Morgunblaðið - 27.03.2003, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 27.03.2003, Blaðsíða 59
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MARS 2003 59 ENSKA knattspyrnusambandið ætlar ásamt lögreglu að rannsaka til hlítar atvik sem átti sér stað í bikarleik Chelsea og Arsenal á Stamford Bridge í fyrrakvöld. Þar köstuðu einhverjir stuðnings- menn Chelsea smáhlutum í átt að Thierry Henry, framherja Arsen- al, og tveir plastsígarettukveikj- arar hæfðu Frakkann með þeim afleiðingum að hann hruflaðist í andliti, rétt fyrir ofan augað. At- vikið varð þegar leikmenn Arsen- al fögnuðu þriðja marki sínu á lokamínútum leiksins. David Ell- ery dómari staðfesti eftir leikinn að kveikjurunum hefði verið hent inn á völlinn og skrifaði hann skýrslu um atvikið sem hann lagði inn á borð enska knattspyrnu- sambandsins í gær og þá var lög- regluyfirvöldum tilkynntur at- burðurinn. Þetta er í annað sinn á skömm- um tíma sem Henry verður fyrir barðinu á stuðningsmönnum Chelsea. Þegar liðin áttust við á Highbury fyrir 18 dögum hæfði smápeningur, sem stuðningsmenn Chelsea köstuðu, andlit Henrys.  ÓLAFUR Stefánsson skoraði sex mörk og var markahæstur leik- manna Magdeburg þegar liðið vann 2. deildar liðið Post Schewer- in, 38:36, í æfingaleik í fyrrakvöld.  JÓHANNES Karl Guðjónsson, landsliðsmaður frá Aston Villa, og unnusta hans, Jófríður María Guð- laugsdóttir, eignuðust sitt fyrsta barn á sunnudaginn var. Það var strákur, sem þegar hefur fengið nafnið Ísak Bergmann. „Þeim heilsast báðum vel og það var verst að þurfa að fara strax frá þeim,“ sagði Jóhannes Karl sem kom til móts við landsliðshópinn í Glasgow frá Birmingham í Englandi snemma í gær.  GUNNAR Heiðar Þorvaldsson skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik þegar ÍBV vann FH, 5:3, í æfinga- leik á gervigrasinu í Kaplakrika í fyrrakvöld. Leikurinn var settur upp til að FH gæti prófað Danina tvo sem komu til reynslu til félags- ins.  MAGNUS Wislander framlengdi í gær samning sinn við sænska úr- valsdeildarliðið Redbergslid. Wisl- ander, sem er 39 ára gamall, gekk til liðs við sitt gamla félag í Svíþjóð síðastliðið sumar eftir glæsilegan feril hjá þýska meistaraliðinu Kiel.  SÆNSKIR handboltaáhugamenn hafa tekið þessum fréttum af Wisl- ander ákaflega vel. Bæði hefur hann um árabil verið vinsælasti handknattleiksmaður Svía og þá bíða margir spenntir eftir að sjá Wisalander mæta gömlum félaga sínum í Kiel og sænska landsliðinu, Staffan „Faxi“ Olsson, sem kveður Kiel í sumar og gengur til liðs við sitt gamla félag, Hammarby.  KJELL Inge Røkke, útgerðar- maður og einn efnaðasti maður Noregs og aðaleigandi norska knattspyrnuliðsins Molde, hefur látið þau boð út ganga að félagið fái ekki meiri peninga á þessu ári til að kaupa leikmenn, þjálfarar liðs- ins verða að notast við þann leik- mannahóp sem þeir hafa milli handanna um þessar mundir. Þrír Íslendingar leika með Molde, Andri Sigþórsson, Bjarni Þor- steinsson og Ólafur Stígsson.  Á síðasta ári lagði Røkke 70 millj. króna inn í félagið við lok leiktíðarinnar til þess að greiða upp tap sem var á rekstri þess. Nú segir Røkke að félagið verði að standa undir eigin rekstri.  JÜRGEN Kohler, fyrrverandi landsliðsmiðvörður Þýskalands og Dortmund, sem lagði skóna á hill- una eftir sl. keppnistímabil, var ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Bayer Leverkusen í gær. Hann mun aðstoða Thomas Hörste, sem var ráðinn þjálfari liðsins er Klaus Toppmöller var vikið frá störfum á dögunum. Kohler er einnig starfs- maður þýska 21 árs landsliðsins. FÓLK GUNNAR Berg Viktorsson, handknattleiksmaður hjá Par- is, er undir smásjá a.m.k. tveggja þýskra liða um þessar mundir, Wetzlar og Bayer Dormagen, samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins. Gunn- ar er laus undan þriggja ára samningi við Paris í vor en þar hefur hann fengið fá tækifæri á leiktíðinni. Hann var við æf- ingar hjá 1. deildarliðinu Wetzlar í síðustu viku og er væntanlegur þangað aftur á næstunni. Þá hefur Gunnar einnig æft hjá Dormagen, en liðið er í 2. deild. Þá mun þriðja liðið, sem einnig er í annarri deild, hafa haft sam- band við umboðsmann Gunn- ars en það mun vera sísti kost- urinn samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Hjá Wetzlar eru fyrir þrír íslenskir handknattleiksmenn, Julian Róbert Duranona, Ró- bert Sighvatsson og Sigurður Bjarnason. Dormagen féll úr úrvals- deildinni fyrir tveimur árum en er nú að byggja upp vaska sveit sem á að endurheimta sæti liðsins í efstu deild á næstu leiktíð. Halldór Karlsson baráttujaxldreif sína menn í Njarðvík áfram í byrjun auk þess að halda Damon í skefjum og skora sjálfur grimmt. Það dugði til að halda naumu forskoti sem hefði þó verið enn meira ef margar sending- ar hefðu ekki verið alltof slakar og beint í hendur Keflvíkinga. Þar kom að Damon fór að losa sig úr gæsl- unni og hóf að raða niður körfum án þess að heimamenn fengju rönd við reist. Eftir annan slakan kafla Njarðvíkinga náðu gestirnir yfir- höndinni og við tók barátta, þegar liðin skiptust á um forystu fram í lok þriðja leikhluta. Snemma í þeim fjórða fékk Friðrik Stefánsson sína 5. villu. Þá loks fengu Edmund og Damon að leika lausum hala en með níu stiga forystu og tæpum tveim mínútum síðar fékk Edmund sína 5. villu. Það var ekki nóg fyrir Njarð- vík. „Þetta var ekki alslæmt hjá okk- ur,“ sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Njarðvíkinga, eftir leikinn. „Ég þurfti fyrst og fremst að byggja mitt lið upp því það var í molum eftir síðasta leik og við þurftum helst af öllu að fá betra hugarfar og sjálfs- traust, mæta til að berjast og taka á þeim en lentum þá í villuvandræð- um. Við gjörbreytum uppstilling- unni hjá okkur til að reyna fá fleiri fráköst og það gekk vel en komumst þá í villuvandræði og töpum leiknum á því og við náðum ekki að ljúka leiknum nógu vel. Við fengum ekki dæmt okkur í hag í okkar sóknum og það er skrýtið að fá ekki bónus-víta- skot fyrr en þrjátíu sekúndur voru eftir af leikhluta á móti grófu liði eins og Keflavík. Að sama skapi eru þeir búnir að fá mörg vítaskot,“ bætti Friðrik við og leggur ekki árar í bát. „Við verðum nú að vinna þá þrisvar í röð og verðum að byrja á því á föstudaginn. Við mætum í þann leik galvaskir því eftir sigur í þeim leik er staðan 2:1 og við eigum aftur heimavöll og staðan opin á ný en hún lítur ekki vel út nú.“ Halldór sýndi að venju góða baráttu en það kostaði villur, Friðrik stóð í ströngu undir körfunni en tók 11 fráköst. Gregory Harris með 12 stoðsendingar, Teit- ur Örlygsson og Páll Kristinsson voru góðir en þurfa að skila aðeins meiru. „Við náðum ekki að spila eins vörn og við ætluðum okkur því þeir voru grimmir í byrjun, sem kom okkur úr jafnvægi og þeir skoruðu mikið,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflvíkinga, eftir sigurinn í gær. „Leikurinn var því alltaf í jafn- vægi en ég var viss um að við mynd- um taka leikinn í lokin. Við nýttum okkur Damon og Edmund ágætlega en þó ekkert sérstaklega og þó að það sé skrýtið að segja það og við höfum skorað yfir hundrað stig þá virkaði sóknarleikurinn ekki vel. Ég er ánægður með sigur því Njarðvík- ingar spiluðu mjög vel enda með bakið uppi við vegg svo það var gott að vinna.“ Sem fyrr segir voru Dam- on og Edmund í lykilhlutverkum en aðrir áttu stutta spretti. Morgunblaðið/Jim Smart Njarðvíkingurinn Ólafur A. Ingvason á fullri ferð en Guðjón Skúlason er til varnar. Kveikjurum kastað í Henry Gunnar Berg undir smásjá þýskra liða Johnson og Saunders Njarðvíkingum erfiðir DÚETT Damons Johnsons og Edmunds Saunders reyndist Njarð- víkingum of stór biti til að kyngja þegar Keflvíkingar sóttu þá heim í öðrum leik liðanna í úrslitakeppni Íslandsmótsins í körfuknattleik. Barátta heimamanna var þó snöggtum skárri en í fyrsta leik liðanna en þeir félagar skoruðu saman tvo þriðju hluta stiganna og tóku sama hlutfall frákastanna auk þess að hlaða villum á Njarðvíkinga, sem lentu fyrir vikið of snemma í villuvandræðum og töpuðu 101:97. En batnandi mönnum er best að lifa og Njarðvíkingar vita nú að þeir eiga möguleika með góðum leik en verða þá að spýta í lófana. Stefán Stefánsson skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.