Morgunblaðið - 27.03.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 27.03.2003, Blaðsíða 50
FRÉTTIR 50 FIMMTUDAGUR 27. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Rannsóknarframlag bankanna og Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands Markets, Globalization and Lessons from Experimental Economics Nóbelsverðlaunahafinn dr. Vernon L. Smith flytur erindi í hátíðasal Háskóla Íslands, laugardaginn 29. mars kl. 14.00. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og verður þátttakendum gefinn kostur á að bera fram fyrirspurnir að honum loknum. Dr. Smith er prófessor við George Mason University og hlaut hann nóbelsverðlaun í hagfræði árið 2002 fyrir rannsóknir í tilraunahagfræði. Eftir fyrirlesturinn verða léttar veitingar í boði. Allir velkomnir SKEMMUVEGUR NÝJA BYKO-HÚSIÐ Í þessu vel staðsetta húsi er til sölu 675 fm húsnæði á jarðhæð. Góð aðkoma og næg bílastæði. Mögulegt er að skipta húsnæðinu upp í fimm 125 fm einingar með innkeyrsludyrum. Góð lofthæð. Laust 1. apríl. Upplýsingar gefur Brynjar Harðarson á skrifstofu eða í síma 896 2299. „ÞÓTT saga skógræktar í Reykja- vík sé ekki löng er hún einstaklega fróðleg og skemmtilegt viðfangs- efni sem ekki hafa verið gerð ít- arleg skil. Skógræktarfélag Reykjavíkur vildi leggja sitt af mörkum og leitaði til Gísla Gests- sonar kvikmyndagerðarmanns um að gera stutta sjónvarpsþætti þar sem þessari sögu er brugðið upp og sýnd breytt ásýnd Reykjavík- ur,“ segir m.a. í frétt frá Skóg- ræktarfélagi Reykjavíkur. Fyrsti þátturinn verður sýndur í Ríkis- sjónvarpinu í kvöld, fimmtudags- kvöldið 27. mars. Hann heitir Breytt ásýnd Reykjavíkur og fjallar um sögu skógræktar í Reykjavík og hvernig borgin hefur breyst frá því að vera gróðurlitlir melar og grýtt holt yfir í gróð- ursæla borg prýdda fögrum trjám þannig að nú er talað um borg- arskógrækt í Reykjavík. Viku síð- ar verður fjallað um einstök tré í Reykjavík. Saga elstu trjáa Reyk- víkinga er stuttlega rakin og hvar þau eru í borginni. Síðasti þátturinn er um græna trefilinn. Þar er sagt frá hvernig grænu svæðin innan höfuðborgar- innar fléttast yfir í útmörk hennar og mynda svokallaðan grænan trefil ofan byggðar frá Esjuhlíðum og suður fyrir Hafnarfjörð. Öll skógræktarfélögin á höfuðborgar- svæðinu hafa unnið með sínum sveitarfélögum að uppbyggingu hans. Þá segir í frétt Skógræktar- félagsins að Gísli Gestsson sé þekktur fyrir áhuga á málefnum tengdum skógrækt og hafi gert ýmsa sjónvarpsþætti, meðal ann- ars þætti vegna átaksverkefnis um landgræðsluskóga og nú síðast þátt um endurbyggingu Skrúðs í Dýrafirði. Víðsjá kvikmyndagerð annaðist gerð þáttanna og Fujifilm-umboðið á Íslandi, Ljósmyndavörur ehf., kostaði gerð þeirra. Sjónvarpsþættir um trjá- og skógrækt í Reykjavík Morgunblaðið/Þorkell TRÚNAÐARRÁÐ fanga á Litla- Hrauni hefur samþykkt ályktun um skaðsemi kannabisefna. Þar segir: „Undanfarna daga og vikur hefur átt sér stað umtalsverð umræða í fjöl- miðlum um kannabisefni og lögleið- ingu þeirra á Íslandi. Óhætt er að segja að þeir sem þekkja þessa teg- und fíkniefna hvað best og verða að teljast nokkuð sérfróðir um málið eru staddir í fangelsinu Litla-Hrauni. Af því tilefni sá trúnaðarráð fanga á Litla-Hrauni ástæðu til að fjalla sér- staklega um málið. Í kjölfar þess vill trúnaðarráð koma því á framfæri að það sé í raun fáránlegt að halda því fram að kannabisefni séu hættuminni en önnur fíkniefni og jafnvel óskað- leg. Staðreyndin er sú að skaðsemi kannabisneyslu er mikil og höfum við horft upp á marga ógæfumenn fara illa út úr slíkri neyslu. Langvarandi neysla kannabisefna hefur fjölmargar neikvæðar afleið- ingar. Þeir sem leiðast út í daglega meðferð efnisins þurfa að ganga í gegnum langa meðferð sem getur staðið lengur en ár og sumir hverjir hafa endað ferilinn á Kleppi eða öðr- um slíkum stofnunum. Kannabisfíkl- ar verða þunglyndir og óhæfir til vinnu auk þess sem mikil reiði getur brotist út í fráhvörfum. Þá má segja frá því að fjölmargir koma á Litla- Hraun eftir kannabisneyslu og eru á þeim tíma nær ólæsir og óskrifandi. Það er útilokað að bera kannabis- efni saman við áfengi eins og oft vill verða í þessari umræðu. Þeir sem neyta áfengis eru margfalt fleiri en neytendur kannabisefna og þrátt fyr- ir ákveðna skaðsemi áfengisneyslu er hún í dag orðinn hluti af slíkri menn- ingu. Það fer ekkert á milli mála að neysla kannabisefna getur verið jafn skaðleg og önnur fíkniefnaneysla og vísum því á bug allri umræðu um skaðleysi þeirra og lögleiðingu. Við skorum á þá sem eru hlynntir kanna- bisefnum, jafnt sem öðrum eiturlyfj- um, að endurskoða afstöðu sína.“ Undir ályktunina rita fangar í stjórn trúnaðarráðs sem hafa hlotið samtals fjörutíu og eins árs fangelsi fyrir brot í tengslum við fíkniefni. Fangar segja kanna- bis mjög skaðlegt Kvenréttindafélag Íslands efnir til fundar um lífeyrissjóðamál laug- ardaginn 29. mars nk. kl. 10.00 að Hallveigarstöðum, Túngötu 14, undir yfirskriftinni „Sjóðir samlyndra hjóna“. Á dagskrá verða lífeyrisrétt- indi kvenna, krafa við búskipti, samn- ingur hjóna um skiptingu lífeyrisrétt- inda, lagafrumvarp um lífeyrisréttindi, lífeyrisréttindi op- inberra starfsmanna. Kl. 12.00 verður borinn fram léttur hádegisverður. Að honum loknum hefst aðalfundur Kvenréttindafélagsins. Áætlað er að fundarlok verði eigi síðar en kl. 14.00. Á NÆSTUNNI Vetnisvæðing á Íslandi. Málstofa á vegum Umhverfisstofnunar Háskóla Íslands, í samstarfi við Líffræðistofnun, umhverfis- og byggingarverkfræðiskor, og jarð- og landfræðistofu Raunvís- indastofnunar verður fimmtu- daginn 27. mars kl. 16:15 í húsi verk- og raunvísindadeilda Háskólans, VR-II við Hjarð- arhaga, stofu 157. María Hildur Maack, M.Sc., umhverfisstjóri Íslenskrar NýOrku fjallar um forsendur, tækniframfarir og framtíðarhorfur vetnisvæðingar á Íslandi. Stofnun og hlutverki Íslenskrar NýOrku verða gerð skil. Lýst verður þeim verkefnum sem eru í bígerð og þá sérstaklega ECTOS-verkefninu. Dagana 24.–25. apríl verður haldin hér á landi í boði NýOrku alþjóðleg ráðstefna um vetnisvæð- inu (sjá heimasíðu www.newen- ergy.is). Rabb á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum. Fimmtudaginn 27. mars flytur Nína Rós Ísberg mannfræðingur erindið „Íslenskun erlendra kvenna. Aðlögun þýskra kvenna að íslensku samfélagi“ í stofu 101 í Lögbergi kl. 12–13. Rabbið er kynning á rannsókn Nínu Rósar á þýskum konum sem komu til Íslands 1949 sem vinnu- afl, aðallega í landbúnaði, og gift- ust hér og eignuðust fjölskyldur. Rannsóknin byggist á minningum þessara kvenna um upplifun þeirra fyrstu árin og reynslu þeirra af aðlögun við íslenskt sam- félag og hvernig nánasta umhverfi brást við með beinum eða óbein- um hætti við að gera þær hæfar sem mæður íslenskra barna og góðar íslenskar húsmæður og eig- inkonur. Aðalfundur Náttúrulækninga- félags Reykjavíkur verður hald- inn fimmtudagskvöldið 27. mars kl. 20:00 í húsi Eddu – útgáfu, Suðurlandsbraut 12, 7. hæð. Á dagskrá eru venjuleg aðalfund- arstörf og í lokin mun Bridget Ýr McEvoy verkefn- isstjóri í hjúkrun á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði halda erindi um lífsgleði. Veitingar verða í boði félagsins. Ungmenni funda með fulltrúum borgarstjórnar. Fimmtudaginn 27. mars kl. 11:00 fundar Reykja- víkurráð ungmenna með fulltrúum borgarstjórnar í Ráðhúsi Reykja- víkur á opnum fundi. Fundinn sitja 8 ungmenni úr Reykjavíkurr- áði og 7 borgarfulltrúar. Ung- mennin munu tala fyrir tillögum Reykjavíkurráðs ungmenna og borgarfulltrúar veita andsvör. Borgarstjóri mun sitja fundinn sem stýrt verður af forseta borg- arstjórnar. Undanfarin ár hefur eitt af helstu markmiðum Íþrótta- og tóm- stundaráðs Reykjavíkur í æsku- lýðsmálum verið að vinna með lýð- ræði og ungt fólk. Í janúar 2002 var Reykjavíkurráð ungmenna formlega stofnað eftir langan að- draganda. Í ráðinu eiga sæti tveir fulltrúar úr þeim átta ungmennaráðum sem starfa í hverfum borgarinnar og hófu starfsemi haustið 2001. Alls eru 16 ungmenni á aldrinum 13–18 ára sem mynda Reykjavíkurráð ungmenna. Fjölmiðlar og ímynd innflytj- enda Opin málstofa Alþjóðahúss fimmtudaginn 27. mars kl. 17:00 fer fram málstofa í Kornhlöðunni um ímynd innflytjenda í íslenskum fjölmiðlum. Til máls taka dr. Her- dís Þorgeirsdóttir, dr. Þorbjörn Broddason, Anna G. Ólafsdóttir og Pawel Bartoszek. Ævar Kjart- ansson stýrir umræðunum og fulltrúar stærstu fjölmiðlanna taka þátt í pallborðsumræðum. Allir eru velkomnir. Bingó í Breiðholtsskóla. Hið ár- lega bingó verður haldið í hátíð- arsal Breiðholtsskóla fimmtudag- inn 27. mars, frá kl. 18:00 til 19:30. Það er Foreldra- og kenn- arafélag Breiðholtsskóla sem stendur fyrir því. Spjaldið kostar 250 kr. Það eru tilmæli til foreldra að senda ekki yngstu börnin ein. Í DAG Samtökin ’78 verða með hádeg- isfyrirlestra í Háskóla Íslands í samvinnu við félagsvísindadeild Háskóla Íslands, Mannréttinda- skrifstofu Íslands og FSS, Félag samkynhneigðra og tvíkyn- hneigðra stúdenta. Sex fyrirlestrar eru á dagskrá á vormisseri og sá fimmti í röðinni er haldinn föstudaginn 28. mars kl. 12 í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands. Þar flytur dr. Ólafur Þ. Harðarson prófessor fyrirlestur sem hann nefnir Samkynhneigð og breytingar á gildismati. Í fyr- irlestrinum ræðir Ólafur um þjóð- félagsþróun og breytingar á gild- ismati á Vesturlöndum síðustu áratugi. Ólafur fjallar um fjölþjóð- legar rannsóknir á gildismati al- mennings, meðal annars um breytingar á afstöðu til samkyn- hneigðra. Að honum loknum gefst áheyrendum kostur á að bera fram spurningar og taka þátt í stuttum umræðum. Á MORGUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.