Morgunblaðið - 17.04.2003, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 17.04.2003, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Það verður erfitt að toppa þetta. Ráðstefna um rafræn viðskipti Rafræna bylt- ingin er hafin RAFRÆN viðskiptiog gagnsöfnunfærast mjög í vöxt í þjóðfélaginu sem og um víða veröld. Slík vinnu- brögð einfalda mjög við- skipti og gagnasöfnun, draga úr pappírsflóði og þykja einfaldlega vera framtíðin. Ráðstefna um rafrænu byltinguna verð- ur haldin á Hótel Nordica 23. apríl nk. og er sam- vinnuverkefni fjármála- ráðuneytisins og Sam- taka atvinnulífsins. Þórhallur Arason, skrif- stofustjóri fjárreiðu- og eignaskrifstofu fjármála- ráðuneytisins, er í for- svari fyrir ráðstefnuna og svaraði hann nokkrum spurningum Morgun- blaðsins. – Segðu okkur nánar frá yfir- skrift ráðstefnunnar, tildrögum og tilgangi hennar? „Ráðstefnan ber yfirskriftina „Rafræna byltingin er hafin, ríki og atvinnulífið vinni saman.“ Til- gangur ráðstefnunnar er að leiða saman ríki og almennan markað með það að markmiði að efla framgang rafrænna við- skipta sem skilað getur hagræði í viðskiptum, öllum til hagsbóta. Á undanförnum árum hefur fjármálaráðuneytið í samstarfi við fjölmarga aðila hrint af stað verkefnum sem ætlað hefur ver- ið að skila hagræðingu í ríkis- rekstri en jafnframt að stuðla að því að ríkið geti í krafti magn- innkaupa skapað grundvöll fyrir uppbyggingu á þjónustu sem nýst getur fyrirtækjum á al- mennum markaði. Við undirbúning verkefnanna hefur verið lögð áhersla á sam- ráð við helstu hagsmunaaðila á markaði varðandi stöðlun og fleira og ríkið hefur reynt eftir fremsta megni að sýna frum- kvæði að því að leita eftir sem hagkvæmastri lausn í stað þess að byggja sjálft upp viðkomandi þjónustu. Ráðstefnan er gott dæmi um þetta samráð þar sem hún er haldin í samstarfi fjármálaráðu- neytisins og Samtaka atvinnu- lífsins.“ – Á hverju verður helst tekið á ráðstefnunni um rafrænu bylt- inguna og hvaða spurningum verður helst leitast við að svara á henni? „Á ráðstefnunni verður farið yfir helstu verkefni sem eru á döfinni og falla undir þá stefnu- mótun sem mótuð hefur verið af stjórnvöldum á undanförnum ár- um og snerta mjög samskipti við einkamarkaðinn. Frummælend- ur munu leitast við að fara yfir snertifleti við fyrirtæki á al- mennum markaði annars vegar er varðar ný fjárhags- og mann- auðskerfi ríkisins sem gegna lykilhlutberki í að tæknivæða ríkisstofnanir og gera ríkisstofn- anir hæfari til að opna leið fyrir rafræn við- skipti ríkisstofnana. Hins vegar verður kynnt verkefni um rafrænt markaðstorg þar sem ríkið hefur haft frum- kvæði að uppbyggingu þjónustu þar sem öll fyrirtæki geta pant- að vöru og þjónustu og mun gegna því hlutverki að verða samskiptavettvangur kaupenda og seljenda. Einnig verður á ráðstefnunni reynt að leiða fram viðhorf markaðarins gagnvart þessum verkefnum þar sem fulltrúar atvinnulífsins munu taka þátt í pallborðsumræðum í lok ráðstefnunnar.“ – Hverjir verða frummælend- ur á samkomunni og um hvað munu þeir tala? „Fjármálaráðherra, Geir H. Haarde, mun setja ráðstefnuna og kynna áherslur ríkisins í raf- rænum viðskiptum. Frummæl- endur verða síðan Gunnar H. Hall fjársýslustjóri sem hefur haft veg og vanda af innleiðingu nýrra fjárhagskerfa ríkisins. Hreinn Jakobsson, forstjóri Skýrr hf., og Guðni Guðnason, framkvæmdastjóri ANZA hf., en þessi fyrirtæki voru bæði valin til samstarfs við ríkið að und- angengnu útboði til að þróa verkefni á sviði rafrænna við- skipta.“ – Hverjir teljast helst eiga er- indi á ráðstefnu af þessu tagi og er hún öllum opin? „Við viljum hvetja alla þá sem áhuga hafa og hagsmuna að gæta í þessum málaflokki til að koma á ráðstefnuna og hlýða á það sem þar verður fram fært.“ – Er stefnt að einhverjum ályktunum eða sérstökum nið- urstöðum í ráðstefnulok …eða viljið þið sjá ráðstefnuna marka einhver þáttaskil? „Við teljum mikilvægt að ráð- stefnan marki upphaf að sam- hentu átaki helstu hagsmuna- aðila á markaði með það að markmiði að efla framgang raf- rænna viðskipta í landinu, enda teljum við að nú sé gott tæki- færi til að gera átak í þessum málum. Fram hafa komið lausnir sem eiga að tryggja að tækni- lega séu tækifæri til byltingar en eftir stendur að gera þarf átak í hugsunarhætti og því hvernig við nálgumst viðskipti almennt. Við gerum okkur grein fyrir að enn eru fyrir hendi úr- lausnarefni sem nauðsynlegt er að vinna að á næstu misserum en teljum að það muni ganga vel ef viljinn verður til staðar.“ Þórhallur Arason  Þórhallur Arason er skrif- stofustjóri fjárreiðu- og eigna- skrifstofu fjármálaráðuneytisins. Skrifstofan hefur m.a. með hönd- um verkefni er snúa að sam- skiptum ríkis og einkamarkaðar. Sérstök áhersluverkefni skrif- stofunnar á því sviði hafa verið á sviði opinberra innkaupa m.a. innleiðing verkefna um rafræn viðskipti ríkisstofnana og tengsl þeirra við fyrirtæki á almennum markaði. Þórhallur er viðskipta- fræðingur frá Háskóla Íslands, 56 ára gamall og er giftur Rann- veigu Tómasdóttur og eiga þau þrjú börn. Átak þarf að gera í hugs- unarhætti VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnað- ar- og viðskiptaráðherra hefur kynnt í ríkisstjórninni möguleika á að reisa verksmiðju á Húsavík sem framleið- ir svokallað polyol og hefur ríkis- stjórnin ákveðið að leggja 30 millj- ónir króna í verkefnið. Þetta tilkynnti ráðherra á sameiginlegum fundi framboðanna í Norðaustur- kjördæmi sem haldinn var á Húsavík á mánudag. Á vef Framsóknar- flokksins segir að ráðherra telji Húsavík mjög álitlegan kost fyrir þessa starfsemi, en 65-70 manns myndu starfa við framleiðsluna ef áformin yrðu að veruleika. Polyol er unnið úr sykri og þar sem allmikla gufu þarf í vinnsluna hafa tveir staðir á Íslandi fyrst og fremst komið til greina fyrir polyol- verksmiðju, Reykjanes og Húsavík. Polyolverksmiðja á Húsavík er fjárfesting upp á um 10 milljarða kr. og er gert ráð fyrir að hagkvæmniat- hugun taki 18 mánuði. Reynist nið- urstaða jákvæð og verksmiðjan verði reist, þarf að leggja gufulögn frá Þeistareykjum sem flutt getur um milljón tonn af gufu árlega. Fljótlega verður haldinn kynningarfundur með heimamönnum um málið. Polyol- verksmiðja í athugun BROTIST var inn í frystigeymslu Hafnarness í Þorlákshöfn í fyrrinótt og þaðan stolið 70–80 kílóum af frystum humri. Tilkynnt var um inn- brotið í gærmorgun. Að sögn lögreglunnar á Selfossi er talið sennilegt að þjófarnir hafi verið tveir eða fleiri. Þeir brutu rúðu á húsinu og söguðu í sundur keðju með hengilás á frystigeymslunni. Þeir sem hugsanlega hafa upplýsingar um málið eru beðnir um að hafa sam- band við lögregluna hið fyrsta. Í byrjun apríl var brotist inn í frystihús Þorbjörns-Fiskaness hf. í Grindavík og stolið 440 kílóum af humri. Humri stolið í Þorlákshöfn ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.