Morgunblaðið - 02.04.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.04.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ LÁTINN er í Reykja- vík Geir G. Jónsson stórkaupmaður, 91 árs að aldri. Hann fæddist 1. ágúst 1911 í Nýlendu í Leiru, Gerðahreppi. Foreldrar hans voru Jón Oddsson sjómaður og Guðleif Oddsdóttir húsmóðir. Geir útskrifaðist frá Verslunarskóla Ís- lands árið 1933 og lagði stund á rómönsk mál að því loknu. Lengst af vann hann við verslunar- og skrifstofu- störf, meðal annars hjá Nathan og Olsen í Reykjavík um margra ára skeið. Árið 1941 stofn- aði hann fyrirtækið Jónsson og Júlíusson ásamt Sverri Júl- íussyni en síðar keypti hann hlut Sverris í fyr- irtækinu. Þá var Geir fulltrúi fyrir frönsk trygginga- félög og útgerðarfyrir- tæki hérlendis auk þess sem hann var stjórnarmaður í All- iance Française til fjölda ára. Hann var ræðismaður Mexíkó á Íslandi árin 1975–1985. Eiginkona Geirs var Sólveig Jónsdóttir sem er látin. Þau eign- uðust tvö börn. Andlát GEIR G. JÓNSSON FRAMBOÐ óháðra í Suðurkjör- dæmi kynnti framboðslista sinn fyrir alþingiskosningarnar í gær. Fram- boðið býður fram undir listabók- stafnum T. Listann skipa: 1. Kristján Pálsson alþingismaður. 2. Snæbjörn Sigurðsson bóndi. 3. Valþór S. Jónsson yfirverkstjóri. 4. Garðar Garðarsson skipstjóri. 5. Jón Karl Ágústsson sjómaður. 6. Inga Ósk Hafsteinsdóttir bókari. 7. Sigrún Jónsdóttir Franklín kennari. 8. Ásgeir Guðmundsson sölustjóri. 9. Haukur Ragnarsson tölvunarfræðingur. 10. Geir Guðjónsson vélstjóri. 11. Kristlaug M. Sigurðardóttir rithöfundur. 12. K. Sóley Kristinsdóttir húsmóðir. 13. Páll Kristinsson vélfræðingur. 14. Guðrún Hákonardóttir verslunarmaður. 15. Jenný L. Lárusdóttir skrifstofumaður. 16. Karl Antonsson bókari. 17. G. Sigríður Hauksdóttir nemi. 18. Árni Brynjólfur Hjaltason húsasmiður. 19. Ragnheiður G. Ragnarsdóttir kennari. 20. Einar Jónsson sjómaður. Framboð óháðra í Suður- kjördæmi KRISTJÁN Pálsson alþingismaður og fleiri forsvarsmenn framboðs óháðra í Suðurkjördæmi kynntu framboðslista og helstu kosningamál framboðsins í alþingiskosningunum á fréttamannafundi í Bláa lóninu í gær. Kristján sagði undirbúning fram- boðsins, sem býður fram undir lista- bókstafnum T, hafa gengið mjög vel. Unnið er að endanlegum frágangi stefnuskrár framboðsins en Kristján greindi frá helstu stefnumálum T-listans í gær. Kvótakerfið farið að þróast inn á hættulegar brautir Framboðið leggur áherslu á að breytingar verði gerðar í sjávarút- vegsmálum og leggur m.a. til að samþjöppun aflaheimilda verði stöðvuð. „Það er mikill áhugi hjá stórútgerðarmönnum landsins að fá þær heimildir, sem hvert einstakt fyrirtæki getur átt, hækkaðar úr 12% af heildarkvóta í 20%. Við lítum svo á að þessu myndi fylgja mikil hætta fyrir íslenskt þjóðfélag og telj- um því nauðsynlegt að það komi mjög skýrt fram, að þó að við styðj- um kvótakerfið, og teljum mikla hag- kvæmni felast í stýringu sjávarút- vegsins í gegnum kvótakerfið, þá sé það farið að þróast inn á hættulegar brautir og viljum að sú þróun verði stöðvuð,“ segir Kristján. Einnig mun framboðið beita sér fyrir því að veiðar á keilu, löngu og skötusel verði utan kvóta, veiðar- færarannsóknir verði efldar og könnuð verði sérstaklega áhrif veið- arfæra á lífríkið. Lækka flugvallarskatta Framboðið leggur áherslu á út- rýmingu atvinnuleysis, m.a. með því að styrkja stöðu eignarhaldsfélaga landshlutanna, með aukinni nýsköp- un og að staða fyrirtækja verði styrkt. Lagt er til að atvinna í landi verði aukin með línuuppbót á dag- róðrabáta og með bættri nýtingu sjávarfangs. Þá leggur framboðið áherslu á að ferðaþjónusta verði efld, m.a. með lækkun flugvallarskatta, og hafnað er sértækum álögum á ferðaþjón- ustuna eins og gistináttagjaldi. Kristján benti á að flugvallarskattar á Keflavíkurflugvelli væru 76% hærri en sambærileg gjöld á Kast- rup-flugvelli. Framboðið ætlar að beita sér fyrir að þinglýst eignarlönd bænda verði virt í kröfum ríkisins um þjóðlendur og áhersla er lögð á að heilbrigðis- stofnanir á landsbyggðinni verði efldar og stjórn þeirra færð heim í hérað. Framboð óháðra vill að tvö- földun Reykjanesbrautar verði lokið árið 2004, það ætlar að berjast fyrir breikkun og lýsingu vegarins yfir Hellisheiði og að fækkun einbreiðra brúa verði flýtt. Þá er lagt til að ferð- um Herjólfs verði fjölgað og þær verði minnst tvær á dag árið um kring og gjaldskrá Herjólfs verði lækkuð. Frítekjumark skatta hækki Í skattamálum leggur framboð óháðra áherslu á að frítekjumark skatta verði hækkað. „Við teljum að það sé leiðin til að koma til móts við langflesta skattgreiðendur, sérstak- lega þá sem lægst hafa launin. Um 80% skattgreiðenda myndu njóta þess ef skattleysismörkunum yrði breytt. Þó að við tökum að sjálfsögðu undir allar hugmyndir um skatta- lækkanir sem eru góðra gjalda verð- ar lítum við svo á að það verði líka að taka með í reikninginn, að afgang- urinn af fjárlögum var ekki nema rúmur milljarður fyrir þetta ár,“ sagði Kristján. Fram kom í máli hans að á fram- boðslistanum væri fólk sem kæmi víða að úr kjördæminu og úr öllu hinu pólitíska litrófi. Spurður hvar ætti að staðsetja framboðið í póli- tíska landslaginu sagðist Kristján alltaf hafa skilgreint sig sem miðju- mann og vinstra megin í Sjálfstæð- isflokknum. Spurður með hvaða flokkum fram- boðið vildi helst starfa í ríkisstjórn ef sá kostur yrði uppi eftir kosningar svaraði Kristján: „Við myndum ekki setja fyrir okkur samstarf við einn frekar en annan. Við þrír efstu [á framboðslistanum] höfum þó verið sjálfstæðismenn í langan tíma og okkar skoðanir falla að sjálfsögðu vel við þær hugmyndir sem þar hafa verið uppi, en við útilokum ekki neitt,“ svaraði Kristján. Framboð óháðra í Suðurkjördæmi kynnir framboðslista og kosningastefnumál Samþjöppun aflaheim- ilda verði stöðvuð Morgunblaðið/Golli Kristján Pálsson, alþingismaður og efsti maður á framboðslista T-list- ans, kynnir helstu stefnumál fram- boðsins á fréttamannafundi. Á FÖSTUDAGINN fer fram mjög mikilvægur samningafundur á milli EFTA-ríkjanna þriggja og Evrópu- sambandsins um aðlögun EES- samningsins að stækkun ESB og telja norskir fjölmiðlar að þá muni skýrast hvort samningar náist fyrir tilsettan tíma, þ.e. miðjan apríl. Lengi vel virtust himinn og haf skilja að ESB og EFTA-ríkin og margir voru efins um að samningar myndu nást um miðjan apríl eins og stefnt hefur verið að, en nú gætir aukinnar bjartsýni um að mönnum muni tak- ast að ná saman. Fiskútflutningsmálin enn óleyst Enn ber þó nokkuð á milli í við- ræðunum. Í Aftenposten er fullyrt að „reiptogið“ við ESB um útflutn- ing á fiski frá Noregi til nýrra aðild- arríkja sambandsins stefni í að verða ekki minni ásteytingarsteinn en upp- hæð framlaga Noregs til fátækari ríkja í ESB. ESB krefjist þess að EFTA-ríkin fái innflutningskvóta í staðinn fyrir missi fríverslunar- samninga við ríki Austur-Evrópu en ekki almenna lækkun eða niðurfell- ingu tolla við inngöngu þeirra í ESB. Þetta er mikilvægt atriði þar sem bæði Ísland og Noregur líta á löndin í Austur-Evrópu sem vaxandi fram- tíðarmarkaði fyrir fisk og innflutn- ingskvótar, sem væntanlega væru byggðir á sögulegum útflutningstöl- um, eru ekki óskaniðurstaða fyrir þau. Flest norsku blöðin nefna fram- lögin sem helsta þröskuldinn í samn- ingunum. EFTA-ríkin þrjú hafi þeg- ar boðist til að greiða um 144 milljónir evra eða jafngildi liðlega 12 milljarða króna á ári í þróunarsjóð ESB sem er um sexfalt meira en þau greiði nú. Evrópusambandið hafi slegið verulega af upphaflegum kröf- um sínum og sé tilbúið að sætta sig við 300 milljónir evra eða um 25 milljarða króna. Bjørn Grydeland, sem fer fyrir norsku samninga- nefndinni, segir þessa kröfu ESB of háa: „Það sýnir okkur að það er enn verulegur munur á kröfum ESB um upphæðir og því sem EFTA-ríkin eru tilbúin að greiða. Það ber einnig mikið á milli í viðræðunum um versl- un með fisk og við höfum ekki enn fundið lausnir að því er landbúnaðar- málin varðar,“ segir Grydeland í Dagsavisen. Norðmenn í erfiðri stöðu ESB býður Noregi nýjan EES- samning fyrir um tvo milljarða [norskra] króna. „Norðmenn streit- ast á móti en verða líklega að gefa eftir að lokum,“ segir í undirfyrir- sögn Stavanger Aftenblad. Blaðið segir stöðu formanns norsku samn- inganefndarinnar ekki auðvelda: „Í þessum leik er Percy Westerlund [formaður samninganefndar ESB] með öll spilin á sinni hendi sem fulltrúi 15 núverandi og 10 verðandi ESB-landa.“ Stuðning hafi Bjørn Grydeland bara frá Íslandi og Liechtenstein en sá stuðningur sé í reynd ekki mikill þar sem afstaða þeirra sé að nokkru leyti önnur. Ís- lendingar láti sér til að mynda miklu meira í léttu rúmi liggja en Norð- menn hvort samningar takist innan upphaflegs tímaramma auk þess sem „Íslendingar eru í grundvallar- atriðum algerlega mótfallnir því að greiða meira til ESB – og því er allt útlit fyrir að Norðmenn verði í fram- tíðinni að sætta sig við að taka á sig stóran part af hlutfallslegu framlagi Íslendinga í þróunarsjóði ESB“, seg- ir Stavanger Aftenblad. Bæði Liechtenstein og Ísland treg til að greiða meira Í fjölmiðlum í Liechtenstein er sem von er lítið fjallað um viðskipti með fisk en svo er að sjá sem þar séu menn nokkuð bjartsýnir á að samn- ingar takist fyrir miðjan apríl. „Lengi vel miðaði ekkert í samninga- viðræðunum en síðustu tvær vikurn- ar hefur skriður komist á málin,“ hefur dagblaðið Liechtensteiner Vaterland eftir prins Nikolaus, sendiherra Liechtenstein gagnvart ESB, í í gær. Prinsinn segir nær óhugsandi að hugsa sér stækkun ESB án samhliða stækkunar EES. „Slíkt væri þá að- eins hugsanlegt í mjög skamman tíma og myndi í reynd vera erfitt. Það er í þágu allra að ljúka þessum samningaviðræðum sem fyrst.“ Prins Nikolaus segir að enn sé mögulegt að standa við upphaflega tímaáætlun en lítill tími sé til stefnu. Málið snúist þó frekar um samhliða gildistöku samninganna en samhliða undirritun þeirra og því sé enn nokk- urt svigrúm fyrir hendi. Af ummælum prins Nikolaus í Liechtensteiner Vaterland má ráða að afstaða samninganefndar Liecht- enstein sé ekki ósvipuð afstöðu þeirrar íslensku, EFTA-ríkin þrjú séu tilbúin að gera undantekningu frá grundvallaratriðum EES-samn- ingsins til þess að koma að einhverju leyti til móts við þá staðreynd að þjóðartekjur í nýju aðildarlöndum ESB eru mjög lágar. „En það eru takmörk fyrir því hvað við [EFTA- löndin þrjú] getum teygt okkur langt og þetta á sérstaklega við um Ísland og Liechtenstein. Við ætlum okkur ekki að semja um Evrópska efnahag- gssvæðið upp á nýtt,“ segir formað- ur samninganefndar Liechtenstein. Dregur til tíðinda á föstudaginn „ESB býður Noregi nýjan EES-samning fyrir tvo milljarða. Norðmenn streitast á móti en verða líklega að gefa eftir að lokum.“ ÞAÐ er ekki seinna vænna að huga að vorverkunum og hlúa að gróðrinum í görðum landsmanna. Tré og runn- ar þurfa sína snyrtingu fyrir sumarið og ef að líkum lætur koma þessi til með að líta vel út í sumar. Morgunblaðið/Golli Vorverkin hafin í Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.