Morgunblaðið - 02.04.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.04.2003, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2003 33 LJÓST er að alger stefnubreyt- ing hefur átt sér stað í afstöðu Samfylkingarinnar til málefna Ís- lands og Evrópusambandsins. Um margra mánaða skeið hefur forysta Samfylkingarinnar, svo og fjöl- margir aðrir félagsmenn, talað fyr- ir því að hafnar yrðu aðildarvið- ræður við Evrópusambandið sem allra fyrst. Ekkert væri því til fyr- irstöðu og því fyrr sem slíkar við- ræður yrðu hafnar því betra. Töl- uðu þessir menn mikið um að þetta yrði mál málanna fyrir alþingis- kosningarnar í vor og að Samfylk- ingin myndi í samræmi við það setja málið á oddinn í kosningabar- áttu sinni. Til undirbúnings að þessu var fræg póstkosning Samfylkingarinn- ar um málið haldin sl. haust meðal félagsmanna til að forysta flokksins gæti fengið umboð til þess að setja málið á oddinn. Eins og enn fræg- ara er var framkvæmd þeirrar kosningar með afbrigðum kostuleg og sló jafnvel við framgöngu ým- issa einræðisherra í gegnum tíðina. Spurningin margræð og leiðandi, áróðursfundir fyrir aðild haldnir í aðdraganda kosningarinnar og áróðurspésar látnir fylgja kjörseðl- inum svo eitthvað sé nefnt. Niðurstaða póstkosningarinnar var síðan sú að aðeins um 30% þeirra, sem voru á kjörskrá, tóku þátt í henni. Ekkert er hins vegar vitað um afstöðu þeirra 70% sem ákváðu að hunza kosninguna. En þetta taldi forysta Samfylkingar- innar engu að síður vera afgerandi umboð til að setja málið á oddinn fyrir alþingiskosningarnar í vor. Tilgangurinn með þessari kosningu var þó afar umdeilanlegur þar sem forysta flokksins var lengi búin að tala afgerandi fyrir því að Íslend- ingar gengju í Evrópusambandið, án alls umboðs félagsmanna sinna. En nú á síðustu vikum hefur komið allt annað hljóð í strokkinn. Nú segir Össur Skarphéðinsson allt í einu að spurningin um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði ekki sett á oddinn í vor, af hálfu Samfylkingarinnar, og geti beðið. Það er þó ekki nema nokkr- ar vikur síðan hann hvatti til þess að viðræður íslenzkra stjórnvalda við Evrópusambandið, um framtíð EES-samningsins, yrði breytt yfir í viðræður um aðild að sambandinu. Þá skoðun sína setti Össur reyndar fram áður en skoðana- kannanir sýndu með afgerandi hætti að mikill meirihluti þjóðar- innar væri andsnúinn aðild Íslands að Evrópusambandinu. En eins og þekkt er mótast stefna Samfylking- arinnar að miklu leyti eftir því hverjar niðurstöður skoðanakann- ana eru á hinum og þessum tíma- punkti. Sú aðferðafræði kallast annars á íslenzku lýðskrum. Nýjasta útspil Össurar er reynd- ar það að ekki sé hægt að fara út í aðildarviðræður við Evrópusam- bandið nema Sjálfstæðisflokkurinn hafi þar forystu. Hringavitleysa Samfylkingarinnar er orðin svo gríðarleg í kringum þetta mál allt að nýjasta uppátækið felst í því að reyna að koma ábyrgðinni af eigin vandræðagangi yfir á Sjálfstæðis- flokkinn. Og svo hafa þessir aðilar viljað meina að vandræðagangur væri í þessum málum innan Sjálf- stæðisflokksins. Það má vel vera að svo sé upp að einhverju marki en það er þó ljóslega lítið sem ekkert í samanburði við ótrúlegan vand- ræðagang Samfylkingarinnar í málinu. Þessi stefnubreyting Samfylk- ingarinnar er annars enn meiri áfellisdómur yfir póstkosningu flokksins sl. haust þar sem tilgang- urinn með henni, sem var að vísu ekki mikill fyrir, er orðinn að engu. Tilgangurinn með póstkosningunni var að sögn Samfylkingarinnar að veita forystu flokksins umboð til að setja aðild að Evrópusambandinu á oddinn í kosningabaráttunni í vor, en nú er hins vegar ljóst að það verður ekki gert. Póstkosningin var því tilgangslaus. Nema auðvit- að að Össur og félagar skipti aftur um skoðun, sem er auðvitað eitt- hvað sem reynzlan sýnir að megi alltaf gera ráð fyrir þegar Sam- fylkingin er annars vegar. Það sem eru þó kannski alvar- legustu mistök Samfylkingarinnar í þessum efnum er að ljóst er að heimavinnan þeirra í málaflokknum er afskaplega ábótavant. Það hefur nú komið fram að það er ekki lög- fræðilega mögulegt að sækja um aðild að Evrópusambandinu fyrr en í fyrsta lagi árið 2007, nema boðað verði til kosninga fyrr. Helgast það af því að stjórnarskrá lýðveldisins heimilar ekki það mikla framsal á fullveldi og sjálfstæði úr landi sem aðild að Evrópusambandinu felur í sér. Þess vegna þarf að gera rót- tækar breytingar á stjórnar- skránni, eigi þetta að vera mögu- legt, og það þarf að samþykkja á tveimur þingum. Á þessari hlið málsins er forysta Samfylkingarinnar sennilega að átta sig fyrst núna og á væntanlega stóran þátt í þeirri afstöðubreyt- ingu sem nú hefur átt sér stað hjá forystu hennar. M.ö.o. þá liggur þessum mönnum svo gríðarlega á því að draga alla íslenzku þjóðina með sér inn í Evrópusambandið að þeir hafa ekki haft fyrir því að kynna sér allar hliðar málsins sem skyldi. Það er þó e.t.v. ekki ein- kennilegt í tilfelli þessara manna sem virðast sjá Evrópusambandið í einhverri þokukenndri draumsýn og neita ennfremur að hlusta á nokkuð það sem sett getur þá draumsýn í uppnám. Eftir Hjört J. Guðmundsson Hjartar „Það hefur nú komið fram að það er ekki lög- fræðilega mögulegt að sækja um aðild að Evrópusam- bandinu fyrr en í fyrsta lagi árið 2007.“ Höfundur er sagnfræðinemi og meðlimur í Flokki framfarasinna og Heimssýn. Breytt afstaða Sam- fylkingarinnar til ESB í nýju umhverfi ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N EH F. /S IA .I S - FL U 20 03 0 02 /2 00 3 Fundarfriður og allt er til reiðu á fundarstað! Þjónusta við íslensk fyrirtæki hvar sem er á landinu. Hafðu strax samband við Hópadeild í síma 570 3038/3035 tölvupóstur: hopadeild@flugfelag.is f l júgðu frekar! símtal FLOGIÐ OG FUNDAÐ Flugfélag Íslands og samstarfshótel úti á landi bjóða í einum pakka alla aðstöðu til fundarhalda. Fljúgið að morgni og aftur heim sam- dægurs um kvöldið eða gistið eina nótt eða fleiri. Náið betri árangri á fundi Eflið starfsandann og treystið liðsheildina í samstilltum hóp með góðri dvöl á fyrsta flokks gististöðum úti á landi. VIÐ SJÁUM UM ALLAN UNDIRBÚNING Hópadeild Flugfélags Íslands pantar flugfar, akstur til og frá flugvelli á áfangastað, fundar- aðstöðu og veitingar og sér til þess í samvinnu við samstarfshótel að allur búnaður verði til reiðu á fundarstað. Pöntum gistingu og skipuleggjum skoðunarferðir eða aðrar útivistarferðir í nágrenni fundarstaðanna. • fundaraðstaða fyrir allt að 80 manns • fundaraðstaða fyrir allt að 110 manns • fundaraðstaða fyrir • fundaraðstaða fyrir allt að 230 manns allt að 60 manns
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.