Morgunblaðið - 02.04.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 02.04.2003, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. LIFANDI VÍSINDI Áskriftarsími 881 4060 Á FYRSTU þremur mánuðum ársins hafa sextíu svokölluð götumál komið upp hjá fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík. Þetta er mikil aukning því allt árið í fyrra komu upp um sjötíu slík mál. Ás- geir Karlsson, yfirmaður fíkniefnadeildarinnar, segir að fjölgun mála skýrist fyrst og fremst af betra eftirliti en sé ekki endilega til marks um að neysla fíkniefna hafi aukist. Mál sem upplýsast í kjölfar eftirlits með sölu- mönnum fíkniefna eru nefnd götumál og starfa sex lögreglumenn í svokölluðum götuhópi. Ásgeir seg- ir að eftirlitið beinist aðallega að yngri sölumönn- um og þeim sem selji ungmennum fíkniefni. Flestir sem þeir hafa haft afskipti af á þessu ári eru yngri en tuttugu ára en þeir yngstu eru sextán ára, bæði sölumenn og kaupendur. Þegar götuhópurinn var fyrst settur á laggirnar vann hann á almennum vöktum. Ásgeir segir að í ljós hafi komið að hóp- urinn sé öflugri þegar hann vinni saman. Því hafi verið hætt að skipta mönnunum á vaktir og þess í stað vinni þeir allir á sama tíma. Þetta hafi skilað mjög góðum árangri eins og sjáist á fjölgun mála. Frá áramótum hefur götuhópurinn m.a. lagt hald á tæplega eitt og hálft kíló af hassi, hálft kíló af marijúana, 127,5 e-töflur, um sjötíu grömm af amfetamíni og um sextíu kannabisplöntur. Breyttir starfshættir hjá fíkniefnadeild LR skila árangri Sölumenn gripnir á götum úti ÞESSAR glæsilegu ballerínur frá Ballettskóla Guðbjargar biðu þess með eftirvæntingu að tjaldið lyftist fyrir atriði þeirra á nemenda- sýningu í Borgarleikhúsinu í gær. Spennan leyndi sér ekki í andlit- um stúlknanna, en a.m.k. ein tók öllu umstanginu af mestu ró og fékk sér bara sæti á meðan tjaldið lyftist. Þessar lágvöxnu dans- meyjar þóttu standa sig með miklum sóma og vöktu lukku meðal þakklátra áhorfenda enda ekki á hverjum degi sem yngsta kyn- slóðin fær tækifæri til að spreyta sig í alvöruleikhúsi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ungar ballerínur í biðstöðu ORKUSTOFNUN telur að svæði Íslendinga við Jan Mayen, þar sem olíuleit hefur farið fram, sé það álitlegt að þar gæti komið til olíu- borana í framtíðinni, að sögn Steinars Þórs Guðlaugssonar, jarðeðlisfræðings hjá Orku- stofnun, en skiladagur niðurstaðna mælinga til stofnunarinnar var í gær. Hann bendir á að olíuleit og undirbúningur geti hins vegar tekið tugi ára og séu gríðarlega kostnaðarsöm. „Síð- an veit raunverulega enginn hvort olía sé á svæðinu fyrr en búið er að bora og olían kemur úr holunni.“ Stjórnvöld ákváðu að veita leyfi til rann- sókna á svæðinu árið 2001 og síðan þá hafa tvö norsk fyrirtæki, InSeis og TGS-NOPEC, feng- ið slíkt leyfi. Þau fela stjórnvöldum niðurstöð- urnar til varðveislu en samkvæmt lögum mega stjórnvöld ekki birta þær fyrr en 10 árum síð- ar. Það er vegna þess að einnig er reynt að selja gögnin til stórra olíufyrirtækja, að sögn Steinars. „Ef niðurstöður eru jákvæðar og miklar líkur á að olía sé á svæðinu geta stóru olíufyrirtækin fengið áhuga og þá eru það þau sem ráðast í boranir.“ Hann bendir á að marg- ir áhugaverðir staðir séu í boði á hverjum tíma, framkvæmdir séu gríðarlega kostnaðarsamar og því þurfi að vera miklar líkur á að olía finn- ist til að fyrirtækin vilji leggja út í boranir. „Við höfum dæmi frá Grænlandi þar sem norska fyrirtækið Statoil lagðist í framkvæmd- ir upp á tvo og hálfan milljarð við eina borholu. Þar fannst síðan engin olía.“ Iðnaðarráðuneytið hefur einnig staðið fyrir forathugunum úti fyrir Norðurlandi um árabil og hafa þær gefið ákveðna vísbendingu um að jarðgas geti verið þar að finna. Steinar segir hins vegar of snemmt að segja til um hvort þar kunni að vera einhverjar auðlindir. „Við verðum að fara úr gullgrafarastelling- unum og líta á leitina sem hverja aðra atvinnu- stefnu enda skilar leitin sjálf okkur bæði vinnu og fjármagni.“ Jan Mayen-svæðið talið álitlegt til olíuborana ÞORBJÖRN Guðmundsson, formað- ur velferðarnefndar ASÍ, segist hafa upplýsingar um að stéttaskipting meðal skólabarna sé að verða meira áberandi en oft áður. Í velferðartil- lögum ASÍ er lögð áhersla á að komið verði í veg fyrir stéttaskiptingu barna með því að sveitarfélög dragi umtalsvert úr gjaldtöku vegna skóla- göngu, hvort sem um er að ræða gæslu yngri barna eftir skóla, aðstoð við heimanám, skólamáltíðir eða tón- listarskóla. „Einnig þurfa sveitar- félög að gera börnum kleift að stunda íþróttir og æskulýðsstörf án tillits til efnahags foreldra,“ segir í skýrslu ASÍ. Þorbjörn segir að ASÍ hafi áhyggj- ur af þessari þróun. Því sé mikilvægt að opinberir aðilar taki á sig meiri kostnað vegna skólagöngu barna en nú er gert. „Við erum í raun að vara við því sem er að gerast í skólakerf- inu með aukinni þátttöku foreldra í kostnaði við skólagönguna.“ Finnbogi Sigurðsson, formaður Félags grunnskólakennara, tekur undir þetta og segir að stéttaskipting sé farin að birtast í grunnskólum, en þó ekki með áberandi hætti. Hann segir að stéttaskiptingin birtist m.a. í því að sum börn hafi meira af pen- ingum en önnur og að ákveðnir hópar hafi ekki ráð á að kaupa mat eða mat- arbakka í skólanum, sem boðið er upp á í hádeginu. Stéttaskipting farin að birtast í skólum  Meira um/11 STANGAVEIÐIN hófst í gær í nokkrum sjóbirtings- og bleikjuám á Suðurlandi og þrátt fyrir vetrarríki veiddist allvel. M.a. veiddist gríðarstór birtingur í Opinu í Tungulæk. Var hann mæld- ur 90 sentimetra hængur og áætlaður 19 pund, en honum var sleppt aftur lifandi í ána. Svona stórir birtingar eru ekki algengir og næsta víst að þessi fiskur verður einn af stærstu sjóbirtingum árs- ins. Það var Friðbjörn Björnsson sem veiddi hann á svarta Snældu-túpuflugu. Morgunblaðið/Guðmundur Friðbjörn Björnsson með stórfiskinn úr Tungulæk. Landaði 19 punda sjóbirtingi í gær  Veiðin fór/4 ÍSLENSKA rokksveitin Mínus gefur á þjóðhátíð- ardaginn næstkomandi út nýja plötu sem fengið hefur heitið Halldór Laxness. Að sögn Frosta Logasonar, gítarleikara Mínuss, er sveitin að votta skáldinu virðingu sína með nafn- giftinni en viðurkennir um leið að það hafi heil- miklu ráðið að nafnið er allsérstætt fyrir rokk- plötu. Mínus heldur í næstu viku í tónleikaferð um Bretland þar sem sveitin mun leika á 17 tónleikum á 19 dögum. Mínus er meðal þeirra tónlistarmanna sem fengu í gær styrk frá iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytinu til kynningar á væntanlegri plötu er- lendis. Morgunblaðið/Jim Smart Krummi, söngvari Mínuss. Mínus gefur út Halldór Laxness  Halldór/49  Útrás/51 STARFSMENN Íslenskra aðalverktaka luku í fyrrinótt við aðgöng undir stíflustæði Kárahnjúka- virkjunar en verkið hefur staðið yfir frá því 11. desember og hafa 33 menn unnið á vöktum allan sólarhringinn við að bora sig í gegn. Rúnar Ágúst Jónsson, staðarstjóri hjá ÍAV, segir vel hafa geng- ið, verkið sé talsvert á undan áætlun en verklok voru áætluð um miðjan apríl. Göngin eru 730 metra löng og um sex metrar í þvermál. Þar sem þau enda verða grafin tvenn hjágöng Jöklu undir stíflustæðið en sú framkvæmd verður í höndum ítalska verktakafyrirtækisins Impregilo og er ráð- gert að vinna við þau hefjist í þessum mánuði. Aðgöng undir stíflustæði tilbúin ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.