Morgunblaðið - 02.04.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 02.04.2003, Blaðsíða 42
DAGBÓK 42 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Goðafoss kemur og fer í dag. Selfoss og Arnarfell koma í dag. Euro Trans og Hákon fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Barði kemur í dag. Selfoss fer frá Straumsvík í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur Skrif- stofa s. 551 4349, opin miðvikud. kl. 14-17. Flóamarkaður, fataút- hlutun og fatamóttaka opin annan og fjórða hvern miðvikud. í mánuði kl. 14-17, s. 552 5277 Mannamót Aflagrandi 40. Föstu- guðþjónusta í verður í Laugarneskirkju fimmtudaginn 3. apríl kl. 14, rútuferð frá Aflagrand 40 kl. 13.30 skráning í s. 562 2571. Árskógar 4. Kl. 9-12 opin handavinnustofa, kl. 13-16.30 opin smíða- og handa- vinnustofa. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9-12 glerlist, kl. 9-16 handavinna, kl. 10- 10.30 Búnaðar- bankinn, kl. 13-16.30 brids/vist, kl. 13-16 glerlist. Félagsstarfið, Dal- braut 18-20. Kl. 10 leikfimi, kl. 14.30 bankaþjónusta, kl. 14.40 ferð í Bónus. Félagsstarfið, Dal- braut 27. Kl. 8-16 op- in handavinnustofan, kl. 9 silkimálun, kl. 13-16 körfugerð, kl. 10-13 opin verslunin, kl. 11-11.30 leikfimi, kl. 13.30 bankaþjón- usta. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9-16.30 postulínsmálun, kl. 13-16.30 módelteikn- ing. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 9.30 hjúkr- unarfræðingur á staðnum, kl. 10-12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Kl. 9.30 stólaleikfimi, kl. 10.15 og 11.10 leikfimi, kl. 13 handavinna, kl. 13.30 trésmíði nýtt og notað, kl. 13.30 opið hús í Holtsbúð spilað o.fl. Félag eldri borgara, Kópavogi. Viðtalstími í Gjábakka í dag kl. 15-16. Skrifstofan í Gullsmára 9 opin í dag kl. 16.30-18. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraun- seli. Tréútskurður kl. 9 myndlist kl. 10-16, línudans kl. 11, gler- list kl. 13, pílukast kl. 13.30 og kóræfing kl. 16.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Söngfélag FEB kóræfing kl. 17. Línudanskennsla kl. 19.15. Félag eldri borgara, Suðurnesjum, Selið, Vallarbraut 4, Njarð- vík. Í dag 14 fé- lagsvist. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Kl. 9-16.30 vinnustofur opnar, kl. 10.30 gamlir leikir og dansar, frá hádegi spilasalur opinn, kl. 13.30 kóræfing. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, kl. 9.30 boccia og glerlist, kl. 13 gler- list og félagsvist, kl. 16 hringdansar, kl. 17. bobb. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 10 ganga, kl. 13-16 handavinnustofan op- in. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, búta- saumur, útskurður, kl. 11 banki, kl. 13 brids. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9 föndur, kl. 9 og kl. 10 jóga, kl. 14 dans, kl. 15 frjáls dans, kl. 15 teiknun og málun. Norðurbrún 1. Kl. 9- 16.45 opin vinnustofa, kl. 9-12 tréskurður, kl. 10-11 sam- verustund, kl. 13- 13.30 banki, kl. 14 fé- lagsvist. Vesturgata 7. Kl. 8.25-10.30 sund, kl. 9.15-16 myndmennt, kl. 12.15-14.30 versl- unarferð kl. 13-14 spurt og spjallað, kl. 13-16 tréskurður. Vitatorg. Kl. 8. 45 smíði, kl. 10 bókband og bútasaumur, kl. 13 handmennt og kóræf- ing, kl. 13-16 föndur, kl. 13.30 bókband, kl. 12.30 verslunarferð. Sjálfsbjörg, félags- heimilið Hátúni 12. Kl. 19.30 félagsvist. ITC deildin Fífa. Fundur í kvöld kl. 20.10 í Safnaðarheim- ili Hjallakirkju, Álfa- heiði 17. Kópavogi. Kvenfélagið Hrönn. Fundur 3. apríl kl.20. Kennsla páska- skrauts. Munið eftir að taka með kerti. Blóðgjafafélags Ís- lands. Aðalfundurinn er í kvöld kl. 20 í and- dyri K-byggingar Landspítalans. Vinahjálp, Hádeg- isverður kl. 12 í Sunnusal, brids spilað kl. 13.30. Sjögrens-hópurinn hittist á kaffi Mílanó í Faxafeni í kvöld kl. 20. Í dag er miðvikudagur 2. apríl, 92. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Ef þér elskið mig, munuð þér halda boðorð mín. (Jóh. 14, 15.) Sjálfstæðisflokkurinnlýsti yfir ánægju með EES-samninginn og reynsluna af honum á landsfundi sínum um síð- ustu helgi. Í utanrík- ismálaályktun fundarins segir þannig: „Samskipti Íslands við sambandið eru grundvölluð á samn- ingnum um evrópska efnahagssvæðið, EES. Samningurinn veitir Ís- lendingum aðild að markaði sambandsins og að margháttaðri sam- vinnu á vettvangi þess, án þess að Íslendingar þurfi að búa við þá ókosti sem aðild mundi fela í sér fyrir þjóðina.“     Áfram segir í utanrík-ismálaályktuninni: „Samningurinn hefur reynst vel, stuðlað mjög að hagkvæmum utanrík- isviðskiptum eins og að var stefnt og ekki hafa komið upp neinir alvar- legir hnökrar við fram- kvæmd hans. Engin dæmi eru um að mik- ilvægir íslenskir hags- munir hafi glatast vegna þess að samningurinn hafi ekki þjónað hlut- verki sínu. Mikilvægt er að viðhalda EES- samstarfinu...“     Sumar af málefna-nefndum flokksins virðast hins vegar ekki alveg sammála utanrík- ismálanefndinni um ágæti EES. Þannig segir í ályktun umhverfis- og skipulagsnefndar: „Lög og reglur á sviði um- hverfis- og skipulags- mála hafa tekið stór- stígum breytingum eftir gildistöku samningsins um evrópska efnahags- svæðið. Landsfundur tel- ur mikilvægt að Íslend- ingum sé veitt svigrúm til að meta hvort löggjöf á þessu sviði falli að ís- lenskum aðstæðum.“     Iðnaðarnefndin hefureftirfarandi skoðun: „Þá þarf á sama hátt að huga vel að því að „eft- irlitsiðnaðurinn“ og reglugerðir ýmiss konar íþyngi ekki rekstri fyr- irtækja umfram það sem nauðsyn krefur og varast skal að yfirfæra reglur og venjur ESB – og millj- ónaþjóðanna innan þess – yfir á íslenskt sam- félag, sem vegna smæðar sinnar getur ekki útfært þær svo vel fari.“     Hér virðist einhvermisskilningur á ferð- inni. EFTA-ríkin hafa ekkert svigrúm til að meta hvort löggjöf ESB, sem þau taka upp í gegn- um EES-samninginn, falli að aðstæðum þeirra. Galdurinn við EES- samninginn er sá, að allir búa við sömu reglur milljónaþjóðanna í ESB, annars dytti botninn úr hinu einsleita efnahags- svæði, sem tryggt hefur hina mikilvægu við- skiptahagsmuni. Þetta undirgengust EFTA- ríkin á sínum tíma, ein- mitt til að losna við ókosti aðildar að ESB. Það verður ekki bæði sleppt og haldið í þessu efni. STAKSTEINAR Ekki bæði sleppt og haldið í EES Víkverji skrifar... VINUR Víkverja fer daglegaframhjá Geysishúsinu á mót- um Aðalstrætis og Vesturgötu á leið til vinnu. Á lóð hússins og í kringum hana hafa nú staðið yfir miklar framkvæmdir um skeið, sem eru til mikilla bóta fyrir um- hverfið að sögn hans. Vinurinn segir að það sé upplífgandi að sjá að verið sé að taka til hendinni á þessum slóðum. Hann segist sakna gamla mið- bæjarins og rifjar stundum upp hversu stutt það er síðan mið- bænum var spáð falli enda var hann smátt og smátt að tæmast af fólki. Hin síðari ár hefur þessari þróun verið snúið við eins og sést best á fasteignaverði í miðbænum. Vinnan í Kvosinni gerði vininum ljóst að fréttir af dauða miðbæj- arins eru ótímabærar. Þrátt fyrir það ætlar vinurinn áfram að búa í úthverfi með fjölskyldunni enda líður honum þar vel. x x x Á HEIMILI Víkverja er mikiðborðað af ávöxtum og græn- meti. Víkverja finnst mikilvægt að geta fylgst með hvaðan grænmetið kemur, frá Spáni, Hollandi eða t.d. Bandaríkjunum. Honum finnst líka mikilvægt að vita hvaða varnir eru notaðar til að sporna við skordýr- um hvers konar. Er vistvænum vörnum beitt eða lífrænum? Nú las hann fyrir helgina að í útlönd- um væri farið að veita upplýsingar um uppruna og jafnvel afbrigða- heiti og verið væri að skoða þessi mál hér á landi, þ.e. að setja regl- ur þar að lútandi. Víkverji fagnar þessu. Fram til þessa hefur hann átt í stöðugu basli með að fá upp- lýsingar um þessi mál, ekki getað með nokkru móti fundið út hvaðan lárperur væru né hvaða afbrigði væri um að ræða, hvort spergil- kálið væri frá Spáni eða ekki og hvaða afbrigði væru til af eplum önnur en „jona gold“. Þar sem Víkverji er kominn á skrið datt honum í hug að beina því til Umhverfisstofnunar hvort ekki væri tilvalið að fræða almenn- ing um það hvað það þýðir að beita vistvænum vörnum í stað líf- rænna og eins upplýsa hvaða efni er verið að nota sé hvorki vistvæn- um né lífrænum vörnum beitt við framleiðslu ávaxta og grænmetis. x x x VÍKVERJI þekkir nokkra semeiga bústaði í innan við klukkustundar akstursfjarlægð frá Reykjavík. Næstum undantekning- arlaust hefur þetta fólk dvalið miklu meira en venjulega í þessum híbýlum sínum í vetur þar sem veturinn hefur verið eindæma blíð- ur. Fólki ber saman um að það sé stórkostlegt að geta farið af og til eftir vinnu í kyrrðina í sveitinni, farið í göngutúra úti í náttúrunni og keyrt svo í bæinn í vinnu að morgni. Morgunblaðið/Ásdís Það skiptir töluverðu máli hvar grænmeti er framleitt, hvaða varn- ir eru notaðar og hvaða afbrigði er um að ræða. SVAR við rógsgrein í Vel- vakanda í gær: Margir láta þann draum rætast að fara í Taílands- ferð með Heimsklúbbi Ing- ólfs-Príma. Almennt eru ferðirnar rómaðar fyrir gæði og gott skipulag, enda eftirsóttar. Óhætt er að fullyrða, að far- þegar fái óskir sínar upp- fylltar, jafnframt því að öðl- ast nýja lífsreynslu og upplifa mjög fullkominn ferðamáta á kjörum, sem ekki eiga sér hliðstæðu, þar sem öll ferðin að fluginu til Taílands meðtöldu kostar aðeins frá 8000 kr. á dag að meðaltali. Áður en ferð hefst fá far- þegar í hendur eyðublað til að láta í ljós álit sitt á til- högun og þjónustu að ferð lokinni. Hægt er að vitna í fjölda ummæla frá þátttak- endum, sem láta í ljós hrifn- ingu sína og ánægju með viðskiptin, meira að segja úr hópi samferðafólks þess er greinina skrifar, t.d. á eft- irfarandi hátt: „Við völdum ferðina vegna lofsamlegra ummæla annarra, en einnig eigin reynslu. Afgreiðsla skrif- stofunnar var fagleg og ferðagögnin ágæt og allur undirbúningur ferðarinnar í hæsta gæðaflokki. Gisti- staðirnir voru frábærir og fararstjóri úrræðagóður og hugmyndaríkur. Frábær ferð, sem erfitt er að lýsa í fáum orðum, jafnviðburða- rík og hún var, fólk verður að upplifa þetta. Pétur Kristjánsson og Anna Sveinsd. Grundvallarregla í starf- semi Heimsklúbbsins er að leita bestu kjara fyrir við- skiptavininn. Gefið er í skyn í greininni að ferðaáætlun hafi breyst aðeins tveimur dögum fyrir brottför. Hér er rangt með farið, því að ferðaáætlun lá fyrir frá því í ágúst 2002, en ferðin hófst 29. janúar 2003 og var full- skipuð með 33 farþega auk fararstjóra. Ferðir fyrir áramót voru í flugi Thai Air- ways, en frá áramótum til loka mars með British Air- ways, en bæði flugfélögin eru í tölu hinna traustustu og bestu í heiminum. Far- gjald British Airways var um 20 þús. krónum ódýrara á þessum tíma en fargjald taílenska flugfélagsins, og varð því fyrir valinu. Sú ákvörðun lá fyrir með nærri 6 mánaða fyrirvara, en ákvörðun um tilhögun flugs- ins og brottfarartíma er al- farið á vegum viðkomandi flugfélags, eins og allir vita sem eitthvað ferðast. Aðeins var um eitt flug að ræða frá Íslandi til London umrædd- an dag, og eitt flug British Airways til Bangkok þenn- an dag með brottför kl. 21.20. Fara þarf milli flug- stöðvarbygginga á Heath- row-flugvelli og vera mætt tveimur stundum fyrir brottför, þannig að nær væri að tilgreina 6 stunda bið, og 10 stundir eru ýkjur, einkum á heimleið. Tilhögun ferðarinnar í smáatriðum var kunn mörgum vikum fyrir brottför og þurfti því ekki að koma neinum á óvart. Ekki lætur bréfritari nafns síns getið og enginn er í þjóðskrá Íslands skráður á þá kennitölu sem undir greininni stendur. Tilgangur greinarinnar er augljóslega enginn annar en sá að sverta ímynd Heimsklúbbs Ingólfs-Príma og spilla hagsmunum hans að ósekju. Slíkt flokkast undir atvinnuróg. Það er ámælisvert af stærsta og elsta dagblaði landsins að birta óhróður um atvinnu- starfsemi annarra, án þess að kanna fyrst sannleiks- gildi þeirra. Mun Heimsklúbburinn óska rannsóknar og ef þurfa þykir leita réttar síns fyrir dómstólum, svo að réttir að- ilar fái að svara til saka fyrir þessa tegund hryðjuverka. F.h. Heimsklúbbs Ingólfs-Príma, Ingólfur Guðbrandsson. Athugasemd Velvakanda Í UMRÆDDUM pistli sem Ingólfur vitnar í í grein sinni var birt röng kennitala bréf- ritara. Er það innsláttarvilla Velvakanda og biðst hann velvirðingar á því. Rétt kennitala bréfritara er: 031039-4959. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Þorkell Frá Taílandi. Svar við rógsgrein LÁRÉTT 1 togstreitu, 8 þoli, 9 garðjurt, 10 kvendýr, 11 marra, 13 virðir, 15 slit- ur, 18 vísu, 21 greinir, 22 duftið, 23 hátíðin, 24 glímutök. LÓÐRÉTT 2 formóðir manna, 3 hluta, 4 knáa, 5 tólf, 6 bút, 7 skordýr, 12 snæ- fok, 14 glöð, 15 sokkur, 16 áreita, 17 lipur, 18 mjöll, 19 sterk, 20 elska. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 ókjör, 4 fjöld, 7 impra, 8 útveg, 9 rok, 11 drap, 13 þróa, 14 ansar, 15 hökt, 17 álit, 20 aka, 22 kúpan, 23 nenni, 24 lærði, 25 aginn. Lóðrétt: 1 ókind, 2 japla, 3 róar, 4 fjúk, 5 örvar, 6 dugga, 10 orsök, 12 pat, 13 þrá, 15 hökul, 16 kopar, 18 lindi, 19 teinn, 20 andi, 21 anga. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.