Morgunblaðið - 02.04.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 02.04.2003, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2003 35 Það voru forréttindi og lífsgæfa að eignast að húsbændum, vinum og samstarfsmönnum þá þjóðkunnu lista- menn og andans höfðingja sem höfðu ráð í útvarpinu og mótuðu starf þess og stefnu þau ár sem ég var þar inn- anbúðar frá því að ég var rúmlega tvítugur og fram á níunda áratuginn. Og meiri skóli á ýmsa grein en ég gerði mér grein fyrir þá. Einn þeirra var Árni Kristjánsson. Hann var fyrst og fremst lista- maður, alinn upp við lífshætti og við- horf góðra borgara og íslensks sveitafólks, en mótaðist síðan á námsárunum við evrópska mennta- brunna á sögulegu umbrotaskeiði. Þetta sást í öllu fasi hans, framkomu og viðhorfum. Ég þóttist stundum skynja hjá honum undir niðri vott þeirrar togstreitu milli borgara og listamanns sem um hafa verið skrif- aðar frægar bækur, en held þó ekki að hún hafi valdið honum neinum verulegum vandkvæðum. Ekki var hrokanum fyrir að fara hjá Árna ef hjá honum var leitað fræðslu eða leiðbeininga, en engum duldist hve viðkvæmur og vandlátur hann var fyrir hönd þeirrar drottn- ingar sem hann helgaði ævistarf sitt allt, tónlistarinnar. Með vandvirkni sinni og fölskvalausri ást á list og menntum gaf hann lærdómsríkt for- dæmi. Stundum stóð lyftan á Skúlagötu 4 opin og föst drjúga stund vegna þess að Árni vildi að allir aðrir færu út eða inn á undan honum – og öfugt. Svo djúpum rótum stóð séntilmennska hans og kurteisi. Á því sem var ekta og óekta í lífi og list gerði hann skýr- an greinarmun og hafði til þess alla burði, sá heimsborgari sem hann var og „kunni allra manna bezt skil á alls konar munaði“, eins og Jón Engil- berts komst að orði um hann ungan. Það var líka skóli sem skipti máli. Ekki spillti það þegar við Árni Kristjánsson kynntumst í Reykja- vík, að á unglingsárum mínum á Ak- ureyri átti ég heima um skeið í tveimur næstu húsum við kaup- mannshúsið sem hann ólst upp í og lék mér þá með bróðurbörnum hans í Sigurhæðastöllunum og Hafnar- strætinu. Með Árna Kristjánssyni er geng- inn mikill og minnisstæður listamað- ur, einn þeirra sem skópu nýtt Ís- land á tuttugustu öld. Hjörtur Pálsson. Nú er hann látinn í hárri elli þessi bjarti fulltrúi og vörslumaður ís- lenskrar menningar, menningar álfu okkar, sá sem fékk léðan eld Promoþeusar er hann lék við hljóð- færi sitt, einn eða með fleirum. Þar leiddi ást hans á tónlistinni og því sem fóðraði tónlistina, mannsandan- um, í slíkar hæðir að ekki gleymdist þeim sem á hlýddu. Ég heimsótti þau hjónin, Önnu og Árna á 95 ára afmæli hans, en þau voru þá á Landakotspítalanum. Þetta var góður dagur hjá Árna og þegar talið barst óhjákvæmlega að tónlistinni lagði hann með brosi hönd að hjarta sínu og sagði: Hún er hér. Þessi orð lifðu langt andartak. Tveir ungir menn koma fyrir tæp- lega hálfri öld frá erlendri borg þar sem gott aðgengi var að tónleikum hinna bestu tónlistarmanna á tiltölu- lega vægu verði. Verðstríð var á LP plötumarkaðnum og þannig var hægt að auka aðgang sinn að því besta sem erindi átti í upptökur. Löngun hinna ungu manna var að skapa sér og öðrum hér vettvang til ÁRNI KRISTJÁNSSON ✝ Árni Kristjáns-son fæddist á Grund í Eyjafirði 17. desember 1906. Hann lést á hjúkrun- arheimilinu Sóltúni 19. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkj- unni í Reykjavík 28. mars. að heyra kammertón- list flutta af hinum ágætu listamönnum okkar. Sinfónían var starfandi en annars var dauft yfir tónlistarlíf- inu þótt Tónlistarfélag- ið starfaði enn og flaut á starfi hugsjónamanna en vann afrek í kynn- ingu hinna bestu er- lendu tónlistarmanna. Happ þessara ungu manna var að kynnast Árna Kristjánssyni og Birni Ólafssyni en fleiri komu að málinu. Árni og Björn tóku þessum hugmyndum tveim höndum og sáu fyrir sér flutn- ing á perlum kammertónlistar sem glatt höfðu að jafnaði erlenda tón- leikagesti en ekki hér. Nú væri færi. Það er tæp hálf öld síðan og enn lifir Kammermúsíkklúbburinn. Já, nú er hann látinn eftir langa starfsævi hinn magnaði píanóleikari sem við leik sinn huldi eigið egó en tónskáldið og tónverk hans ríktu ein í mikilli nálægð, drifin áfram á þann hátt sem hinn gáfaði píanóleikari las það. Hann var ekki bara stór sem einleikari heldur líka sem samleikari hinna stærstu. Hver nærstaddra man ekki tónleika þeirra Pinu Carm- inelli og Árna þar sem einhver yf- irskilvitlegur máttur tónlistarinnar magnaði seið sem óf silfurþræði milli flytjendanna tveggja. Tónskáldið hvíslaði í eyru þeirra: Einmitt svona. Og hljómarnir þögnuðu og þessir tveir einstaklingar á sviði Gamla Bíós litu hvort til annars: Já, einmitt svona. Þegar hljómarnir þögnuðu varð löng þögn og þökk sé þeirri þögn þá geymist þessi tónleikastund ekki þeim sem þar voru. Svo var lista- mönnunum þakkað. Árni var spengilegur maður er gekk um götur borgarinnar en bíl átti hann aldrei. Allir tóku eftir þess- um glæsilega manni með hatt og sem oftast skjalatösku undir hendi. Oft- ast var hann glaðlegur. Líklega fyrst og fremst vegna tónverks eða þá bókmenntaverks sem hann var að hugsa um eða ljóð sem kom upp í huga hans eða kannski var það birt- an sem var yfir Esjunni. Árni var ekki bara stórgáfaður heldur líka vit- ur um allt sem skiptir máli og getur skipt sköpum í dag. Árni skildi ekki eftir sig auða jörð í frera þegar hann kvaddi. Fjöldi nemenda hans bera frjó- korn frá honum og skila til næstu kynslóðar. Þegar nemendur hans fóru til erlendra landa og léku fyrir þá prófessora sem áttu að fullskapa listamanninn undruðust þeir innsæi þeirra og spurðu gjarnan: Hver kenndi þér? Árni flutti marga fyr- irlestra í útvarpinu m.a um Bach og eftir hann liggja bækur um Chopin og Beethoven. Fyrir mörgum árum bauð Árni sem tónlistarstjóri útvarpsins mér að flytja þátt aðra hverja viku í út- varpinu um kammermúsík. Ég taldi þetta fráleitt: Ég les ekki nótur, kunni ekki fræðin, væri bara amatör hlustandi. Einmitt, sagði Árni, – amatör þýð- ir sá sem elskar viðfangsefni sitt. Eftir langt og gott samtal við Árna sannfærðist ég. Hvenær var Árni stærstur í leik sínum? Svörin verða jafnmörg og þeir sem spurðir eru. Hann var svo oft stærstur. Ég gleymi ekki flutningi Árna með Birni Ólafssyni og Einari Vigfússyni í Tríói op. 50 eftir Tchaikovsky sem þeir fluttu á vegum Kammermúsíklúbbsins á upphafsár- um hans í Melaskólanum. Tendraður af leik félaga sinna varð leikur hans á hinu glæsta hlutverki píanósins ógleymanlegur og magnaður þótt ekki væri leikið á Steinway flygil. En svo er svo margt annað. Ég met mikils að hafa kynnst Árna jafnframt sem manni. Fyrir hönd Kammermúsíkklúbbs- ins þakka ég honum ómetanlegan stuðning. Öll þökkum við honum fyrir að í ís- lenskri mold dafnar arfleifð hans sem sterkir stofnar. Við hjónin sendum Önnu og fjöl- skyldu hennar okkar samúðarkveðj- ur. Guðmundur W. Vilhjálmsson. Látinn er í hárri elli Árni Krist- jánsson píanóleikari, hinn síðasti þeirra manna sem á fjórða áratug tuttugustu aldar og síðar lögðu grunninn að öllum þeim miklu og margháttuðu umsvifum sem íslenskt tónlistarlíf felur í sér nú á nýrri öld. Þroskasaga tónlistar á Íslandi hefst fyrir alvöru á þjóðhátíðarárinu 1930 með stofnun Tónlistarskólans í Reykjavík og Ríkisútvarpsins. Þessar stofnanir áttu, hvor með sínum hætti, ríkastan þátt í að hefja á æðra stig það tónlistarstarf sem fram að því hafði verið unnið hér við erfið skilyrði. Það var Páll Ísólfsson sem í upphafi markaði stefnuna. Hann var fyrsti skólastjóri tónlist- arskólans og mestur áhrifamaður um tónlistarmál útvarpsins. Hann fékk brátt liðsauka sem um munaði. Tónlistarskólinn hafði ekki starfað nema þrjá vetur þegar Árni Kristjánsson réðst þangað kennari, nýkominn frá löngu námi erlendis, lengst í Berlín. Hann varð aðalkenn- ari skólans í píanóleik og brátt yf- irkennari og varaskólastjóri. Þegar Páll lét af skólastjórn var Árni sjálf- kjörinn eftirmaður hans. Síðar tók Árni einnig við tónlistarstjórn út- varpsins af Páli. Þannig urðu störf þeirra svo samofin að vart verður um annan rætt án þess að hins sé minnst. Þótt þeir væru ólíkir um margt veit ég ekki til að nokkru sinni bæri skugga á samstarf þeirra og vináttu. Hún var djúp og einlæg. Þeir áttu líka margt sameiginlegt. Báðir fóru þeir ungir héðan úr fá- sinninu til náms í Þýskalandi, Árni aðeins sextán ára gamall. Báðir nutu tilsagnar og umhyggju hinna ágæt- ustu kennara og drukku í sig and- rúmsloft evrópskrar hámenningar. Þannig nutu þeir hins besta uppeld- is, ekki aðeins í list sinni, heldur urðu þeir og hámenntaðir menn á al- menna vísu, langt umfram það sem margur „langskólagenginn“ getur státað af. Páll fór ekki dult með að- dáun sína á Árna: Hann var „einn af þessum mönnum sem allt les, allt veit og allt skilur“, svo að vitnað sé beint til orða Páls. Það er líka mála sannast að Árni var svo víðlesinn og margfróður að vart bar á góma það umræðuefni að hann hefði ekki eitt- hvað viturlegt og fræðandi um það að segja. En fyrst og fremst var Árni lista- maður og kennari. Hann barst aldrei mikið á í list sinni og hafði enga til- burði til „að leggja undir sig heim- inn“. Hann sóttist ekki eftir þeim ljóma sem stendur af „umreisandi virtúósum“. Öll yfirborðs- og sýnd- armennska var eitur í hans beinum. Hann leitaði að kjarnanum og var fundvís á hann. Næmi hans og sönn tilfinning fyrir tónlist var ótrúleg, eins og glöggt kom fram í píanóleik hans þegar best lét. En þótt mót- sagnakennt kunni að virðast má ef til vill segja að einmitt þetta, ásamt óvæginni sjálfsrýni, hafi orðið hon- um fjötur um fót á tónleikasviðinu og komið í veg fyrir að hann nyti þar enn víðtækari viðurkenningar en raun varð á. Hann hafði svo margt að segja, sagði það svo vel og var svo gegnheill í list sinni að þess hefðu fleiri mátt njóta en Íslendingar einir. Ógleymanlegir eru einleikstónleikar hans, alltof fáir að vísu, og samleikur með öðrum listamönnum, sumum heimsfrægum sem undruðust hvern- ig annar eins snillingur fengi dulist hér í fámenninu og einangruninni. Kammertónleikar hans með öðr- um kennurum tónlistarskólans, einkum Birni Ólafssyni fiðluleikara, voru sólskinsblettir í gráum hvers- dagsleikanum um og fyrir miðja öld- ina sem leið. Alltof lítið af þessu, og af píanóleik Árna yfirleitt, er varð- veitt í hinu mikla upptökusafni út- varpsins. Það er því sérstakt fagn- aðarefni að annar af tveimur nýjum geisladiskum með úrvali af upptök- um Kristins Hallssonar söngvara skuli vera með undirleik Árna. Þar er margt fallegt að heyra. Árni Kristjánsson var kennari af guðs náð. Eins og allir miklir læri- feður var hann raunar miklu meira en kennari. Hann lét sér annt um all- an þroska nemenda sinna og varð mörgum næstum eins og annar faðir. Þeir munu vera ófáir sem telja sig eiga honum skuld að gjalda fyrir um- hyggju hans, vináttu og hollráð, langt umfram það sem vænta má af venjulegum kennara. Og hann gat aldrei slitið sig frá kennslunni, hafði oftast einhverja nemendur, jafnvel meðan hann sinnti annasömu starfi tónlistarstjóra útvarpsins, og svo að sjálfsögðu eftir að hann lét af því starfi. Hann mun mega teljast aðal- kennari þriggja kynslóða íslenskra píanóleikara og margir þeirra bera meistara sínum fagurt vitni. Náskyld kennslunni eru ritstörf Árna Kristjánssonar, bæði frum- samdar ritgerðir og afar vandaðar þýðingar, m.a. á völdum bréfum Mozarts og Beethovens, fyrstu ævi- sögu Bachs eftir J.N. Forkel og bók- inni Tónlist sem lifir (Levende Mus- ik) eftir danska tónskáldið Carl Nielsen, að ógleymdri bók um um Chopin, sem ásamt Beethoven var eftirlætistónskáld Árna. Afkomend- ur hans hafa nú gefið ritsafn þetta út í fallegri heildarútgáfu. Þetta eru litlar bækur og láta ekki mikið yfir sér, en innihaldið er þeim mun kjarn- betra. Sjálfur naut ég kennslu Árna í pí- anóleik þann eina vetur sem ég var nemandi í Tónlistarskólanum í Reykjavík, 1937-38. Bæði mér og öðrum var þá þegar ljóst að ég mundi aldrei verða píanóleikari að gagni, en engu að síður lagði Árni fulla alúð við kennsluna. Hann hefur sjálfsagt kennt mér sitthvað um fingrasetningu og áslátt, en minnis- stæðari er mér sú innsýn sem hann opnaði mér í það sem liggur að baki nótunum og oft síðar hefur orðið mér leiðarljós. Síðar urðum við samkenn- arar við tónlistarskólann í tólf ár og hittumst þá nær daglega og alltaf fannst mér ég vera að læra eitthvað af Árna og koma heldur betri maður af fundi hans. Á þessari skilnaðarstundu dvelur hugur minn hjá eftirlifandi konu hans, Önnu Steingrímsdóttur, sem Árni sjálfur taldi sig eiga að þakka flest gott sem fyrir hann bar í lífinu. Ég votta henni og fjölskyldunni allri innilega samúð mína og konu minn- ar, Sigurjónu Jakobsdóttur. Jón Þórarinsson. Árni Kristjánsson og Jón Nordal. Vegna mistaka í vinnslu blaðsins er myndin endurbirt. Eiginmaður minn og faðir okkar, HALLDÓR SVERRISSON, Víkurbraut 30, Höfn, Hornafirði, lést á hjúkrunarheimili HSSA föstudaginn 28. mars. Jarðsett verður frá Hafnarkirkju fimmtudaginn 3. apríl kl. 13.30. Sigrún Ólafsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, AÐALHEIÐUR SIGURÐARDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð mánu- daginn 31. mars. Sverrir Guðmundsson, Þórdís Ingvarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær dóttir okkar, unnusta, móðir og systir, ANNA MARÍA ÓLAFSDÓTTIR, lést á heimili sínu, Melasíðu 4 á Akureyri, sunnudaginn 30. mars. Jarðarförin fer fram frá Glerárkirkju mánu- daginn 7. apríl kl. 14.00. Ólafur Haraldsson, Inga Lára Bachmann, Árni Friðriksson, Róbert S. Steindórsson, Katrín Ólafsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.