Morgunblaðið - 27.03.2003, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 27.03.2003, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MARS 2003 63 Nýr og betriHverfisgötu  551 9000  kvikmyndir.com www.regnboginn.is Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i 12. Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i 16. HJ MBL HK DVKvikmyndir.com Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20. B.i. 16.  Kvikmyndir.com  SG DV HOURS HL MBL HK DV ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com SV MBL Þegar röðin er komin að þér þá flýrðu ekki dauðann! Frábær spennutryllir sem hræðir úr þér líftóruna. 6 ÓSKARSVERÐLAUN M.A.BESTA MYNDIN 2 ÓSKARS- VERÐLAUN NICOLE KIDMAN BESTA LEIKKONA Í AÐALHLUTVERKI Sýnd kl. 10.10. B.i 12 Sýnd kl. 5.30 og 8. B.i. 12 G ut en be rg www.laugarasbio.is  RADIO X SV MBL  KVIKMYNDIR.COM SG DV  ÓHT RÁS 2 Tilnefningar til Óskarsverðlauna: Aðalhlutverk karla: Jack Nicholson. Aukahlutverk kvenna: Kathy Bates.2 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15. Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 16. Eingöngu sýnd um helgar Þegar röðin er komin að þér þá flýrðu ekki dauðann! Frábær spennutryllir sem hræðir úr þér líftóruna. GODARD var 29 ára gamall þegar þessi frumraun hans sem leikstjóra var sýnd í fyrsta sinn almenningi. Þetta var í París 16. mars árið 1960. A Bout de Souffle var gerð eftir handrits- drögum vopnabróður hans í nýbylgjunni sem síðar fór í gjörólíkar áttir, Francois Truffaut. Myndin stokkaði upp staðnaða kvikmynda- hefðina, einkum þá amerísku, með því að sækja í hana aðföngin og end- urvinna þau af fullkomnu virðing- arleysi fyrir viðteknum reglum og aðferðum myndfrásagnar. Þegar allt kemur til alls er ekki unnt að sýna kvikmyndahefð meiri virðingu en það. Þannig sýndi Godard fram á möguleika á grósku og frjósemi í því sem virtist staðnað. Svalt og sykurlaust Jean-Paul Belmondo, sem ásamt Alain Delon varð umfram aðra karl- leikara ímynd frönsku nýbylgj- unnar, leikur smákrimma sem skýt- ur lögregluþjón til bana og leggur af stað í ferðalag án fyrirheits um Par- ísarborg að næturþeli. Hann verður á leiðinni ástfanginn af ungri bók- menntakonu (Jean Seberg) og á meðan hún vitnar í skáldsögur og önnur vísdómsorð mátar Belmondo sig við Humphrey Bogart. Godard vegsamar þannig klisjurnar með glotti á vör um leið og hann sprengir þær í myndmálinu – slepp- ir hefðbundnum víðum staðsetning- arskotum, snýr sjónarhornum á haus, brýtur klippireglur, blandar saman Mozart og djassi á hljóðrás- inni. Allt svalt, ögrandi og svart- hvítt uns Belmondo lokar augunum og er burtkallaður úr þessum heimi. Áhorfendur, orðnir dofnir af am- erískri formúlumötun, höfðu aldrei séð annað eins. Sjálfur sagðist God- ard síðar hafa ætlað sér að gera ósköp venjulega mynd en hún hefði breyst í höndunum á sér. Og franska nýbylgjan skall á strendur kvikmynda- landslagsins og barst smátt og smátt frá jaðrinum langt inn í land og hefur með tíð og tíma sest að í miðjunni. Henni skolaði m.a. á land í Ameríku þar sem lærisveinar á borð við Scorsese, Coppola, Lucas, Arthur Penn, Mike Nichols og Dennis Hopper unnu úr áhrif- unum vel heppnaðar markaðs- afurðir. Upphaf og endir og öfugt Nýbylgjuskeið Godards og félaga hans í Frakklandi stóð fram undir lok 7. áratugarins. Frægt er þegar sá gamalreyndi franski leikstjóri Georges Franju spurði Godard um miðjan þennan áratug: „Getið þér ekki viðurkennt, monsieur Godard, nauðsyn þess að í kvikmyndum yðar sé upphaf, miðja og endir?“ Godard svaraði: „Vissulega, en ekki nauð- synlega í þessari röð.“ Síðar hefur hann aukið þess- ari skýringu við svarið: „Mér geðj- ast eiginlega ekki að því að segja sögu. Ég kýs að nota eins konar vefnað sem bak- grunn og sauma svo í hann eigin hugmyndir.“ En Godard hélt áfram í alls yfir 40 bíómyndum, auk fjölda stuttmynda, sjónvarps- og myndbandsverka, að gera tilraunir með miðilinn, skapa úr hefð, um- skapa hefð. Það gekk misvel og sumir segja að áhrifanna sjái núna ekki síst stað í poppvídeóum og aug- lýsingum. Það flokkast undir kaldhæðni ör- laganna því Godard var gallharður andkapítalisti og gekk í gegnum vinstri róttækni-sveiflurnar á 7. ára- tugnum eins og honum væri borgað fyrir það, eins og sagt er. En honum var ekki borgað fyrir það og má halda því fram að pólitíkin, marx- isminn og maóisminn hafi smám saman svipt kvikmyndir hans áhorf- endum, fælt þá frá sem þeim var ætlað að laða að – nema hinn smáa minnihluta réttrúnaðarins. Og enn étur bylting barn sitt … Myndir Godards höfðu áður haft gagnrýnið, oddhvasst sjónarhorn á allt í umhverfi okkar, kvikmyndina sjálfa og tungumál hennar þar með talið. Þær höfðu alla tíð fjölda póli- tískra þátta en vísbending um í hvað stefndi var La Chinoise (1967); þar voru maóistar í miðpunktinum án þess þó að sú pólitík næði að sporð- reisa verkið. Vendipunkturinn varð með næstu mynd, Weekend (1968) Hún var, þrátt fyrir vissar öfgar, sem jöðruðu við tilgerð, býsna áhrifamikil ritgerð um ofbeldið sem ríkjandi afl í mannheimum. En rit- gerð var myndin og kvikmynda- formið er ekki hentugt fyrir leiknar eða hálfleiknar ritgerðir. Og tilraun með ritgerð varð að tilraun með til- gerð. Predikun, einföldun og húm- orsleysi, ef ekki hreinlega póli- tískt fúllyndi, höfðu tekið við af sköpunargleði og frjálsum anda fyrstu myndanna. Ekki svo að skilja að verk Godards hafi nokkurn tíma verið met- sölumyndir. Fyrir utan A Bout de Souffle var tap af þeim öllum, þ.e. peningalegt tap, og fór það vaxandi þegar fram liðu stundir. Í seinni tíð hefur Godard verið illgerlegt að fjármagna kvikmyndagerð sína. Strax árið 1974 var það orðið erfitt og hann hafði snúið sér að mynd- bandinu, ekki þó aðeins vegna þess að vinna á myndbandi fyrir sjónvarp væri ódýrari og auðfjármagnaðri heldur einnig vegna áhuga Godards á þeim miðli. Þar var hann á undan öllum stafrænum snillingum nú- tímans. Einn, bitur, dapur Godard settist vonsvikinn og þreyttur að í Sviss skömmu fyrir 1980 og náði þar nokkurri endurnýj- un. Bíómyndirnar voru stopular en Sauve qui peut (la Vie) (1980), Pass- ion (1982) og Prénom Carmen (1983) höfðu innanum óþarfa óreiðu í formi og efni nægilega marga áhugaverða efnisþætti til að reisa gamla nýbylgjufánann við að nýju. En svo er eins og Godard hafi arkað út í móa að nýju. Sá sem hér skrifar verður að viðurkenna að hann hefur fyrir löngu gefist upp á að fylgjast með ferli þessa gamla meistara en reyndar hafa ekki verið mörg tæki- færi til þess hérlendis í seinni tíð. Nýjasta mynd hans, Eloge de l’am- our, fór fyrir ofan garð og neðan. „Ég les aldrei Marx nú orðið. Ég er eldri og þreyttari. Ég fer sjaldan út úr húsi. Ég er einn, sakbitinn, dapur.“ Þetta sagði Jean-Luc God- ard nýlega og eru orðin sorglegur vitnisburður um listamann á áttræð- isaldri sem skynjar feril sinn frekar af mistökunum en því skapandi framlagi sem gjörbreytti listgrein- inni til hins betra, jók henni frelsi og svigrúm, sem kynslóðirnar hafa not- ið góðs af síðan. Andóf hans gegn kvikmyndaarfinum er nú orðið part- ur af sama arfi. Upphafið má sjá í A Bout de Souffle. Einu sinni var Jean-Luc Godard bylting- arforingi í alþjóðlegri kvikmyndagerð. Nú hímir hann aldurhniginn yfir mynd- bandsgræjum í sjálfskipaðri útlegð í Sviss. En áhrif hans lifa í bestu myndum hans og lærisveina hans eftir að franska nýbylgjan fjaraði út, skrifar Árni Þór- arinsson í tilefni af sýningu Alliance française á upphafsmynd byltingarinnar, A Bout de Souffle. Belmondo og Seberg í margfrægri bíóstellingu. Jean Luc Godard Andköf eða A Bout de Souffle verður sýnd í Háskólabíói í kvöld kl. 22.10, sunnudag kl. 16 og mánudag kl. 20. Andófið sem varð arfur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.