Morgunblaðið - 02.04.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.04.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Bergþóra Egg-ertsdóttir fæddist á Akureyri 18. maí 1921. Hún lést á Dval- arheimilinu Hlíð á Ak- ureyri 18. mars síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Stefanía Sigurðardóttir og Eggert Guðmundsson trésmíðameistari á Akureyri. Bergþóra var sjöunda í röðinni af níu systkinum. Systkini hennar eru öll látin nema Bryn- hildur sem er yngst. Bergþóra var tvígift. Fyrri mað- ur hennar var Guttormur Berg f. 1918, d. 1990. Dóttir þeirra er Elín Valgerður Guttormsdóttir Berg, f. 1948. Maki hennar er Þorsteinn Fossberg Kjartansson, f. 1943. Synir þeirra eru Halldór Heimir, f. 1969, og Sindri Snær, f. 1981. Bergþóra og Gutt- ormur skildu. Seinni maður Bergþóru var Maríus Helgason, umdæmisstjóri Pósts og síma á Norður- landi, f. 1906, d 1985. Bergþóra og Maríus voru barnlaus. Bergþóra var lærður kjólameistari og vann sem slíkur í mörg ár. Þá starfaði hún einnig sem kennari við Verk- menntaskólann á Akureyri. Hún tók virkan þátt í félagsstarfi, svo sem í Kvenfélaginu Framtíðinni á Akur- eyri, félagi sjálfstæðiskvenna á Ak- ureyri, Oddfellowreglunni og í Sambandi íslenskra berklasjúk- linga. Útför Bergþóru fór fram í kyrr- þey fimmtudaginn 27. mars. Þegar vinir kveðja þetta jarðlíf skilja þeir eftir minningar í huga þess fólks sem þeir hafa umgeng- ist. Er ég kveð vinkonu mína Berg- þóru Eggertsdóttur er mér efst í huga þakklæti fyrir samfylgdina í tugi ára og okkur varð aldrei sund- urorða. Ég man fyrst eftir henni í heimahúsum í Gránufélagsgötunni að setja saman prjónles fyrir mömmu sína Stefaníu, sem átti prjónavél og prjónaði fyrir fólk. Stefanía prjónaði fyrst á okkur systurnar er við vorum litlar og svo fyrir mig á mínar dætur. Það kom fljótt í ljós hvað Berg- þóra var vel að verki farin, hún var farin að sauma á sig föt um ferm- ingu. Bergþóra var mikill persónu- leiki, lagleg, fíngerð en sterk og ótrúlega atorkusöm. Hún lærði fatasaum og kenndi við Húsmæðraskóla Akureyrar í mörg ár. Þá var hún kaupmaður um árabil. Bergþóra lét félagsmál mikið til sín taka. Var formaður kvenfélagsins Framtíðar, sem hafði Dvalarheimilið Hlíð á stefnu- skrá sinni. Í stjórn félags sjálf- stæðiskvenna á Akureyri. og í Oddfellowstúkunni nr. 2, Auði. Einnig vann hún mikið fyrir SÍBS. Hjá Bergþóru lærði ég að mála á postulín, sauma flotta dúka og púða og búa til skerma. Það var sama hvað hún tók sér fyrir hend- ur, hún hafði lag á öllu. Við vorum saman á mörgum vefnaðarnámskeiðum í Húsmæðra- skólanum hjá hinni mætu kennslu- konu Ólöfu Þórhalls. Þar nutum við okkar, það var alveg ótrúlegt hvað Bergþóra gerði margt fallegt. Þá saumaði hún flotta ballkjóla á frúrnar á Akureyri. Margar bílferðirnar vorum við búnar að fara. Mér fannst hún góð- ur bílstjóri en það fannst víst ekki öllum, en aldrei kom neitt fyrir hjá okkur. Við nutum þess að fara út fyrir bæinn með nesti og hvíla okk- ur í fallegri laut. Þegar Bergþóra varð sjötug fórum við bara tvær út í Þengilbakka við Grenivík, að halda upp á afmælið með tertum og öllu tilheyrandi, áttum yndisleg- an dag og komum ekki í bæinn fyrr en seint um kvöldið. Við áttum margt sameiginlegt, báðar aldar upp á eyrinni og feng- um líkt veganesti. Þá var Hjálp- ræðisherinn í Strandgötunni og þangað sóttum við trúna og lærð- um fallega söngva. Þar voru boð- berarnir Jón Sigurðsson, Halldór söðlasmiður og Guðmundur Seyð- fjörð, svo einhverjir séu nefndir. Þangað sóttum við veganesti sem entist okkur út lífið. Þegar heilsan fór að gefa sig hjá Bergþóru fékk hún vist á Dval- arheimilinu Hlíð og hefur hún ver- ið þar undanfarin ár. Þar hefur henni liðið vel og eins og hún sagði sjálf „stúlkurnar vilja allt fyrir mig gera“. Sérleg vinkona hennar þar var Margrét Jónsdóttir og færi ég henni og öðru starfsfólki á Hlíð hugheilar þakkir. Þá votta ég öllum aðstandendum Bergþóru innilegustu samúð. Ég bið þér Guðs blessunar kæra Bergþóra, með þakklæti fyrir allt og allt. Sigurlaug Ingólfs. Gamall vinur minn, Bergþóra Eggertsdóttir, var jörðuð í kyrr- þey á fimmtudag. Með henni er gengin mæt kona. Ég kynntist þeim hjónum, Maríusi Helgasyni umdæmisstjóra og henni, eftir að þau fluttust til Akureyrar. Þau voru bæði í forystusveit Sjálfstæð- isflokksins og var Maríus í mörg ár formaður kjördæmisráðsins. Það fór því ekki hjá því, að við unnum mjög mikið saman og á ég góðar endurminningar frá þeim tíma frá heimili þeirra hjóna, þar sem ég mætti mikilli gestrisni. Þau hjón voru samrýnd og samhent. Heim- ilið bar húsmóðurinni vitni, en hún var mjög lístræn og alltaf fallegt í kringum hana. Hún hafði meist- araréttindi í kjólasaumi og lék allt í höndum hennar, sem laut að þeirri iðn. Eins og ég sagði áður fylgdi Bergþóra Sjálfstæðisflokknum fast að málum. Það kom ósjaldan fyrir að hún hafði samband við mig, þegar henni þótti á liggja, og var alltaf fróðlegt og gagnlegt að heyra sjónarmið hennar og ábend- ingar, enda var hún áhugasöm og fylgin sér í þeim málum sem hugur hennar stóð til. Málefni kvenna voru henni ofarlega í huga og skólamál auðvitað. Hún lét mjög til sín taka í félagsmálum og naut þar trúnaðar. Nú þegar leiðir skilja minnnist ég með þakklæti stuðnings hennar og vináttu á liðnum árum. Berg- þóra var mikil kona, raungóð og hlý. Guð blessi minningu hennar. Halldór Blöndal. BERGÞÓRA EGGERTSDÓTTIR Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. SIGRÍÐUR VAVA BJÖRNSDÓTTIR, Hraunteigi 24, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli sunnudaginn 30. mars. Útför hennar fer fram frá Garðakirkju, Álftanesi, fimmtudaginn 10. apríl kl. 15.00. Að einlægri ósk hinnar látnu eru blóm og kransar afþakkaðir, en þeir, sem vilja minnast hennar, láti Landgræðslu- sjóð njóta þess. Björn Haraldsson, Ingibjörg Styrgerður Haraldsdóttir, Gísli Rúnar Haraldsson, Guðbjörg Aðalheiður Haraldsdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæri eiginmaður, faðir og sonur, SVEINN MAGNÚS MAGNÚSSON frá Neskaupstað, lést af slysförum laugardaginn 29. mars. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ólöf Þorgeirsdóttir, Hlynur Sveinsson, Dagur Sveinsson, Bjarki Sveinsson, Anna Sveinsdóttir. Okkar kæri, GÍSLI ÓLAFUR JAKOBSSON, lést á heimili sínu í Kaupmannahöfn laugar- daginn 29. mars. Jarðarförin fer fram í Kaupmannahöfn fimmtu- daginn 3. apríl kl. 13.00. Johanne Jakobsson, Jakob Gíslason, Tómas Gíslason, Mette Nikoline Hede Gíslason, Nanna Rosa Knipschildt Jürgensen, Alexander, Gabriel, Tobias, Jakob Jakobsson, Moira Helen Jakobsson, Sigríður Ásmundsdóttir, Ásmundur Jakobsson, Aðalbjörg Jakobsdóttir, Hallgrímur B. Geirsson, Steinunn S. Jakobsdóttir, Sverrir Hilmarsson. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, GUÐRÍÐUR AÐALSTEINSDÓTTIR, Álfholti 56b, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum Hringbraut mánudaginn 31. mars sl. Jarðarförin auglýst síðar. Ottó H. Karlsson, Klara Jóhanna Ottósdóttir, Ólafur Þór Ottósson, Helga Björg Sigurðardóttir, Aðalheiður Björk Ottósdóttir, Ása Hrund Ottósdóttir og barnabörn. Ástkær faðir minn, afi okkar og langafi, GEIR G. JÓNSSON, Aflagranda 40, andaðist á Borgarspítalanum mánudaginn 31. mars. Útförin auglýst síðar. Marín Sjöfn Geirsdóttir, Örvar Omrí Ólafsson, Jón Örvar G. Jónsson, Þóra Sigurðardóttir og Sigurrós Jónsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, BLÆNGUR GRÍMSSON frá Jökulsá á Flateyjardal, síðast til heimilis í Holtagerði 69, Kópavogi, lést á Landspítala Landakoti mánudaginn 31. mars. Jarðarför auglýst síðar. Margrét Aðalbjörg Ingvarsdóttir, Ingvar Blængsson, Eygló Jóhanna Blængsdóttir, Arve Hammer, Gríma Huld Blængsdóttir, Eggert Hjartarson, Blængur Blængsson, Eygló Hafsteinsdóttir, Gréta Björg Blængsdóttir og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐLAUG E. GUÐLAUGSDÓTTIR, Holti, Garðabæ, lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hring- braut mánudaginn 31. mars. Útförin auglýst síðar. Gísli H. Líndal Finnbogason, Kristberg H. Finnbogason, Jórunn Sigurmundsdóttir, Stefán H. Finnbogason, Hulda C. Guðmundsdóttir, Finnbogi G.H. Finnbogason, Sigrún Gunnarsdóttir, Sævar Þ. Finnbogason, Eyrún B. Jónsdóttir, barnabörn og langömmubörn Elskuleg vinkona mín og systir okkar, SVEINBJÖRG ERASMUSDÓTTIR frá Háu-Kotey í Meðallandi, síðast vistmaður á Garðvangi, Garði, verður jarðsungin frá Njarðvíkurkirkju (Innri Njarðvík) fimmtudaginn 3. apríl kl. 14.00. Viggó Guðjónsson, Guðríður Erasmusdóttir, Helga Erasmusdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.