Morgunblaðið - 27.03.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.03.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 27. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ STÚDENTUM var mörgum hverj- um heitt í hamsi á fundi, sem haldinn var um afstöðu stjórnvalda til stríðs- ins í Írak, með Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra í húsakynnum Há- skóla Íslands í hádeginu í gær. Fund- urinn var haldinn á vegum Vöku, fé- lags lýðræðissinnaðra stúdenta við HÍ. Ólafur Þ. Harðarson, forseti fé- lagsvísindadeildar HÍ, var fundar- stjóri og þurfti hann ítrekað að biðja gesti um að halda ró sinni og sýna kurteisi. Hátt á annað hundruð manns, aðallega námsmenn, sótti fundinn sem hófst með framsögu- ræðu utanríkisráðherra. Að henni lokinni svaraði ráðherra fyrirspurn- um fundargesta. Í framsögu sinni lagði ráðherra m.a. áherslu á að Saddam Hussein Íraksforseti væri ótýndur glæpa- maður sem hefði yfir slíkum vopnum að ráða að alþjóðasamfélagið gæti ekki horft aðgerðarlaust á. Þess vegna hefði verið ákveðið að láta það verða að veruleika að hann yrði af- vopnaður. Ráðherra sagði að Íslend- ingar hefðu lagt á það áherslu að reynt yrði til þrautar að ná því marki á friðsamlegan máta. Á hinn bóginn hefði verið ljóst að ef það yrði ekki hægt gæti komið til hernaðaríhlut- unar. „Það var mat Breta, Banda- ríkjamanna og annarra að það yrði ekki lengur beðið,“ útskýrði ráð- herra „ekki síst vegna þess að Frakkar höfðu lýst því yfir að þeir myndu beita neitunarvaldi gagnvart hvaða ályktun sem var í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.“ Halldór sagði að Íslendingar hefðu ákveðið að veita Bandaríkjamönn- um, Bretum og bandamönnum þeirra pólitískan stuðning við hern- aðaraðgerðirnar í Írak. „Og hvers vegna vorum við tilbúnir til að veita þann stuðning,“ spurði hann og svar- aði: „Það er vegna þess að við teljum það vera stórhættulegt að Saddam Hussein ráði yfir gereyðingarvopn- um. Öll heimsbyggðin er sammála um það að alþjóðasamfélaginu stafi þar hætta af. Við teljum líka að það sé alveg ljóst að þær hörmungar sem þessi maður og hans ríkisstjórn hef- ur leitt yfir írösku þjóðina séu svo miklar að það sé kominn tími til að þeim linni.“ Þegar ráðherra skýrði frá því að ekki væri hægt að líta framhjá því að Hussein hafi beitt gereyðingarvopn- um gagnvart almenningi í Írak og að þar í landi mættu menn ekki tjá skoð- anir sínar var kallað úr salnum: „En hvað um viðskiptabannið?“ Ráðherra greip spurninguna á lofti og sagðist gjarnan vilja tala um viðskiptabann- ið, sem hefði varað í tólf ár. „Hefur það leitt til einhverrar lausnar,“ spurði hann og hélt áfram. „Það hef- ur leitt til þess að miklar hörmungar hafa orðið í landinu. Saddam Hussein hefur fengið heilmikla peninga til að kaupa mat og lyf handa börnum og fleirum. En hann hefur notað þessa peninga í miklum mæli til að safna upp auðæfum á bankareikningum er- lendis. Hann hefur látið það sig engu skipta hvort þjóðin svelti, hvort ung börn deyi. Þetta eru staðreyndir, ágæta unga fólk.“ Írakar búi yfir vopnum Fjölmargar fyrirspurnir bárust ráðherra eftir framsöguræðu hans. Var hann m.a. spurður að því hvort hann hefði einhverjar aðrar upplýs- ingar en t.d. Hans Blix, yfirmaður vopnaeftirlits Sameinuðu þjóðanna, um það að Írakar eigi gereyðingar- vopn. Halldór svaraði því m.a. til að hann hefði engar aðrar upplýsingar en þær sem alþjóðasamfélagið hefði. Hann sagði hins vegar að það lægi fyrir að Írakar hefðu átt gereyðing- arvopn þegar þeir gerðu vopnahlés- skilmála við bandamenn eftir Persa- flóastríðið 1991. Þá lægi fyrir að Saddam Hussein og stjórn hans hefði logið til um þessi mál árin á eftir. Ennfremur að þeir hefðu aldrei gert grein fyrir því að þeir hefðu eytt ger- eyðingarvopnunum. „Ég held að flestir séu sammála um að allar líkur séu á því að Írakar búi yfir þessum vopnum. Ég hef engar aðrar sann- anir en þær sem hafa komið fram en tíminn mun áreiðanlega leiða þetta í ljós og við verðum að bíða eftir því.“ Ráðherra var einnig spurður að því hvort hvort hagsmunir varnar- samningsins við Bandaríkjamenn hefðu í einhverju ráðið um það að Ís- lendingar hefðu veitt pólitískan stuðning við innrásina í Írak. Ráð- herra svaraði því til að ekkert beint samband væri þar á milli. „Á hinn bóginn má öllum vera ljóst að Íslend- ingar og Bandaríkjamenn hafa átt mjög gott samstarf á sviði varnar- og öryggismála í rúm fimmtíu ár og ís- lenskar varnir eru byggðar á varn- arsamningi við Bandaríkjamenn. Það má því öllum vera ljóst að við leggjumst frekar á þá sveif að hafa vinsamleg samskipti við þessa þjóð sem hefur sýnt okkur mikinn skiln- ing í gegnum tíðina.“ Ráðherra ítrek- aði að íslenskum stjórnvöldum hefðu ekki borist neinar hótanir frá Banda- ríkjamönnum í þessu máli. „En auð- vitað er það þannig að menn standa fremur með þeim sem hafa sýnt mönnum og þjóðum vináttu og tryggð í gegnum áratugi. Það liggur í hlutarins eðli.“ Sagði hann ennfrem- ur að Íslendingar hefðu ávallt verið í miklu nánara samstarfi við Breta, Dani, Hollendinga og Bandaríkja- menn innan Atlantshafsbandalags- ins en við t.d. Frakka og Þjóðverja. Það mætti sjá á íslenskri utanríkis- sögu. „Þannig að þó það séu ekki bein tengsl þarna á milli,“ sagði hann og vísaði til spurningarinnar, „þá eru náttúrulega óbein tengsl í þeirri sögu og þeim bakgrunni sem er í okkar varnar- og öryggismálum.“ Gjá milli Evrópu og Bandaríkjanna Þegar ráðherra var spurður að því hvaða áhrif hann teldi að Íraksstríðið hefði á samskipti þjóða á alþjóðavett- vangi sagði hann það ljóst að stríðið og aðdragandi þess hefði haft áhrif innan SÞ. „Það er klofningur innan Sameinuðu þjóðanna,“ sagði hann, „en hann mun hafa þau áhrif að menn munu reyna að flýta endurskoðun á skipan öryggisráðsins. Menn munu m.a. spyrja hvort rétt sé að þjóðir hafi þar neitunarvald með þeim hætti sem er í dag.“ Ráðherra sagði einnig að Íraksstríðið myndi hafa áhrif á samstarf Bandaríkjamanna og Evr- ópubúa. „Ég óttast að það muni hafa heldur slæm áhrif á samskipti Evr- ópu og Bandaríkjanna einmitt á þeim tímum sem mikilvægt er að þessir heimshlutar standi saman.“ Hann sagði að það gæti þó bætt ástandið til muna ef Bandaríkjamenn og Evr- ópubúar myndu bera gæfu til þess að leiða til lykta ástandið milli Ísraels og Palestínu og „koma í framkvæmd sjálfstæðu ríki Palestínu“. Kvaðst hann telja að það yrði besta leiðin til að brúa þá gjá sem nú hefði myndast milli Evrópu og Bandaríkjanna. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra ræðir stríðið í Írak við háskólastúdenta Morgunblaðið/Sverrir Stúdentum var mörgum hverjum heitt í hamsi á fundi með utanríkisráðherra í gær. Nokkuð var um framíköll á fundinum. Telur afstöðu ríkis- stjórnarinnar vera rétta Hátt á annað hundrað manns, aðallega háskólastúdentar, mætti á fund með Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra í Háskóla Íslands í hádeginu í gær en þar ræddi hann um stríðið í Írak. Morgunblaðið/Sverrir Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra var frummælandi á fundinum, en Ólafur Þ. Harðarson, forseti félagsvísindadeildar HÍ, var fundarstjóri. LÁTINN er á 79. ald- ursári í Kingston, Ont- ario í Kanada, Páll S. Árdal, prófessor emer- itus við Queen’s University of Kingston og heiðursdoktor við Háskóla Íslands. Páll var heimspekingur að mennt og virtur fræði- maður á því sviði á al- þjóðavísu. Með útkomu bókarinnar Passion and Value in Hume’s Treat- ise árið 1966 haslaði Páll sér völl sem þekktasti Hume-fræðingur þess- arar aldar. Páll fæddist árið 1924 á Akureyri og varð stúdent frá M.A. 1944. Páll lauk M.A. ordinary prófi frá háskól- anum í Edinborg árið 1949 og M.A. honours prófi í heimspeki 1953. Páll varð doktor í heimspeki frá Edin- borgar-háskóla 1961 fyrir ritgerðina Dav- id’s Hume Theory of Value. Páll kenndi við há- skólann í Edinborg 1955–1968 en flutti vestur um haf til Kan- ada og var prófessor við Queen’s Univers- ity frá árinu 1969 uns hann varð prófessor emeritus 1989. Hið íslenska bók- menntafélag gaf út bók Páls, Siðferði og mannlegt eðli, ár- ið1982 og árið 1997 gaf Háskólaút- gáfan út greinasafn Páls, Promises and Punishment. Eftirlifandi eiginkona Páls er Harpa Ásgrímsdóttir Árdal en börn þeirra Páls og Hörpu eru Hallfríður María, Steinþór og Grímur Árdal. Andlát PÁLL S. ÁRDAL UM 47% landsmanna eru mjög ósátt við afstöðu íslenskra stjórnvalda til stríðsins í Írak ef marka má skoðanakönnun sem IBM-Viðskiptaráðgjöf gerði í samstarfi við Stöð 2 dagana 20. til 23 mars. Skv. könnuninni eru hins vegar 8,6% landsmanna sátt við afstöðu íslenskra stjórnvalda. Spurt var: Hversu sátt(ur) eða ósátt(ur) ertu við afstöðu ís- lenskra stjórnvalda til stríðsins í Írak. Gefnir voru fimm svar- möguleikar, þ.e. mjög sátt(ur), frekar sátt(ur), hvorki né, frek- ar ósátt(ur) og mjög ósátt(ur). Eins og áður sagði voru 47,1% mjög ósátt, 19,6% voru frekar ósátt, 8,5% voru hvorki né, 16,1% voru frekar sátt og 8,6% voru mjög sátt. Kjósendur VG flestir á móti Í könnuninni var spurt um fylgi við flokka og kom þá í ljós að 92,9% þeirra sem ætla að kjósa Vinstrihreyfinguna – grænt framboð voru mjög ósátt við afstöðu stjórnvalda til stríðsins í Írak. Alls 70,6% þeirra sem ætla að kjósa Sam- fylkinguna sögðust mjög ósátt, um 47% þeirra sem ætla að kjósa Frjálslynda flokkinn sögðust mjög ósátt, um 16,9% þeirra sem ætla að kjósa Sjálf- stæðisflokkinn sögðust mjög ósátt og um 15% þeirra sem ætla að kjósa Framsóknar- flokkinn sögðust mjög ósátt. Alls 21,8% þeirra sem ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn sögð- ust á hinn bóginn mjög sátt við umrædda afstöðu stjórnvalda, 21,2% þeirra sem ætla að kjósa Framsóknarflokkinn sögðust mjög sátt, 4,2% þeirra sem ætla að kjósa Samfylkinguna sögð- ust mjög sátt og 11,8% þeirra sem ætla að kjósa Frjálslynda flokkinn sögðust mjög sátt. Enginn kjósandi Vinstri grænna sagðist sáttur við stefnu stjórnvalda. IBM tók lagskipt slembiúr- tak fólks á aldrinum 18 til 67 ára og voru 800 einstaklingar spurðir. Stríðið í Írak 47,1% ósátt við afstöðu stjórn- valda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.