Morgunblaðið - 02.04.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 02.04.2003, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2003 45 FRANZ Beckenbauer, forseti Bayern Münch- en, hefur sent landsliðs- mönnum Þýskalands tóninn í kjölfarið á jafn- teflinu, 1:1, við Litháen í undankeppni EM á laug- ardaginn. Beckenbauer, sem sjálfur var fyrirliði heimsmeistaraliðs Vest- ur-Þjóðverja árið 1974 og þjálfari þegar þeir endurheimtu titilinn árið 1990, er ómyrkur í máli í grein sem hann skrifaði í blaðið Bild í gær. „Þessi skammarlega frammi- staða sýnir að það var gefur ranga mynd af styrkleika liðsins að það skyldi ná alla leið í úrslitaleik heimsmeistarakeppn- innar í fyrra. Það eru engar afsakanir til fyrir því að vinna ekki lið sem er 101 sæti fyrir neðan okkur á heimslista FIFA, á okkar eigin heimavelli. Leikmenn okkar skorti bar- áttuanda og það getur komið þeim í koll í næstu leikjum í keppninni. Skotar eru ekki með sérlega hæfi- leikaríkt lið en þeir berjast og berj- ast. Ef okkar leikmenn bæta ekki sinn hugsunarhátt eigum við eftir að hnjóta um fleiri lið á borð við Litháen,“ sagði „Keisarinn“ Beck- enbauer.  JAKOB Jóhann Sveinsson, sund- maður úr Ægi, vann þrenn gullverð- laun á Amsterdam Cup í 50 m laug um síðustu helgi. Jakob kom fyrstur í mark í 50 m bringusundi á 29,71 sek., synti 100 m bringusund á 1.03,58 mín., og var aðeins þriðjungi úr sek- úndu frá eigin Íslandsmeti. Þriðja greinin sem Jakob vann var 200 m bringusund og í henni kom hann í mark á 2.17,49, sem er um 2,2 sek. frá Íslandsmetinu, sem hann á.  SIGURINN í 200 m bringusundinu var sérlega sætur hjá Jakobi því þá náði hann að vinna m.a. Hollending- inn This van Valengoed, en þeir hafa marga hildi háð í sundlaugum á und- anförnum mótum, jafnt á Evrópu- mótum unglinga á sinni tíð og eins á Evrópumeistaramóti fullorðinna sl. sumar. Valengoed var um tveimur sekúndum á eftir Jakobi í sundinu. Í mótslok fékk Jakob viðurkenningu þar sem hann átti sjöunda besta ár- angur mótsins.  ODDUR Örnólfsson úr Ægi keppti einnig á mótinu í Amsterdam. Hann keppti í 200 m fjórsundi á 2.22,35 mín. Þá fór hann 400 m skriðsund á 4.25,02 mín. og 200 m baksund á 2.23,98 og varð í 20. sæti.  HAFDÍS Erla Hafsteinsdóttir, sundkona úr Ægi, spreytti sig einnig í Amsterdam. Hún synti 100 m flug- sund á 1.09,93 mín., og varð í 13. sæti. Þá hreppti hún 9. sæti í 200 m fjór- sundi á 2.34,22 og 8. sætið í 200 m flugsundi á 2.36,98.  AUÐUR Sif Jónsdóttir var fjórði sundmaðurinn úr Ægi sem var með á mótinu í Amsterdam. Auður hlaut 16. sætið í 100 m flugsundi á 1.13,23 mín. Í 200 m flugsundi varð Auður í 10. sæti á 2.42,56.  PÉTUR Hrafn Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Körfuknattleikssam- bandsins, verður í kvöld eftirlitmaður FIBA á fyrri leik franska liðsins Bordeaux og Caja Rural de Canarias frá Spáni í úrslitakeppni EM fé- lagsliða kvenna.  TORE André Flo á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir þar sem hann hefur engan veginn náð sér á strik hjá Sunderland síðan hann gekk til liðs við félagið í haust. Nú hefur hann verið valinn slakasti leikmaður ársins sem leikur með úrvalsdeildarliði frá norðausturhluta Englands. Stuðn- ingsmönnum Sunderland er mjög í nöp við Flo og segja þeir forráða- menn félagsins alveg eins hefðu get- að kastað peningunum út um gluggann eins og að kaupa Flo frá Rangers.  ROBERT Pires getur ekki leikið með Frökkum á móti Ísraelsmönnum í EM í kvöld og heldur ekki með Ars- enal á móti Aston Villa á laugardag- inn. Pires meiddist á ökkla í leik Ars- enal og Chelsea á dögunum og hefur ekki jafnað sig á þeim meiðslum. FÓLK Það var með hálfgerðum ólíkindumað sjá þá hugarfarsbreytingu sem orðið hafði hjá báðum liðum frá því í leiknum í Garða- bæ á sunnudag, þar sem Stjarnan sigraði naumlega, 23:21. Leikmenn Stjörn- unnar, sem léku á ný með Jónu Mar- gréti Ragnarsdóttur, en hún var ekki með þeim í fyrri leiknum, geisluðu af leikgleði og sigurvissu en heimamenn í FH vissu vart sitt rjúkandi ráð, hvorki í vörn né sókn. „Ég á ekki til orð yfir frammistöðu okkar,“ sagði Kristín Guðjónsdóttir, fyrirliði FH. „Það var engin stemning í liðinu og viljaleysið algjört.“ Stjarnan náði fljótlega yfirhendinni í leiknum og síðustu 15 mínútur leiks- ins, þegar forystan var orðin um tíu mörk, leyfði Matthías Matthíasson, þjálfari Stjörnunnar, sér að setja yngri og óreyndari leikmenn inn á og færa þeim þannig reynslu sem verður liðinu ákaflega dýrmæt. Þessir leik- menn stóðu fyllilega fyrir sínu og ljóst að efniviðurinn er mikill í Garða- bænum. Margrét Vilhjálmsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, fór fyrir sínu liði í þessum leik og hún var mjög sátt í leikslok. „Við vorum ótrúlega skyn- samar í þessum leik. Við fórum ekki upp í neina vitleysu, keyrðum upp en stoppuðum þegar við sáum að sókn- irnar gengu ekki. Þetta er einfalt – enda er handbolti einföld íþrótt,“ sagði Margrét. Stjarnan er ekki árennileg þegar liðið er í þeim ham sem það var í gegn FH. Reyndar gerðu Hafnfirðingar þeim auðvelt fyrir með arfaslökum leik en það verður ekki frá Garðbæingum tekið að liðið lék skynsamlega, agaðan sóknarleik og eins fast og dómarar leyfðu í vörninni. Jelena Jovanovic varði enda vel í marki þeirra og El- ísabet Gunnarsdóttir lék einn sinn allra besta leik í vetur. Þá léku þær ungu; Sólveig Lára Kjærnested, Anna Einarsdóttir, Rakel Bragadótt- ir og Júlíana Þórðardóttir, mjög vel. Morgunblaðið/Jim Smart Svanhildur Þengilsdóttir, línumaður Stjörnunnar, er hér tekin föstum tökum af Sigrúnu Gils- dóttur. Dröfn Sæmundsdóttir er við öllu búin en Amela Hegic fylgist með framvindu mála. FH sá ekki til sólar STUNDUM er sagt að lið sem eru gjörsigruð í leikjum sínum sjái aldrei til sólar. Það mátti til sanns vegar færa í Hafnarfirði í gærkvöldi þegar FH tók á móti Stjörnunni í öðrum leik liðanna í 8 liða úrslitum kvenna í hand- knattleik. Stjarnan, sem mætir Haukum í undanúrslitum, yfir- spilaði FH, 28:14. Rúmar átta mínútur liðu þar tilVíkingar fundu mark gestanna en þó að Valur hafi leikið mun betur tókst þeim ekki að stinga Víkinga af. Víkingsstúlkur bitu í skjaldarrendur eftir hlé og tókst með góðri baráttu að minnka forskotið niður í mark á fyrstu tíu mínútum en miklu munaði að Helga Torfadóttir fór á kostum í marki þeirra. Þegar svo tókst ekki að jafna fór nokkur vindur úr þeim og þegar Berglind Hansdóttir í marki Vals tók við sér náðu Valsstúlkur aft- ur undirtökunum. Víkingar gerðu aft- ur góða tilraun til að jafna en Vals- stúlkur voru viðbúnar. Víkingsstúlkur léku vel á köflum en lukkan var ekki með þeim og þær eru komnar í sumarfrí. „Þetta var leið- inlegur endir á vetrinum, að hafa ekki náð þriðja leiknum því þangað áttum við erindi en því miður tókst okkur það ekki, nóg fengum við af færum öf- ugt við fyrri leikinn – núna fengum við færi en tókst ekki að nýta þau,“ sagði Andrés Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir leikinn. Díana Guðjónsdóttir, sem var markahæst hjá Val með 7 mörk, fannst hefndin sæt. „Við vorum betri í fyrri hálfleik þegar við mættum ákveðnari og verið getur að það hafi slegið þær útaf laginu en ætluðum að hefna rækilega fyrir að tapa með tólf mörkum hér síðast. Við spiluðum á sömu mönnum allan leikinn á meðan skiptingar voru örar hjá Víkingum, stundum þannig að þær vissu ekki hvort þær voru að koma eða fara. Það getur því hafa verið einhver þreyta í okkur undir lokin en ég tel það frekar einbeitingarleysi,“ sagði Díana og leist vel á að mæta ÍBV í undanúrslit- um. „Mér líst vel á að fara til Eyja. Það er allt hægt í úrslitakeppni og við förum þangað til að vinna.“ Fylkir/ÍR sat í ÍBV Í Árbænum mættu heimasæturnar vígreifar, báru enga virðingu fyrir deildarmeisturunum og réðu ferðinni til að byrja með. Þær settu Önnu Yak- ova og Sylvia Strass strax í gæslu og það gafst ágætlega. Eyjastúlkur brugðu þá að það ráð að taka lykil- sóknarmann Fylkis/ÍR, Heklu Daða- dóttur, úr umferð og við það riðlaðist sóknarleikurinn talsvert, sem dugði til að snúa taflinu við. Síðari hálfleikur einkenndist af baráttu en Eyjastúlk- ur ætluðu sér alls ekki að missa leik- inn úr höndunum og sigruðu en Erna María Eiríksdóttir varði 22 skot hjá Fylki/ÍR, þar af tvö vítaskot. „Við spiluðum mjög vel, eins og við værum með tvö hundruð leiki á bak- inu, gáfum meisturunum engan grið og tókum vel á þeim,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Fylkis/ÍR, eftir leikinn. „Veturinn hefur verið mikið ævintýri. Við sýndum miklar framfar- ir og ljóst að stelpurnar eiga erindi í deildina enda hafa þær lært mikið, sem þær munu byggja á í framtíðinni. Við ætluðum okkur ekki bara að vera með heldur bíta frá okkur og náðum markmiði okkar, að komast í úrslita- keppnina.“ Víkingar fóru illa að ráði sínu STANGIR og slár flæktust fyrir Víkingsstúlkum á örlagastund þegar þær fengu Val í heimsókn í gærkvöldi. Valsstúlkur voru mun betri til að byrja með en Víkingar fengu tækifæri til að snúa við blaðinu í byrjun síðari hálfleiks. Þá small boltinn fjórum sinnum í stönginni, þar af tvisvar úr vítakasti og Valsstúlkur þökkuðu pent fyrir sig, juku forystu strax og unnu 19:13. Þar með vann Valur annan leikinn í röð og er komið í undanúrslit – mætir ÍBV, fyrst í Eyjum. Stefán Stefánsson skrifar Beckenbauer sendir þýska liðinu tóninn Beckenbauer ÍÞRÓTTIR Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.