Morgunblaðið - 02.04.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.04.2003, Blaðsíða 18
ERLENT 18 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ BANDARÍSKA utanríkisráðuneyt- ið gagnrýnir ísraelsk og palestínsk yfirvöld fyrir mannréttindabrot í skýrslu sem birt var í fyrradag um stöðu mannréttindamála í heiminum í fyrra. Stjórnvöld í Kína sæta einn- ig gagnrýni og löndin sem Banda- ríkjaforseti segir mynda „öxul hins illa“ í heiminum – Írak, Íran og Norður-Kórea – eru sökuð um gróf mannréttindabrot. Stjórn Norður-Kóreu sagði ásak- anirnar á hendur henni „tilbúning“ og sakaði Bandaríkin um brot gegn mannréttindum múslímaþjóða með drápum á óbreyttum borgurum í Írak og Afganistan. Utanríkisráðu- neytið segir í árlegri skýrslu sinni, sem nær til um 200 ríkja, að staða mannréttindamála hafi ekki verið góð í mörgum þeirra landa sem styðja hernaðinn í Írak, meðal ann- ars Úsbekistan og Erítreu. Í skýrslunni segir að ástandið í mannréttindamálum sé yfirleitt gott í Rómönsku Ameríku að undanskild- um sex ríkjum, Kólumbíu, Kúbu, Dóminíska lýðveldinu, Ekvador, El Salvador og Venesúela. Ísraelar eru sakaðir um mann- réttindabrot á hernumdu svæðunum og ástandið þar er sagt hafa versnað á nokkrum stöðum í fyrra. „Örygg- issveitirnar urðu að minnsta kosti 990 Palestínumönnum og tveimur erlendum borgurum að bana og særðu 4.382 Palestínumenn og aðra, meðal annars saklausa vegfarend- ur.“ Víg á fjölmennum stöðum Ísraelar eru sagðir hafa vegið að minnsta kosti 37 Palestínumenn sem grunaðir voru um aðild að hryðju- verkum. „Nokkrir þessara manna voru vegnir á fjölmennum svæðum þegar líklegt var að mannfall yrði meðal saklausra borgara og 25 veg- farendur létu lífið, þeirra á meðal þrettán börn.“ Heimastjórn Palestínumanna er einnig gagnrýnd í skýrslunni. Marg- ir liðsmenn palestínskra öryggis- sveita og Fatah-hreyfingar Yassers Arafats, leiðtoga Palestínumanna, eru sagðir hafa tekið þátt í árásum á ísraelska borgara og hermenn. „Frelsissamtök Palestínumanna og heimastjórnin hafa ekki staðið við skuldbindingar sínar, einkum þær sem lúta að því að afneita ofbeldi og hryðjuverkum, axla ábyrgð á öllum fylkingum PLO og refsa hinum brotlegu.“ Bætt er við að þótt ekki hafi kom- ið fram ótvíræðar vísbendingar um að æðstu leiðtogar PLO og heima- stjórnarinnar hafi samþykkt árás- irnar áður en þær voru gerðar hafi nokkrir forystumannanna stutt þær í meginatriðum í ræðum og viðtöl- um. Í kaflanum um Kína eru yfirvöld sökuð um fjölmörg mannréttinda- brot, meðal annars aftökur án dóms og laga, pyntingar og illa meðferð á föngum. Ekkert lát var á aðgerðum yfirvalda gegn andlegu hreyfingunni Falun Gong og skýrsluhöfundarnir segja að yfirvöldunum hafi ef til vill tekist að bæla hreyfinguna niður. Kínverska stjórnin er þó sögð hafa tekið ýmis skref í rétta átt, meðal annars látið lausa nokkra andófsmenn og leyft nokkrum fulltrúum Dalai Lama, andlegs leið- toga Tíbeta, að heimsækja landið. Mannréttindaskýrsla bandaríska utanríkisráðuneytisins Ísraelar og Palest- ínumenn gagnrýndir Washington. AP, AFP. SÉRFRÆÐINGUR hjá Alþjóða- heilbrigðismálastofnuninni (WHO), Hitoshi Oshitani, hefur varað við því að nýr sjúkdómur, heilkenni alvar- legrar og bráðrar lungnabólgu, kunni að vera smitnæmari en talið hefur verið. Um 1.800 manns hafa smitast í að minnsta kosti 15 löndum og 63 dáið af völdum sjúkdómsins. Í fyrstu var talið að veikin gæti að- eins smitast við það að vera mjög ná- lægt smituðu fólki en fréttavefur BBC hafði eftir Oshitani í gær að þetta virtist ekki vera rétt. Komið hefðu upp nokkur sjúkdómstilfelli sem ekki væri hægt að rekja til snertingar við smitað fólk. Hann lagði áherslu á að sjúkdóm- urinn væri smitnæmari en Ebola- veiran, sem bærist ekki mjög auð- veldlega milli manna, auk þess sem vitað væri hvernig koma ætti í veg fyrir að hún dreifðist. „En þetta er nýr sjúkdómur,“ sagði hann um bráðu lungnabólguna. „Við vitum ekki enn hvernig hún berst milli manna.“ Sjúkdómurinn hefur orðið 63 að bana, 16 í Hong Kong, 34 á öðrum svæðum í Kína, fjórum í Víetnam, fjórum í Kanada, fjórum í Singapúr og einum í Taílandi. Fregnir hermdu í gær að sjúkdómurinn hefði hugs- anlega borist til Ástralíu, Malasíu, Indónesíu og Svíþjóðar. Að sögn Dagens Nyheter er talið sennilegt að Svíi, sem ferðaðist nýlega til Peking, hafi fengið sjúkdóminn. Heilbrigðis- yfirvöld í Svíþjóð hafa þó ekki miklar áhyggjur af því að sjúkdómurinn breiðist þar út. Heimildarmaður fréttastofunnar AFP hjá WHO sagði að sjúkdómur- inn kynni að hafa borist í menn úr búfénaði í Guandong-héraði í Suður- Kína. Stjórnvöld í Kína hafa verið gagnrýnd fyrir að bregðast of seint við sjúkdómnum en kínverska utan- ríkisráðuneytið vísaði þessari gagn- rýni á bug í gær. Smitnæmari en talið var? Reuters Starfsfólk Thai-flugfélagsins á flugvellinum í Bangkok var með grímur fyrir vitum sér í gær af ótta við sýkingu. STRÍÐ Í ÍRAK ALLT að fimmtíu manna var saknað í gær eftir að skriða féll á námubæinn Chima í norðanverðri Bólivíu í fyrra- dag. Hermt er að 150 hús hafi eyðilagst í skriðunni sem varð í aftakarigningu. Nokkur lík höfðu fundist í gær og slasað fólk var flutt á sjúkrahús í bænum Tipuani, um 100 km frá Chima. Fyrstu fregnir hermdu að allt að 700 manns væri saknað en yfirvöld sögðu í gær að þær hefðu verið „ýktar“. Embættismenn sögðu að námugröftur kunni að hafa veikt fjallshlíð við bæinn og stuðlað að hamförunum. Eng- inn flugvöllur er á svæðinu og erfitt var því að koma björg- unartækjum til bæjarins. Skriða í Bólivíu Allt að 50 saknað RÚSSNESKI utanríkisráðherrann Ígor Ívanov ítrekaði í gær áskorun rússneskra stjórnvalda um að binda beri enda á stríðið í Írak, og tals- maður fjölmiðlaráðuneytis Rúss- lands sakaði bandarísk stjórnvöld um að slá ryki í augu bæði banda- rísks almennings og heimsbyggð- arinnar allrar með því að ráðskast með fréttaflutning af stríðinu. Alexander Rannikh, sendiherra Rússlands á Íslandi, tjáði Morgun- blaðinu að ágreiningur stjórnvalda í Moskvu og Washington um Íraks- deiluna bætti vissulega ekki sam- skiptin milli landanna, en „við ger- um ráð fyrir að þessi ágreiningur verði ekki látinn spilla fyrir sam- starfi um lausnir á öðrum vanda- málum“, segir sendiherrann. Þótt samskipti ráðamanna í Moskvu og Washington gangi núna í gegnum vissa erfiðleika haldi til dæmis sam- staðan um baráttu gegn hryðjuverk- um áfram óhögguð. „Samskiptin á milli æðstu ráða- manna halda áfram – þegar til lengri tíma er litið þurfum við ótví- rætt hvorir á öðrum að halda. Við viljum viðhalda góðum samskiptum, og ég geri ráð fyrir að Bandaríkja- menn eigi ekki síður mikið undir því. Ég bendi á að enduruppbygging í Írak að stríðinu loknu verður ekki möguleg nema þar komi til kasta Sameinuðu þjóðanna,“ segir Rann- ikh. Aðspurður hvort það „bandalag“ sem myndazt hefði í Íraksdeilunni í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna milli ráðamanna í París, Berlín og Moskvu væri eitthvað sem mætti gera ráð fyrir að yrði framhald á – þarna væri kominn nýr samhljómur milli evrópsku meginlandsveldanna sem ætti síður samleið með „Atlants- hafsveldunum“ Bandaríkjunum og Bretlandi – svarar Rannikh að ekki beri að leggja of mikla þýðingu í það hvernig menn hafi skipazt í „lið“ í þessu máli. Rannikh segir ástæðulaust að ætla að klofningurinn milli evrópsku meginlandsveldanna og „Atlants- hafsveldanna“ sé varanlegur, að minnsta kosti sé slíkur klofningur ekki gott veganesti fyrir ný banda- lög. „Við teljum ekki heilladrjúgt að gerast vinir einhverra gegn ein- hverjum öðrum,“ segir sendiherr- ann. Hins vegar líki sér það persónu- lega vel að sitt land skuli nú vera á sama báti og hinar stórþjóðir evr- ópska meginlandsins. Rannikh vekur athygli á því að stórveldin fjögur sem settu sig upp á móti hernaðaríhlutun í Írak – Rúss- land, Frakkland, Þýzkaland og Kína – nái yfir miklu stærri hluta mann- kyns en þau lönd sem eru á listanum yfir stuðningsríki við aðgerðir bandamanna í Írak. Reyndar sé al- menningsálitið í flestum löndum heims eindregið á móti þessu stríði. Samstaða þrátt fyrir ágreining Rússlandsstjórn er andvíg Íraksstríðinu. Rússneski sendiherrann tjáði Auðuni Arnórssyni að ágreiningurinn yrði ekki látinn spilla baráttu gegn hryðjuverkum. auar@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart Alexander Rannikh SKRIFSTOFA Saddams Huss- eins, forseta Íraks, bar í gær til baka fregnir um að fjölskylda for- setans væri að reyna að flýja land. Haft var eftir talsmanni forseta- embættisins: „Nánasta fjölskylda leiðtoga okkar, Saddams Huss- eins, er hluti af þeirri stóru fjöl- skyldu sem íraska þjóðin er. Saddam Hussein hefur tengt ör- lög sín örlögum þjóðar sinnar og á sama hátt er ekki hægt að aðskilja örlög fjölskyldu hans frá örlögum hinnar stóru fjölskyldu.“ Victoria Clarke, talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneyt- isins, sagði á mánudag að vísbend- ingar hefðu borist um að fjöl- skylda Saddams væri að reyna að flýja land. Hún sagði að banda- ríska leyniþjónustan hefði ekkert séð til Saddams og sona hans tveggja frá því árás var gerð á loftvarnabyrgi þeirra í upphafi stríðsins í Írak. Íraska sjónvarpið hefur hins vegar sýnt myndir af feðgunum og vísað því á bug að þeir hafi særst eða látið lífið. Segja fjölskyldu Saddams í Írak Bagdad. AFP. HERÞOTUR frá flugmóðurskip- inu USS Kitty Hawk sem er á Persaflóa réðust á mánudag á snekkju í eigu Saddams Husseins Íraksforseta. Talsmaður flotans um borð í flugmóðurskipinu sagði að snekkjan hefði verið í höfninni í Basra, syðst í landinu. Í máli tals- mannsins kom fram að verið væri að leggja mat á það tjón sem árásin hefði valdið. Þá var og ráðist úr lofti að írösku herskipi, Ibn Khaldoon. Írakar segja þetta skip vera freigátu en talsmaðurinn, Nicole Kratzer, kvað Íraka aðeins hafa ráðið yfir einum eldflaugabát og nokkrum léttum varðbátum er stríðið hófst. Á föstudag skýrði skipstjóri bresku freigátunnar HMS Chat- ham frá því að gerðar hefðu verið loftárásir á snekkju Saddams sem nefnist Al Mansur. Hún var einnig sögð hafa verið í höfninni í Basra. Sagðist hann hafa upplýsingar um að snekkjunni hefði verið sökkt. Ekki var því ljóst í gær hvort hér var um sömu snekkjuna að ræða eða aðra en þá sem ráðist var gegn á föstudag. Ráðist á snekkju Saddams í Basra Um borð í USS Kitty Hawk. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.