Morgunblaðið - 02.04.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.04.2003, Blaðsíða 7
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2003 7 40% a fslát tur af in nimá lning u! Allt a ð MÁLNINGARTILBOÐ í verslunum Hörpu Sjafnar 1.990kr. Norðan tíu, 4 lítrar, gljástig 10 Skeifunni 4, Reykjavík s: 568 7878 Snorrabraut 56, Reykjavík s: 561 6132 Stórhöfða 44, Reykjavík s: 567 4400 Austursíðu 2, Akureyri s: 461 3100 Hafnargötu 90, Keflavík s: 421 4790 Dalshrauni 13, Hafnarfirði s: 544 4414 Bæjarlind 6, Kópavogi s: 544 4411 Austurvegi 69, Selfossi s: 482 3767 Harpa Sjöfn málningarverslanir Afgreiðslutími allra verslana Hörpu Sjafnar! Alla virka daga kl. 8–18 og laugardaga kl. 11–15. Helgarvakt í Skeifunni 4. Opið laugardaga kl. 11–18 og sunnudaga kl. 13–18. NÚVERANDI ríkisstjórn heldur velli og Frjálslyndi flokkurinn nær þremur mönnum á þing, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar DV á fylgi flokkanna sem birt var í gær. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 42,7% fylgi og myndi þar með fá 28 þing- menn eða tveimur fleiri en í síðustu kosningum. Samfylkingin, sem fær 27,1% í könnuninni, héldi sama þing- mannafjölda og í síðustu kosningum eða 17. Frjálslyndi flokkurinn fengi 5,6% og þar með þrjá menn á þing, einum meira en síðast. Vinstri græn- ir 9,4% og sex þingmenn sem er sama og síðast. 15% svarenda segj- ast myndu kjósa Framsóknarflokk- inn, sem þ.a.l. tapar þremur þing- mönnum, fengi níu menn kjörna en hefur þrettán í dag. Miðað við síðustu könnun DV, sem birt var 4. mars, bæta allir flokkar við sig fylgi nema Samfylkingin sem tapar 7,4% fylgi milli kannana. Sam- kvæmt niðurstöðum könnunarinnar eru stjórnarflokkarnir með 37 þing- menn, eða öruggan meirihluta. Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Frjálslyndi flokkurinn sækja fylgi sitt meira til karla en kvenna. Sam- fylkingin er hins vegar sterkari á meðal kvenna og Vinstri grænir sækja tvöfalt meira fylgi til kvenna en karla. Stjórnarflokkarnir sækja meira fylgi til höfuðborgarsvæðisins en landsbyggðarinnar öfugt við hina flokkana sem allir eru sterkari á landsbyggðinni en í borginni. Könnunin var gerð á mánudag en úrtakið var 600 manns. Jafnt var skipt á milli kynja og höfuðborgar- búa og landsbyggðarfólks. Samfylkingin mælist með 27,1% fylgi VERZLUNARFÉLAG Reykjavík- ur samþykkti sameiningu við Versl- unarfélag Akraness á aðalfundi fé- lagsins sem haldinn var í fyrradag. Verslunarmannafélag Akraness á eftir að taka afstöðu til málsins fyrir sitt leyti og verður það gert síðar á árinu. Gunnar Páll Pálsson formaður VR sagði á fundinum að töluvert álag hefði verið á skrifstofu félagsins vegna atvinnuástandsins, um 1.200 mál hafi komið til meðferðar á skrif- stofuna í fyrra og um 100 mál farið fyrir dómstóla. Mikið hafi verið um uppsagnir og gjaldþrot og atvinnu- lausum VR-félögum fjölgað um nærri helming milli áranna 2001 og 2002. Þá hafi eineltis- og persónu- verndarmál verið áberandi. Á fund- inum var lögð fram ársskýrsla og reikningar félagsins. Auk þess var kjör í stjórn og trúnaðarráð félags- ins en aðeins einn listi var í framboði og var hann samþykktur samhljóða. Verslunar- menn á Akra- nesi samein- ast VR HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hefur dæmt 22 ára konu í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að smygla 92 grömmum af hassi til landsins frá Kaupmanna- höfn í september sl. Konan játaði brot sitt skýlaust en hún faldi efnið innvortis í líkama sínum. Auk smygltilraunarinnar var hún sótt til saka fyrir að hafa skýrt rangt frá nafni sínu og kenni- tölu hjá lögreglu og þess í stað gef- ið upp nafn og kennitölu systur sinnar. Hassið var gert upptækt til rík- issjóðs og ákærða dæmd til að greiða allan sakarkostnað, þar með talda 30.000 króna þóknun skipaðs verjanda síns, Guðrúnar Sesselju Arnardóttur hdl. Jónas Jóhanns- son héraðsdómari kvað upp dóm- inn. Sigríður Elsa Kjartansdóttir sýslumannsfulltrúi sótti málið. Fangelsun fyrir hasssmygl FJÓRIR ungir Kínverjar hafa sótt um pólitískt hæli hérlendis og er mál þeirra í skoðun hjá Útlendingastofn- un. Kínverjarnir eru á aldrinum 19 til 20 ára, tvær konur og tveir karlar. Hafa þau sótt um hæli á þeim for- sendum að þau telja sig í hættu ef þau snúa aftur heim. Fólkið var fyrst í haldi lögreglunn- ar á Keflavíkurflugvelli en var síðan sett í umsjá stjórnvalda. Fólkið er talið hafa komið hingað til lands á vegum útlendings sem situr í gæslu- varðhaldi, sakaður um mansal með því að hafa aðstoðað það hingað með ólögmætum hætti. Fólkið var á leið til Bandaríkjanna um Ísland er það var stöðvað en hingað hafði það kom- ið frá Noregi eftir að hafa farið í gegnum Frakkland og Japan. Sækja um pólitískt hæli „ÞAÐ má á vissan hátt segja að í ályktun landsfundar Sjálfstæðis- flokksins um sjávarútvegsmál komi fram nýjar áherzlur. Þarna eru að koma fram ýmis málefni, sem við höfum verið að vinna að síðustu misserin, sem snúa að bættum rann- sóknum og auknu vinnsluvirði fisk- aflans,“ segir Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra. Árni segir að þarna megi nefna nýjar leiðir eins og líffræðilega fisk- veiðistjórnun sem færi nýja vídd inn í umræðuna. Hana megi nýta til að afla betri upplýsinga en tekizt hafi með þeim aðferðum sem hingað til hafi verið beitt. „Við leggjum líka meiri áherzlu en áður á það að gera sem mest verð- mæti úr fiskaflanum. Lengst af höf- um við einblínt á veiðarnar, en nú er markmiðið að auka virði fiskaflans, bæði með því að fá meira út úr þeirri vinnslu, sem nú er, og eins að vinna ýmsar aukaafurðir og fá nýjar teg- undir inn í vinnsluna. Þar má nefna mikla áherzlu á fiskeldi, en ráðu- neytið hefur mótað stefnu í því sem og þorskeldi,“ segir Árni og bendir á uppbygginguna á Stað í Grindavík. Nýjar áherzlur á vissan hátt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.