Morgunblaðið - 17.04.2003, Page 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 11
STÉTTARFÉLÖGIN og vinnuveit-
endur sömdu um stofnun sjúkra-
sjóða í kjarasamningum árið 1961.
Meginástæðan fyrir því að sjóðirnir
voru stofnaðir var sú að launafólk á
almennum vinnumarkaði var með
mun lélegri veikindarétt en opinber-
ir starfsmenn, sem samið höfðu um
veikindaréttindi við ríkið og sveitar-
félögin. Stéttarfélögin sömdu þess
vegna við vinnuveitendur um að
setja á stofn sjúkrasjóði, en tilgang-
ur sjúkrasjóðanna er fyrst og fremst
að mæta veikinda- og sjúkrakostnaði
launþega eftir að réttur til launa hjá
vinnuveitanda fellur niður.
Samið var um að vinnuveitendur
greiddu 1% iðgjald af launum í
sjúkrasjóði. Upphaflega var fyrir-
komulag við stjórnun sjóðanna svip-
að og er hjá lífeyrissjóðunum, þ.e. að
vinnuveitendur skipuðu helming
stjórnarmanna á móti stéttarfélög-
unum. Fljótlega varð hins vegar að
samkomulagi að verkalýðsfélögin
sæju alfarið um stjórn sjóðanna. Al-
mennt sjá lífeyrissjóðirnir um inn-
heimtu iðgjalda sjúkrasjóðanna, en
þjónusta sjóðanna við félagsmenn er
í höndum félaganna.
Sjúkrasjóðirnir eiga
húseignir stéttarfélaganna
Velflest félög tóku þá ákvörðun í
upphafi að ávaxta hluta af eign
sjúkrasjóðanna með því að fjárfesta í
húsnæði. Þannig eiga flestir sjúkra-
sjóðirnir húsnæði verkalýðsfélag-
anna. Þetta er þó ekki algilt. Sjúkra-
sjóður Eflingar í Reykjavík á t.d.
húsnæði félagsins. Sjúkrasjóður VR
á hins vegar ekki húsnæði VR og
sjúkrasjóður Einingar-Iðju á Akur-
eyri á þriðjung í húsnæði félagsins.
Verðmæti húseignar sjúkrasjóðs
Eflingar við Borgartún er um 280
milljónir. Efasemdir hafa verið sett-
ar fram um að það sé í samræmi við
tilgang sjúkrasjóðanna að eiga og
reka húsnæði. Samkvæmt reglugerð
sjóðanna er þeim þetta þó heimilt.
Lengst af var ekkert ákvæði að
finna í lögum um sjúkrasjóði, en í fé-
lagsmálaráðherratíð Svavars Gests-
sonar setti Alþingi lög um starfskjör
launafólks og skyldutryggingu líf-
eyrisréttinda. Þar segir í 6. gr.:
„Öllum atvinnurekendum er skylt
að greiða í sjúkrasjóði og orlofssjóði
viðkomandi stéttarfélaga iðgjöld
þau, sem aðildarsamtök vinnumark-
aðarins semja um hverju sinni, og
samkvæmt þeim reglum, sem kjara-
samningar greina.“
Engin ákvæði voru sett í lögin um
skyldur sjóðanna við félagsmenn og
ekkert er þar heldur að finna um að
sjóðunum beri að skila ársreikning-
um. Eina sem lögin segja er að at-
vinnurekendum beri að borga ið-
gjald í sjúkra- og orlofssjóði.
Stéttarfélög eru almenn félög sem
falla ekki undir 1. gr. laga um árs-
reikninga og því ekki skyldug til að
birta ársreikninga sína né skylt að
skila þeim til viðeigandi aðila. Ekki
er heldur kveðið á um slíka skyldu í
lögum um stéttarfélög og vinnudeil-
ur.
Margir hafa orðið til að gagnrýna
hversu lítið eftirlit er með fjárreiðum
sjúkrasjóðanna ekki síst í ljósi þess
hvað sjóðirnir höndla með mikla
fjármuni. Áætlað er að iðgjöld sjóð-
anna séu um þrír milljarðar á þessu
ári. Í þjónustukönnun sem Starfs-
greinasambandið gerði meðal aðild-
arfélaga árið 2002 kemur fram að
nokkur félög reka alla sína sjóði í
einum potti og gera ekki sérstaklega
grein fyrir rekstri sjúkrasjóðs í árs-
reikningi.
ASÍ setti reyndar á síðasta ári
ákvæði í lög sambandsins um að að-
ildarfélögum beri fyrir lok maímán-
aðar ár hvert, að skila ársreikningi
félagsins „og sjóða í vörslu þess“ til
skrifstofu ASÍ. ASÍ virðist því ætla
að taka að sér einhvers konar eft-
irlitshlutverk með fjárhagslegri
starfsemi sjóða sem eru í umsjón
stéttarfélaganna.
Margvísleg þjónusta
ASÍ gerði fyrir nokkrum árum til-
raun til að samræma reglugerðir
sjúkrasjóðanna. Ekki náðist full
samstaða um reglugerðina og var því
samþykkt að gafa út leiðbeinandi
reglugerð. Sjúkrasjóðunum er ekki
skylt að fara eftir reglunum enda
þótt þeim sé skylt að setja sér reglu-
gerð sem skal hljóta staðfestingu
miðstjórnar sambandsins.
Samkvæmt upplýsingum sem
fram komu í svari félagsmálaráð-
herra á Alþingi árið 2001 eru 108
sjúkrasjóðir starfandi á landinu.
Sjóðunum fjölgaði nokkuð við gerð
síðustu kjarasamninga, en þá sömdu
opinberir starfsmenn um að komið
yrði á fót fjölskyldu- og styrktarsjóð-
um og iðgjald til þeirra er almennt
0,41% af launum. Réttindi sjóðs-
félaga í þessum sjóðum er með
nokkrum öðrum hætti en hinum
sjóðunum enda hafa opinberir
starfsmenn betri veikindarétt.
Meginverkefni almennu sjúkra-
sjóðanna er að greiða sjúkradagpen-
inga til fólks þegar það dettur út af
launaskrá vegna veikinda eða slyss.
En sjóðirnir gera margt fleira. Þeir
veita styrki vegna veikinda á með-
göngu, styrki vegna áfengis og vímu-
efnameðferðar, styrki vegna veik-
inda barna og maka, styrki vegna
krabbameinsskoðunar og styrki til
að mæta ferðakostnaði vegna lækn-
isþjónustu. Þeir greiða einnig fyrir
sjúkraþjálfun, líkamsrækt, gleraugu
og heyrnartæki, útfararstyrk og ým-
islegt fleira.
Mikill munur á réttindum
Flestir sjúkrasjóðirnir hafa á síð-
ustu árum hækkað sjúkradagpen-
inga. Sjúkrasjóður Eflingar, sem
hefur hækkað þessar greiðslur um
26% frá því í maí í fyrra, greiðir t.d.
rúmlega 90 þúsund krónur á mánuði
í sjúkradagpeninga til fólks sem lent
hefur í slysum eða veikst. Þegar búið
er að bæta við sjúkradagpeningum
sem Tryggingastofnun (TR) greiðir
nema greiðslurnar um 117 þúsund
krónum. Sigurður Bessason, for-
maður Eflingar, segir láta nærri að
þetta séu meðaldagvinnulaun fé-
lagsmanna í Eflingu. Sjúkradagpen-
ingar TR eru núna um 26% af lág-
markslaunum en það hlutfall hefur
lækkað verulega á síðustu árum.
Bæði Sigurður og Gunnar Páll Páls-
son, formaður VR, segja að svo virð-
ist sem TR hafi meðvitað eða ómeð-
vitað látið sjúkradagpeninga TR
dragast aftur úr vegna þess að
sjúkrasjóðir stéttarfélaganna hafi
leitast við að hækka sínar greiðslur.
Í sjálfu sér mætti segja að það
væri í lagi að TR dragi úr þessum
greiðslum ef allir gætu treyst á
sjúkrasjóðina, en því er hins vegar
ekki að heilsa. Það eru ekki allir
sjóðir eins öflugir og sjúkrasjóðir
VR og Eflingar og ekki eiga allir rétt
á fullum greiðslum úr sjúkrasjóði.
Auk þess er margt fólk ekki á vinnu-
markaði og á því engan rétt á
greiðslum úr sjúkrasjóðum. Á lands-
byggðinni eru margir litlir sjóðir
sem geta ekki tryggt sjóðfélögum
sínum sömu greiðslur og stóru sjóð-
irnir. Til viðbótar eru sjóðirnir á
landsbyggðinni að greiða hluta af
ferðakostnaði fólks sem þarf að fara
til læknis á höfðuborgarsvæðinu, en
það þýðir viðbótarútgjöld fyrir sjóð-
ina. Gylfi Arnbjörnsson, fram-
kvæmdastjóri ASÍ, segir að TR hafi
á síðustu árum dregið úr greiðslum á
ferðakostnaði fólks sem þarf að leita
til sérfræðinga.
Stærsti sjúkrasjóðurinn á lands-
byggðinni er sjúkrasjóður Einingar-
Iðju í Eyjafirði, en í félaginu eru á
sjötta þúsund manns. Björn Snæ-
björnsson, formaður Einingar-Iðju,
sagði að á síðasta ári hefði eftirspurn
eftir sjúkradagpeningum aukist um
25%. Rekstrartap sjóðsins á árinu
hefði verið 8 milljónir króna. Hann
sagði að staða sjóðsins væri því erfið.
Nokkuð mismunandi er hvað
sjúkrasjóðirnir greiða í sjúkradag-
peninga. Í þjónustukönnun Starfs-
greinasambandsins kom fram að
sjóðirnir greiddu frá 840 kr. á dag
upp í 4.200 kr. Sum félög greiddu til
viðbótar með hverju barni en önnur
ekki. Mjög mismunandi var einnig
hversu lengi sjóðirnir greiddu
sjúkradagpeninga eða frá 90 virkum
dögum upp í 300 daga. Sjóðurinn
sem greiddi hæstu bæturnar greiddi
1.246.200 krónur samtals í 300 daga,
en sjóðurinn sem veitti lökustu rétt-
indin greiddi samtals 168.000 krónur
í 200 daga.
Ástæðan fyrir þessum mun á rétt-
indum er að fjárhagsstaða sjóðanna
er missterk. Stærstu sjóðirnir veita
sjóðfélögum sínum almennt betri
réttindi en litlu sjóðirnir.
Á síðustu árum hafa stéttarfélögin
séð sér hag í því að sameina lífeyr-
issjóði félagsmanna, en sú þróun
nær ekki til sjúkrasjóða. Þeim hefur
að vísu aðeins fækkað samhliða sam-
einingu stéttarfélaga, en einstök
stéttarfélög hafa ekki séð ástæðu til
að taka upp samstarf um rekstur
sjúkrasjóða.
Margir með lélegan
veikindarétt
Til þess að meta stöðu fólks sem
veikist eða lendir í slysum nægir
ekki að skoða þá upphæð sem ein-
stakir sjóðir greiða í sjúkradagpen-
inga. Veikindaréttur, sem tryggður
er í kjarasamningum, ræður einnig
mjög miklu um stöðu fólks. Þessi
réttur er mismunandi milli starfs-
stétta. Opinberir starfsmenn hafa
mun betri veikindarétt en t.d. fé-
lagsmenn Starfsgreinasambandsins.
Félagsmenn í VR hafa einnig tals-
vert betri veikindarétt en verkafólk.
En veikindarétturinn segir heldur
ekki alla söguna því að hann öðlast
fólk eftir starfsaldri. Verkafólk þarf
að hafa unnið hjá sama vinnuveit-
anda í fimm ár til að öðlast fullan
veikindarétt. Gylfi Arnbjörnsson
segir að hreyfanleiki á vinnumarkaði
sé sífellt að aukast. Í könnun sem
ASÍ gerði árið 1999 meðal ASÍ-fé-
laga hafi komið í ljós að 33,3% hafi
skipt um vinnu á síðustu 12 mánuð-
um og 16,4% séu nýir félagsmenn.
Þetta þýði að um 50% fólks hafi
starfað hjá sama vinnuveitanda í inn-
an við eitt ár. Aðeins 17,5% hafi
starfað hjá sama vinnuveitanda í
meira en fimm ár, en það er sá hópur
sem hefur öðlast fullan veikindarétt.
Sá sem skiptir um starf tapar í
mörgum tilvikum uppsöfnuðum
veikindarétti að fullu eða hluta.
Þessi lélegi veikindaréttur stórs
hóps launafólks eykur aftur álag á
sjúkrasjóðina. Nær allir sjúkrasjóðir
ófaglærðs starfsfólks greiða sjúkra-
dagpeninga frá fyrsta degi veikinda,
en hjá TR er meginreglan sú að fólk
þarf að hafa verið veikt í 21 dag áður
en það á rétt á greiðslum.
Gylfi viðurkennir að það séu göt í
þessu réttindakerfi. Réttindin bygg-
ist á starfslengd og þegar hreyfan-
leiki á vinnumarkaði sé svona mikill
standi margir illa að vígi þegar veik-
indi og slys ber að höndum.
Líkamsræktarstyrkir
orðnir skattskyld hlunnindi
Á velferðarráðstefnu ASÍ í síðasta
mánuði setti Stefán Ólafsson, pró-
fessor í HÍ, fram það sjónarmið að
leggja ætti sjúkrasjóðina niður og
sameina þá almannatryggingakerfi
TR. Hann sagði að sjúkrasjóðirnir
væru 19. aldar fyrirbæri; þeir byggð-
ust á ölmusuhugsun en ekki rétt-
indakerfi líkt og almannatrygginga-
kerfið byggðist á.
Gunnar Páll Pálsson, formaður
VR, sagðist ekki vera tilbúinn að
taka undir það sjónarmið að leggja
ætti sjóðina niður. Hann sagðist vera
sannfærður um að sama dag og
sjúkrasjóðakerfið yrði lagt inn í
Tryggingastofnun yrði byrjað að
skerða réttindin. Það mætti hins
vegar segja að það væri verkalýðs-
hreyfingunni til vansa að hafa ekki
náð samstöðu um að sameina þessa
sjóði, en það myndi efla réttindi fé-
lagsmanna og auka hagkvæmni í
rekstri sjóðanna.
Gunnar Páll sagðist einnig telja að
það væri ástæða til að breyta ýmsu
hjá sjóðunum. Hann sagðist t.d. sjá
fyrir sér að sjóðirnir hættu að greiða
styrki eins og líkamsræktarstyrki
enda hefði ríkisskattstjóri ákveðið í
fyrra að líta á þessar greiðslur sem
skattskyld hlunnindi. Það mál væri
reyndar nú til skoðunar hjá yfir-
skattanefnd.
Gunnar Páll sagðist ætla á næst-
unni að beita sér fyrir umræðu innan
VR, um að félagið gæfi eftir hluta af
kjarasamningsbundnum veikinda-
rétti félagsins gegn því að vinnuveit-
endur féllust á að auka orlofsrétt-
indin. Hann sagði að félagið gæti
gert þessa breytingu vegna þess að
sjúkrasjóður VR væri fjárhagslega
sterkur. Breytingin myndi ekki leiða
til neinna breytinga á greiðslum til
fólks sem hefði veikst þar sem sjóð-
urinn myndi taka yfir hluta af þeim
skuldbindingum sem nú hvíla á
vinnuveitendum.
Lög kveða ekkert á um skyldur sjúkrasjóða stéttarfélaganna eða um fjárreiður þeirra
Mikill munur er á rétt-
indum sjúkrasjóðanna
Morgunblaðið/Þorkell
Sjúkrasjóðum stéttarfélaganna er meðal annars ætlað að styðja við bakið á
launafólki þegar það dettur af launaskrá vegna veikinda eða slyss.
egol@mbl.is
TIL AÐ gefa mynd af stöðu sjúkra-
sjóðanna aflaði Morgunblaðið upp-
lýsinga hjá fjórum félögum; VR,
Eflingu, Félagi járniðnaðarmanna
og Einingu-Iðju á Akureyri. VR og
Efling eru fjölmennustu stéttar-
félög á landinu, en Eining er
stærsta félagið á landsbyggðinni.
Eignir sjúkrasjóðs VR námu um
síðustu áramót 1.459 milljónum.
Ársreikningur Eflingar fyrir árið
2002 liggur ekki fyrir en í árslok
2001 námu eignir sjóðsins 1.124
milljónum. Uppgjöri á sjúkrasjóði
Einingar er heldur ekki lokið, en
eignir sjóðsins eru aðeins um 50
milljónir króna. Sjóðurinn var rek-
inn með tapi bæði í fyrra og árið
2001. Eignir sjúkrasjóðs Félags
járniðnaðarmanna námu 165 millj-
ónum um síðustu áramót.
Um 17% af útgjöldum sjúkrasjóðs
VR er rekstrarkostnaður. Þetta
hlutfall er um 12,6% hjá Einingu og
23,2% hjá járniðnaðarmönnum þeg-
ar afskriftir af húsnæði eru með-
taldar. Rekstrarkostnaður er um
18% hjá sjúkrasjóði Eflingar ef ekki
er tekið tillit til afskrifta af hús-
næði. Ef afskriftir eru teknar með
fara rekstrargjöld sjóðsins upp í
30% af útgjöldum sjóðsins. Efling
greiddi 2,2 milljónir árið 2001 í
húsaleigu til sjúkrasjóðsins. Ávöxt-
un sjóðsins er hins vegar léleg eða
aðeins 1,9%. Ávöxtun sjúkrasjóðs
VR er þó enn verri eða 0,4%.
!"#$
%&#%
%%#
'(#)
$&#!
$))
*+
$))$
,- ./
$))$
$))
% "#%
&!$#"
'&#(
%)#!
%(0#(
%$#%
&"#)
!#'
%#'
'(#)
%&#&
%(#'
(#!
/$#$
%0#(
Sjúkrasjóður VR á 1,5 milljarðaVerulegur munur er á
réttindum sem sjúkra-
sjóðir stéttarfélaga
veita sjóðfélögum sín-
um. Fjárhagsleg staða
sjóðanna er einnig mjög
mismunandi. Í úttekt
Egils Ólafssonar kemur
fram að á sama tíma og
stærstu sjóðirnir eiga
milljarða eignir og skila
tugmilljóna afgangi
berjast minni sjóðir í
bökkum.