Morgunblaðið - 02.04.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 02.04.2003, Blaðsíða 41
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2003 41 Alþjóðleg ferðaráðgjöf Ferðamálaskóli Íslands er eini skólinn á Íslandi sem hefur kennt alþjóðlegt IATA/UFTAA námsefni samfleitt í 12 ár. Á hverju ári útskrifar skólinn „ferðaráðgjafa“ til starfa á ferðaskrifstofum, flugfélögum og við aðra ferðaþjónustu, enda er í dag krafa ferðaþjónustuaðila að starfsfólk hafi slíka menntun. Bíldshöfða 18 • Sími 567 1466 • Opið frá kl. 8—22 KRAKKAR úr 7. Þ.Þ. í Selásskóla komu í heimsókn á Morgunblaðið fyrir skömmu í þeim til- gangi að kynna sér ferlið við vinnslu á dagblöðum. Þegar höfðu þau unnið með dagblöð í tímum og því upp- lagt að fá kynnis- ferð um alvöru dagblað. Bestu þakkir fyrir komuna, krakkar. Morgunblaðið/Golli ÁGÆTI forsætisráðherra. Sem stjórnmálafræðingur er ég afar ósáttur við það hvernig þú og nán- ustu stuðningsmenn þínir bregðast við umfjöllun og gagnrýni á störf þín og orð sem forsætisráðherra. Hvert sinn sem þú eða ráðherrar þínir komið fram sem ráðherrar gerið þið það í umboði kjósenda. Í mætti þess valds sem þið hafið frá okkur, þá markið þið spor í samfélag okkar með orðum ykkar og athöfnum. Hvernig ráð- herrar framkvæma vald sitt er allt- af efni í málefnalega pólitíska um- ræðu, sé hún byggð á rökum og efni máls. Stuðningsmenn þínir kalla það persónulegt skítkast og biðjast und- an umfjöllun um orð þín og athafnir sem forsætisráðherra þeirrar rík- isstjórnar sem við þig er kennd, en lýsa eftir málefnalegri umræðu í staðinn, eins og það sé andstæða hins. Fátt er málefnalegra í stjórn- málaumræðunni en umræða um sýnileg og skýrt mörkuð spor rík- isstjórnar og ráðherra hennar. Ný- gengin pólitísk spor forsætisráð- herra vísa skýrar til framtíðar en öll kosningaloforð. Ég er sannfærður um að þú ert stoltur og hreykinn af gengnum sporum sem þú hefur markað sam- félag okkar með. Þú stígur þungt til jarðar og skilur eftir djúp spor. Svo þungstígur ert þú að óhjákvæmilega veitum við sporum þínum eftirtekt, bæði þegar þér fellur það vel og illa. Stjórnmálaumræða er ekki per- sónuleg við það eitt að nafn for- sætisráðherra sé nefnt, og spor hans rakin. Þvert á móti er það óhjákvæmilegt þegar kjósendur eiga að taka afstöðu til ríkisstjórnar þinnar sem við þig er kennd. Umræða um pólitíska vegferð kjörinna fulltrúa og/eða æðstu emb- ættismanna framkvæmdavaldsins er málefnaleg og afar mikilvæg svo lengi sem hún grundvallast á rökum og efnislegum staðreyndum. Hún er líka málefnaleg, þegar kallað er eft- ir gleggri upplýsingum og færð rök fyrir því að dusta þurfi ryk af spor- um sem ekki sjást nægilega vel. Umræðan verður ómálefnaleg þegar notast er við órökstuddar fullyrðingar og gífuryrði, eða raka- lausar dylgjur. Það á jafnt við um persónu- og málefnastjórnmál. Og umræðan er persónuleg ef hún vík- ur að fjölskyldulífi stjórnmála- manna, fjármálum þeirra, hjónalífi, trúarlífi, heilsufari og tómstunda- iðkun þeirra svo eitthvað sé nefnt sem að flestra mati ætti að vera ut- an stjórnmálaumræðu og helgað persónuhelgi frambjóðenda og fjöl- skylda þeirra. Ef einhver telur að sjást megi á sporum sem þú hefur skilið eftir þig í nafni stöðu þinnar að þú hafir villst af leið, misstigið þig eða hnotið um, þá er ómögulegt að þú vísir á bug rökræðu um orð þín og verk nema þú dragir þau til baka. Það er held- ur ekki hollt ungu íslensku lýðræði að stuðningsmenn þínir reyni að draga upp þá mynd af þeim sem rýna í pólitísk spor forsætisráð- herra að þeir séu með því að draga pólitíska umræðu inn á „persónu- legt svívirðingaplan“. – Þú hlýtur að vera stoltari af sporum þínum en svo að þessa þurfi með þér til varn- ar. Pólitísk spor þín eru það sem þú ættir, eftir 12 ár sem forsætisráð- herra, helst að halda á lofti, stoltur og upplitsdjarfur. Sé sú umræða byggð á rökum getur pólitísk um- ræða vart orðið málefnalegri hvort sem það eru stuðningsmenn þínir eða andstæðingar sem kjósa að vísa á nýlega gengin spor þín. Margt af því sem þú hefur sjálfur sagt hefur hins vegar alls ekki verið málefnalegt, t.d. um okkur stjórn- málafræðinga í fréttum Sjónvarps- ins 21. nóv. sl.: „...eins og kjánarnir sem kalla sig fræðimenn á þessu sviði halda fram.“ Þegar jafn þung- stígur maður og þú ert drepur niður fæti með þessum hætti markar það spor í þjóðarsálina, og óhjákvæmi- lega er réttmætt að horfa til þess- ara spora eins og hinna sem þú sjálfur vilt fremur að við lítum til. Eftir 12 ára forsæti Davíðs Odds- sonar hlýtur það að verða eitt stærsta mál þessara kosninga hvort stíga þurfi upp úr sporum þínum og stinga niður fæti þar sem það hefur ekki verið gert lengi eða hvort vart verði gert betur en að ganga í sama takti með þér áfram þinn veg. HELGI JÓHANN HAUKSSON, stjórnmálafræðingur og kennari. Nýgengin spor vísa hvert stefnt er Frá Helga Jóhanni Haukssyni Helgi Jóhann Hauksson FORMENN stjórnarflokkanna keppast við að boða skattalækkanir á næsta kjörtímabili og má varla á milli sjá hvor býður betur. Báðir boða þeir lækkun á staðgreiðslu- skattinum um fjögur prósent, úr 38,55 í 34,5, og segja að þetta sé réttlæti og komi öllum jafnt til góða. Hvað hafa þeir gert til að lækka þennan skatt undanfarin ár á sama tíma og þeir hafa lækkað skatta á fyrirtæki niður í 18 prósent? Árið 1999 var þessi staðgreiðslu- skattur 38,34 prósent, en í dag er hann 38,55 prósent, eða 0,21 prósent hærri en fyrir fjórum árum. Hverjir yrðu helst aðnjótandi þessara boðuðu lækkana? Örugglega ekki þeir lægst settu. Ríkisskatt- stjóri gerði árið 2000 úttekt á tekjum lífeyrisþega fyrir árið 1999 og kemur þar fram að um helmingur þeirra var með tekjur undir 100 þúsund krón- um á mánuði. Það ár var ég með rúmlega 100 þúsund krónur í tekjur á mánuði, sem voru greiðslur úr líf- eyrissjóði og frá Tryggingastofnun, og var því rétt fyrir ofan miðju. Í dag greiði ég 29.604 krónur á mánuði í staðgreiðslu, en eftir boðaða lækkun mundi ég greiða 25.140 krónur eða þessi skattur myndi lækka um 4.464 kr. hjá mér. Ef tekið er dæmi um mann sem hefur 100.000 kr. á mánuði þá greiðir hann í dag 11.725 kr. í skatt, en eftir lækkun myndi hann greiða 7.725 kr. og skattur hans lækka um 4.000 kr. Ef við skoðum ráðherralaun, sem munu vera milli sex og átta hundruð þúsund á mán- uði, og tökum dæmið kr. 700.000, þá ætti hann að greiða í dag kr. 243.025 í skatt, en eftir lækkun kr. 215.025 og skattar hans lækka um kr. 28.000. Ef við skoðum bankastjóra- og for- stjóralaun, sem eru nálgæt ein og hálf milljón króna á mánuði fyrir ut- an bónus, þá myndu þeir greiða í dag í staðgreiðslu kr. 551.425, en eftir lækkun kr. 491.425 og skattarnir lækka um 60.000 krónur. Það er alveg ljóst að svona flöt skattalækkun eins og ráðherrar boða í dag og segjast ætla að fram- kvæma á næsta kjörtímabili kemur lágtekjufólki, öldruðum og öryrkjum lítið sem ekkert til góða, það eru há- tekjumenn, sem hagnast á þessu. Elliífeyrisþegi sem er eingöngu með laun frá almanntryggingum og er ná- lægt skattleysismörkum fær enga lækkun. Ég myndi fá 4.464 kr. í lækkun en ráherra rúmlega sex sinn- um meiri lækkun en ég, eða 28.000 kr., og forstjórar og bankastjórar myndu fá rúmlega þrettán sinnum meiri lækkun en ég eða 60.000 kr. Þess má geta að fyrrverandi for- stjóri Kaupþings myndi fá lækkun úr um það bil 30 milljónum króna í um það bil 27 milljónir króna eða um ná- lægt 3 milljónum króna í lækkun. Sama yrði með eignaskattinn, þeir sem litlar eða engar eignir eiga fá ekkert en þeir sem miklar eignir eiga geta fengið verulegar upphæðir í lækkun. Þá er ætlun ráðherranna að fella niður hátekjuskatt og er það ekki til hagsbóta fyrir lágtekjufólk. Félög og samtök eldri borgara hafa bent á að ef vilji – og á ég við raunverulegur vilji – er til að bæta kjör okkar tekjulægstu félaga þarf að hækka grunnlífeyri verulega, hækka skattleysismörkin og taka upp fleiri skattþrep. Allar tillögur stjórnarherranna sanna að þeir vilja gleyma okkur en tryggja hag hinna efnameiri. KARL GÚSTAF ÁSGRÍMSSON, formaður félags eldri borgara í Kópavogi. Boðaðar skattalækkanir Frá Karli Gústafi Ásgrímssyni Karl Gústaf Ásgrímsson ÁLFABLÓM ÁLFHEIMUM 6 553 3978 7 rósir á 500 kr. Blóm og skreytingar Heimsendingarþjónusta FRÉTTIR MÁNUDAGINN 17. mars sl. bjargaði björgunarsveit dóttur okkar, Ariana Falk, og vini henn- ar, Mark Dancigers, úr lífsháska á Íslandi. Þau lentu óvænt í aftaka- veðri og leituðu skjóls í sumarbú- stað í nokkra daga. Við búum í Oregon-fylki í Bandaríkjunum sem er þekkt fyrir háa fjallgarða og óblíð náttúruöfl, og við þekkjum því vel til frásagna af giftusam- legum björgunum hugrakkra sjálf- boðaliða sem bjóða náttúruöflun- um byrginn við að bjarga fólki úr hrakningum. Við verðum ykkur ævinlega þakklát fyrir þá hluttekningu sem þið sýnduð. Þar ber að nefna bandaríska utanríkisráðuneytið sem hringdi fyrst með þessi hræði- legu tíðindi og hringdi síðan um hæl til að láta okkur vita að þau væru fundin, lögreglumanninn sem fullvissaði okkur um að þau væru í öruggum höndum, og síðast en ekki síst alla sjálfboðaliðana sem hættu eigin lífi í baráttu við nátt- úruöflin til að bjarga ferðamönn- um, og þar á meðal okkar ástkæru dóttur. Þakka ykkur fyrir að færa okkur hana aftur. LEILA og TED FALK, 6824 S.E. 34th Avenue, Portland, Oregon 97202, USA. lfalk@reed.edu Þakkir til björgun- armanna Frá Leila og Ted Falk Perlunni. Opið alla daga kl. 10 -18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.