Morgunblaðið - 17.04.2003, Side 32

Morgunblaðið - 17.04.2003, Side 32
32 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. FARA stjórnmálamenn betur með fé fólks en fólkið sjálft? Þetta er klassísk spurning í stjórnmálaumræðum. Til er stjórnmálastefna, sem byggist á því grundvall- arstefi, að fyrst eigi að gæta opinberra hagsmuna og síðan hagsmuna einstakra borgara. Sumir stjórn- málamenn hika ekki við að segja, að best sé að treysta þeim fyrir aflafé annarra og þess vegna skuli innheimtir háir skattar. Lengst hefur verið gengið á þeirri braut að svipta fólk forræði á eigin aflafé í kommúnistaríkjunum. Þau urðu að ríkjum fátæktar og fangelsa. Hin klassíska spurning um skatta er enn einu sinni lögð fyrir kjósendur í alþingiskosningunum 10. maí næstkomandi. Með atkvæðaseðlinum er að þessu sinni unnt að velja á milli skýrari kosta en oft áður. Sjálfstæðismenn vilja ganga lengst við að afsala rík- issjóði fjármunum í hendur skattgreiðandans, sem aflar þeirra. Allir, sem hafa hærri laun en 104 þúsund krónur á mánuði, 89% skattgreiðenda, hagnast meira af til- lögum sjálfstæðismanna um lækkun tekjuskatts en af tillögum Samfylkingarinnar, svo að dæmi sé tekið. Auk þess að gera tillögu um lækkun tekjuskatts vilja sjálfstæðismenn lækka virðisaukaskatt á matvæli, hús- hitun, bækur og fleira úr 14% í 7%. Þeir vilja afnema eignarskatt og lækka erfðafjárskatt. Þá vilja sjálfstæð- ismenn hækka barnabætur um 2.000 milljónir króna. Skattalækkanirnar eru rökrétt framhald stefnunnar, sem fylgt hefur verið undanfarin ár með lækkun tekju- skatts á fyrirtæki úr 30% í 18%. Tekjur ríkissjóðs hafa ekki minnkað eftir að ákvörðun var tekin um að treysta fyrirtækjunum frekar fyrir tekjum sínum en láta þær renna í gegnum hendur stjórnmálamannanna. Umsvif fyrirtækjanna hafa aukist og fjárhagslegur styrkur þeirra eflst. Gerist þetta ekki einnig, þegar einstak hlut? Skattastefna, sem hvetur til frumk er líklegri til að efla allt þjóðarbúið en st að því, að ríkisvaldið seilist sífellt dýpra vinnandi manns. Miklu skiptir, að slíkri s komandi hagvaxtarárum, þegar framkvæ stærri en íslenska þjóðarbúið hefur nokk kynnst. x x x Hræðsluáróður er hið fyrsta, sem kem margra, þegar bent er á, að kannanir sýn Samfylking, frjálslyndir og vinstri/græni isstjórn að loknum kosningunum 10. maí sé í spilunum er þó enginn áróður, heldu un af viðhorfum þeirra, sem svara. Að óreyndu hefði mátt ætla, að samfyl fagnaði vísbendingum um nýja flokka í r að var þó upp á teningnum hjá talsmann arinnar í Stöð 2 á mánudagskvöld. Ingibj Gísladóttir taldi, að rykið hefði verið dus glundroðakenningu, þegar rætt var um r stjórnarandstöðunnar og með svona tali endum settir afarkostir! Í sjónvarpsviðræðum talsmanna stjórn að kvöldi sunnudagsins 13. apríl setti Ing nokkur skilyrði fyrir aðild Samfylkingari isstjórn. Forsenda samstarfs Samfylking aðra væri meðal annars, að þeir tækju up hennar, samþykktu landið eitt kjördæmi fyrningarleið til að breyta kvótakerfinu. Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisfl þessi skilyrði á fundi á Akureyri á mánu VETTVANGUR Skilin markast í kos Eftir Björn Bjarnason SAMFYLKINGIN hefur átt í afar miklum vand- ræðum með að finna rétta tóninn í kosningabarátt- unni vegna alþingiskosninganna í vor. Helsti tals- maður flokksins, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, hóf baráttuna með hinni dæmalausu ræðu sinni á flokksstjórnarfundi í Borgarnesi í febrúar, þar sem reynt var með ýmsum hætti að vega að trúverð- ugleika forsætisráðherra með dylgjum og órök- studdum fullyrðingum. Ingibjörg þurfti að verja næstu vikum í að útskýra og afsaka ummæli sín og eftir allan þann vandræðagang virtist um tíma sem flokkur hennar ætlaði að gera tilraun til að reka kosningabaráttu á grundvelli málefna en ekki bara með hálfkveðnum vísum og persónulegum árásum. Evrópumálin aðalmálið – eða hvað? Það er hins vegar skemmst frá því að segja, að málefnaleg útspil Samfylkingarinnar hafa flest ef ekki öll runnið út í sandinn. Einu sinni áttu Evr- ópumálin að vera helsta kosningamálið ef miðað var við ummæli forystumanna Samfylkingarinnar. Formaður flokksins kom hins vegar fram fyrir fá- einum vikum og lýsti því yfir að þau væru ekki lengur aðalmálið á dagskrá heldur einhvers konar neðanmálsgrein eða ítarefni við stefnuskrá flokks- ins. Næsta mál á dagskrá var svo fiskveiðistjórnunin og svokölluð fyrningarleið, sem felast átti í því að ríkið gerði 10% kvótans upptækan á hverju ári þar til hann hefði verið þjóðnýttur til fulls. Eftir að talsmenn flokksins höfðu orðið varir við hörð viðbrögð heimamanna á fundum sínum í sjáv- arbyggðum landsins var hins vegar farið að draga í land með þá stefnu. Fram og til baka í skattamálum Þá var tekið til við að ræða skattamálin og sannast sagna hefur sá málaflokkur þvælst hvað mest fyrir talsmönnum Samfylkingarinnar. Stefnan þar hefur breyst frá einni viku til ann- arrar. Framan af leit út fyrir að skattastefna flokksins myndi aðallega byggjast á einhvers kon- ar fjölþrepaskattkerfi með stighækkandi tekju- skatti. Síðan, þegar talsmenn flokksins höfðu ítrekað lent í vandræðum með að útskýra þá stefnu, var blaðinu snúið við á vorþingi flokksins og farið að tala um hækkun svokallaðs frí- tekjumarks. Þegar gengið var á talsmennina og Umræðustjórnmál eða „Þetta nýjasta útspil þess ljósan vott, að S upp á því að ræða má inganna.“ Eftir Birgi Ármannsson Í LJÓSI þeirra staðreyndar að skattbyrði ein- staklinga hefur aukist til muna í tíð núverandi ríkisstjórnar er ekki furða að nánast allir stjórnmálaflokkar hafi á kosningastefnuskrá sinni að lækka skatta á einstaklinga. Sam- kvæmt tölum OECD hefur skattbyrði á ein- staklingum aukist mest á Íslandi frá árinu 1990 af öllum ríkjum OECD fyrir utan Grikkland. Það er hins vegar ekki trúverðugt þegar rík- isstjórnaflokkarnir, sem hafa setið í ríkisstjórn í 8 ár, tala nú um rétt fyrir kosningar að nú sé komið að einstaklingunum í landinu. Forgangs- röðun ríkisstjórnarflokkanna hefur hingað til ekki náð til einstaklinga og fjölskyldufólks held- ur hefur hún sést í 900 milljóna króna sendiráð- um, skertum barnabótum, aukinni skattbyrði, hækkandi þjónustugjöldum og tugmilljarða króna landbúnaðarkerfi. Samfylkingin lækkar tekjuskatt einstaklinga Samfylkingin hefur skýra stefnu í skatta- málum. Samfylkingin ætlar að hækka skattleys- ismörkin um 130.000 krónur á ári þannig að all- ir þegnar landsins hagnast á breytingunni. Skattbyrði allra einstaklinga mun þannig lækka um 50.000 krónur á ári og skattbyrði hjóna lækkar um 100.000 krónur á ári. Þessi breyting kemur sérstaklega lágtekju- og milli- tekjufólki til góða. Við breytingar á skattprósentunni, eins og Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur leggja til, mun skattbyrðin minnka meira hjá þeim sem hafa hærri tekjur. Skattastefna rík- isstjórnarflokkanna gengur því einfaldlega út það að því hærri tekjur því minni skattbyrði. Skattastefna Samfylkingarinnar er ekki ein- ungis mjög einföld í framkvæmd heldur er hún réttlát þar sem hún kemur öllum jafnt til góða en hlutfallslega mest millitekju- og láglauna- Skýr skattastefna Samf „Ávinningur ungs barn mörgum hundruðum þ Samfylkingin þann stu komandi kosningum.“ Eftir Ágúst Ólaf Ágústsson FRÉTTIR OG SKOÐANIR Fjölmiðlar þurfa á aðhaldi aðhalda eins og allir aðrir. Þessvegna lítur Morgunblaðið svo á, að það sé gagnlegt fyrir blaðið, þegar einstakir lesendur þess taka sig til og skrifa greinar, þar sem stundum er að finna mjög harða gagnrýni á blaðið. Morgunblaðið hefur alltaf lagt áherzlu á að birta slíkar greinar með áberandi hætti, þannig að sjónarmið greinarhöf- unda fái að njóta sín á síðum blaðsins. Í Morgunblaðinu í gær birtist grein eftir Þorvald Örn Árnason, framhalds- skólakennara, þar sem hann gagnrýnir harðlega fréttaflutning Morgunblaðs- ins af stríðinu í Írak og telur að slag- síða hafi verið í þeim fréttaflutningi, sjónarmið Bandaríkjamanna og banda- manna þeirra hafi verið yfirgnæfandi á síðum blaðsins. Við lestur greinar Þorvaldar Arnar kemur hins vegar í ljós, að hann bland- ar saman annars vegar sjónarmiðum og skoðunum Morgunblaðsins á stríðinu í Írak, sem eingöngu hafa komið fram í forystugreinum blaðsins, og hins vegar fréttum blaðsins og fréttaskýringum. Þetta eru grundvallarmistök af hálfu greinarhöfundar. Það er sjálfsagt að eiga skoðana- skipti við Þorvald Örn um afstöðu Morgunblaðsins til Íraksstríðsins eins og hún hefur komið fram í leiðurum blaðsins en sú afstaða er eitt og fréttir blaðsins allt annað. Þeir sem skrifað hafa fréttir í Morg- unblaðið um Íraksstríðið undanfarnar vikur hafa ekki komið nálægt leiðara- skrifum blaðsins um þau mál. Þeir sem hafa skrifað leiðara blaðsins um Íraks- stríðið hafa ekki skrifað fréttir Morg- unblaðsins um það mál. Í grein sinni segir Þorvaldur Örn: „Ég gerði lauslega úttekt á skrifum blaðsins þá örlagaríku daga 13.–22. marz, þegar úrslitaorusta hernaðar- hauka og friðarsinna fór fram í fjöl- miðlum um heim allan. Niðurstaða þessarar fátæklegu úttektar minnar var sú, að stuðningur við stríðið hefði yfirhöndina í fleiri og stærri greinum í Morgunblaðinu en andmæli og efa- semdir gegn því. Á forsíðu er stuðn- ingur við stríðið yfirgnæfandi flesta dagana en efasemdir og andmæli er helzt að finna á innsíðum.“ Hvað á Þorvaldur Örn Árnason við? Telur hann að í fréttum á forsíðu Morgunblaðsins um þetta mál sé að finna ýmist „stuðning“ eða „andmæli“ við stríðið í Írak? Þetta er fráleit skoð- un. Hverjum einasta blaðamanni, sem hafið hefur störf á ritstjórn Morgun- blaðsins í marga undanfarna áratugi, hefur verið kennt það grundvallaratriði á fyrsta degi, að í fréttum blaðsins megi ekki vera skoðanir, hvorki blaða- mannsins né blaðsins sjálfs. Fréttir eru frásagnir af atburðum eða ummælum manna um tiltekna atburði. Birtist frétt á forsíðu um mikla sókn Banda- ríkjahers inn í Írak jafngildir sú frétt ekki því að Morgunblaðið sé að lýsa stuðningi við þá hernaðaraðgerð. Á ritstjórn Morgunblaðsins starfa hátt á annað hundrað starfsmenn. Margir þeirra búa yfir áratuga reynslu í blaðamennsku. Aðrir eru hámenntaðir á sínu sviði. Þetta fólk vinnur dag hvern að upplýsingaöflun um margvís- leg málefni. Ákveðinn starfshópur vinnur fyrst og fremst erlendar fréttir og skrifar erlendar fréttaskýringar. Það er gengið mjög nærri starfsheiðri þessa fólks að halda því fram að í stað þess að skrifa fréttir sé það að skrifa áróður fyrir ákveðin sjónarmið. Það er sjálfsagt og eðlilegt að les- endur Morgunblaðsins sem og aðrir gagnrýni þau sjónarmið, sem blaðið lýsir í leiðurum um einstök málefni. Það er líka sjálfsagt og eðlilegt að les- endur veiti blaðinu aðhald með því að benda á það sem betur má fara í frétta- skrifum. En það er alrangt að þessum tveimur þáttum sé blandað saman í fréttaskrif- um Morgunblaðsins. Þegar því er hald- ið fram er ekki lengur um heilbrigða og eðlilega gagnrýni að ræða heldur ein- hvers konar áróður gegn blaðinu. EYÐILEGGING Í ÍRAK Eyðilegging á menningarverðmæt-um í Bagdad eftir að stjórn Sadd- ams Husseins forseta Íraks féll verður ekki bætt, en vonandi verður unnt að endurheimta þá muni, sem hefur verið stolið. Á undanförnum dögum hefur lýður stolið og eyðilagt stórkostleg verðmæti í íraska Þjóðminjasafninu og næstum öll skjöl í íraska Þjóðskjala- safninu eru sögð hafa brunnið til ösku eftir að þjófar höfðu farið þar um ráns- hendi. Íslamskt bókasafn skammt frá Þjóðskjalasafninu brann einnig, en þar var geymt eitt elsta eintakið af Kór- aninum, sem vitað var um. Í Þjóð- minjasafninu voru geymdar allt að tíu þúsund ára gamlar minjar frá vöggu siðmenningarinnar. Ýmsir höfðu hrópað varnaðarorð. Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, varaði við því áð- ur en ráðist var inn í Írak að í upp- lausnarástandinu, sem búast mætti við að kæmi í kjölfar stríðsins, yrðu söfn landsins rænd. Bandarískir ráðamenn hafa talað á þann veg að í því ástandi, sem skapast við fall harðstjórnar á borð við stjórn Saddams Husseins, megi búast við ringulreið. Það er auðvelt að vera vitur eftir á, en hins vegar hljóta að vakna spurn- ingar um það hvers vegna Bandaríkja- menn lögðu ekki meiri áherslu á að vernda menningarverðmæti. Það var ekki einu sinni brugðist við eftir að eyðileggingin hófst. Forgangsröðin var önnur eins og Magnús Þór Bernharðs- son sagnfræðingur, sem kennir nú- tímasögu Mið-Austurlanda við Hofstra-háskóla, benti á í grein í bandaríska dagblaðinu Newsday í fyrradag: „Fjöldi frétta bendir til að herinn hafi ekki reynt kerfisbundið að koma í veg fyrir ránin í safninu. Um leið höfðu hermenn hins vegar ræki- legt eftirlit með olíumálaráðuneytinu, sem er vitaskuld mikilvægt vegna upp- byggingar nýs Íraks.“ Það sem gert er verður ekki tekið aftur. Nú verður að einbeita sér að því að bjarga því, sem bjargað verður, og beita öllum tiltækum ráðum til að end- urheimta þá muni, sem hefur verið stolið. Rækilegar skrár um horfna muni ættu að auðvelda það verk. Bandamönnum hafði tekist að gæta þess að söfnin eyðilegðust ekki í sprengjuárásunum á Bagdad. Það er því grátlegt að eyðileggingin skyldi dynja yfir þegar stjórn Saddams Huss- eins var fallin, ekki síst vegna þess að sennilega hefði ekki þurft nema nokkra hermenn til að afstýra henni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.