Morgunblaðið - 02.04.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.04.2003, Blaðsíða 22
LANDIÐ 22 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ BJÖRGUNARSVEITIN Sæþór fékk góða heimsókn á dögunum. Björn Guðmundur Markússon björgunarsveitarmaður til margra ára og áhugamaður um tæki og tól til björgunar, tók æfingar með sveit- inni. Lögð var höfuðáhersla á að yfir- fara og yfirfara aftur þegar sigið er eða klifrað í klettum. Æfingarnar voru gerðar í 25 metra ljósamastri við höfnina og á 30 metra þverhnípt- um klettavegg sem slútir yfir. Kunn- átta í björgun við slíkar aðstæður er nauðsynleg björgunarsveitamönn- um á þessum stað. Grímsey er um- kringd björgum og klettum á alla vegu – þar sem eyjan er hæst 105 metra há. Bjarna Gylfasyni, for- svarsmanni Sæþórs, fannst mikil snilld að fá reyndan björgunarsveit- armann til að leiðbeina Sæþórs- mönnum. Bjarni sagði að þeir hefðu algjörlega lært nýtt kerfi í sigi og klettaklifri. Að nýta liðsheildina er undirstaða þess sem Björn Guð- mundur leggur áherslu á. Kaðlar og sigbönd, sylgjur og krókar allt skoð- að og prófað og æft. Því þegar á reynir verða björgunasveitarmenn að þekkja og treysta sínum björg- unartækjum. Allt þetta er liður í hinu góða enduruppbyggingarstarfi Björgunarsveitarinnar Sæþórs. Morgunblaðið/Helga Mattína Félagar í Björgunarsveitinni Sæþóri í Grímsey, f.v.: Þór Vilhjálmsson, Svafar og Bjarni Gylfasynir og Brynjólfur Árnason. Björgunarsveitar- menn æfa klifur Grímsey HIN magnaða færeyska söngkona Eivör Pálsdóttir heimsótti Húsvík- inga heim á dögunum ásamt Birgi Bragasyni. Komu þau fram á tónleik- um í litlum sal í Hvalamiðstöðinni þar sem Eivör spilaði á kassagítar og söng við kontrabassaleik Birgis. Það er óhætt að segja að umgjörð tónleikanna í Hvalamiðstöðinni hafi verið skemmtileg og tónleikarnir vel heppnaðir. Lagavalið á tónleikunum var fjölbreytt, frumsamið efni eftir Eyvöru, færeyskar rímur auk ís- lenskra og erlendra sönglaga. Undir- tektir gesta á tónleikunum voru góðar enda frábærir listamenn þarna á ferð- inni. Það var Tún, tómstunda- og menn- ingarhús fyrir Húsvíkinga á aldrinum 16–25 ára, sem hélt þessa tónleika sem voru algjörlega vímuefnalausir. Verið er að hefja aftur reglulegt starf í Túni eftir nokkurt hlé og sagði Elsa María Jakobsdóttir, ein þeirra sem að tónleikunum stóðu, ákveðið hefði ver- ið að byrja starfið af krafti og tónleik- arnir í Hvalamiðstöðinni væru byrj- unin þar á. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Eivör Pálsdóttir á tónleikunum í Hvalamiðstöðinni á Húsavík. Eivör Pálsdóttir söng í Hvalasafninu Húsavík HOLLVINASAMTÖK hafa verið stofnuð um varðveislu og endurreisn gufubaðsins og smíðahúss á bökkum Laugarvatns. Síðastliðinn laugardag var haldinn stofnfundur samtakanna í gamla smíðahúsinu á Laugarvatni. Hundrað og tíu manns mættu á stofnfundinn og skráðu nafn sitt í sérstaka stofnfélagabók sem ætlunin er að liggi frammi í afgreiðslu gufu- baðsins út árið. Hilmar Einarsson, byggingar- fulltrúi uppsveita Árnessýslu, flutti söguágrip bygginganna og rakti til- urð þeirra. Sagði hann frá því að skólapiltar í Héraðsskólanum hefðu farið suður til Reykjavíkur til að rífa þar sýningarskála sem stóð við Al- þingishúsið og flutt hann á Laugar- vatn og endurreistu þar. Var húsið fyrsta íþróttahúsið á staðnum og þjónaði sem slíkt þar til Íþróttakenn- araskóli Íslands var stofnaður með lögum 1942 og húsnæði byggt yfir hann við hlið Héraðsskólahússins 1944. Eftir það var húsið notað til smíða og bókbandskennslu. Gufubaðið var byggt ofan á hver- inn um það leyti sem skólinn var í byggingu 1928-9 af smiðum skólans. Búningsaðstaðan var síðar stækkuð og karlaklefi byggður inn í smíða- húsið. Gufubaðið hafði strax nokkra sér- stöðu. Þarna hittust gjarnan að lokn- um erfiðum degi, bændur, sumar- húsafólk, kennarar og aðrir gestir staðarins og skiptust á skoðunum um pólitíkina og önnur mál hvers tíma, líkt og gert er í heitu pottunum í dag. Gufubaðið varð strax mjög vinsælt og þótti af mörgum hin mesta heilsu- lind, enda ekki víða sem menn kom- ust í svona mikla nálægð við hvera- vatnið án þess að brenna sig. Bara svitna og þar með að losa sig við allan venjulegan óþverra. Þorkell Bjarna- son, fyrrverandi hrossaræktarráðu- nautur sem fæddur er og uppalinn á Laugarvatni, sagði frá íþróttatímum sem hann sem ungur drengur horfði á og fékk síðar að stunda í húsinu undir stjórn Björns Jakobssonar. Björn sem rak sinn einka íþrótta- kennaraskóla á Laugarvatni spilaði undir á fiðlu þegar stúlkurnar gerðu æfingar sínar og krakkarnir í þorp- inu og sveitinni fylgdust með af and- akt. Ólafur Örn Haraldsson, þingmað- ur, skoraði á núverandi og næstkom- andi ráðherra menntamála og menntamálaráðuneytið að vinna duglega og af myndarskap með Holl- vinasamtökunum að þeirri uppbygg- ingu sem nú væri farin af stað. Fram komu einnig reynslusögur um lækningamátt í vatninu og guf- unni varðandi psoriasis exem sem hyrfu við margendurtekin böð. Á fundinum voru samþykkt lög samtakanna og kosin stjórn sem í sitja Hafþór B. Guðmundsson, lektor við Íþróttafræðasetur KHÍ, Ragnar Sær Ragnarsson, sveitarstjóri Blá- skógabyggðar, Friðrik Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Húsbygg- ingafélags námsmanna, Kristján Einarsson, forstjóri í Rekstrarvör- um, Tryggvi Guðmundsson, fram- kvæmdastj. Flugleiðahótela, Ólafur Örn Haraldsson, alþingismaður, og Bjarni Finnsson, fyrrv. fram- kvæmdastj. Blómavals. Varamenn eru Þorsteinn Kraag, umboðsmaður, og Halldór Páll Halldórsson, skóla- meistari ML. Eftir að lög samtakana voru sam- þykkt og stjórnarkjör gerði fundur- inn eina ályktun sem hljóðaði svo: Aðalfundur Hollvinasamtaka gufu- baðs og smíðahúss á Laugarvatni óskar eftir góðu samstarfi við menntamálaráðherra og mennta- málaráðuneytið um verkefni félags- ins. Fundurinn skorar á mennta- málaráðherra að greiða götur félagsins með öllum hætti. Stofna Hollvinasamtök gufubaðs og smíðahúss Laugarvatn Ljósmynd/Kári Jónsson Hollvinir gufubaðs og smíðahúss komnir inn í annan af tveimur klefum sem byggðir eru ofan á sjóðandi hverinn. KVENNAREIÐ er einn af árvissum viðburðum hjá hestamannafélaginu Sindra. Þetta árið leyfðu konurnar körlunum að vera með og fór hóp- urinn frá hesthúsunum í Vík í Mýr- dal í dýrindis veðri og reið austur að Hótel Höfðabrekku þar sem hópur- inn borðaði kvöldmat. Að sögn þeirra sem áður hafa tekið þátt í þessari kvennareið nýtur þessi at- burður stöðugt vaxandi vinsælda. Kvenna- reið vel heppnuð Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Hópurinn áði í Flúðakróki rétt austan Víkur. Á myndinni eru fremst Sigríður D. Árnadóttir og Óskar Þorsteinsson sem hafði með sér ferðapelann. Fagridalur FRAMSÓKNARFLOKKURINN MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL Skagafjörður kl. 20:30 – Félagsheimilið Miðgarður Guðni Ágústsson, Magnús Stefánsson, Kristinn H. Gunnarsson, Herdís Á. Sæmundardóttir. Fundarstjóri: Gunnar Bragi Sveinsson. Vopnafjörður kl. 20:30 – Félagsheimilið Mikilgarður Jón Kristjánsson, Dagný Jónsdóttir, Árni Magnússon. Fundarstjóri: Borghildur Sverrisdóttir. Ólafsfjörður kl. 20:30 – Brimnes Hótel Valgerður Sverrisdóttir, Birkir J. Jónsson, Jónína Bjartmarz. Fundarstjóri: Helga Jónsdóttir. Þorlákshöfn kl. 20:30 – Duggan Hjálmar Árnason, Helga Sigrún Harðardóttir, Ísólfur Gylfi Pálmason. Fundarstjóri: Baldur Kristjánsson. Seltjarnarnes kl. 20:30 – Slysavarnarhúsið við Bakkavör Siv Friðleifsdóttir, Páll Magnússon, Una María Óskarsdóttir. Fundarstjóri: Guðrún Helga Brynleifsdóttir. vinna - vöxtur - velferð Fundaferð Framsóknarflokksins 2003 til aukinnar velferðar Leggjum áfram leiðina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.