Morgunblaðið - 27.03.2003, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 27.03.2003, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MARS 2003 65 Sýnd kl. 4 og 6. Ísl. tal. / Sýnd kl. 4. Ísl. tal. ÁLFABAKKI / KRINGLAN Sýnd kl. 4 og 6. / Sýnd kl. 4 og 5. / Sýnd kl. 6. Áður en þú deyrð, færðu að sjá ÁLFABAKKI / KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10.10. / Sýnd kl.10. B.i. 16. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 6 og 8. SV MBL RADIO X KVIKMYNDIR.IS Sýnd kl. 8 og 10.10. / Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.30 ÁLFABAKKI / KRINGLAN KRINGLAN / KEFLAVÍK Sýnd kl. 7. / Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 8. Ögrandi mynd sem hefur fengið lof gagn- rýnenda um allan heim með þeim Edward Norton (Fight Club, American HistoryX), BarryPepper (Saving Private Ryan, Green- Mile) og Philip Seym- our Hoffman (Red Dragon, Boogie Nights) Ef þú ættir 1 dag eftir sem frjáls maður.. gætir þú gjörbreytt lífi þínu? Sýnd kl. 8 og 10.10. Sýnd kl. 10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4. Ísl. tal. Kvikmyndir.comKvikmyndir.is SV MBL Radíó X sv mbl KEFLAVÍK KEFLAVÍK Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16. / Sýnd kl. 10.10. B.i. 16. ÁLFABAKKI / AKUREYRI SG DV Þetta var hinn fullkomni glæpur þar til hún neitaði að vera hið fullkomna fórnarlamb.  Kvikmyndir.is ÁLFABAKKI / KRINGLAN / AKUREYRI KEVIN BACON CHARLISE THERON  Kvikmyndir.is Sýnd kl. 4. / Sýnd kl. 6 ÁLFABAKKI / AKUREYRI AKUREYRI Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. r r t fyrir ll fj l yl . Kvikmyndir.isi i i Fæst í öllum betri bókabúðum PARKER Frontier í glæsilegr i gjafaösk ju: 1795kr. T IL B O Ð „LYGNDU aftur augunum …að þér sækir þreyta …þig syfjar …þig syfj- ar …“ Flest okkar hafa hugmynd um dá- vald sem gráhærðan, hvasseygðan mann sem gefur okkur skipanir með blíðri en ákveðinni röddu. Gott ef svarthvítur spírall fer ekki að hringsnúast fyrir augum okkar líka. Dáleiðsla er jafnan sveipuð dulúð en er reyndar ekki svo kukl-tengd, enda aðferð sem beitt hefur verið um aldir, m.a. í lækningaskyni. Þá er líka er hægt að beita henni sem afþreyingar- og skemmtitæki en í þeim tilgangi er hingað kominn kanadíski dávaldurinn Paul Royter. Hann samsvarar reynd- ar undangenginni mannlýsingu ágæt- lega enda segir hann brosandi við blaðamann. „Ég kom í sjónvarps- viðtalsfötunum mínum.“ Sýning Royter, sem Íslendingar geta kynnt sér næstu dagana, byggist á heilnæmri gamansemi og Royter áréttar að enginn sé neyddur til að gera það sem hann langar ekki, eða hann sé sviptur ærunni frammi fyrir fjöldanum. Þetta sé þvert á móti fjöl- skylduskemmtun þar sem grall- aralegt grín sé í forgrunni. Hvað eru dávaldar að vilja til Ís- lands? „Ég er með ágæta heimasíðu og ég fæ fyrirspurnir hvaðanæva úr heim- inum. Þegar ég fékk beiðni héðan leist mér vel á, enda aldrei komið hingað.“ Segðu mér nú aðeins frá ferli þín- um … „Þegar ég var lítill fékk ég svona „Litli töframaðurinn“ kassa eins og allir krakkar fá. Ég sökkti mér ofan í hann og seinna fór ég að starfa við töfrabrögð. Síðar skipti ég svo yfir í dáleiðslu og hef haft það að lifibrauði í fimmtán ár. Ég hef líka passað mig á því að ryðga ekki í töfrabrögðunum og er vanur að brjóta ísinn í byrjun hverrar sýningar með smábrögðum.“ Nú hafa margir litla trú á svona dá- leiðslu og telja þetta allt saman vera í plati. Hvað segirðu um það? „Það eru margir sem álíta það já. En það fylgir þessu bara. Sumir segja að ég skipuleggi þetta fyrirfram en það er alrangt. Fólk kemur upp á svið af fúsum og frjálsum vilja. Það er líka eins og almenningur vilji frekar trúa því að dáleiðsla virki ef það leitar hjálpar við einhverjum kvilla. Þegar búið sé að setja hana í afþreying- arbúning þá fari einhver önnur lög- mál í gang. Vert er líka að geta þess að dáleiðslan virkar ekkert á alla – það eru ekki nema um 20% manna sem fara í nægilega djúpa leiðslu. Á fyrstu sýningu mína fékk ég átján á svið en eftir voru ekki nema fjórir. Ég forðast líka – af eðlilegum ástæðum – að koma fólki í mjög djúpt dá. Það tekur langan tíma og áhorfendur myndu þá drepast úr leiðindum!“ Dávaldurinn Paul Royter skemmtir um land allt Dá-góð reisa Morgunblaðið/RAX Dávaldurinn mikli, Paul Royter. arnart@mbl.is Dávaldurinn verður í Sjallanum á Akureyri í kvöld, Hótel Húsavík á morgun og á Sauðárkróki á laug- ardaginn. Svo verður hann á Hótel Valaskjálf, Egilsstöðum, 30. mars, Íþróttahúsinu á Ísafirði 31. mars, í Ólafsvík 1. apríl, aftur í Vetrargarð- inum 2. og 3. apríl og svo loks í Vest- mannaeyjum 4. apríl. FÉLAG þjóðfræðinga stendur fyr- ir margt sérstæðri uppákomu í kvöld í Iðnó. Þar munu leiða saman hesta sína þrír tónlistarhópar, ólíkrar ættar. Tilgangur þeirra verður þó einn og sá sami, að vinna úr íslenskri þjóðlagahefð og tengja hana samtímastraumum. Fram koma saxófónleikarinn Sigurður Flosason og slagverks- leikarinn Pétur Grétarsson. Þeir gáfu út hljómdiskinn Raddir þjóðar í fyrrasumar þar sem þeir spinna undir gömlum upptökum af söng Íslendinga sem geymdar eru í Árnastofnun. Hljómsveitin DYS er aftur á móti pönksveit sem inniheldur meðal annars Sigurð Harðarson, hjúkrunarfræðing, tónlistar- og at- hafnamann, og Ragnheiði „Heiðu“ Eiríksdóttur. Að endingu kemur rapparinn Vivid Brain fram ásamt raftónlistarmanninum Bangsa. Kvöldið ber yfirtitillinn Ókind- arkvöld og segir Rakel Pálsdóttir þjóðfræðingur kvöldið vera lið í reglulegum uppákomum félagsins. „Í kvöld ætlum við að gera til- raun til að miðla þjóðfræðinni til fleiri en bara fræðinganna. Kynna hana í gegnum nýtt miðlunar- form.“ Íslensku rímurnar hafa komist á hvers manns varir ef svo mætti segja undanfarið fyrir tilstilli lista- manna eins og Sigur Rósar og hinna ýmsu rappara. Rakel segir að það sé að sjálfsögðu mjög já- kvætt og er á því að flestir þjóð- fræðingar séu sama sinnis. „Íslendingar búa yfir gríðarleg- um menningararfi en til þessa hafa forn- og þjóðsögurnar aðallega verið í forgrunni. Þessi nýtilkomni áhugi á rímunum er sannarlega af hinu góða.“ Rakel segir þjóðfræðina dálítið misskilda fræðigrein, t.d. sé hún talin vera hrein þjóðháttafræði. „Þjóðháttafræðin er bara einn liður þjóðfræði,“ segir Rakel. „Segja má að þjóðfræðin rann- saki arfleifð og sögu íslenskrar menningar á sem fjölbreytastan hátt og samtíminn er auk þess ekki undanskilinn.“ Tónleikarnir hefjast kl. 21 og er miðaverð 1.500 kr. Félag þjóðfræðinga með tónleika í Iðnó Unnið úr hefðinni Morgunblaðið/Jim Smart Pétur Grétarsson og Sigurður Flosason. Lisa Marie Presley hefur í fyrsta skipti tjáð sig opinberlega um hjóna- band sitt og Mich- aels Jacksons. Presley, sem læt- ur yfirleitt lítið uppi um einkalíf sitt segist í viðtali við bandaríska tímaritið Rolling Stone magazine hafa skilið við Jackson eftir að hún gerði sér grein fyrir því að hann væri að reyna að notfæra sér hana til að reyna að bæta ímynd sína. Presley, sem er dóttir rokkkóngsins Elvis Presleys, segir hjónaband þeirra Jacksons ekki hafa verið blekkingarleik, eins og oft hefur verið haldið fram. Hún segist hafa elskað Jackson og að um tíma hafi þau stundað kynlíf. „Ég varð ástfangin af honum. Ég get ekki svarað því hvað hann hafði í huga en ég varð raun- verulega ástfangin af honum. Ég lét sogast inn í þetta allt saman og er ekki sérstaklega hreykin af því núna,“ segir hún. Þá segir hún Jackson hafa verið eðli- legan og fyndinn og að hún hafi sagt við hann hvað eftir annað: „Fólk segði ekki að ég væri brjáluð ef það sæi hver þú ert raun og veru. Að þú slæpist og drekkur og bölvar og ert ferlega fyndinn og að þú talar ekki alltaf með þessari háu röddu.“ Hún segist hins vegar smám saman hafa gert sér grein fyrir því að Jack- son væri stöðugt að leita leiða til að snúa umfjöllun fjölmiðla um sig sér í hag og að hann væri að reyna að not- færa sér hana í þeim tilgangi … Sviðsmenn sem vinna að gerð þriðju Harry Potter-myndarinnar hafa hót- að því að leggja niður störf á föstudag gangi framleiðandi myndarinnar ekki að kröfum þeirra um 8% launahækk- un. Warner Brothers-kvikmyndaverið hefur hafnað launakröfu sviðsmann- anna sem segjast ekki hafa fengið launahækkun frá því þeir unnu að fyrstu myndinni um Harry Potter fyrir rúmum þremur árum. Talið er hugsanlegt að launadeilan verði til þess að tefja gerð mynd- arinnar en gert er ráð fyrir því að hún verði frumsýnd í nóvember. FÓLK Ífréttum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.