Morgunblaðið - 27.03.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.03.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 27. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLENSKU menntasamtökin eru reiðubúin til að ræða við Hafnarfjarð- arbæ um að hann taki yfir rekstur leikskólans Tjarnaráss. Segir í frétta- tilkynningu frá stjórn samtakanna að frestur, sem þeim hefur verið gefinn til 10. apríl næstkomandi til að tryggja rekstur leikskólans, sé dauðadómur yfir rekstri samtakanna enda hafi fjölmiðlaumræða undan- farna daga skapað óvissu sem geri samtökunum ómögulegt að ráða til sín hæft starfsfólk. Á fundi sínum í gærmorgun fól fræðsluráð Hafnarfjarðar fræðslu- stjóra að rita ÍMS bréf þar sem sam- tökunum yrði gefinn frestur til 10. apríl næstkomandi til að skýra hvern- ig þau hyggjast tryggja áframhald- andi rekstur leikskólans þannig að ákvæði rekstrarsamnings samtak- anna við bæinn verði uppfyllt. Í samtali við Morgunblaðið sagði Magnús Baldursson, fræðslustjóri í Hafnarfirði, umrædd ákvæði rekstr- arsamningsins lúta að ráðningu stjórnenda, menntun þeirra o.fl. „Það hefur einnig verið mikil ólga meðal starfsfólks og það hefur sagt að stór hluti þess muni ekki vinna áfram und- ir stjórn ÍMS.“ Virða ætti rétt ÍMS á sanngjörnum greiðslum Í fréttatilkynningu frá stjórn ÍMS segir að það hafi valdið vonbrigðum að fræðsluráð hafi ekki tekið skýra af- stöðu um rekstur leikskólans til fram- tíðar. Ljóst sé að vegna fjölmiðlaum- ræðu undanfarinna daga muni seinkun á ákvarðanatöku þar að lút- andi, þótt ekki væri nema um nokkra daga, bitna á leikskólanum, starfs- fólki hans og börnunum enn frekar. „Seinkun ákvörðunar til 10. apríl, án staðfestingar á samningi til lengri tíma, er í raun dauðadómur fyrir leik- skólann undir yfirstjórn ÍMS. Til dæmis hafa ÍMS boðið kanadískum Montessori sérfræðingi til Íslands í viðtal um helgina. Hvorki hún né neinn núverandi starfsmanna munu vilja starfa með ÍMS undir þessu óör- yggi,“ segir í fréttatilkynningunni. Í ljósi þessara aðstæðna telja sam- tökin sig ekki geta unnið að þeim markmiðum sínum „að skapa börn- unum hlýlegt og ástríkt umhverfi, þar sem velferð þeirra og efling allra þroskaþátta er höfð að leiðarljósi. Næstbesti möguleikinn í stöðunni, með hagsmuni barnanna að leiðar- ljósi, er að bæjaryfirvöld taki yfir rekstur Tjarnaráss. ÍMS eru reiðubúin að ræða þetta við bæjaryf- irvöld. Barnanna vegna ætti þetta að gerast hratt og örugglega og virða ætti rétt ÍMS á sanngjörnum greiðslum vegna alls útlagðs kostn- aðar, m.a. upphafs- og efniskostnað- ar. Nauðsynlegt er að taka fram að ÍMS eru ekki að gefast upp eða gefa verkefnið frá sér.“ Þá er það undirstrikað að ÍMS hafi ekki brotið neitt af sér og að uppsagn- ir skólastjórnendanna tveggja hefðu ekki átt að vera næg ástæða til að að- vara samtökin og veita þeim fresti á borð við þann sem ákveðinn var í gær. Samtökin hafi lagt mikla fjármuni í skólastarfið og jafnvel rekið leikskól- ann með tapi í styttri tíma þar sem áætlanir lutu að því að rekstur leik- skólans yrði á höndum þeirra þegar til lengri tíma væri litið. „Nú er komið að bæjaryfirvöldum að bæta snarlega úr vanskilum vegna Áslandsskóla og semja um yfirtöku Tjarnaráss.“ Segir að ÍMS muni nú einbeita sér að fræðsluverkefni í samvinnu við dr. Howard Gardner, upphafsmann kenningar um fjölgreind, og nokkra aðra sérfræðinga í menntun. Skulda framkvæmdastjóra afsökunarbeiðni Þá vilja samtökin koma eftirfar- andi athugasemd á framfæri: „Bæjaryfirvöld hafa vísað í sam- starfsörðugleika við framkvæmda- stjóra ÍMS sem ástæðu uppsagn- anna. Rétt er að benda á að framkvæmdastjóri ÍMS var í Ind- landi milli nóvember og febrúar og uppsagnarbréf aðstoðarleikstjóra er dagsett 5. febrúar. Á þessu tímabili hitti framkvæmdastjóri ÍMS aðstoð- arleikskólastjórann aðeins einu sinni í 5 mínútur til að færa henni gjöf frá Indlandi. Okkur finnst bæjaryfirvöld skulda henni afsökunarbeiðni.“ Íslensku menntasamtökin um Tjarnarás í Hafnarfirði Reiðubúin að ræða við bæinn um yfirtöku NÝSTOFNUÐ Sam- tök stofnfjáreigenda Sparisjóðs Reykjavík- ur og nágrennis, SPRON, fengu tvo menn kjörna í stjórn SPRON á aðalfundi í gærkvöld. Pétur Blön- dal veitir listanum for- ystu en annað sætið skipar Hildur Njarð- vík. Listinn fékk 5.908 atkvæði en listi stjórn- ar 6.444 atkvæði og þrjá menn kjörna, Jón G. Tómasson formann, Hildi Petersen og Árna Þór Sigurðsson. Þetta er í fyrsta sinn í 70 ára sögu SPRON sem tveir listar eru í framboði til stjórnar. Pétur Blöndal sagði eftir kosn- inguna fylgi síns lista hafa verið meira en hann átti von á. Hann sagði fyrir fundinn að allt umfram þriðjungur atkvæða væri sigur fyr- ir listann. „Þannig að þessi nið- urstaða er sigur fyrir okkur og litla fjárfesta en allir stofnfjáreigendur SPRON eru litlir fjárfestar.“ Þegar niðurstaða kosningarinnar var ljós bauð Jón G. Tómasson nýja stjórnarmenn velkomna. „Nú er málið að taka höndum saman. Við verðum að hugsa um hagsmuni Sparisjóðsins, þeir eru í fyrirrúmi.“ En Jón og Pétur greindi á um ýmislegt í erindum sínum á aðal- fundinum. Sagði Jón að nauðsyn- legt væri að standa vörð um sjálf- stæði SPRON en Pétur taldi að breytt fjármálaumhverfi kallaði á sameingingu og samstarfs lítilla fjármálastofnanna vegna harðnandi samkeppni. Jón sagði í erindi sínu liðið starfsár hafa að mörgu leyti verið gott rekstrarár fyrir Sparisjóðinn en að það hefði þó einkennst af átökum og hörðum deilum sem enn virtist ekki sjá fyrir endann á. „En hvað er það sem nú stendur upp úr? Það er í fyrsta lagi að núna liggur fyrir endanlegur úrskurður um það að Búnaðarbankinn og stofnfjáreigendurnir fimm eru ekki hæfir til að fara með virtan eign- arhlut í SPRON og þar með stenst tilboð þessara aðila ekki lög. Til- boðið sem varð kveikjan að þeim átökum sem ég nefndi.“ Jón sagði að Sparisjóðurinn stæði eftir árið sem sterk fjár- málastofnun og sá arður sem greiddur var stofn- fjáreigendum á þessu ári væri meiri en ann- arra fjármálstofnana. Jón rifjaði upp að á aðalfundi fyrir ári var einróma samþykkt að reyna breytingu á SPRON í hlutafélag og að stjórnin hefði unnið að því. En þá hafi heyrst af fyrir- hugðu tilboði Búnað- arbankans og fimm stofnfjáreigenda í sjóðinn. Sagði Jón að í greinargerð Fjár- málaeftirlitsins frá 19. júlí sl. kæmi fram að stjórn SPRON bæri að hafna framsali á stofnfjárbréfum. Eftirlitið komst að sömu niðurstöðu um tilboð Starfsmannasjóðs SPRON sem stofnaður var sl. sumar. „Þetta er lykilatriði í öllu þessu máli,“ sagði Jón. Þá sagðist hann undra að van- trauststillaga hefði komið fram á stjórn sjóðsins sem aðeins vildi fara að lögum. „Ef stjórnin hefði samþykkt framsal þvert á þessi af- dráttarlausu fyrirmæli eftirlitsins var því lögum samkvæmt skylt að grípa til aðgerða gegn stjórn spari- sjóðsins.“ Sagði Jón að með því hefði stjórnin brugðist trausti við- skiptavina sinna, starfsmanna og stofnfjáreigenda. Hann sagði stjórn SPRON hafa leitað lögfræ- ðiálits um með hvaða hætti bæri að bregðast við beiðni stofnfjáreig- enda um samþykki fyrir framsali á stofnfé á hærra verði en endur- metnu nafnverði. Niðurstaða þess liggur enn ekki fyrir. „Stjórnin hefur leitast við að finna leiðir til verðmætaaukningar í viðskiptum með stofnfé en setur tvö skilyrði, að farið sé að lögum og að sjálf- stæði og tilvist Sparisjóðs Reykja- víkur verði áfram tryggð.“ Þá sagði Jón að eftir atburði liðins sumars hefði tillaga um að breyta SPRON í hlutafélag verið lögð til hliðar að sinni. Lauk Jón erindi sínu með því að segja að engri fjár- málastofnun væri til framdráttar að verða skotspónn í átökum og umræðum sem þeim er urðu um SPRON á síðasta ári. „Það skaðaði ímynd SPRON og það skaðaði ímynd Búnaðarbankans.“ Sagði Jón markmið stjórnarinnar vera þau að SPRON verði áfram rekinn sem sjálfstætt fjármálafyrirtæki, að hann gefi góðan arð og að leitað verði lausna til að mæta óskum þeirra stofnfjáreigenda sem vilja eiga þann kost að selja stofnfé sitt á hærra verði en framreiknuðu nafnverði. Breyttur fjármálamarkaður Pétur Blöndal sagði í ræðu sinni fyrir kosninguna á fundinum að SPRON væri of lítil eining, sjóð- urinn stæði frammi fyrir breyttum fjármálamarkaði þar sem einka- væðing bankanna stæði upp úr. Þá færi samkeppni harðnandi og sam- runi og samstarf færi vaxandi. „Ég tel að í ljósi þeirra breytinga sem fjármálamarkaðurinn stendur frammi fyrir þurfi SPRON að finna samstarfsaðila. Litlar einingar þurfa að sameinast og finna sam- starfsaðila annaðhvort með eigna- tengslum eða nánu samstarfi. Þetta þarf Sparisjóðurinn að gera.“ Sagði Pétur að ef breyting SPRON í hlutafélag hefði gengið eftir hefði hann ráðlagt öllum að innleysa bréfin sín þar sem arður þeirra hefði aðeins orðið um 11%. Þá ræddi hann um nýlega laga- setningu um Sparisjóði sem hefði orðið til þess að stofnfjáreigendur gætu ekki lengur selt bréfin sín. „Markmiðið hlýtur að vera að gera stofnfjáreigendum kleift að selja stofnfé sitt á sanngjörnu markaðs- verði eins og hugmyndir voru uppi um síðastliðið sumar.“ Að lokum sagðist Pétur hafa fundið lausn til að nýta sparisjóðs- lögin í þágu stofnfjáreigenda. „Það er nefnilega einn rökrænn galli við lögin og ég er búinn að finna hann. Og ég ætla að nota þann galla við lögin ykkur til framdráttar og það er algjörlega löglegt eins og þið munið sjá.“ Ný stjórn SPRON kosin á aðalfundi í gærkvöldi Listi Péturs fékk tvo menn kjörna Jón G. Tómasson ROKKSVEITIN The Yardbirds, sem heldur tónleika í Broadway í kvöld, kom til landsins í gær. Sveitin inniheldur nú gítarleikarann Gypie Mayo, munnhörpuleikarann John Glen, bassaleikarann og söngvarann John Idan og upprunalegu meðlim- ina þá Jim McCarty, höfuðlagasmið og trymbil og hryngítarleikarann Chris Dreja. Sveitin hefur staðið í ströngu að undanförnu að kynna nýja plötu sína, Birdland, sem inni- heldur ný lög í bland við endur- hljóðritanir á eldra efni. Morgunblaðið/Jim Smart Yardbirds komin SKIPT var um meirihluta á bæjar- stjórnarfundi í Vestmanneyjum í gærkvöld og Andrés Sigmundsson var kjörinn forseti bæjarstjórnar og skipt var um meirihluta í öllum helstu nefndum bæjarins. Óljóst er hvort skipt verður um bæjarstjóra. Lúðvík Bergvinsson, V-lista, segir það merkilegt að á fundinum hafi Sjálfstæðisflokkurinn og hluti Fram- sóknarflokksins sameinast í minni- hluta og lagt fram sameiginlega yf- irlýsingu á fundinum. „Ég hef aldrei á mínum pólitíska ferli hér í Vest- mannaeyjum orðið var við aðra eins rógsherferð og gegn Andrési Sig- mundssyni. Í dag tók steininn úr þegar þessi nýi minnihluti lagði fram sameiginlega yfirlýsingu. Ég get vart ímyndað mér annað en Andrés muni láta á þessi orð reyna fyrir réttum aðilum. Þetta var punkturinn yfir i-ið í mestu rógsherferð sem ég veit til að Sjálfstæðisflokkurinn hafi rekið hér í Eyjum og er þó af ýmsu að taka. “ Aðspurður segir Lúðvík að mál- efni bæjarstjóra hafi ekki verið rædd sérstaklega á fundinum. „Hann var ráðinn til ákveðinna verka að kröfu Sjálfstæðisflokksins og við þurfum að ræða við hann hvaða hugmyndir hann hefur og hvort við getum myndað það trúnaðarsamband sem þarf að vera. Við höfum ákveðið að gefa okkur tíma til þess.“ Andrés sagði að engin ákvörðun hefði verið tekin um framtíð Inga Sigurðssonar sem bæjarstjóra. „Nýr meirihluti hefur gefið sér tvo mánuði til að fara yfir rekstur bæjarins,“ sagði Andrés. Nýr meirihluti myndaður í Eyjum Óljóst um framtíð bæjarstjórans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.