Morgunblaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.03.2003, Blaðsíða 15
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. MARS 2003 15 RSH.is Dalvegi 16b • 201 Kópavogur Sími 544 5570 • Fax 544 5573 www.rsh.is • rsh@rsh.is Fyrir farartæki VERSLUN • VERKSTÆÐI Radíóþjónusta Sigga Harðar Talstöðvar sem þola nánast allt Fjarskipti eru okkar fag d i i © 20 03 Framtalsaðstoð Annast framtalsaðstoð fyrir einstaklinga með og án reksturs. Annast einnig frestbeiðnir. Pantið tímanlega í síma 511 2828 eða með tölvupósti bergur@fiton.is Skattaþjónustan ehf. Bergur Guðnason hdl. Garðastræti 37 – Sími 511 2828 Tryggðu þér síðustu sætin til Prag í apríl á ótrúlegu verði. Nú getur þú kynnst þessari fegurstu borg Evrópu og tryggt þér farmiða frá aðeins 19.550 og upplifað fallegasta tíma ársins í Prag. Hér upplifir þú mörg hundruð ára sögu á hverju horni og mannlíf og andrúmsloft sem á ekki sinn líka. Í boði eru spennandi kynnisferðir um kastalahverfið og gamla bæinn, eða til hins einstaklega fagra heilsubæjar Karlovy Vary, með íslenskum fararstjórum Heimsferða. Helgarferð til Prag 10. apríl frá kr. 29.950 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 19.550 Flugsæti til Prag, út 31. mars eða 7. apríl. Almennt verð með sköttum. M.v. heim- komu á fimmtudegi. Flug og skattar á mann miðað við að 2 ferðist saman, 2 fyrir 1. Verð kr. 29.950 Helgarferð til Prag, 10. apríl, 3 nætur. Flug og skattar. Verð kr. 39.950 Helgarferð til Prag, 10. apríl, 3 nætur. Flug, hótel og skattar. Verð á mann í tveggja manna herbergi m. morgunmat. Hotel Park, 4 stjörnur. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800. Vorið er komið í Prag. Í apríl er kominn 20 stiga hiti. Munið Mastercard ferðaávísunina Tryggðu þér síðustu sætin í vor 31. mars - síðustu sætin 3. apríl - 11 sæti 7. apríl - laust 10. apríl - 23 sæti 13. apríl - 8 sæti 17. apríl - 7 sæti Glæsileg hótel í hjarta Prag Park hótel Verð frá aðeins 2.900 M.v. 2 í herbergi á Parkhotel. BANDARÍSKIR embættismenn eru nú ítrekað spurðir að því á fund- um með fréttamönnum hvers vegna engin ummerki um efna- eða sýkla- vopn hafi fundist í Írak. Meint ger- eyðingarvopnaeign Íraka var helsta ástæða þess að Bretar og Banda- ríkjamenn ákváðu að fara með hern- aði gegn stjórn Saddams Husseins. Bandarískir embættismenn kveð- ast þess fullvissir að slík vopn muni finnast í Írak. Erfitt kunni hins veg- ar að reynast að finna þau því líklegt sé að þeim hafi verið dreift um land- ið og þá í heldur litlum vopnabúrum á hverjum stað. Íraski herinn hefur enn sem kom- ið er ekki beitt eiturgasi eða lífefna- vopnum gegn liðsafla bandamanna. Slíkum hleðslum hefur heldur ekki verið komið fyrir í flugskeytum þeim sem skotið hefur verið yfir landa- mærin og inn í Kúveit. Vangaveltur hafa því kviknað um að vera kunni að vopnabúr Saddams Husseins sé ekki jafn öflugt og af hafði verið lát- ið. Tommy Franks, herforingi og yf- irstjórnandi herfararinnar, sagði á fundi með fréttamönnum á laugar- dag að eitt helsta markmið aðgerð- anna væri að finna gereyðingavopn Íraka og uppræta þau. Aðspurður staðfesti Franks að þetta markmið hefði enn ekki verið uppfyllt. „Eng- inn vafi leikur á því að Saddam Hussein ræður yfir gereyðingar- vopnum. Þessi vopn munu finnast og hið sama á við um fólkið sem gætir þeirra og framleiddi þau.“ Franks kvaðst hins vegar ekki geta sagt til um hvenær þessum áfanga yrði náð. Ari Fleischer, talsmaður Banda- ríkjaforseta, tók í sama streng. Sagði hann að m.a. af þessum sökum hefðu ráðamenn í Bandaríkjunum ákveðið að gefa fulltrúum fjölmiðla tækifæri til að fylgjast svo náið með hernaðinum í Írak. Mikilvægt yrði að koma upplýsingum um gereyð- ingarvopnaeign Íraka á framfæri við umheiminn. George Bush Bandaríkjaforseti sagði í útvarpsávarpi á laugardag að eitt helsta markmið herfararinnar væri að finna gereyðingarvopn Íraka og uppræta þau. Forsetinn vék einnig að því að Saddam Huss- ein hefði átt samstarf við hryðju- verkamenn. Háttsettur, ónefndur embættis- maður í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna sagði í samtali við The Washington Post að mikilvægt væri fyrir Bandaríkjamen að finna þessi vopn og sýna þau umheimin- um. Slíkar upplýsingar myndu hafa mikla pólitíska þýðingu. Sagðist þessi viðmælandi telja mikilvægt að þetta gerðist „mjög fljótlega“. Sumir sérfræðingar og þá einkum í Evrópu hafa haldið því fram að Írakar ráði yfir litlum búnaði til að beita efna- og sýklavopnum. Þá kunni að vera að vopn þessi hafi ver- ið tekin í sundur til að auðvelda að fela þau fyrir vopnaeftirlitsmönnum Sameinuðu þjóðanna. Þá telja sér- fræðingar einnig hugsanlegt að ákveðið hafi verið að geyma vopnin og nota þau á síðari stigum átak- anna. Þannig kunni Lýðveldisvörð- urinn, sérsveitir Saddams Husseins, að hafa uppi áform um að nota þau við að verja Bagdad. Fyrirmælum ekki hlítt? Kenneth Adelman, sérfræðingur sem starfaði fyrir stjórn Ronalds Reagans og er nú í hópi ráðgjafa varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, telur líklegast að gereyðing- arvopn Íraka sé einkum að finna nærri Bagdad og Tikrit, heimabæ Saddams Husseins. „Eins getur ver- ið að við komumst að því að Saddam hafi gefið fyrirskipun um að vopnum skuli beitt en henni hafi ekki verið hlítt. Hættan á að gereyðingarvopn- um verði beitt minnkar með hverj- um degi vegna þess að með degi hverjum minnkar hollustan við leið- togann,“ segir Adelman. Bush forseti og Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra hafa sagt að hver sá sem gefi fyrirskipun um beitingu þessara vopna verði ákærð- ur fyrir stríðsglæp. Hvar eru ger- eyðingarvopnin? Washington. The Washington Post. ’ Þessi vopn munufinnast og hið sama á við um fólkið sem gætir þeirra og framleiddi þau. ‘ BANDARÍSKUR hermaður sem gætti handsprengna í herbúðum í Kúveit varð einum félaga sínum að bana og særði 12 aðra, þegar hann kastaði handsprengjum inn í tjöld þar sem hermenn lágu sofandi. Hermaðurinn var skotinn í fótinn og tekinn höndum eftir að atburð- urinn átti sér stað, aðfaranótt sunnudags. Hermaðurinn hefur ját- að að hafa staðið fyrir árásinni, að því er haft var eftir blaðamanni vikuritsins Time í gær. Maðurinn hefur ekki verið nafn- greindur, en hann mun vera lið- þjálfi. Fréttamaður Sky-sjónvarpsstöðv- arinnar, sem er í för með herdeild- inni sem hermaðurinn tilheyrir, sagði skelfingu hafa gripið um sig meðal hermannanna, sem hefðu margir talið að Írakar væru að gera áras, og tekið sér bardagastöðu við tjöld sín. Svo virtist sem hermað- urinn hefði kastað sprengjum inn í þrjú tjöld þar sem yfirmenn her- deildarinnar sváfu. Fljótlega töldu menn að tveir Kúveitbúar hefðu verið að verki, en grunur féll á bandaríska her- manninn eftir að í ljós kom að fjög- urra handsprengna var saknað af vakstöð hans. Fréttamaður Time sagði að hermaðurinn hefði nýlega hlotið áminningu fyrir óhlýðni. Yf- irmenn hans hefðu ákveðið að skilja hann eftir þegar herdeild hans hélt til Íraks. Bandarískur hermað- ur ræðst á félaga sína Kúveitborg, Washington. AFP. STJÓRNVÖLD í Jórdaníu vísuðu í gær fimm íröskum diplómötum úr landi. Jórdanía er fyrsta arabaríkið til að grípa til slíkra ráðstafana síð- an hernaðarátök hófust aðfaranótt fimmtudags og skýrði Marwan Moasher, utanríkisráðherra Jórdan- íu, ákvörðun stjórnvalda þannig að fimmmenningarnir hefðu gert til- raunir til að „grafa undan öryggi ríkisins“. Hann neitaði því að ákvörðun stjórnvalda væri til komin vegna þrýstings frá Bandaríkja- stjórn. Ákvörðun Jórdana varð til þess að Naji Sabri, utanríkisráðherra Íraks, sakaði þá um undirlægjuhátt við ráðamenn í Washington. „Þetta er óheppilegt. Ríkisstjórn Jórdaníu hefur orðið við skipunum Bandaríkj- anna,“ sagði Sabri, sem nú er stadd- ur í Kaíró í Egyptalandi en þar fer fram fundur Arababandalagsins í dag. Fréttaskýrendur vöruðu við því að ákvörðun stjórnvalda í Amman kynni að hafa slæmar afleiðingar fyrir þau en sl. fimmtudag tóku þús- undir manna þátt í mótmælum í borginni vegna stríðsins í Írak. „Þessi ákvörðun kemur á slæmum tíma og mun hafa neikvæð áhrif á al- menning í landinu,“ sagði fyrrver- andi ráðherra í ríkisstjórn Jórdaníu, sem óskaði nafnleyndar. „Stjórnin kann að halda því fram að hún hafi sjálf tekið ákvörðunina og að hún tengist ekki óskum Bandaríkja- stjórnar en ráðamönnum mun reyn- ast erfitt að sannfæra almenning um þetta.“ Fjórum Írökum vísað frá Ítalíu Á fimmtudag höfðu bandarísk stjórnvöld farið fram á það við rík- isstjórnir hvarvetna að slíta öll sam- skipti við fulltrúa stjórnar Saddams Husseins Íraksforseta, loka sendi- ráðum Íraks og frysta eignir Íraks- stjórnar erlendis, uns önnur stjórn væri tekin við í Bagdad. Flest arabaríkjanna hafa hafnað beiðni Bandaríkjamanna. Á hinn bóginn tilkynntu ítölsk stjórnvöld að þau hefðu orðið við beiðninni og að fjórum íröskum dipl- ómötum hefði verið vísað úr landi. Íröskum sendimönnum vísað frá Jórdaníu Amman, Róm. AFP. Hugsanlegt að ákvörðun stjórn- valda í Amman valdi ólgu meðal almennings

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.