ríkjanna eða ESB. Aðeins skal bent á að EES-samningurinn er í fullu gildi, bindandi fyrir ESB og aðildarríki þess, og skýr um hvernig skuli standa að aðlögun hans við fjölgun aðildarríkja sambandsins. Ef ekki nást samningar um breyt- ingar á EES-samningum er því einsýnt að hinum nýju aðildarríkjum ESB ber að gerast aðilar að EES-samningnum eins og hann liggur fyrir, þ.e. án þess að nokkrar efnislegar breytingar hafi ver- ið gerðar. Hin nýju aðildarríki geta ekki hafnað slíkri aðild einhliða án þess að brjóta um leið holl- ustuskyldu sína gagnvart ESB. Nú kann því að vera haldið fram aðalvanda- málið felist ekki í því að stækkun EES verði hafn- Stækkun ESB og fram Eftir Skúla Magnússon ’ Þótt hér sé ekki ætluninað gera lítið úr ýmsum vandkvæðum EES-samn- ingsins er óhjákvæmilegt að leiðrétta nokkuð þessa mynd … ‘ STRÍÐIÐ OG FJÖLMIÐLAR Donald Rumsfeld, hinn skýrmæltivarnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, sagði fyrir nokkrum dögum á blaðamannafundi í Pentagon að það væri nauðsynlegt að almenningur áttaði sig á að í sjónvarpi sæjust aðeins afmarkaðir þættir stríðsátakanna í Írak. Sjónvarps- áhorfendur sæju t.d. aðeins hluta þess sem væri að gerast í Bagdað. Sýn þeirra á sprengjuárásirnar þar takmarkaðist af sjónarhorni þeirra myndavéla sem kom- ið hefði verið upp hér og þar um borgina. Þetta er rétt. Sjónvarpsstöðvarnar sýna aðeins hluta þess sem er að gerast, þann hluta sem þær geta sýnt. Engu að síður hefur sú tækni sem þær búa yfir veitt fólki annars staðar í heiminum meiri upplýsingar um þetta stríð en áður hefur verið aðgangur að um fyrri stríð. Fréttamenn víðs vegar að ferðast með herdeildunum sem berjast á jörðu niðri og fyrstu fréttir um mikilvæga atburði berast oft frá þeim og eru síðan stað- festar, kannski nokkrum klukkustund- um síðar af stjórnvöldum í Bandaríkj- unum. Þessi víðtæka en þó takmarkaða fréttamennska er mikilvæg til þess að fólk geti fengið sem skýrasta mynd af því sem er að gerast á átakasvæðinu. Þá er einnig þýðingarmikið að fjölmiðlarnir sem eru á staðnum leggi áherzlu á að koma sjónarmiðum og upplýsingum Íraka á framfæri við umheiminn sem í sumum tilvikum gefur allt aðra mynd af átökunum en berst frá bandamönnum. Ekki er hægt að útiloka að stjórnvöld í Bandaríkjunum noti fjölmiðlana til þess að koma á framfæri upplýsingum sem valdið geti óróa og úlfúð í æðstu stjórn Íraka. Í vissum tilvikum geta það verið hagsmunir fjölmiðlanna að láta nota sig í þessu skyni og alla vega er ljóst að starfsmenn þeirra gera sér glögga grein fyrir þessari hættu. Hlutverk þeirra, sem vinna við að koma upplýsingum á framfæri við um- heiminn um hernaðarátök af því tagi sem nú standa yfir í Írak, er mikilvægt. Forsenda þess að þeir geti sinnt því hlut- verki er yfirburða þekking á málefnum þeirra þjóða sem við sögu koma í þessum heimshluta. Þeir taka ekki síður áhættu en her- mennirnir sjálfir eins og glögglega hefur komið í ljós í Írak nú þegar á fyrstu dög- um stríðsins. Það hefur mikið vatn til sjávar runnið frá því að William Howard Russel, sem margir telja mesta stríðsfréttaritara allra tíma, varð þjóðkunnur í Bretlandi vegna frétta sem hann sendi The Times í London af stríðsátökunum á Krímskaga fyrir 150 árum. En vinnubrögðin í grundvallaratriðum eru þau sömu. Það verður ekki nær því komizt að flytja réttar og sannar fréttir af stríðsátökum en að blaðamennirnir sjálfir séu á staðn- um þótt þeir verði vafalaust að sæta margvíslegum takmörkunum í sínu starfi. Fjölmiðlar verða ekki sízt dæmdir af frammistöðu þeirra þegar miklir atburð- ir eru að gerast. Það á við um stríðs- átökin í Írak sem eru líkleg til að breyta í grundvallaratriðum þeirri mynd sem við höfum af þessum heimshluta. TYRKLAND OG ÍRAK Fóru tyrkneskir hermenn inn íÍrak eða ekki? Á föstudag bárustfyrst fréttir um að á milli 1.000 og 1.500 léttvopnaðir tyrkneskir her- menn hefðu farið yfir landamærin og inn í Norður-Írak og var fullyrt að traustar heimildir væru fyrir herflutningunum. Á laugardag voru þessar fréttir hins vegar bornar til baka og lýstu bæði tyrkneski herinn og Abdullah Gul, utan- ríkisráðherra Tyrklands, yfir því að engir tyrkneskir hermenn hefðu farið yfir landamærin. Sólarhring áður hafði Gul hins vegar sagt að tyrkneskir her- menn myndu fara yfir landamærin. Á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC, var hins vegar sagt að þrátt fyrir þessar yfirlýsingar benti margt til þess að fréttir föstudagsins hefðu verið réttar og í gær sagði Tommy Franks, yfirmað- ur herja bandamanna, að tyrkneskar sveitir hefðu sést fara fram og til baka yfir landamærin. Ekki skýrðist málið þegar háttsettur embættismaður í Lýð- ræðisflokki Kúrda, KDP, sagði á blaða- mannafundi í Erbil í Norður-Írak að engir tyrkneskir hermenn hefðu sést innan landamæra Íraks og bætti við að þeir myndu mæta mótstöðu. Hér stangast hver yfirlýsingin á við aðra. Þetta mál sýnir hins vegar glöggt að í þeirri atburðarás sem nú er farin af stað í Írak eru margir óvissuþættir. George Bush Bandaríkjaforseti hefur varað Tyrki við því að senda hermenn inn í Írak. Tyrkneska stjórnin segist hins vegar ætla að grípa til nauð- synlegra ráðstafana til að tryggja ör- yggi landsins. Tyrkir hafa áhyggjur af því að alda flóttamanna skelli á þeim og hafa vísað til óstaðfestra frétta um að Íranar hafi lokað landamærum sínum fyrir flóttamönnum frá Írak. Í Persa- flóastríðinu fyrir 12 árum skapaðist neyðarástand þegar hálf milljón manna leitaði inn í Tyrkland. Tyrkir óttast einnig að leiti Kúrdar í Norður-Írak eft- ir sjálfstæði muni það verða vatn á myllu sjálfstæðisbaráttu Kúrda í Tyrk- landi. Tyrkir verða hins vegar að hugsa um meira en stöðuna á landamærum Íraks. Þjóðverjar gagnrýndu Tyrki um helgina og hótuðu að kalla heim þýskar áhafnir eftirlitsflugvéla á vegum Atlantshafs- bandalagsins. Belgar hótuðu einnig að kalla heim herlið sitt í Tyrklandi undir merkjum NATO og bættu við að þeir myndu einnig standa í vegi fyrir umsókn Tyrkja um aðild að Evrópusambandinu. Tyrkir eru ekki ánægðir með það að vera komnir upp að vegg vegna þessa máls. Tyrkir veittu Bandaríkjamönnum fyrir helgina leyfi til þess að fljúga í gegnum tyrkneska lofthelgi. Ljóst er hins vegar að tyrkneska þingið mun ekki leyfa að bandarískir hermenn fái að fara frá Tyrklandi inn í Norður-Írak. Í Tyrklandi hefur verið bent á að á meðan til stóð að bandarískir hermenn færu inn í Írak frá Tyrklandi áttu tyrkneskir hermenn að vera með í för, en nú sé Tyrkjum ekki treyst. Tyrkneskur þing- maður sagði í viðtali við BBC í gær- kvöldi að fyrir vikið væri engin ástæða til að treysta Bandaríkjamönnum. Tyrk- ir ætluðu ekki að hernema Norður-Írak, aðeins tryggja eigið öryggi, en Banda- ríkjamenn sæju ástæðu til að ögra bandamanni til 55 ára vegna þessa máls. Þessir atburðir bera vitni þeim óró- leika sem ríkir meðal nágranna Íraks. Um leið sýna þeir að þegar kemur að uppbyggingu og endurbótum eftir átök- in í Írak munu ýmsir vilja hafa áhrif á gang mála. Tyrkir hafa iðulega beitt minnihluta Kúrda í Tyrklandi hörku og ástandið á landamærum hefur löngum verið eldfimt. Yfirlýsingar tyrkneskra yfirvalda og forystumanna Kúrda í Norður-Írak um að ekkert hafi átt sér stað þrátt fyrir nokkuð traustar vís- bendingar um hið gagnstæða sýna hins vegar að hvorugur sér hag í að láta upp úr sjóða. Að minnsta kosti enn sem kom- ið er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.