Morgunblaðið - 17.04.2003, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 17.04.2003, Qupperneq 20
ERLENT 20 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í MIÐRI vöggu lýðræðisins, við ræt- ur Akrópólis-hæðar í Aþenu, undir- rituðu við hátíðlega athöfn í gær leið- togar 25 Evrópuþjóða samninga um stækkun Evrópusambandsins aust- ur fyrir járntjaldið fallna og þurrk- uðu þar með út síðustu leifarnar af klofningi álfunnar frá því á dögum kalda stríðsins. „Með þessum áfanga er sam- bandið loksins að ná að yfirstíga klofning álfunnar í austur og vest- ur,“ sagði þýzki kanzlarinn Gerhard Schröder við undirritunarathöfnina, þar sem leiðtogar tíu ríkja, þar af átta fyrrverandi austantjaldslanda, skrifuðu undir frágengna aðildar- samningana ásamt fulltrúum núver- andi aðildarríkjanna fimmtán. „Hið nýja og stækkaða Evrópusamband mun…finna sinn stað í heiminum sem Evrópa friðar, samstöðu og lýð- ræðis,“ sagði Schröder. „Það var ekki fyrr en í dag sem Berlínarmúrinn féll endanlega,“ sagði hollenzki forsætisráðherrann Jan Peter Balkenende. Eistland, Lettland, Litháen, Pól- land, Tékkland, Slóvakía, Ungverja- land, Slóvenía, Malta og Kýpur munu fá inngöngu í ESB 1. maí 2004, að því gefnu að aðildarsamningarnir verði fullgiltir í þjóðaratkvæða- greiðslum og á þjóðþingum land- anna. Þjóðaratkvæðagreiðslur hafa þegar farið fram í Ungverjalandi, Slóveníu og á Möltu. Fulltrúar væntanlegu nýju aðild- arríkjanna munu þó strax taka þátt í öllum fundahöldum á vegum ESB, þar sem stefna er mótuð og ákvarð- anir teknar, þótt þeir hljóti ekki at- kvæðisrétt fyrr en eftir að aðild landa þeirra hefur gengið í gildi. „Í dag eru draumar Pólverja að verða að veruleika,“ sagði Aleksand- er Kwasniewski, forseti Póllands. „Með þá reynslu af sögunni sem þjóð okkar hefur að baki, vitum við hve mikils virði frelsi, vinir og banda- menn eru,“ sagði hann. „Pólland er reiðubúið að taka þátt í að axla hina þungu ábyrgð á örlögum Evrópu.“ Kæti meðal Kýpur-Grikkja Fögnuðurinn yfir þessum tíma- mótum var sagður einna mestur á Kýpur. Þar héldu Kýpur-Grikkir uppá áfangann með miklum hátíðar- höldum. „Undirritun [aðildarsamn- ingsins] er toppurinn á 9.000 ára sviptingasamri sögu Kýpur,“ sagði Tassos Papadopoulos, forseti Kýp- ur-Grikkja, í tilfinningaþrungnu ávarpi við athöfnina í Aþenu. En hann tók jafnframt fram, að hann og landar sínir hörmuðu að ekki skyldi hafa tekizt að ganga þannig frá mál- um að eyjan gengi sameinuð inn í ESB. „Ég harma að múr sem reistur var með valdi skuli hindra kýpur- tyrkneska landa okkar í að halda með okkur út á braut sameinaðrar Evrópu,“ sagði hann. Kýpur hefur verið skipt frá því tyrkneskur her gerði innrás á eyna árið 1974, í kjölfar misheppnaðs valdaráns manna sem vildu samein- ingu við Grikkland. Tyrkland er eina landið sem viðurkennir aðskilnaðar- lýðveldi Kýpur-Tyrkja, og fyrst ekki tókust samningar um að báðir eyj- arhlutar fengju samhliða aðild að ESB er það aðeins gríski, alþjóðlega viðurkenndi hlutinn sem fær hana. Stjórn Kýpur-Tyrkja sendi í gær frá sér ályktun, þar sem hún lýsti reiði sinni yfir því að Kýpur-Grikkj- um skyldi hleypt inn í ESB. Sagði hún það munu „spilla innra og ytra jafnvægi á eynni og á svæðinu öllu og ekki stuðla að friði né stöðugleika“. „Evrópa frið- ar, samstöðu og lýðræðis“ Samningar um Evrópusambands- aðild 10 ríkja undirritaðir í Aþenu Aþenu. AP, AFP. Reuters Maltverjar, sem fylgdust með athöfninni í Aþenu í beinni útsendingu á stórum skjá í almenningsgarði við höfuðborgina Valletta, fagna er malt- verski forsætisráðherrann hafði bætt sinni undirskrift á samningana í gær. UM 100 manns voru handteknir eft- ir að mótmælendum og óeirða- lögreglu lauzt saman í Aþenu í gær, þar sem leiðtogafundur Evrópu- sambandsins fór fram. Slagorð mót- mælendanna tengdust aðallega Íraksstríðinu. Hrópuðu þeir meðal annars „slátrarar“ að leiðtogum Bretlands, Spánar og Ítalíu vegna stuðnings þeirra við hernaðinn í Írak. Hér sjást lögreglumenn sprauta táragasi til að dreifa mótmælendum sem reyndu að brjótast í gegnum varnargarð lögreglu í kringum fundarstað leiðtoganna í miðborg Aþenu. Alls tóku um 5.000 manns þátt í mótmælaaðgerðunum, og köstuðu þeir herskáustu grjóti og benzínsprengjum, m.a. að sendiráð- um Bretlands og Bandaríkjanna. Reuters Mótmæli í Aþenu STÆKKUN Evrópska efnahags- svæðisins, EES, er mikilvægur áfangi í aukinni samvinnu Evrópu- ríkjanna. Kom það fram hjá Günter Verheugen, sem annast hefur stækkunarmálin í fram- kvæmdastjórn Evrópusambands- ins, ESB. Verheugen segir, að hann sé viss um, að samningar um stækkun EES takist strax eftir páska og bendir á, að nú þegar liggi fyrir samkomulag í grundvallaratriðum. Að sögn Óslóarblaðsins Aftenpost- en ætlar Verheugen að ræða við stjórnvöld í Póllandi í næstu viku en það voru þau, sem flestum að óvörum höfnuðu samkomulags- drögunum milli EFTA- og ESB- ríkjanna í síðustu viku. Vilja þau fá meira af tollfrjálsum fiski frá Nor- egi og Íslandi og stærri kvóta en gert var ráð fyrir í drögunum. Norðmenn greiða tífalt meira Norðmenn eru sammála Pólverj- um um þetta en vilja þó ekki greiða meira fyrir þá lausn. Jan Petersen, utanríkisráðherra Noregs, segir, að þeirra boð um framlög í þróun- arsjóði ESB hljóði upp á rúmlega 20 milljarða ísl. kr. á ári og hærra verði ekki farið. Það er tífalt meira en þeir hafa greitt til þessa og hafa stjórnvöld verið gagnrýnd í Noregi fyrir að ganga allt of langt. Segir Petersen, að vissulega sé um að ræða dýran samning en hafa verði í huga, að í raun sé verið að breyta Evrópukortinu með róttækum hætti. Norðmenn vilji vera með í því og leggja einnig sitt af mörkum til að jafna lífskjör almennings í álfunni. Frá 1. maí á næsta ári mun EES líklega ná til 28 landa með 455 milljónir íbúa. Af þeim fjölda verð- ur íbúatala EFTA-„stoðarinnar“, Noregs, Íslands og Liechtensteins, aðeins um 1%. Stækkun EES mikil- vægur áfangi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.