Morgunblaðið - 02.04.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 02.04.2003, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2003 43 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake HRÚTUR Afmælisbörn dagsins: Þú virðist ekki þurfa að hafa fyrir neinu, en í raun hefur þú þurft að leggja þig allan fram. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Ef þér finnst þú verða fyrir of miklu ónæði af vinnufélögum þínum skaltu bara segja þeim það hreint út. Þá ættirðu að fá vinnufrið. Naut (20. apríl - 20. maí)  Gættu þess að láta ummæli annarra ekki hafa of mikil áhrif á þig. Verndaðu þig fyr- ir umhverfinu og mundu að oft er flagð undir fögru skinni. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú sérð möguleika opnast fyrir þér að halda í frekara nám sem þýðir að þú þarft að fórna ýmsu í staðinn. Það er í lagi ef það bitnar ekki á öðr- um. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú þarft að nýta betur þann hæfileika þinn að greina kjarnann frá hisminu því þeir sem það geta eru eftirsóttir og vinsælir starfskraftar. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú ættir að leyfa ljóðinu að þroskast hjá þér og sækja síð- an í það kraft til nýrra verka. Láttu athugasemdir annarra sem vind um eyru þjóta. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Gott samstarf er lykilorð dagsins og þú munt komast að því að þannig kemur þú verkefninu lengra áleiðis en með því að vinna við það einn. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Alvaran hefur ráðið ríkjum hjá þér og nú er orðið tíma- bært að þú veitir svolítilli gleði inn í líf þitt. Lyftu þér upp og leitaðu á vit þess sem þú veist best. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú ert allra vinur þessa stundina og ættir að láta þér vel líka í flestum tilvikum. Mundu bara að ekki eru allir viðhlæjendur vinir. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Gættu þess að gera ekki meiri kröfur til annarra en sjálfs þín. Vinur þinn upplifir sam- band ykkar svo að leiti beri í milli. Leiðréttu það strax. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það getur verið kúnst að græða sem mest á samstarfi við aðra. Reyndu það en mundu að þú verður auðvitað sjálfur að leggja þitt af mörk- um. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Bjartsýni er góð en hún má ekki byrgja þér sýn svo þú sjáir ekki raunveruleikann. Það ríður á að þú hafir báða fætur á jörðunni þessa dag- ana. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Gefðu þér tíma til þess að sinna vandamálum þeirra, sem til þín leita. Beindu þeim til betri vegar, en varastu að gera vandann að þínum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. MEÐ MORGUNKAFFINU Nú getur hann horft á sjónvarpsútsendingar frá Japan! Og þú sagðir að þetta væri skemmtilegur þáttur! Ertu orðinn eitthvað skrítinn?! LAXINN Prúðir sækja lón og læki laxar þá. Sumir krækja silungsá. Veiðitækir, sporðasprækir spretti hörðum á fjalli fýsast ná. Jónas Hallgrímsson LJÓÐABROT 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Rc3 Dc7 6. Be2 a6 7. O-O Rf6 8. Be3 Be7 9. f4 d6 10. Kh1 O-O 11. a4 He8 12. Bf3 Bd7 13. Rb3 b6 14. g4 Bc8 15. g5 Rd7 16. Bg2 Bf8 17. Dh5 g6 18. Dh4 Rb4 19. Hac1 Bg7 20. Hf3 Bb7 21. Hh3 Rf8 22. Df2 Rd7 23. Dh4 Rf8 24. Df2 Rd7 25. Hf1 Hac8 26. Bd4 Bxd4 27. Rxd4 Dc5 28. f5 exf5 29. exf5 Bxg2+ 30. Kxg2 Rf8 31. fxg6 fxg6 32. Df7+ Kh8 33. Df6+ Kg8 34. Df7+ Kh8 Staðan kom upp á Amber- mótinu sem lauk fyrir skömmu í Mónakó. Zoltan Almasi (2.676) hafði hvítt gegn Veselin Topalov (2.743). 35. Rf5! De5 35... gxf5 gekk ekki upp vegna 36. g6 og svartur gæti ekki varist máti. Í framhaldinu tap- ar svartur drottningunni. 36. He3 Dxf5 37. Hxf5 Hxe3 38. Df6+ Kg8 39. Df7+ Kh8 40. Hf2 He5 41. h4 Rc6 42. Df6+ Kg8 43. Dxd6 og svartur gafst upp. Loka- staða mótsins varð þessi: 1. Vishy Anand 14 ½ vinning af 22 mögulegum. 2.–3. Peter Leko og Alexander Moroze- vich 13½ v. 4.–5. Veselin Topalov og Vladimir Kramnik 13 v. 6. Boris Gelf- and 12 v. 7. Alexei Shirov 11½ v. 8. Evgeny Bareev 11 v. 9. Zoltan Almasi 9½ v. 10. Vassily Ivansjúk 9 v. 11. Loek Van Wely 8 v. 12. Ljubomir Ljubojevic 3½ v. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. VENJULEG gleraugu ráða bót á nærsýni og fjærsýni. Sumir spilarar þurfa slík gleraugu, en allir bridsspil- arar verða að eiga sett af annars konar gleraugum, sem eiga við annars vegar þegar útlitið er bjart og hins vegar þegar útlitið er dökkt. Þetta eru bjartsýnis- og svartsýnisgleraugun. Vestur gefur; allir á hættu. Norður ♠ D1032 ♥ ÁK7 ♦ D843 ♣107 Suður ♠ 9 ♥ G1098432 ♦ 7 ♣ÁK85 Vestur Norður Austur Suður 1 lauf Dobl Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Vestur kemur út með spaðaás, en skiptir yfir í smátt lauf í öðrum slag og austur lætur drottninguna. Spilið er sterkt, en kannski er hætta á ferðum ef legan er mjög slæm. Þetta er rétti tíminn til að setja upp svart- sýnisgleraugun. Í versta falli á austur Dxx í trompi og staka laufdrottn- ingu, en jafnvel það virðist ekki skapa vanda ef laufi er spilað úr blindum. Eða hvað? Ertu að hugsa um að fara inn í borð á tromp og spila litlu laufi þaðan? Ef svo er skaltu hugsa þig betur um. Norður ♠ D1032 ♥ ÁK7 ♦ D843 ♣107 Vestur Austur ♠ ÁKG7 ♠ 8654 ♥ -- ♥ D65 ♦ ÁG5 ♦ K10962 ♣G96432 ♣D Suður ♠ 9 ♥ G1098432 ♦ 7 ♣ÁK85 Austur trompar með hundi, spilar makker inn á tígulás og vestur kemur svo með annað lauf til að upp- færa trompdrottninguna. Þetta er neyðarlegt og al- ger óþarfi ef suður spilar bara tígli í þriðja slag. Þá er sambandið rofið í þeim lit og austur fær aldrei nema einn slag tromp. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson SMÆLKI Lauflétt brauð, segirðu?!? Heyrðu dóttir góð, nú léstu manninn þinn eiga síðasta orð- ið aftur. Er það samkvæmt hjúskaparsáttmálanum?! Undankeppni Íslands- mótsins í Borgarnesi Undanúrslit Íslandsmótsins í sveitakeppni verða spiluð í Hótel Borgarnesi 4. til 6. apríl nk. 40 sveitir af öllu landinu taka þátt í mótinu og berjast um réttinn til að spila í úrslitunum um páskana. Dagskrá: Fyrirliðafundur föstudag kl. 14:00 1. umferð föstud. 4. apríl kl. 15:00-18:20 2. umferð föstud. 4. apríl kl. 19:30-22:50 3. umferð laugard. 5. apríl kl. 11:00-14:20 4. umferð laugard. 5. apríl kl. 15:00-18:20 5. umferð laugard. 5. apríl kl. 19:40-23:00 6. umferð sunnud. 6. apríl kl. 10:00-13:20 7. umferð sunnud. 6. apríl kl. 14:00-17:20 Allar upplýsingar um mótið er að finna á heimasíðu Bridssambandsins www.bridge.is Félag eldri borgara í Kópavogi Það er alltaf jöfn og góð þátttaka hjá eldri borgurum í Kópavogi. Þriðjudaginn 25. marz mættu 24 pör og 26 pör sl. föstudag. Úrslitin í N/S sl. þriðjudag: Jón Stefánsson - Þorsteinn Laufdal 272 Helga Helgad. - Sigrún Pálsd. 234 Lárus Hermannss. - Sigurður Karlss. 233 Hæsta skor í A/V: Björgvin Guðmss. - Ellert Svavarss. 273 Guðm. Sigurbjörnss. - Gestur Pálss. 257 Oddur Jónsson - Katalínus Jónsson 243 Úrslitin á föstudag í N/S: Vilhjálmur Sigurðss. - Þórður Jörundss. 358 Auðunn Guðmss. - Bragi Björnss. 47 Einar Einarss. - Hörður Davíðss. 336 Hæsta skor í A/V: Albert Þorsteinss. - Sæmundur Björnss. 394 Júlíus Guðmss. - Óskar Karlss. 383 Björn Kristjánss. - Gunnar Sigurbjörnss.377 Meðalskor á þriðjudag var 216 en 312 á föstudag. Hlé í Nýliðabridsi hjá BSÍ Sérstök spilakvöld fyrir óvanari bridsspilara hafa verið tekin af dag- skránni í bili, en verða væntanlega tekin upp aftur með haustinu. Bridsdeild Samiðnar Röð efstu sveita í Húsasmiðju- mótinu: Járnkarlarnir 176 BYGG 154 Karlinn 152 Járnkarlarnir Ólafur Ingvarsson, Zarioh Hamedi, Guðmundur Snorra- son og Ágúst Ólafsson tóku snemma forystu í mótinu og sigruðu af ör- yggi. Síðasta spilakvöld vetrarins er fimmtudaginn 3. apríl og hefst spila- mennskan kl. 19.30. Veitt verða verðlaun fyrir keppnistímabilið og spilaður einmenningur. Léttar veit- ingar! Bridsfélagið Muninn, Sandgerði Fimmtudaginn 27.3. var spilað þriðja kvöld í aðalsveitakeppni Bf. Munins, Sandgerði, og Sparisjóðs Keflavíkur. Í keppninni spila 7 sveit- ir og er spilað með hraðsveitarfyr- irkomulagi, þ.e. allir við alla á hverju kvöldi. Úrslit kvöldsins urðu eftirfarandi: Þröstur Þorláksson með 588 stig en í sveitinni spiluðu einnig Heiðar Sigurjónsson, Jóhann Benediktsson og Sigurður Albertsson. Lilja Guðjónsdóttir með 577 stig en auk Lilju spiluðu einnig Guðjón Óskarsson, Þórir Hrafnkelsson og Skúli Sigurðsson. Sparisjóðurinn með 561 stig en í sveitinni spiluðu Guðjón Svavar- Jensen, Jóhannes Sigurðsson, Gunn- laugur Sævarsson og Karl G. Karls- son. Heildarstaðan er því sem hér seg- ir: Kristján Kristjánsson 1.593 Þröstur Þorláksson 1.546 Sparisjóðurinn 1.545 Spilað er í félagsheimili brids- félagsins á Mánagrund (hjá hesthús- unum) og er alltaf heitt kaffi á könn- unni. Áhorfendur eru hvattir til að koma og fylgjast með og fá sér kaffi- sopa með öðrum spilurum. Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Spilað var á sex borðum föstudag- inn 28. mars 2003. Úrslit urðu þessi: Norður/suður-riðill Ásgeir Sölvason – Bjarnar Ingimarsson 76 Sverrir Jónsson – Sófus Berthelsen 69 Þorvarður S. Guðmundss. –Árni Bjarnas. 60 Austur/vestur-riðill Árni Guðmundsson – Hera Guðjónsdóttir 77 Lilja Kristjánsd. – Sigríður Guðmundsd. 75 Guðmundur Guðm. – Sigurlín Ágústsd. 64 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson ;<=: CIFF2= =>H> 3(2<=JC :HCK)>KC2> ;<=: FG= L: 3( 2<=HC Ýsuflök 590 kr. kg HOLLIR OG ÓDÝRIR Fiskbúðin Vör Höfðabakka 1, s. 587 5070. Fiskbúðin Árbjörg Hringbraut 119, s. 552 5070. Alltaf á þriðjudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.