Morgunblaðið - 27.03.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.03.2003, Blaðsíða 40
UMRÆÐAN 40 FIMMTUDAGUR 27. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ AUÐVITAÐ er matvælaverð hér á landi mun hærra en gerist og geng- ur í nágrannalöndunum. Engu að síður er umræðan um samanburð á matvælaverði hér og annars staðar þvæld og hlaðin þreytu og oft á villi- götum. Nú kann að rætast úr. Rétt fyrir jól samþykkti Alþingi að láta kanna þessi mál og að skýringar yrðu fundnar við áleitnum um mun á matvælaverði hér og annars staðar innan 6 mánaða. Íslenskir neytendur fá því sannleikann fljótlega eftir kosningar í vor. Á síðustu misserum hafa tvær er- lendar verðkannanir verið til um- ræðu hér. Fyrst ítarleg skýrsla sem norska hagstofan gaf út og sýndi að matvælaverð hér á landi á árinu 2000 var 69% hærra en innan ESB. Í Nor- egi var matvælaverð 62% hærra. Lægst Norðurlanda reyndist vera Finnland sem var 10% yfir meðaltali ESB. Seinni könnunin var gerð af töl- fræðistofnun Evrópusambandsins (Eurostat) vorið 2001. Þar kom í ljós að matvæli voru 48% dýrari hér, miðað við meðaltal ESB. Kjötið var 53% dýrara og mjólkurvörurnar 41% dýrari. Í samanburði sem þessum má auðvitað ekki gleyma að bæði gengið og virðisaukaskattur á mat- vælum skipta miklu máli. Verðlag á grænmeti hefur líka lækkað mikið hér á landi síðan þessar kannanir voru gerðar. Hver gætu áhrifin orðið af lækkun matvæla hér á landi, t.d. með aðild að ESB? Ætla má að meðalútgjöld meðalheimilisins (2,82 manns), til matvæla séu rétt tæpar 50 þúsund krónur á mánuði, eða um 600 þúsund krónur á ári. Möguleg lækkun færi að miklu leyti eftir þeim áherslum sem uppi væru í samningum. Yrði hugsað ein- göngu um hag framleiðenda yrði lækkunin eflaust ekki mikil, en ef hagur neytenda yrði tekinn fram yfir væri ýmislegt hægt, það sýnir reynsla Finna augljóslega. Sam- kvæmt könnuninni frá 2001 er hægt að finna niðurstöðuna í töflunni: Þarna gæti verið um stórar upp- hæðir að ræða og það má ekki gleyma því að þetta er hreinn kaup- máttarauki, peningar sem aldrei færu upp úr vösum neytenda. Ég tel að það sé hægt að lækka matarverð verulega með meira frjálsræði, minnkun hafta og skipu- lagsbreytingum. Það þarf auðvitað ekki neina ESB-aðild til þess að ná því fram, en hún ýtir auðvitað á. Finnland gekk í ESB 1995. Mat- vælaverð lækkaði strax um 10% á milli áranna 1994 og 1996. Margar vörur lækkuðu enn meira, t.d. svína- kjöt og kjúklingar um 30–35%. Verð til framleiðenda lækkaði mikið, eða um 20–60%, og margir reiknuðu með að framleiðslan myndi minnka, en það gerðist ekki. Aðildin hefur því ekki leitt til minni framleiðslu land- búnaðarvara. Margir Norðmenn telja að landbúnaðurinn í Noregi lík- ist mikið þeim finnska áður en Finn- land gekk í ESB. Því séu sömu möguleikar fyrir hendi þar. Umræðan um matvælaverð hefur verið mikil í Noregi að undanförnu í takt við aukna umræðu um ESB-að- ild. Norskir sérfræðingar virðast nokkuð sammála um að verð á mat- vöru myndi lækka verulega við inn- göngu í ESB og að það gæti orðið svipað og í Svíþjóð. Þessar skoðanir og útreikningar byggjast á Eurostat könnuninni 2001. Samkvæmt henni var matvælaverðið í Noregi 35% hærra en í Svíþjóð. Í kosningabaráttunni um ESB 1994 hélt Gro Harlem Brundtland því fram að landamæri Svíþjóðar yrðu að einu löngu búðarborði ef Norðmenn gengju ekki í ESB. Þessi spádómur virðist vera að rætast og landamæraverslunin hefur aukist ár frá ári og mun fara upp í um 100 milljarða króna í ár. Matvælaverð í Svíþjóð var 8% lægra en það norska 1994 þegar báð- ar þjóðirnar stóðu utan ESB. 1998 var matarverðlagið í Svíþjóð orðið 21% lægra en það norska. Í tímariti norsku neytendasamtakanna, 10. hefti 2002, er fjallað um landamæra- verslun. Þar segir m.a. í fyrirsögn: „Ef þú ferð tvisvar yfir landamærin til þess að versla og kaupir leyfilegt magn ertu búinn að spara þér fyrir sólarlandaferð“. Þumalfingursregl- an er sú að vörurnar fást á hálfvirði miðað við Noreg, þú sparar sem sagt jafnmikið og þú eyðir. Blaðið kann- aði tilgátuna og fann út að vörukarfa sem kostaði 2.000 Nkr. í Svíþjóð kostaði 4.100 Nkr. í Noregi, þ.e. meira en tvöfaldur munur. Reglan er sú að hver einstaklingur má versla fyrir 2.000 Nkr. í eins dags ferð. Ef maður gistir eina nótt hækk- ar kvótinn upp í 5.000 krónur. Mögu- legur sparnaður við þá nótt gerir mun meira en að borga svítu á lúx- ushóteli. Þarna er sett upp dæmi fyr- ir par frá Bergen sem flýgur frá Bergen til Ósló, tekur lest til Gard- ermoen og þaðan leigubíl til Svine- sund handan landamæranna. Parið kaupir fullan kvóta, alls um 200 kg af vörum, gistir á hóteli um nóttina, lætur senda vörurnar til Bergen með frakt og á samt sem áður 1.000 Nkr. eftir af sparnaði upp á 10.000 Nkr. Þetta sýnir að verðmunurinn milli Noregs og Svíþjóðar er algerlega út í hött, það gildir auðvitað líka um okk- ur. Matvælaverð og ESB-aðild Eftir Ara Skúlason „Ég tel að það sé hægt að lækka matarverð verulega.“ Höfundur er hagfræðingur og áhugamaður um Evrópumál. Lækkun niður að: Lækkun kr. á mánuði kr. á ári Meðaltali ESB 32% 16.000 192.000 Verðlagi í Finnlandi 24% 12.000 144.000 Verðlagi í Danmörku 14% 7.000 84.000 Meðaltali Fin., Dan. og Sví. 21% 10.500 126.000 KUÐUNGSÍGRÆÐSLA er til- tölulega nýleg aðgerð sem fer þannig fram að komið er fyrir raf- skautum í innra eyra heyrnar- skertra. Tæki sem nemur hljóð sendir rafboð inn í kuðunginn og áfram eftir heyrnartauginni til heilans. Þessi grófu boð nægja mörgum til þess að greina allvel talað mál og er nú þegar hópur notenda slíkra tækja á Íslandi. Svo einkennilegt sem það kann að virð- ast hefur staðið styr um það hvort yfirhöfuð sé rétt að framkvæma þessa aðgerð á börnum – en hjá þeim er mest von um bót – og hafa ýmsir heyrnarskertir og talsmenn þeirra haldið því fram að ráðríkir sérfræðingar væru með aðgerðinni að grípa inn í tilveru barna sem tilheyrðu einfaldlega minnihluta- hópi er ætti sér táknmál að móð- urmáli. Slík afskiptasemi væri menningarkúgun sem leiddi til lé- legrar sjálfsmyndar og félagslegr- ar einangrunar. Þetta sjónarmið hefur líklega ekki fyrr verið orðað skýrar og af- dráttarlausar á Íslandi en í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu 28. feb. sl. við Stuart Blume, prófess- or, fyrirlesara á málþingi sem Fé- lag heyrnarlausra stóð fyrir. Auk almennra röksemda tekur hann dæmi af heyrnarlausum syni sín- um sem hefði líklega getað „fengið fulla heyrn“ við slíka ígræðslu en fjölskyldan ákvað að senda ekki í aðgerð enda hefði hann þá „tapað miklu meira á öðrum vettvangi“ og ekki „passað inn neins staðar“. Hér er svo alvarlegum staðhæf- ingum slegið fram, sem varða heill og hamingju barna, að rétt er að staldra við. Hyggjum fyrst að samanburð- ardæmi: Fyrir alllöngu ríkti sú skoðun um máltöku barna að eig- inlegt tvítyngi, þ.e. fullkomlega jafngott vald á tveimur tungumál- um, væri ekki mögulegt; börn gætu aðeins lært eitt mál með beinni móðurmálsaðferð (sbr. „Su- zuki-aðferð“ í tónlist), önnur mál yrðu alltaf lærð óbeint samkvæmt reglum. Þessi kenning hefur nú þokað fyrir hinni að tvítyngi, og jafnvel fleirtyngi, sé mögulegt, að börn geti lært fleiri en eitt tungu- mál „beint“ og verið jafnvíg á þau: hugsað, talað og dreymt á þeim til skiptis. Kenningin sem Blume boð- ar er um menningarlegt eintyngi, hliðstætt hinu málfarslega: Börn geta aðeins tilheyrt einum menn- ingarheimi og skilið til hlítar. Raunar er kenningin svo almenn og róttæk að Blume leyfir sér að fullyrða að ef hvítir foreldrar ætt- leiði þeldökkt barn lendi það í menningarlegri vegleysu, þar sem það nái ekki að „kynnast menn- ingu uppruna síns“. Verður ekki betur séð en að Blume boði hér ómengaða kynþáttahyggju (ras- isma) um að börn séu fædd með eitthvert menningargen, t.d. blökkumannsgenið, sem verði að fá að blómstra. Þetta er ótrúleg lesn- ing. Hugmyndir Blumes sækja að Kuðungs- ígræðslur og eintyngi Eftir Hjört H. Jónsson og Kristján Kristjánsson „Nú fer því fjarri að kuð- ungsígræðsla sé lausn á vanda allra heyrnar- skertra barna.“ Kristján Kristjánsson Hjörtur H. Jónsson AÐ undanförnu hafa komið fram ábendingar um nauðsyn þess að varðveita land til kornræktar í fram- tíðinni. Einkum er varað við því að taka ræktanlegt land undir sum- arbústaði eða skógrækt. Nú síðast lét Haraldur Benediktsson, formað- ur Búnaðarsamtaka Vesturlands, slíkar áhyggjur í ljós í viðtali við Morgunblaðið sunnudaginn 9. mars. En er ástæða til að hafa áhyggjur af því að skógur eigi eftir að þrengja að kornrækt á Íslandi? Hversu lík- legir eru árekstrar milli skógræktar, ferðaþjónustu og ræktunar matjurta og fóðurplantna? Til þess að átta okkur betur á samhenginu, er best að bera saman nokkrar tölur. Rækt- anlegt land neðan 200 m hæðar er um 15.000 ferkílómetrar og þar af eru um 13.800 km² eða 92% órækt- aðir. Hugsanlega þarf um 200 km² í viðbót til að uppfylla kornþörf innan- lands. Samkvæmt áætlunum um landshlutabundin skógræktarverk- efni er að því stefnt að á næstu 40 ár- um verði skógur ræktaður á um 2000 km² lands neðan 400 m hæðar. Yrði sú skógrækt öll á „ræktanlegu landi“, þ.e. því landi sem hentað get- ur til matvæla- eða fóðurframleiðslu, myndi hún þó ekki þekja nema 13% þess. Þá yrðu enn óræktaðir samtals 11.600 km², eða 77% af ræktanlegu landi á Íslandi. Ræktað land: ekki kjörlendi til skógræktar En hlutfall skóga af ræktanlegu landi verður ekki svo hátt. Fyrir ut- an það að einhver hluti skógræktar verður ofan við 200 metra hæð, verð- ur skógur ræktaður í brattlendi, á grýttum holtum, melum, söndum eða öðru rofnu landi. Algróið flatlendi er minna eftirsóknarvert til skógrækt- ar, og enn síður tún á flatlendi, vegna hættu á skemmdum á trjám af völd- um næturfrosta. Líklegri niðurstaða er að langt innan við helmingur skógræktar muni fara fram á rækt- anlegu landi neðan 200 m hæðar. Minnstar líkur eru á að skógrækt verði stunduð á túnum eða öðru ræktuðu landi í stórum stíl. Þar ræð- ur miklu að stofnkostnaður við skóg- rækt er þar hár vegna samkeppni við ágeng túngrös. Meðal annars þess- vegna er landeigendum ráðið frá því til að taka tún til skógræktar. Ljóst má vera að „skerðing“ ræktaðs og ræktanlegs lands af völdum skóg- ræktar verður hverfandi lítil þegar á heildina er litið og ekkert sem bendir til að árekstrar séu yfirvofandi í sveitum landsins milli matvæla- og fóðurframleiðslu annars vegar og skógræktar og ferðaþjónustu hins vegar. Skógrækt er afturkræf! Saga mannkyns sýnir svo ekki verður um villst að skógrækt er aft- urkræf aðgerð og að skóglendi megi auðveldlega breyta í akurlendi og tún. Nánast allt land sem nú er rækt- að í V-Evrópu og austanverðri N- Ameríku var þakið skógi þegar þar hófst ræktunarmenning. Á Íslandi var birkiskógur á nær öllu ræktan- legu landi við landnám. Saga menn- ingar er samofin sögu skógareyðing- ar og af henni má draga þann lærdóm að skógur hindrar ekki ræktun. Fyrst landnámsmenn gátu rutt burt skógi með eldi, öxi og reku, þá er það varla miklum vandkvæðum bundið fyrir nútímamanninn og allar hans stórvirku vinnuvélar. Við tökum heils hugar undir þá skoðun Haraldar, að bændur eigi að taka skynsamlegar ákvarðanir um nýtingu landareigna sinna og skuli „ekki að óathuguðu máli [taka] land undir skógræktina sem væri nýtan- legt í akuryrkju“. En við andmælum því stjórnlyndi og forræðishyggju, sem aðrir hafa haldið á lofti að und- anförnu, að þörf sé á lagaákvæðum svo stemma megi stigu við því að bændur rækti skóg á landi sem nýt- anlegt væri til matvæla- og fóður- framleiðslu. Við teljum slíka forræð- issviptingu vera atvinnufrelsis- sviptingu. Auk væru slík ákvæði allsendis óþörf. Ef hægt er að græða á því að rækta korn munu bændur fremur veðja á kornrækt en að bíða í áratugi eftir uppskeru skógræktar. Ef þörfin eða gróðavonin eða hörgull á landi verður nógu mikill munu bændur nýta allt ræktanlegt land á Íslandi og óhikað ryðja skóg til að brjóta land til kornræktar. Þá mun lítt stoða fyrir okkur skógræktar- menn að mótmæla, því þegar upp er staðið eru það landeigendur og markaðurinn sem ráða för. Það er niðurstaða okkar að skóg- rækt sé engin ógnun við akuryrkju né aðra matvælaframleiðslu í land- inu. Þvert á móti er skógrækt ágæt leið til að varðveita og bæta rækt- anlegt land þar til breyttar markaðs- aðstæður leiða til að bændur kjósi að taka það til gras- eða kornræktar. Fyrir utan að vernda jarðveg gegn rofi byggist upp forði næringarefna í jarðvegi á meðan skógur vex á hon- um. Það er þegar skógurinn hverfur sem áburðarefni skolast burt. Auk þess er óvíða í heiminum jafnmikil þörf á skjóli af trjám fyrir kornrækt en í okkar svala og vindasama landi. Því viljum við benda á þá leið til „varðveislu ræktanlegs lands“ að beina svokölluðum „grænum greiðslum“ til aukinnar skógræktar. Í skóglausu landi er nefnilega aug- ljós skortur á skógi og í skjóli skógar verður uppskera matvæla og fóðurs margföld á við það sem fæst á ber- angri. Óþarfa áhyggjur kornbænda af skógi Eftir Aðalstein Sigurgeirsson og Þröst Eysteinsson „Það er niðurstaða okk- ar að skógrækt sé eng- in ógnun við akuryrkju né aðra matvælafram- leiðslu í landinu.“ Höfundar eru forstöðumaður Rannsóknastöðvar skógræktar, Mógilsá, og fagmálastjóri Skógræktar ríkisins. Þröstur Eysteinsson Aðalsteinn Sigurgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.