Morgunblaðið - 02.04.2003, Side 7

Morgunblaðið - 02.04.2003, Side 7
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 2003 7 40% a fslát tur af in nimá lning u! Allt a ð MÁLNINGARTILBOÐ í verslunum Hörpu Sjafnar 1.990kr. Norðan tíu, 4 lítrar, gljástig 10 Skeifunni 4, Reykjavík s: 568 7878 Snorrabraut 56, Reykjavík s: 561 6132 Stórhöfða 44, Reykjavík s: 567 4400 Austursíðu 2, Akureyri s: 461 3100 Hafnargötu 90, Keflavík s: 421 4790 Dalshrauni 13, Hafnarfirði s: 544 4414 Bæjarlind 6, Kópavogi s: 544 4411 Austurvegi 69, Selfossi s: 482 3767 Harpa Sjöfn málningarverslanir Afgreiðslutími allra verslana Hörpu Sjafnar! Alla virka daga kl. 8–18 og laugardaga kl. 11–15. Helgarvakt í Skeifunni 4. Opið laugardaga kl. 11–18 og sunnudaga kl. 13–18. NÚVERANDI ríkisstjórn heldur velli og Frjálslyndi flokkurinn nær þremur mönnum á þing, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar DV á fylgi flokkanna sem birt var í gær. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 42,7% fylgi og myndi þar með fá 28 þing- menn eða tveimur fleiri en í síðustu kosningum. Samfylkingin, sem fær 27,1% í könnuninni, héldi sama þing- mannafjölda og í síðustu kosningum eða 17. Frjálslyndi flokkurinn fengi 5,6% og þar með þrjá menn á þing, einum meira en síðast. Vinstri græn- ir 9,4% og sex þingmenn sem er sama og síðast. 15% svarenda segj- ast myndu kjósa Framsóknarflokk- inn, sem þ.a.l. tapar þremur þing- mönnum, fengi níu menn kjörna en hefur þrettán í dag. Miðað við síðustu könnun DV, sem birt var 4. mars, bæta allir flokkar við sig fylgi nema Samfylkingin sem tapar 7,4% fylgi milli kannana. Sam- kvæmt niðurstöðum könnunarinnar eru stjórnarflokkarnir með 37 þing- menn, eða öruggan meirihluta. Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Frjálslyndi flokkurinn sækja fylgi sitt meira til karla en kvenna. Sam- fylkingin er hins vegar sterkari á meðal kvenna og Vinstri grænir sækja tvöfalt meira fylgi til kvenna en karla. Stjórnarflokkarnir sækja meira fylgi til höfuðborgarsvæðisins en landsbyggðarinnar öfugt við hina flokkana sem allir eru sterkari á landsbyggðinni en í borginni. Könnunin var gerð á mánudag en úrtakið var 600 manns. Jafnt var skipt á milli kynja og höfuðborgar- búa og landsbyggðarfólks. Samfylkingin mælist með 27,1% fylgi VERZLUNARFÉLAG Reykjavík- ur samþykkti sameiningu við Versl- unarfélag Akraness á aðalfundi fé- lagsins sem haldinn var í fyrradag. Verslunarmannafélag Akraness á eftir að taka afstöðu til málsins fyrir sitt leyti og verður það gert síðar á árinu. Gunnar Páll Pálsson formaður VR sagði á fundinum að töluvert álag hefði verið á skrifstofu félagsins vegna atvinnuástandsins, um 1.200 mál hafi komið til meðferðar á skrif- stofuna í fyrra og um 100 mál farið fyrir dómstóla. Mikið hafi verið um uppsagnir og gjaldþrot og atvinnu- lausum VR-félögum fjölgað um nærri helming milli áranna 2001 og 2002. Þá hafi eineltis- og persónu- verndarmál verið áberandi. Á fund- inum var lögð fram ársskýrsla og reikningar félagsins. Auk þess var kjör í stjórn og trúnaðarráð félags- ins en aðeins einn listi var í framboði og var hann samþykktur samhljóða. Verslunar- menn á Akra- nesi samein- ast VR HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hefur dæmt 22 ára konu í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að smygla 92 grömmum af hassi til landsins frá Kaupmanna- höfn í september sl. Konan játaði brot sitt skýlaust en hún faldi efnið innvortis í líkama sínum. Auk smygltilraunarinnar var hún sótt til saka fyrir að hafa skýrt rangt frá nafni sínu og kenni- tölu hjá lögreglu og þess í stað gef- ið upp nafn og kennitölu systur sinnar. Hassið var gert upptækt til rík- issjóðs og ákærða dæmd til að greiða allan sakarkostnað, þar með talda 30.000 króna þóknun skipaðs verjanda síns, Guðrúnar Sesselju Arnardóttur hdl. Jónas Jóhanns- son héraðsdómari kvað upp dóm- inn. Sigríður Elsa Kjartansdóttir sýslumannsfulltrúi sótti málið. Fangelsun fyrir hasssmygl FJÓRIR ungir Kínverjar hafa sótt um pólitískt hæli hérlendis og er mál þeirra í skoðun hjá Útlendingastofn- un. Kínverjarnir eru á aldrinum 19 til 20 ára, tvær konur og tveir karlar. Hafa þau sótt um hæli á þeim for- sendum að þau telja sig í hættu ef þau snúa aftur heim. Fólkið var fyrst í haldi lögreglunn- ar á Keflavíkurflugvelli en var síðan sett í umsjá stjórnvalda. Fólkið er talið hafa komið hingað til lands á vegum útlendings sem situr í gæslu- varðhaldi, sakaður um mansal með því að hafa aðstoðað það hingað með ólögmætum hætti. Fólkið var á leið til Bandaríkjanna um Ísland er það var stöðvað en hingað hafði það kom- ið frá Noregi eftir að hafa farið í gegnum Frakkland og Japan. Sækja um pólitískt hæli „ÞAÐ má á vissan hátt segja að í ályktun landsfundar Sjálfstæðis- flokksins um sjávarútvegsmál komi fram nýjar áherzlur. Þarna eru að koma fram ýmis málefni, sem við höfum verið að vinna að síðustu misserin, sem snúa að bættum rann- sóknum og auknu vinnsluvirði fisk- aflans,“ segir Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra. Árni segir að þarna megi nefna nýjar leiðir eins og líffræðilega fisk- veiðistjórnun sem færi nýja vídd inn í umræðuna. Hana megi nýta til að afla betri upplýsinga en tekizt hafi með þeim aðferðum sem hingað til hafi verið beitt. „Við leggjum líka meiri áherzlu en áður á það að gera sem mest verð- mæti úr fiskaflanum. Lengst af höf- um við einblínt á veiðarnar, en nú er markmiðið að auka virði fiskaflans, bæði með því að fá meira út úr þeirri vinnslu, sem nú er, og eins að vinna ýmsar aukaafurðir og fá nýjar teg- undir inn í vinnsluna. Þar má nefna mikla áherzlu á fiskeldi, en ráðu- neytið hefur mótað stefnu í því sem og þorskeldi,“ segir Árni og bendir á uppbygginguna á Stað í Grindavík. Nýjar áherzlur á vissan hátt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.